Dagur - 20.12.1945, Síða 3

Dagur - 20.12.1945, Síða 3
Fimmtudaginn 20._desember 1945 DAGUR 3 Frá bókamarkaðinum Þjóðhættir og ævisögur frá 19. öld. — Minnisblöð Finns á Kjörs- eyri. Bókaútgáfa Pálma H. Jóns- sonar. Prentsmiðja Björns Jóns- sonar h.f. — Akureyri 1945. Sennilegt þykir mér, ,að ein- hverjar hinar merkustu bækur, sem verða á jólamarkaðinum að þessu sinni, komi frá bókaútgef- endum og prentsmiðjum hér á Akureyri. Tveggja slíkra merkis- rita var getið hér í síðasta blaði. Nú hafa minnisblöð Finns heit- ins Jónssonar á Kjörseyri, hins þjóðkunna gáfu- og merkis- manns, bætzt í hópinn, mikið rit, 482 bls. í stóru broti, prýtt mörgum myndum og teikning- um eftir höfundinn sjálfan. Hafa þeir fræðimennirnir séra Jón Guðnason á Prestsbakka og Steindór Steindórsson frá Hlöð- séð urn útgáfuna, og ritar séra Jón formálsorð að bókinni, en Steindór eftirmála. Virðist útgáf- ari vel vönduð frá hendi útgef- anda, svo sem hæfir minningu höfundarins. Bókin skiptist í þessa meginkafla: Sjálfsævisaga Mniningar frá æskuárunum. Þættir af Suðurnesjum o. fl. Þættir úr Strandasýslu. Þjóðhætt- ir um og eftir miðja 19. öld. Dag- legt líf og lifnaðarhættir á Suð- urnesjum. Daglegt líf og lifnað- arhættir í Hrútafirði. Þjóðsagn- ir, fyrirburðir o. fl. Þá fylgir og nafnaskrá riti þessu. Þess er eng- inn kostur að sinni að skrifa hér ritdóm, er því nafni mætti nefn- ast, um bók þessa, því að enn hefir mér ekki unnizt tími til að gera stórum meira en fletta henni lauslega, enda er hún al- veg ný af nálinni og komst fyrst í mínar hendur í fyrradag. En eg vildi þó ekki láta hjá líða að geta hennar þegar að nokkru, svo að eg hefði gert það, sem í mínu valdi stóð. til að vekja at- hygli á útkomu hennar í tæka tíð fyrir jólin. Því að illa er eg svikinn, ef Minnisblöð Finns á Kjörseyri eru ekki bæði fróðlegt og skemmtilegt lestrarefni. Vilhelm Moberg: Þeystu þegar í nótt! Skáldsaga. íslenzk þýðing eftir Kon- ráð Vilhjálmsson. Bóka- útgáfan Norðri. Prent- Odds Björnssonar. Akur- eyri 1945. Sænska skáldið Vilhelm Mo- berg virðist vera orðinn einn af eftirlætishöfundum okkar ís- lendinga, enda er hann og vin- sæll og mikilsvirtur höfundur í föðurlandi sínu og víðar um lönd. Sagt er, að 1. útgáfa hinnar íslenzku þýðingar á skáldsögu Mobergs: Kona manns, hafi selzt upp á tveim dögum og 2. útgáfa sé þegar á þrotum. — Skáldsaga sú eftir Moberg, sem Norðri sendir nú á markaðinn, er ekki síður fræg og vinsæl en Kona manns. Gerist hún á Veralandi í Svíþjóð um miðja 17. öld. Efni hennar hefir verið kvikmyndað, og var sú mynd sýnd hér í Nýja- Bíó fyrir skömmu ög nefndist „Bændauppreisnin.“ Annað skal hér ekki um bók þessa sagt að sinni nema það, að útgáfan er sérlega smekkleg, og setja ó- ven j u fagrat t réskurðarmy ndir eftir sænska listamanninn Har- * ald Sallberg á hana sérstakan glæsibrag. Beggja ofangreindra bóka verður e. t. v. nokkru nánar get- ið hér í blaðinu síðar, er tími vinnst til. 17. desember 1945. J. Fr. RITFREGNIR Bókaútgáfa Æskunnar hefir sent fró sér þrjár nýjar barnabækur nú í haust, sem allar eru hinar smekkleg- ustu að frágangi að vanda og flestar myndum prýddar. En bækurnar eru þessar: A ævintýraleiðum, eftir E. Unner- stad, í íslenzkri