Dagur - 08.11.1945, Blaðsíða 5
Fimmtudaginn 8. nóvember 1945
DAGUR
5
AF SJÓNARHÓLINORÐLENDINGS
Áttræð félagsmálavísindi.
Það mætti vera ærið áhyggju-
etni hverjum liugsandi þjóðfé-
lagsþegn, að á sama tíma sem
blöð nágrannaþjóða okkar verja
mestum hluta rúms síns til þess
að greina frá ýmsum vandleyst-
ustu viðfangsefnum hinnar ný-
runnu kjarnorkualdar og bolla-
leggja um fi'jálslegar þjóðfélags-
legar umbætur, skuli blaðakost-
ur stærsta stjórnmálaflokksins
hér að verulegu leyti helgaður
áttræðum félagsmálavísindum.
Þessi fróðieikur hefði að sönnu
þótt uppbyggilegur á blóma-
skeiði hinnar dönsku selstöðu-
verzlunar hér á landi á sinni tíð,
enda var hann þá í hávegum
hafður víða um byggðir lands-
ins, svo sem gamlar heimildir
sýna, en hefir nú fyrir löngu orð-
ið að þoka fyrir frelsis- og fram-
sóknarbaráttu þjóðarinnar og
ólíklegt er, að tilraun sú, sem nú
er gerð til endurvakningar á
þessum hugsunarhætti, hafi var-
anleg áhrif á þegna lýðveldisins.
Það verður sem sé ekki lengur
villzt um það hvers konar þjóð-
félagsvísindi það eru, er þeir rita
í íslending og Morgunblaðið, að
staðaldri nú um skeið, Svavar
Guðmundsson og Páll Kolka.
Skrif þeirra bera ómengaðan
keim af málsskjölum selstöðu-
kaupmannanna, sem höfðuðu
hvert málið á fætur öðru á hend-
ur hinni nýstofnuðu kaupfélags-
hreyfingu fyrir og um síðustu
aldamót, til þess að reyna að
þröngva félögunum til þess að
greiða tvöfaldan skatt. Þessi
málarekstur stóð í nær 40 ár, eða
þangað til réttarstaða samvinnu-
félaganna var ákveðin með lög-
um á Alþingi 1921, er voru að
verulegu leyti sniðin eftir laga-
setningu annarra vestrænna
þjóða um þessi efni.
Um það verður nú naumast
deilt með rökum, að þessi mála-
lok hafi verið hin giftusamleg-
ustu fyrir þjóðfélagið. Engir
nema æstustu ofstækismenn
halda því fram, að það hafi verið
til óheilla, er herbragð selstöðu-
kaupmanna — tvöfaldi skattur-
inn — var eyðilágt með setningu
samvinnulaganna. I engu lýð-
frjálsu landi hefir tilraun til þess
að kyrkja samvinnuhreyfinguna
með þess konar aðferðum haft
mikinn framgang til þessa. Hitt
er aftur ámóti alkunna, aðáárun-
um milli lieimsstyrjaldanna, var
uppvakning þessa draugs eitt af
þeim vopnum, sem einræðisöfl-
in, er þá réðu ríkjum víða um
Evrópu, beittu, til þess að koma
samvinnufélögunum fyrir björg
og leggja þau í rústir.
