Dagur - 08.11.1945, Side 6
6
DAGUR
Fimmtudaginn 8. nóvember 1945
Lagt á borð fyrir þr já
Saga eftir Virginia Douglas Dawson
(Framhald).
og svo þegar áhrifa hennar fór að gæta, kom svipur sorgar og and-
streymis á andlit hans.
Allir reyndu að fá hana til þess að lata sig skipta það sem geiðist
í kringum hana og vekja lífsþrott hennar. En það var til einskis. Eg
var þó viss um að hún gæti hrist af ser mokið ef hun kærði sig um.
Hún var oft hvöss í tali við mig og mjög eftirtektarsöm.
Gagnvart mér var hún mjög gagnrýnin og hþrð og hún gerði
enga tilraun til þess að leika hinn þjaða pislaivott, þegar við vor-
um tvær einar. Eað var naumast sjalfratt, hve aðrii letu blekkjast
auðveldlega. Eg man sérstaklega eitt kvöld. Davíð hafði fært henni
nokkrar nýjar grammófónplötur. Hann var vanur að koma um
átta leytið á kvöldin og eg fór ævinlega, þegar eg liafði búið þægi
lega um hana á koddunum. Eg beið þó alltaf frammi í anddyrinu
en það var þægilega búið húsgögnum, ef hún skyldi þurfa mín
með, en var annars harla ánægð yfir því, að geta átt stundaikoin i
næði, því að það tók sannarlega á taugarnar, að lijúkra henni, svo
að vel væri.
En þetta kvöld, rétt þegar eg var að fara, kallaði Davíð til mín
„En þér megið ómögulega fara, ungfrú Mappin, eg kom hérna með
nokkrar plötur, sem eg vil endilega að þér hlustið á. Það er enska
ballad-músíkin, sem við töluðum um í gær.“
Eg staldraði við dyrnar.
„Komið þér nú,“ sagði hann og hagræddi stól við grammófón
inn. ,,Celía þekkir þessa músík vel.
Mér varð litið til hennar. Hún hafði verið hin hressásta skömmu
áður en nú lét hún sem hún hefði fengið kast. Andardráttur henn-
ar vár hraður og hún hallaði sér aftur á bak á koddann. Hún lá
með lokuð augun og hélt hendinni á hjartastað. Eg flýtti méi til
hennar. Púlsinn sló hratt og óreglulega. Að nokkru leyti var þetta
kast hennar blekking, en hjartað var ekki sterkt, og áhrifa þess gat
vissulega gætt, ef hún komst í geðshræringu. Það leit þvi ut fynr,
að hún kærði sig ekkert um að heyra plöturnar leiknar, að minnsta
kosti ekki meðan eg dvaldi í herberginu. Eg sleppti takmu á uln-
lið hennar og lét sem ekkert væri, en sagði: „Eg held, að raðlegast
væri, að sleppa þessum hljómleikum í kvöld, herra Ban.
Augu okkar mættust. Eg reyndi að forðast, að hann sæi nokkur
geðhrif í augnaráði mínu, en eg kenndi innilega í brjósti uní hann
Eg las úr augum hans eittlivað, sem minnti mig á dýr í búri.
Celía sagði: „Eg er þreytt, Davíð. Sittu hjá mér og segðu mér,
hvað þú hefir verið að gera í dag. Veiztu sjálfur hvað þú ert ham-
ingjusamur, að vera hraustur og geta farið allra þinna ferðaí“
Hann greip lítinn stól og færði sig nær rúminu, en eg læddist a
tánum út úr herberginu.
Eg gerði mér þess ljósa grein, hvað þarna var að gerast, og stund-
um gat eg ekki að því gert, að mér þótti stórlega við hana, en
stundum kenndi eg í brjósti um hana. Eg hugsaði, að jrar sem hún
hefði verið álin upp í allsnægtum og eftirlæti, hefði luin ekki haft
tækifæri til þess að mynda sér neina lífsskoðun og gæti þess vegna
ekki borið raunir sínar nema með því, að láta aðra taka ríflegan
þátt í þeim og refsa þannig þeim, sem þótti vænt um hana. Mér
fannst eg þurfa að hjalpa henni.
