Dagur - 04.01.1946, Blaðsíða 3
Föstudaginn 4. janúar 1946
DAGUR
3
DAGUR
Ritstfórl: Haukur Snorrason.
Aígreiðslu og innheimtu annast:
Marinó H. Péturssoa.
Skrifstofa í Hafnorstræti 87. — Sími 166.
Blaðið kemur út á hverjum íimmtudegi.
Árgangurinn kostar kr. 15.00.
Prentverk Odds Bjömssonar.
Ollu er afmörkuð stund
jpORSÆTISRÁÐIIERRA íslenzka lýííveldisins
var b.jartsýnn og hásigldur, karlmannlegur í
rómnum og djarfur í máli,*þegar hann ávarpaði
þjóð sína' á gamalárskvöld og lagði henni lífs-
reglurnar í tilefni áramótanna. Engu var lík-
ara en að hann byggist sjálfur til veizlu, og allri
þjóðinni væri boðið með honurn til þess mann-
fagnaðar. Þegnunum skildist, að forsætisráðherr-
ann itefði tekið orð Prédikarans sérstaklega til
sín: „Far þú og et brauð þitt nteð ánægju og
drekk vín þitt nreð glöðu hjarta, því að guð hefir
þegar lengi haft velþóknun á verkunr þínum.“
Þannig talaði skaparinn á hinum sjötta degi, er
lrann leit ýfir sína nýsköpun og allt það, er hann
hafði gjört, og sá, að það var harla gott. Og
þannig geta miklir þjóðarleiðtogar talað, er þeir
Irafa leitt fólk sitt gegnum rnikla og tvísýna bar-
áttu og fagnað að lokum fullum sigri. Og þannig'
getur Ólafur Thors talað að entu fyrsta ári ný-
sköpunar sinnar — að entu stórfenglegasta fjár-
gróðatímabili sem um getur í sögu þjóðarinnar
frá upphafi — þegar þingið hefir verið sent heim
eftir rnikla Jrrásetu við að afgreiða 'hæstu fjárlög
sem nokkru sinni hafa afgreidd verið á íslandi,
'Jrar sem þó er gert ráð fyrir rúmlega 17 milj. kr.
greiðsluhalla, og ríkisstjörnin fær 15 milj. kr.
lántökuheimild til nýrrar skuldasöfnunar og
eyðslueyris, að ótöldum ábyrgðum, sem ríkinu er
ætlað að veita og fyrir liggja í frumvörpum frá
stjórnarliðinu og alls munu komnar hátt á annað
hundrað milj. króna.
þVÍ MEIRI ÁSTÆEOA mun verða talin til þessa
metnaðar forsætisráðherrans, þegar Jress er
gætt, að hin mikla rausn um meðferð opinberra
fjármuna er viðhöfð gegn ráðum fjármálaráð-
herra, sem ætlað er að framkvæma lögin, og þrátt
fyrir sterk andmæli hans. Og samtímis berast tíð-
indi frá helztu markaðsþjóð okkar, er dugað
myndu hafa til þess að skjóta minni kjarkmönn-
um en hinum blessaða og ósigrandi Ólafi mjög
alvárlégum skelk í bringu. En engin slík tíðindi
duga til að kenna honum að stilla órðum sínum
í sæmilegt hóf, enda eru nú kosningar fyrir hönd-
um, og ntikið liggur við, að sjálfur höfuðpaur
,,nýsköpu,narinnar“ gugni ekki fyrir Jmnga stað-
reyndanria eða skeri skrumið við nögl, fyrr en
síðasta atkvæðinu hefir verið skilað í kjörkass-
.ann. Þá fyrst er hugsanlegt — og fyrr ekki — að
Jrjóðin fái eitthvað að vita unt ástandið, eins og
það er í raun og veru. Þá fyrst er hugsanlegt, að
ráðamönnum íslenzka lýðveldisins Jróknist að
