Dagur - 04.01.1946, Blaðsíða 1

Dagur - 04.01.1946, Blaðsíða 1
Ýmsar fréttir '■ *1V* Bfe Jk CSIU1KSI XXIX. árg. Akureyri, föstudaginn 4. janúar 1946 I. t'm. KXKHKHXHXHKHKHKHKHKHXHXHXHXHKHXHKHXHXHKHKHXHXHKHXHKH FRAMBOÐSLISTI Framsóknarflokksins við bæjarstjórnarkosningarn- ar 27. janúar næstkomandi. Á fundi Framsóknarfélags Akureyrar, föstudag- inn 28. f. m., var lagður fram eftirfarandi listi til bæjarstjórnarkosninga í þessum mánuði: ]. Jakoh Firímannsson, kaupfélagsstjóri, Þingvallastræti 2. 2. Þorsteinn M. Jónsson, skólastjóri, Hafnarstræti 96. 3. Marteinn Sigurðsson, verkamaður, Oddeyrargötu 30. 4. Guðmundur Guðlaugsson, forstjóri, Munkaþverárstr. 25. 5. Dr. Kristinn Guðmundsson, skattstjóri, Eyrarlandsveg 8. 6. Ólafur Magnússon, sundkennari, Laxagötu 6. 7. Gunnar Jónsson, sjúkrahússgjaldkeri, líjarmastíg 15. 8. Sigurður O. Björnsson, prentsmiðjustj., Þingvallastr. 18. 9. Árinann Dalinannsson, verkamaður, Aðalstræti 62. 10. Haraldur Þorvaldsson, verkam. Munkaþverárstræti 30. 11. Jón Oddsson, trésmiður, Brekkugötu 3. 12. Ingólfur Kristinsson, iðnverkam., Helga-magrastiræti 34. 13. Guðmundur Jónsson, verkstjóri, Eyrarlandi. 14. Eggert Melstað, slökkviliðsstjóri, Bjarmastíg 2. 15. Halldór Jónsson, trésmiður, Ægisgötu 21. 16. Haukur Snorrason, ritstjóri, Hamarstíg 5. 17. Snæbj. Þorleifss., bifreiðaeftirlitsm., Helga-magrastr. 25. 18. Júníus Jónsson, verkstjóri, Eyrarlandsveg 29. 19. Árni S. Jóhannsson, skipstjóri, Haínarstræti 29. 20. Þorsteinn Davíðsson, verksmiðjustjóri, Brekkugötu 41. 21. Egill Jóhannsson .skipstjóri, Eyrarlandsveg 12. 22. Snorri Sigfússon, skólastjóri, Hrafnagilsstræti 8. HKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKItS-lKHKHKHKt-ÍHKHK Framboðslistar flokkanna á Akureyri hafa verið lagðir fram Brezka matvælaráðuneytið hef- ir tilkynnt íslenzku xíkisstjórn- inni, að á þessu ári muni hvorki brezka stjórnin né einstök fýrir- tæki kaupa hraðfrystan fisk af íslendingum. Gefið er í skyn, itð Bretar telji sig geta aflað nægs fiskjar sjálfir, en ósennilegt er, að þetta sé hin raunverulega ástæða. Ekki er vitað að nokkur breyting sé orðin á þessu, en al- menningur fær ekkert að vita. Einn lokaður fundur mun hafa verið í þinginu um þetta mál fyrir jólin. Mikill uggur er í út- gerðarmönnum út af þessum tíð- indum og er við því búið að ver- tíð hefjist ekki nema ríkið tryggi lágmarksverð aflans, eða fram- leiðslukostnaður lækki verulega frá því, sem nú er. Svo var að heyra á gam lá tsdagsáva rpi for- sætisráðherrans, að stjórnín muni frekar velja fyrri kostinn, heldur en hrófla við dýrtíðinni. ★ Pálmi Hannesson, rektor, er efsti maður á lista Framsóknar- flokksins við bæjarstjórnarkosn- ingarnar í Reykjavík. Bíll til sölu Chevrolet, 2J/2 tonns vöru- bifreið, model 