I herberginu hennar voru sex stækkaðar ljósmyndir af henni
sjálfri, þegar hún var í broddi lífsins. Dag nokkurn greip eg eina
þeirra á náttborðinu henanr. Það var útiljósmynd, ljómandi falleg.
Hún var þar í fallegum baðfötum og augljóst var, að hún hafði
verið sérlega fögur og vel vaxin stulka.
„Hvers vegna hafið þér allar þessar ljósmyndir af yður hér, frök-
en Arden?“ spurði eg eins blíðlega og mér var unnt. „Þær gera þo
ekki annað en minna yður á allt það, sem nú þyi fti að gleyma.
Hún fleygði sér út af og starði á mig. „Það er óskaplega grimm
úðlegt af yður að tala svona,“ hrópaði hún, og var mikið niðri fyrir.
„Það er alls ekki ætlunin, kæra mín, að særa yður, heldur ætla
eg að reyna að hjálpa yður. Eg hefi þekkt fólk, sem hefir vaxið á
mótlætinu. Sumir hafa orðið meiri og sterkari einstaklingar em-
mitt vegna þess, að þeir hafa ratað í slíkar raunir. Þér megið þess
vegna til með að hætta að hugsa um það, sem liðið er---- ~
Eg greip myndiinar sex og gekk með þær að rúminu. „Þér verðið
að byggja allt lífið á nýjum grunni."
Hún bandaði hendinni, eins og hún vildi að eg þagnaði. „Komið
nær mér,“ sagði hún.
Eg hlýddi möglunarlaust, því að mér varð satt að segja hálf órótt,
þegar eg sá hve æst hún var orðin. Eg las hatur í augum hennar.
Rödd hennar var ótrúlega styrk, og mér varð á að hugsa, að ef til
vill leyndi hún fleiri kröftum, sem hún gæti sleppt lausum ef henni
þætti henta.
„Eg ætla ekki að byggja neitt á nýjum grunni," sagði hún. „Eg
(Framhald).
Jarðairför MARÍU ÁRNADÓTTUR, Eyrarlandi, sem
andaðist föstud. 2. nóvember sl„ fer fram frá heimili hennar
n.k. miðvikudag, 14. nóvember, og hefst kl. 12 á hád. Jarðað
verður í Kaupangi.
Vandamenn.
Jarðarför TRYGGVA INDRIÐASONAR fer fram frá Ak-
ureyrarkirkju, föstudaginn 9. þ. m. kl. 1.30 e. h.
Hugheilar þakkir öllum þeim, sem heiðruðu
okkur og glöddu á 25 ára hjúskaparafmæli okkar,
með heimsóknum, rausnarlegum gjöfum, skeytum
og á ýmsan annan hátt. — Guð blessi ykkur öll.
Anna Jóhannesd. Nordal, Ingólfur Þorvaldsson,
Ólafsfirði.
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiimiimiimiiimiimiimiiiiiiiimmiimmiiiiiiiiimiimmmimimmmmmmMimmmm
Gerbers Barnamjöl í pökkum
Clapp's Hiðursoðið Grænmeti
og Barnamjöl
Kaupfélag Eyfirðinga
Nýlenduvörudeild og útibú
Óskilaiiestai* í
Arnarneslireppi
1. Brúnn hestur óafrakaður. Mark: Biti aftan hægra. Hóf-
biti aftan vinstra.
2. Rauður hestur óafrakaður, hvítur leistur á hægra afturf.
Mark: Stýft hófbiti aftan hægra. Biti framan vinstra.
3. Jarpur hestur með stjörnu. Mark: Alheilt hægra. Biti
framan fjöður aftan vinstra.
4. Brúnn hestur. Mark: Biti framan hægra. Biti framan
vinstra.
Hestanna má vitja til undirritaðs, gegn greiðslu á áföllnum
1 kostnaði. - Verði hestanna ekki vitjað innan þriggja vikna,
verða þeir seldir sem óskilafé.
Bragholti, 4. nóvember 1945.
íili
Hér fara á eftir tvær skákir úr
I símakapptefli Akureyringa og Reyk-
víkinga í sept. sl. Urslit urðu þau að
| Reykjavík hlaut 6 Vá vinning en Ak-
ureyri 3V2-
Borð 2.