rjúfa að einhverju leyti þá leynd, sem nú þykir
hagkvæmt að hafa á ýmsum hinum örlagaríkustu
málum, er snerta sjálfstæði þjóðarinnar, fjárhag
og framtíðarhorfur allar. Þingmenn viðurkenna
almenrit, að jafnvel þeir sjálfir séu algerlega
duldir þess, sem er að gerast, og fái þeir eitthvað
að vita, sent rnáli skiptir, gerist Jrað á lokuðum
þingfundum undir þagnarskyldu þingmanna,
svo að algerlega sé tryggt, að engar staðreyndir
berist út til sauðsvarts almúgans um horfur í hin-
um þýðingarmestu málum. Þjóðinni sjálfri er
ekki trúandi fyrir málum, er varða hennar eigin
örlög í bráð og lengd, að Jrví er þessir nýstárlegu
forsvarsmenn lýðræðisins virðast teljal
gN ÖLLU ER AFMÖRKUÐ stund, og sér-
'‘ hver hlutur undir himninum hefir sinn
tíma,“ segir Prédikarinn. ög Jrjóðin hefir enn
ekki afsalað sér rétti sfnum til þess að dæma þá
menn, sem eru að grafa grunninn undan fjár-
hagslegri afkómu hennar, og þar með frelsi
hennar og sjálfstæði með forsjárleysi, yfirbóðun
Fjósrekan.
■jEGAR hin svonefndu njósnarmál
voru til umræðu á Alþingi fyrir
skemmstu ,í tilefni af þingsályktunar-
tillögu um landvistarleyfi fyrir
nokkra Þjóðverja, sem giftir eru ís-
lenzkum konum, sagði Pétur Ottesen
íessa sögu af bræðrum nokkrum hér
norðanlands: Bjarndýr kom heim að
bænum. Annar bróðirinn brást þann-
ig við, að hann lokaði bænum sem
vandlegast og hugðist láta hann gæta
sín. Hinn bróðirinn náði sér í byssu
og skaut björninn. Þá kom sá bróðir-
inn, sem falið hafði sig í bæjarhúsun-
um, og rak fjósreku í trýnið á dýrinu
dauðu og lét sem hreystiverkið væri
honum að þakka.
þETTA minnti hinn reynda þing-
mann Borgfirðinga á framkomu
Finns Jónssonar, dómsmálaráðherra,
hinum svokölluðu njósnarmálum
Þjóðverja. Enginn hafði heyrt þess
getið, að Finnur Jónsson eða flokks-
bræður hans hefðu æskt þess, að
stjórnarvöld landsins réðust að naz-
stadýrinu, meðan það var enn í fullu
fjöri, og Þýzkaland átti að heita vin-
samlegt í garð íslands. En eftir að
nazisminn var að velli lagður og
hættulaust mátti teljast, að ganga að
dýrinu dauðu, gerði Finnur Jónsson
óp mikið á Alþingi og sakaði Fram-
sóknarmenn, sem voru þá í stjórn
landsins, um undanlátssemi og hlífð
við nazismann. „Alþýðumaðumann-
inum“ hér ferst eins. Eftir að nazism-
inn er að velli lagður og hættulaus
með öllu, gengur hann fram fyrir
skjöldu með fjósrekuna og rekur í
trýnið á dýrinu dauðu og segir: Þetta
jorðu Framsóknarmenn ekki að gera,
og enginn hefir barizt eins djarft á
móti nazismanum og Alþýðuflokkur-
inn. Er þarna heldur karlmannlega
að verið, eins og þeirra var von og
vísa, Friðjónssona, þegar fordæmi
Finns Jónssonar blasti við þeim.
TILEFNI af þessum umræðum ó
Alþingi varð þessi þingvísa til:
Enginn þarf að óttast hér
um ættjörðina mína,
því að Finnur fyrir er
með fjósrekuna sína.