•
í gömlum skjölum má finna
heimildir þess, að forstöðumenn
dönsku selstöðuverzlunarinnar í
Húsavík héldu því fram í mála-
rekstri sínum gegn kaupfélaginu
þar, að þar sem félagið tæki í sín-
ar hendur æ meiri hluta verzlun-
arinnar ætti hlutfallslega jafn
mikill hluti útsvarsbyrðanna í
hreppnum að færast yfir á það,
en til þess tíma, er félagið var
stofnað, hafði hin danska verzl-
un borið meginþunga útsvar-
anna. Samvinnuleiðtogar Þing-
eyinga vildu ekki lilýta þessari
röksemdafærslu. Þeir bentu á, að
hagurinn af starfsemi félagsins
kærni fram í bættum efnahag al-
mennings og að félagið væri ekki
gróðafyrirtæki, sem sanngjarnt
væri að bera saman við hina
dönsku verzlun. Um mál þetta
stóð styrr um langan aldur og
svipaðar röksemdafærslur kaup-
manna mátti finna í flestum
kauptúnum. þar sem stofnað var
til samvinnuverzlunar í trássi
við J)á. Það virðist sannarlega
ekki ástæðulaust, að rifja upp
þessi gömlu viðskipti, ef margir
þegnar lýðveldisins leggja trún-
að á þann boðskap, sem fyrir-
ferðarmestur er í blöðum Sjálf-
stæðisflokksins um þessar mund-
ir. I síðasta íslending minnizt
Svavar Guðmundsson þess tíma-
bils með söknuði, að því er bezt
verður séð, er borgarar Akureyr-
ar voru svo fátækir og lítilsmeg-
andi, að Jreir gátu ekki innt af
höndum gjöld til bæjarins til
nauðsynlegra framfara, nema að
mjög litlu leyti, en verzlunarfyr-
irtækin, sem augsýnilega liafa
hirt bróðurpartinn af Jreim
gróða, sem hér myndaðist á Jreim
árum, báru 50—60% af útsvars-
byrðunum. Þetta var „gamli tím-
inn“, segir Svavar og andvarpar.
Síðan tekur hann að ræða um
„nýja tímann" og finnst þá öllu
ömurlegra umhorfs. Hluttaka
verzlunarinnar í lreildarútsvars-
greiðslunum hefir stór lækkað
að hundraðshluta, en hlutur al-
mennings, borgaranna sjálfra,
hækkað. Með öðrum orðum,
efnahagur fólksins í bænum leyf-
ir það, að borgararnir greiði
sjálfir allríflega til framfara í
bæjarfélaginu. Það eymdartíma-
bil er liðið, að útlendir og inn-
lendir kaupmenn hafi fjárhags-
lega afkomu almennings algjöi'-
lega í hendi sinni með því að
hirða í verzlunargróða megin-
partinn af tekjum fólksins, svo
sem var á „gamla tímanum".
Gegn slíkum fríðindum óx þeim
ekki í augum að greiða 50—60%
af útsvarsbyrðum sveitarfélag-
anna, þar sem þeir þá líka réðu
því, að kyrrstaða var um nær því
allar framkvæmdir. Það er ekki
að furða þótt Svavar líti með
söknuði til hins „gamla tíma“.
Nú eru ályktanir Jiær, er
Svavar dregur af þessum saman-
burði á útsvarsálögunr á Akur
eyri fyrr og nú, ekkert nema
fjarstæða. Hann gæti gert slíkan
samanburð í hvaða kauptúni eða
kaupstað sem væri á landinu og
fengi svipaðar niðurstöður. Þær
einu ályktanir, sem nokkurt vit
er í að draga af slfkum saman-
burði eru þær, að hluttaka al-
mennings í sköttum og skyldum
hefir vaxið alls staðar á landinu
af þeirri einföldu ástæðu, að
efnahagur og afkoma fólksins
hefir rýmkast stórlega frá því
sem var á dögum dönsku sel
stöðuverzlananna, en hluttaka
verzlunarinnar hefir minnkað af
því, að verzlunarhættirnir eru
breyttir til bóta. Þeir tímar eru
liðnir og koma aldrei aftur,
hversu sárt sem einstaka stein-
gjörfingar sakna þeirra, að ein-
valdur kaupmaður hafi í hendi
sinni fjárhagsafkomu heils
býlgðarlags, hirði bróðurpart
tekna borgaranna með okur-
álagningu, en taki hins vegar að
sér að greiða ríflegan skerf út-
svarsálagningar með óveruleg-
um Iiluta Jiess gróða. Þessi mál-
færsla Svavars er að öllu leyti
ósvikin úr skúflu Örurn og
Wulfs og ætti að vera óþarfi að
eltast lengi við slíkan uppvakn-
ing ,enda sannar hún alls ekki
það, sem hún átti að sanna, sem
sé að kaupfélagið kæini sér und-
an að greiða lögboðin gjöld og
skatta. Hún ætti hins vegar að
geta vakið borgarana til um-
hugsunar um Jxað hverju sam-
vinnuskipulagið hefir gjörbreytt
til bóta um alla verzlunarháttu
landsmanna, þótt verzlunarmál-
in séu enn hvergi nærri komin á
þann grundvöll, sem Jrau þurfa
að komast á, svo sem heildsala-
málin og fleira af því tagi leiða
glögglega í I jós.