1934, til sölu. Bitreiðinni fylgir nýr mótor. Semja ber við undirritaðan fyrir 10. janúar næstk. > KRISTJÁN JÓHANNESSON, Dalvík. Herbergjastúlku vantar á Hótel Akureyri. TAPAST HEFIR frá Syðra-Koti í Arnarness- hreppi, jarpur hestur 6—8 vetra. Óafrakaður. M ark: Sýlt hægra. Þeir sem kynnu að verða hestsins varir geri undirrituðum aðvart hið fyrsta. )ÓN RÖSINANTSSON, Syðra-Koti. STÚLKA óskar eftir atvinnu fyrri hluta dags (formiðdagsvist gæti komið lil mála). Upplýs. í síma 408 frá kl. 3-6'e. h. Kona eða Stúlka ekki yngri en 18 ára, getur fengið fasta at- vinnu í Smjörlíkisgerð K.E.A. nú þegar. Fjármark mitt er: heilrifað hægra, fjöður framan vinstra. Brennimaik: B, B. B. Bjöm Bjömsson, frá Móbergi, Hrísey. SKATTHOL, STÓLAR og BÓKAHILLUR til sölu. Afgr. vísar á. Happdrætti Háskóla íslands Eins og auglýst hefur verið í blöð- um og útvarpi hefir sú breyting verið gerð á um tilhögun Happdrættisins, að dregið verður í 12 flokkum á næsta ári og framvégis í staðinn fyrir 10 áður. Lög um þetta frá Alþingi voru sett nokkrum dögum fyrir jól. En vegna þess hve lög þessi koma seint, skapar það ýms vandkvæði í framkvæmd happdrættisins, einkum þau, að sölufrestur fyrir 1. flokk verð- ur mjög stuttur, og þó ekki hægt að draga á venjulegum tíma. Verður því sú breyting á, að 1. dráttur fer fram 30. janúar, 2. dráttur 25. febrúar. 3. 20. marz. 4. 15. apríl og svo úr því áVallt 10. hvers mánaðar. Vinningarnir verða nú 7200, fjölg- ar um 1200. Alls er vinningaupphæð- in nú 2.471.000 kr., hækkar um 420.000 kr. Auk þessa eru 33 auka- vinningar (14 á 5000 kr. 29 á 1000 kr.) samtals kr. 49.000, og því upphæðin öll 2.520.000 kr. og vinn- ingarnir 7233. Númerafjöldinn er hinn sami og áður, 25000. Hlutföllin verða því sem næst 1 vinningur á hvert 3x/2 númer, en fyrstu ár happ- drættisins var það 1 á móti 5. Útdregin upphæð í fyrstu 9 flokk- unum er óbreytt frá því sem áður var og 12. flokkur eins og 10. flokkur var áður. Aftur bætast við hinir tveir nýju flokkar, 10. flokkur, útdregin uphæð 206.200 kr. og ll. flokkur, út- dregin upphæð 213.800 kr. Verð hlutamiðanna fyrir hvern mánuð verður hið sama og áður, en fyrir árið hækkar gjaldið séin svarar hinum 2 nýju flokkum, þannig að heilmiði kostar kr. 144.00, liálfur kr. 72.00 og fjórðungur kr. 36.00. Vegna þess, hve timinn er nú stutt- ur til endurnýjunar í fyfstu flokkun- um, aðeins til 24. jan. í 1. flokki, eru þeir eigendur miða frá árinu áður, er vilja og ætla að halda áfram, áminnt- ir um, að koma fyrir þann tilsetta tíma og endurnýja. Eftirspurnin mun aukast verulega eftir þessa breytingu, en mjög fáir miðar óseldir. Eftir 24. janúár niunu því allir miðar, sem ekki eru þá sóttir, verða boðnir fram til sölu. Að öðru leyti eru allar upþlýsingar látnar