Furðulegar dylgjur.
pINNI JÓNSSYNI og flokksbræðr-
um hans, mun ekki hafa þótt nóg
að gert með þessum yfirlýsingum ein-
um, heldur hefir dómsmálaráðherr-
ann, sem annars er kunnastur fyrir
réttarsættina í heildsalamálunum og
varðskipakaupin, gengið feti lengra,
og dylgjað um það, að Framsóknar-
menn, og þá sérstaklega Hermann
Jónasson, hafi gengið fram fyrir
skjöldu um vinsamleg samskipti við
nazistana þýzku. I því sambandi seg-
ir „Alþýðumaðurinn", hið ’grandvara
málgagn jafnaðarmanna á Akureyri:
. . . Einkum voru Framsóknarmenn
æstir, er svo rækilega var flett ofan
af nazistadekri forustumanna flokks-
ins. . . .“. „Er lítill vafi á því, að ef
jÞjóðverjar hefðu gert innrás í landið
á þessum tíma, hefðu foryztumenn
þessara þriggja flokka (þ. e. Fram-
sóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins
og kommúnista), tekið þeim með
blíðulátum“! Óheiðarlegri málflutn-
ing en þetta er varla hægt að hugsa
sér. Má mikið vera ef bæjarfógetan-
um hér, sem hefir orð á sér fyrir að
vera grandvar maður til orðs og æðis,
blöskrar ekki, er slíkar aðfarir eru
viðhafðar til þess að freista þess, að
tryggja honum sæti í bæjarstjórninni
á lista Alþýðuflokksins.
og sukki á hverju sviði. Enn
verður að lreista Jress að bjarga
Jrví, sem bjargað verður, af þeim
fjármunum, sem áttu og gátu
skapað grundvöll undir velmeg-
un og f/rsæld alls almennings
landinu á. ókomnum árum.
Mannfagnaður Ölafs Thors mun
taka skjótan enda, eins og berg
málið af skálaræðu hans um ára-
mótin þagnaði um leið og for
sætisráðherrann gekk frá hljóð-
nemanum. Mannraun hins
hversdagslega lífs mun taka við
eins og ávallt endranær. Heilir
lil starfs og dáða á þeim vett-
vangi hins nýja árs.
GLEÐILEGT NÝTT ÁRI
þAÐ ER lcunnara en frá þurfi að
segja, að Framsóknarmenn hafa
alla tíð, frá valdatöku nazismans til
þessa dags, verið honum fjandsamleg-
ir og ekkert samneyti viljað hafa við
þá menn eða flokka, sem við ofbeldi
eru bendlaðir. Það er frægt orðið víð-
ar en á Islandi, er Hermann Jónasson
neitaði Þjóðverjum leyfis um lend-
ingar flugvéla hér. Þar með var land-
inu forðað frá óútreiknanlegum
hörmungum, sem yfir mundu hafa
dunið ef Þjóðverjar hefðu haft hér
hernaðaraðstöðu er til styrjaldar dró
milli þeirra og Breta. í annan stað
voru' Framsóknarmenn alla tíð fjand-
samlegir ofbeldismálstað Þjóðverja,
ekki síður fyrir hið brezka hernám,
en áður og nægir í þvi sambandi að
minna á greinar þær, er birtust hér i
blaðinu um þessi mál, bæði fyrir
stríðið og öll stríðsárin. Hver sá, sem
lesið hefir þær greinar, þarf vissulega
ekki að efast um hug þessa blaðs til
nazismans. Þá hefir það og aldrei
hent Framsóknarmenn, að fjasa um
„hið menningarsögulega-hlutverk naz-
ismans“ svo sem Alþýðublaðið gerði
á uppgangsárum Hitíers, þótt því
þyki nú praktískara að minna á það,
sem það hefir ritað í móti þeirri
stefnu og margt gott er um að segja.