Það er ójrarfi, að fara fleiri
orðum um þessa þjóðmálaspeki
alla, sem átti að sanna borgurun-
um stói'felld skattsvik kaupfé-
lagsins. Höfundi hennar hefir
nú hlotnast tækifæri til þess að
gera nánari grein fyrir henni, á
þeim vettvangi, er bezt hentar að
ræða við þá menn, er beiskja og
minnimáttarkennd hefir get't að
dýrkendum ofbeldis og einræðis.
Hitt er aftur á móti vert að
benda á, í sambandi við þessar
umræður allar um réttindi sam-
vinnufélaganna í þjóðfélaginu,,
að mjög skortir nú orðið á það,
að félögin njóti þeirrar réttar-
stöðu.er ætlast var til með sam-
vinnulögunum frá 1921. Skatta-
lögin frá 1941 torvelduðu mjög
aðstöðu félaganna til lpess að
greiða félagsmönnum sínum arð
þar.sem kaupfélögin eru J:>ar sett
við sama borð og gróðafyrirtæki
einstaklinga. Út yfir tók þó með
veltuskattslögunum, því að þau
þurrkuðu út allan arð til félags-
manna fyrir viðskipti yfirstand-
andi árs og koma þannig mjög
hart niður á þeim þúsundum
manna og kvenna, sem eru í
samvinnufélögunum. Þannig
sýnist þeim, sem andvígir eru
samvinnufélagsskapnum, hafa
tekist að koma málum sínum til-
tölulega vel fram við ríkisvaldið
og svipta einstaklinga, er vilja
búa við samvinnuskipulagið,
verulegum hluta þeirra hlunn-
inda, er það ætti að veita þeim.
Mun þessum öflum hvergi hafa
orðið eins mikið ágengt í þessa
átt á síðari árum og hér á landi.
Þetta er í fyllsta máta athyglis-
vert og bendir ótvírætt til þess,
að tími sé til kominn, að sam-
vinnumenn þjappi sér fastar
saman en nú um langa hríð, ti!
þess að taka upp skelegga bár-
áttu gegn Jiessati starfsemi og
vinna að viðhaldi og endurbót-
um á anda samvinnulaganna.
Það gæti naumast talist glæsi-
legur vitnisburður um félags-
málajjroska borgáranna, et
reyndin yrði sú, að vopn
Þórðar Guðjohnsen yrði skæð-
ara í höndum þeirra ntanna, sem
nú beita því, J)ótt J:>eii' standi
honum langt að baki um vits-
inuni og þekkingu.
o
Og svo er það „nýsköpunin".
Það verður ekki komizt hjá að
telja það táknrænt um frjáls-
lyndið í herbúðum þess flokks,
er lofaði þjóðinni endurfæðingu
og nýsköpun, að slíkar tilraunir
til Joess að vinna á samvinnufé-
lögunum, skuli gerðar að tilstilli
og undir handarjaðri sjálfra ný-
sköpunarpostulanna. Á meðal
nágrannaþjóða okkar birtist hið
aukna frjálslyndi nú eftir stríðið
m. a. í Joví, að ríkisvaldið hlynnir
æ meir að samvinnufélögunum
og ætlar þeirn aukið svigrúm í
Jyjóðfélaginu. Þannig er þessu
farið í Bretlandi. Það kynni Jrví
svo að fara, að herferð sú, sem
nú um skéið hefir verið farin í
blöðum Sjálfstæðisflokksins eigi
eftir að valda sárum vonbrigð-
um í huga þeirra, sem trúðu Jdví
í einlægni og einfeldni, að Ólaf-
ur Thors ætlaði að gerast boð-
andi hins efnalega jafnræðis
[regnanna í þjóðfélaginu. Væri e.
t. v. rétt, að sérprenta boðskap
Morgunblaðsins og íslendings
um samvinnumál og senda á
hvert heimili í landinu til Jress
að þjóðin geti gengið úr skugga
um það, hvernig ætlunin er að
búa að þeirri félagsmálahreyf-
ingu, sem stærst og öruggast
skref hefir tekið til þess að efla
efnalegt og persónulegt frelsi
einstaklinganna, og gera þeim
kleyft að lifa menningarlífi í
landinu. í þeirri sókn hafa Jrús-
undir manna og kvenna um all-
ar byggðir landsins staðið saman.