þýðingu Guðjóns Guðjónssonar, skólastjóra. Þetta er bráðskemmtileg og viðburðarík bók, full af lífi, fjöri og ævintýrum. Kalla fer í vist, eftir Mollie Faust- mann. Guðjón Guðjónsson hefir einn- ig snúið þessari sögu á íslenzku. Þetta er framhald hinnar vinsælu telpna- sögu, Kallar skrifar dagbók, sem út kom á sl. ári og flaug þá út. UndrafluQvélin, eftir Kai Berg Madsen, í íslenzkri þýðingu Eiríks Sigurðssonar, kennara. Hér er um að ræða bráðskemmtilega drengjabók, sem mér þætti líklegt að ekki yrði síður vinsæl en Sandhóla-Pétur og aðrar beztu drengjabækur Æskunnar. Sumarleyfi Ingibjargar, eftir Evu Dam Thomsen, í íslenzkri þýðingu Marinós L. Stefánssonar, kennara. Þetta er einnig falleg barna- og ungl- ingasaga, full af æskugléði og ævin- týrum. Þær eru nú orðnar nokkuð margar Æskubækumar, sem íslenzk börn og unglingar hafa alltaf hlakkað til að fá á undanförnum árum. Og þótt nú sé um miklu auðugri garð að gresja á sviði barnabókmenntanna en var fyrir nokkru márum, eru þó barnabækur Æskunnar enn í dag einhverjar þær vinsælustu, sem á bókamarkaðinn koma. Eg gæti því trúað, að þegar foreldrar líta í kringum sig eftir bók- um til jólagjafa, yrðu einmitt þessar ofannefndu Æskubækur fyrir valinu. H. J. M. Fríða litla og rósin gaf henni Friðu rauða rás, sú rós virtist saklaus og hrein. Mér fannst sem hún éæti létt henni lífið oé Iæknað soréir oé mein. Oé barnið faénandi blómið tók og bar það að vitum sér, úr augunum ljómaði guðleg gleði, sem gagntók hjartað í mér. En þyrnir á blómleggnum sárbeittur sat. Þó sýndist hann meinlaus og smár, þá skildi harin eftir í litlum lófa langt og blæðandi sár. Þá grétum við báðar af sárum sviða — mín sorg hve gálaus eg er. — Eg þutrkaði tár okkar þögul burt og þrýsti ’enni að hjarta mér. Já, svona er það stundum, þó sýnist lífið sælt og töfrandi fyrst, þá leynir það undir blómabreiðum hlóðufjum þyrnikvist. Og verði hún Fríða fyrír þvi oftar að finna hve beittur hann var, þá bið eg Guð að hún eigi sér jafnan athvarf við hjarta mér. Krístín Konráðsdóttir, Klettaborg. Hugsið strax fyrir jólaborðinu! * Strax í dag r A Þorláksdag r A aðfangadag getið þér keypt: senduin vér yður kaupið þér: Hangikjöt heim, eftir pöntun: ** Jarðepli Svínakótelettur Askurð Gulrófur, Svínasteik og, Gulrætur \ Svínakarbonade Hvítkál Smjörliki - Tólg Lambasteik Lambakotelettur Salöt Grænmeti, niðurs. Lambakarbonade alls konar Grænar baunir Rjúpur, lireinsaðar Aspargus Kjúklinga o. m. fl. Súpur og ýmislegt fleira Sýróp o. fl. hnossgæti Húsmæður! Léttið af yður nokkrum hluta jólaannanna, með því af fela oss að sjá um jólamatinn. Hringið í síma! Hringið í tíma! Vér sendum yður heim. Kjötbiíð FRAMSÓKNARFÉLAG AKUREYRAR: FPNDIIR í Hótel KEA föstud. 28. des. næstk. kl. 8.30 e. h. FUNDAREFNI: 1. Lagður fram listi til bæjarstjórnarkosninga. 2. Umræður um bæjarmál og kosningaundirbún- ing. Félagar! Fjölmennið stundvíslega — STJÓRNIN. 4UGIYSING Síðastliðið vor tapaðist frá Sigluvík á Svalbarðsströnd rauður foli, veturgamall, ómarkaður, vetrarafrakað- ur. Vinsamlegast gjörið sím- stöðinni á Svalbarðseyri að- vart ,ef þið verðið hans var- ir, eða undirrituðum. Sævaldur Valdimarsson.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.