Þá hafa Framsóknarmenn aldrei
gengið til samfylkingar við neina
„fimmtu herdeild" hvorki þýzka né
annara þjóða, en nú fullyrða blöð A1
jýðuflokksins, að slík herdeild sé
starfandi hér, sízt hættuminni en hin
jýzka, og er vitað að þar er skeytum
beint að einum samstarfsflokki Al-
þýðuflokksins í ríkisstjórninni. Ætti
það að vera næst sjálfum dómsmála-
ráðherranum, að ganga milli bols og
höfuðs á slíkum landráðamönnum, ef
marka má frésagnir blaða hans um
innræti þeirrar fylkingar.
j^ÐAL UPPISTAÐAN i rógi Finns
Jónssonar og málgagna hans, um
Framsóknarmenn er, að þeir hafi
gengið slælega fram í að kveða niður
grunaðar njósnir Þjóðverja hér á
landi, hafi dulið þjóðina tíðindum og
sent lögreglustjórann í Reykjavík til
náms i Þýzkalandi. Um hið fyrsta at-
riði er það að segja, að að tilhlutan
Hermanns Jónassonar, var eyðilögð
sendistöð hjá þýzka ræðismanninum
í Reykjavík. Jafnframt var lögreglu-
stjórinn i Reykjavík sendur utan til
þess ao kynna sér starfsaðferðir
dönsku lögreglunnar í þessum efn-
um, enda hafði þáv. sendiherra ís-
lands í Danmörku, skýrt frá því, að
upvist væri orðið um njósnir Þjóð-
verja í Danmörku og var álitið að
þær næðu einnig til íslands. í fram-
haldi af þessari kynnisför fór lög-
reglustjórinn til Þýzkalands, og var
honum vitaskuld veitt móttaka af þá-
verandi valdhöfum landsins. Var
þetta gert í samráði við dönsku lög-
regluna og átti m. a. að verða til þess,
að íslenzka lögreglan kynntist .betur
starfsaðferðum Þjóðverja.
Umræður um bæjarmál.
(Framhald af 1. síðn).
av Jtangað og greiða umhleðslukostnað, hafnar-
gjöld og hvers konar annan kostnað til höfuðstað-
ar’ins. Þrátt fyrir stríðslokin og breytt siglingafyr-
irkomulag meðal annarra Jjjóða, væru engin
merki sjáanleg um Jjað, að breytt yrði til bóta hér
á landi fyrir tilverknað ríkisstjórnar eða Eim-
skipafélags Islands. Svo iangt hefði verið gengið
nú fyirr áramótin, að siglingaverkfallið hefði ver-
ið látið bitna fyrst og fremst á þeim, sent mest
þurftu. siglinganna með, Jjví að ekkert af níu
leiguskipum Eimskipafélagsins hefði siglt til
hafna úti um land, heldur hefðu þau haldið uppi
stöðugum siglingum milli Reykjavíkur og út-
landa .Afleiðingarnar væru alkunnar. Vöruskort-
ur hefði verið hér fyrir jólin og mikið af þeim
varningi, sem ætlaður var landsmönnum utan
Reykjavíkur til jólanna, lægi þar enn. Væri með
öllu ófært að una lengur Jressu ástandi og nauð-
syijlegt, að samvinnumenn hæfu þegar rekstur
siglinga í allstórum stíl. Kvað hann undirbúning
til Jjess þegar kominn vel áleiðis. Síðan benti
ræðumaðUr á hvaða þýðingu Jjað hefði fyrir bæj-
arfélagið, að Akureyri yrði aðal innflutningshöfn
fyrir Norður- og Austurland. Það mundi gera
vörurnar ódýrari en nú væri, skapa atvinnu í. bæn-
um og opna möguleika til framkvæmda og verzl-
unar, sem ekki væru nú fyrir hendi. I Jjví sám-
bandi væri nauðsynlegt að hraða sem mest hafn-
armannvirkjunum við Glerárósa og hefjagt þegar
handa um stækkun Torlunefsbryggjunnar.