Hvítt: Árni Snævarr, Reykjavík.
| Svart: Jóhann Snorrason, Akureyri.
1. e4—e5. 2. Rf3—Rc6. 3. Bb5—
I a6. 4. Ba4—Rf6. 5. 0—0—Rxe4. 6.
d4—b5. 7. Bb3—d5. 8. dxe5—Be6. 9.
c3—Bc5. 10. Rbd2—0—0. 11. De2—
í RxR. 12. BxR—Bg4. 13. Bf4—f6. 14.
Dd3—Bxf3. 15. Dxf3—Re7. 16. e6—
I c6. 17. Bc2—Bd6. 18. Dh3—f5. 19.
= Bg5—g6. 20. Hfel—Dc7. 21. Bh6—
j He8. 22. Dh4—Rc8. 23. Bxf5!!—
I Bxh2f. 24. Khl—Be5. 25. Bh3—
I Ha7. 26. He3—Bg7. 27. Bf4—De7.
j 28. Bg5—Dd6. 29. e7—Rxe7? 30.
1 I Hael og vinnur. (T. d. ef 30. Bf8, þá
‘ 31. Be6f—Kh8. 32. Bf6f—Bg7. 33.
Hh3—h5. 34. Dxh5f—pxD. 35.
I Hxp).
Borð 9.
Hvítt: GuSmundur Jónsson, Akureyri.
Svart: Aðalsteinn Halldórsson, Rvík.
1. d4—d5. 2. c4—e6. 3. Rc3—-Rf6.
4. Bg5—Be7. 5. e3—Rd7. 6. Rf3—
c6. 7. Bd3—0—0. 8. 0—0—h6. 9.
Bh4—He8. 10. Dc2—dxc4. 11. Bxc4
-Rd5. 12. Bg3—b6. 13. RxR—exR.
14. Bxd5!!—Ba6. 15. Dxc6—Hc8. 16.
Dg6—Hf8. 17. Re5—Rf6. 18. Bxf7f
—Kh8. 19. Df5. Gefið.
Fokdreifar
(Framhald af 4. síðu).
Heildsali í Reykjavík sendi verzl-
un einni hér í bænum talsvert af
amerískum kvenskóm. Verzlunin
lagði á skóna, sem henni var heimilt,
og áttu skórnir að kosta 43 krónur í
útsölu. Um sama leyti fékk kaupfé-
lagið sendingu af nákvæmlega sömu
tegund af kvenskóm frá Sambandinu.
Með fullri smásöluálagningu kostuðu
þeir röskar 19 krónur í útsölu. Verzl-
un sú, er skipt hafði við heildsalann,
endursendi þegar skóna, er þessi tíð-
indi urðu kunn í bænum, og verðlags-
eftirlitið hér mun hafa sent kæru á
hendur heildverzluninni til verðlags-
[ yfirvaldanna í Reykjavík. Engin til-
kynning hefir hins vegar verið birt
um það, að þau yfirvöld hafi kært yf-
ir þessum verzlunarmáta til dómstól-
anna. Hvað veldur? Dæmi, sem þetta,
hafa verið að gerast öll síðastliðin ár
og gerast enn. Þau sýna hvar almenn-
ingur hefði verið á vegi staddur, þrátt
fyrir öll verðlagslög, ef hann hefði
ekki notið þeirrar verndar, sem verð-
lag samvinnufélaganna veitti honum.
Bill.
Pontiac l939 nýkom-
inn frá Ameríku, lítið
keyrður, til sölu.
Tækifærisverð.
TRYGGVI KONRÁÐSSON. I Uppl. í síma 353.
Skíðastaðamenn
AÐALFUNDUR félagsins verður haldinn að Skíðastöðum
sunnudaginn 18. nóvember 1945. kl. 10.30 f. h.
Venjuleg aðalfundarstörf. - Fjölmennið stundvíslega.
STJÓRNIN.
Tapast liefiF,
frá Möðruvöllum í Hörgár-
dal rauð hryssa, tveggja
vetra, auðkenni: mark: biti
framan vinstra. Lítil stjarna
í enni. Sá er kynni að verða
var við hryssu þessa, góðfús-
lega geri mér aðvart.
EGGERT DAVÍÐSSON,
Möðruvöllum.