fúslega í té hjá umboðsmanni. Haglabyssur No. 16 nýkomnar. RIFFLAR, 22 long, sjálfvirkir, 19 skota. HAGLASKOT No. 12, ennþá nokkuð óselt. No. 16 vænt- anlegt. VerzL Eyjafjörður hf Framboðum til hæjarstjórnar- kosninganna hér á Akureyri mun vera lokið og hafa komið fram fjórir listar, einn frá hverj- um stjórnmálaflokkanna i jögra. Framhoðsfresturinn er að vísu ekki liðinn fyrr en annað kvold, en ólíklegt má tel jast, að nokkur listi bætist í hópinn. LISTARNIR. Listi Framsóknarmanna er birtur annars staðar í blaðinu í dag. Efstir á lista Alþýðuflokks- ins eru þessir menn: Friðjón Skarphéðinsson, bæjarfógeti, Steindói Steindórsson, mennta- skólakennari, Bragi Sigurjóns- son, kennari, Albert Sölvason, Framsóknarfélag Akureyrar hafði fjölmennan umræðufund um bæjarmál að Hótel KEA sl. föstudag. Þar var einnig lagður trarn listi Framsóknarflokksins við bæjarstjórnarkosningarnar. Er listinn birtur annars staðar í blaðinu í dag. Frummælendur á fundinum voru þeir Jakob Frí- mannsson, framkvæmdastjóri, Þorsteinn M. Jónsson, skóla- stjóri og Jónas Þór, verksmiðju- stjóri. járnsmiður og Þorsteinn Svan- laugsson, bílstjóri. Á sameigin- legurn lista Sjálfstæðisflokksins og „Skjaldborgarinnar“ skipa þessir menn efstu sætin: Indriði Helgason, rafvirkjam. ' (Sjálf- stæðisll.), Svavar Guðinundsson, bankastj. (SkjalÖborg), Jón G. Sólnes, bankaiulltiúi (Sjálfstæð- ■isfl.), Helgi Pálsson, erindreki (Sjálfstæðisfl.) og Guðmundur Guðmundsson, skipstj. (Skjald- borg). Á lista Sósíalistaflokksins eru þessir ménn í efstu sætunum: Steingr. Aðalsteinsson, alþm.,' Tryggvi Helgason, sjóm., Elísa- bet Eiríksdóttir, Jón Ingimars- son, iðnverkam. og Tryggvi Em- ilsson, innheimtumaðui. Jakob Frímannsson ræddi siglinga- og verzlunarmál og framtíð bæjarfélagsins í sam- Hrándi við þau. Rftkti hann fyrst liver breyting hefði orðið á sigl- ingafyrirkomulaginu á stríðsár- unúm með þeim afleiðingum, að Reykjavík hefði hlotið þau for- réttindi, að verða eina innflutn- ingshöfn landsins, en aðrir staðiv yrðu að sækja lífsnauðsynjar sín- (Framhald á 3. síðu). r r ARSHATIÐ Framsóknarfélags Akureyrar verður að HÓTEL KEA, laugardaginn 12. }>- m. og hefst kl. 8.30 . eh. SKEMMTISKRÁ: Kaffidrykkja. Ræðuhöld. Söngur (Smára-kvartetdnn). Dans. Hljómsveit leikur. Áskriftarlisti liggur frammi á kosningaskrifstofu Tramsóknarflokksins, Hafnarstræti 87, sími 510. — Eru félagsmenn vinsamlega beðnir að rita nöfn sín og gesta sinna þar. Aðgangur kostar kr. 15.00 (kaffi og fatageymsla innif.). Þeim, sem ekki taka þátt í dansinum mun verða séð fyrir spilum, ef óskað er. STJÓRNIN. Umræður um siglinga-, úfgerðar- og raforkumál í Framsóknarf. Akureyrar m Fimmtán menn gengu í félagið SIGLIN GAMÁLIN.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.