Enn er enginn lokasigur unn-
inn. Enn er þörf á því, að menn
hugleiði hvar þeir eru á vegi
staddir og að lengst mun skila
áfram, ef borgararnir styðja hver
annan. Samvinnan á stórfengleg
verkefni fyrir höndum á íslandi.
Til þess að leysa þau þarf end
urnýjað átak, aukinn áhuga og
vaxandi skilning á innsta eðli
þeirrar hugsjónar, sem tengir
samvinnumenn, hvar sem Jaeir
að öðru leyti standa í þjóðmála-
fylkingu. Fyrsta verkefnið nú, er
að hrinda þeirri ásókn sem gerð
er að félögunum í anda dansk
lundaðra selstöðukaupmanna á
síðustu öld, og endurheimta síð
an að fullu þau réttindi, sem
barátta forvígismanna samvinn-
unnar á íslandi skapaði með
samvinnulögunum.
Norðlendingur.
Tvær kýp
til sölu.
PÁLL VIGFÚSSON,
Syðri-Varðgjá,
Úr erlendum blöðum
Framhald af 3. síðu
legt stríð í sögu mannsins og
hefði ekki hótað splundrun hins
efnislega heims. Þetta er því
undarlegra, sem það er ljóst, að
regar hefir orðið alheimsvakn-
ing, sem miðar að skilningi á
lessuni málum. Margvísleg
hrossakaup fara nú fram rnilli
rjóðanna. Nokkuð af þeim er
óhjákvæmilegt. Þar er að finna
heiðarlegar tilraunir- til Jress að
tortíma vantraustinu í skiptum
rjóðanna. Nokkuð af þeim staf-
ar af sárustu þörfum mannsins
til þess að geta lifað. Þegar Bret-
ar, eftir sigur í styrjöldinni,
verða að spenna ólina fastar um
mitti sitt, borða minna og.lakar,
en meðan styrjöldin stóð sem
hæst, getum við aðeins gert okk-
ur óljósar hugmyndir um,
livernig það muni vera, að eiga
að lifa menningarlífi á megin-
andi álfunnar. Þó er ástandið í
Evrópu mörgum sinnum betra
að þessu leyti en í Austur-Asíu.
Það sem teflt er um í dag er
ívorki meira né minna er lífsaf-
coma milljóna — kannske tug
milljóna — manna.
Hættan, sem við okkur blasir
er sú, að taflið verði leikið þann-
ig, að Jrað vekji skaðsamlega, al-
þjóða samkeppni, sem lítið
mundi gefa eftir óyfirlýstu stríði
á meðal þeirra, sent hafa þó for-
dæmt stríð. Það er engan veginn
auðvelt, að blanda meðal, sem
nægja mundi til varnar. Þó er
það augljóst, að einhvers konar
alheims föðurlandsást verður að
kvikna ií hjörtum mannanna, af
völdum hinnar sameiginlegu
hættu um sameiginlegt skipbrot.
Nauðsyn þessa verður að skipa
Jrann sess í brjóstum Jrjóðanna,
sem nauðsynin um sigur í styrj-
öldinni hafði áður. Atom-
sprengjan er hér mitt á meðal
okkar og hún er óvinur alls
mannkynsins. Hún varpar geisl-
um haturs og ótta um mann-
heim allan. Engin hrossakaup
munu verða til neins góðs, nerna
þau geri út af við Jressa tvö höf-
uð féndur mannlegrar ham-
ingju.
(Lausl. Jrýtt).
i| Armbandsúr ij
jjMikið úrvalaf sviss-i;
jineskum armbands-ij
Iúrum, dömu og
herra, nýkomið.
S£Bd H91 BOSt- i
M flBl IðOiI Slít I
ii Snorrabúð jj
jj Húsavík. I;
jj Sími 5. Sírni 5. ij
r#'#-#'#'###‘###'#####'##'#'#'##'####N##S#S*s^#^^*
Karlm. reiðhjóf
til sölu
Afgr. vísar á.