ÚTGERÐARMÁLIN. Þojsteinn M. Jónsson
rakti gerðir bæjarstjórnarinnar í útgerðarmálun-
um. Ákveðið hefði verið að kaupa einn togara.
Ejárframlög bæjármanna til Jjessara mála hefðu
verið af svo skornum skammti, að þótt bæjatfé-
lagið legði frarn 25% og KEA 20% hrykki naum-
ast til Jjess að kaupa eitt skip. Þetta stafaði ekki
af Jjví, að peningar væru ekki til meðal bæjar-
manna, heldur af Jjví, að áhuginn fyrir þessum
málum væri ekki sá, sem af væri látið, og e. t. v.
teldu ýmsir togarakaup Jjessi ekki svo hagstæð,
að rétt væri að hætta miklu fé í þau. Hvað sem
Jjví liði, taldi ræðumaður það gott og vænlegt, að
tilraun yrði nú gerð til togaraútgerðar héðan.
Væri vonandi að hún gæfi svo góða raun, að fært
]j;etti að færa út kvíarnar áður en langt um liði.
KROSSANES. Sjálfsagt væri, að bæjarstjórnin
væri vel á verði í sambandi við eignirnar í Krossa-
nesi og sætti færi að kaupa _þær þegar hægt væri
að fá þær með aðgengilegum kjörum. Sá tími
væri ekki enn kominn, Jjar eð eignirnar væru
ekki falar sem steridur, en bæði verksmiðjan og
landið í Krossanesi væri ntikils virði fyrir bæinn
í framtíðinni.
LÝSISHERZLU STÖÐIN. Að lokum drap
ræðumaður á lýsisherzlustöðvarmálið og Jjær um-
ræður, sem um Jjað hafa orðið. Eærði hann rnörg
rök að Jjví, að engan veginn væri eins sjálfsagt og
margir létu, að setja mannvirki þetta niður á
Siglufirði, og taldi eðlilegt og rétt, að Akureyri
væri vel á v'erði, er að Jjví kæfni að velja því stað.
Væri og vel, að þingmerin kaupstaðarins væru
betur á verði um Jjetta mál hér eftir en hingað tih
RAFORKUMÁLIN. Að lokum flutti Jónas
Þór ýtarlega ræðu um raforkumál bæjarins, virkj-
unina við Laxá- og framtíðar framkvæmdir þar.
Upplýsti hann, að Rafmagnseftirlit ríkisins hefði
nú til athugunar hvernig haganlegast væri að
leysa þau mál, en áætlun um viðbótarvirkjun
hefði þegar verið gerð. Taldi hann óumflýjanlegt
að hefjast handa um framkvæmdir hið allra
fyrsta. Órkan væri þegar allt að því fullnotuð, en
fyrirsjáanleg mikil orkuþörf á næstu árum. Að
erindum frummælenda loknum urðu fjörugar
umræður um þessi mál og nokkur fleiri.
Fimmtán rnenn sóttu um upptöku í félagið á
þessum fundi.
j BRÉFUM sendiherrans var tekið
fram, að í þeim gögnum, sem fyrir
lágu hjá dönsku lögreglunni, væri
ekkert, sem sannaði beinlínis njósnir
Þjóðverja hér á landi, heldur væri um
þær grunur aðeins. Heimsókn lög-
reglustjórans staðfesti og þetta. Var
því ekki hægt að hefjast handa um
(Framhald á 4. síðu).
GÓÐS OG FARSÆLS NÝJÁRS
óskum við öllum viðskiptavin-
um okkar. Þökk fyrir viðskipt-
iu á liðna árinu.
NÝJA FISKBÚÐIN.
>’>tllflt|llllllltllÍ(tl'lllllllllllllllllHlinilllllllllllltllllll|mil|IMIIHIIIIIIIIHIIIHIIIIIIIHIHIHH