Dagur - 18.01.1946, Blaðsíða 1

Dagur - 18.01.1946, Blaðsíða 1
;Forráðameiin kommún- i ista grafa undan iðnaði bæjarins. | í síðasta blaði var því lýst, að þegar ríkisstjórnin tók að beita sér fyrir innlendum •skipasmíðum, lét hún Akur- eyri í té 1/15 nýbygginganna, en fram til þess tíma hafði Akureyri haft 1/3 liluta inn- lendra bátasmíða í sínum höndum. Það var Áki Jakobs- son, atvinnumálaráðherra kommúgista, sem sýndi iðnað- armönnum bæjarins þetta vinarbragð. Nú eru fyrir hendi upplýs- ingar um það í hvaða tilgangi ; þetta var gert. Forráðamenn kommúnista hafa reynst engir eftirbátar Sjálfstæðismanna í því, að draga allt atvinnu- og athafnalíf til Reykjavíkur. — Framkoma Áka ráðherra í bátasmíðamálinu skýrir þessa stefnu mætavel. Skipasmíðastöð KEA sækir um að srníða 55 tonna báta. Ráðherrann neitar um leyfið, en felur annarri skipasmíða- Atöð hér að smíða , þr já 35 tonna báta, eða 1/15 hluta þeirra framkvæmda, sem rík- ið liefir með höndum. 55 tonna bátana alla felur hann fyrirtæki í Reykjavík. Þangað dregur hann verulegan hluta þess iðnaðar, sem hér var þeg- ar skapaður, því að í Reykja- vík liafa ekki verið byggðir neinir fiskibátar nú undanfar- in 10—15 ár. Ekki er vitan- !; legt, að í Reykjavík séu nein- ir fagmenn við bátasmiðar. — Með þessum ráðagerðum er ríkisvaldið, fyrir tilstilli kommúnistaráðherrans, að grafa undan blómlegum iðn- aði hér í bænum og flytja hann til höfuðstaðarins. — Næsta skrefið verður senni- lega, að bjóða þeim iðnaðar- mönnum, sem hér hafa haft atvinnu af þessari iðngrein, til Reykjavíkur, í alsæluna þar. Þarna tala staðreyndirnar um stuðning kommúnista við atvinnumál Akureyrar. Þær eru hæfileg umgjörð um skrum og áróður málsvara þeirra hér í bænum. Þegar á hólminn kemur ráða þeir engu, en forsprakkarnir í Reykjavík snúa þeim, í þess- um málunr og öðrum, eins og Reyk javíkurstefnunni hentar bezt. DAGUR XXIX. árg. Akureyri, föstudaginn 18. janúar 1946 4. tbl. Samvinnumenn eru líklegastir fil þess aS koma siglingamál Framsólmarmenn munu styðja hæf- ' VÍSuHðndÍ horl asfa umsækjandann um bæjar- sfjóraembættið, án tillits til flokkaskiptingar Söguburði andsta^inganna hnekkt. Andstæðingar Framsóknar- rnanna í bæjarstjórnarkosning- unum halda þeirri sögu mjög á lofti í áróðri sínum, að Fram- sóknarflokkurinn liafi heitið Steini Steinsen ,núv. bæjarstjóra, stuðningi til endurkjörs í em- bættið, ef hann sæki um það. — Blaðið getur lýst því yfir fyrir hönd flokksins, að þetta er til- hæfulaust með öllu. Flokkurinn hefir enga ákvörðun tekið um Jrað, hvern lrann styður til þess að verða bæjarstjóri hér. Flokk- urinn mun styðja þann mann, sem hann telur hæfastan þeiiTa, er völ verður á, án tillits til flokkaskiptingar. Framsóknarmenn studdu end- urkjör núv. bæjarstjóra, eftir síðustu bæjarstjórnarkosningar, enda stóð Jrá lyrir dyrum sam- vinna Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarmanna um ýms bæj- armál. Þessi samvinna hefir hald- ist allt kjörtímabilið og komið mörgum nytsömum bæjarmál- um í liamkvæmd. Við þessar kosningar er viðborfið breytt. Sjálfstæðismenn hafa fylkt liði með Skjaldborgarliðinu nefnda og stutt einn af forvígis- mönnum þeirrar hreyfingar til valda við bæjarstjórnarkjörið, sem nú fer í hönd. Framsóknar- menn hafa enga löngun til jress að liafa samvinnu við þessa hreyfingu og munu ekki sækjast el tir eridurvakningu þeirrar sam- vinnu, sem Sjálfstæðismexrn kusu að rjúfa með uppstillingu sinni á listann og blaðaskrifunt SkjaldborgariUanna. Þetta sjón- armið gildir jafnt um bæjar- stjórakjörið eins og annað. Þar að auki er það skoðun flokksins, að æskilegt væri að bærinn hefði ötulari og áhrifameiri fram- kvæmdastjóra á næsta kjörtíma- bili, en Steinn Steinsen hel’ir reynst, þótt hann hafi að öðru leyti verið samvizkusamur ern- bættismaður. Flokkurinn xuun því styðja þann manri, af þeim er völ verður á, er hann telur hæfastan til þess að gegna fram- kvæmdastjórastörfum fyrir bæ- inn og styðja Jrau framfaramál, er flokkurinn beitir sér fyrir. Bæjarstjóiaembættið hefir nú verið auglýst laust til umsóknar, en ekki er blaðinu kunnugt um, hvort nokkrar umsóknir hafa ennbá borizt. Fjölmenn árshátíð F ramsóknarf élagsins Tap Kf. Siglfirðinga nemur 188 þús. krónum í stjórnartíð kommúnista Framsóknarfélag Akureyrar hafði árshátíð sína að Hótel svo- s] Jaugai'dagskvöld. Var þar fjölrnenni saman komið, á þriðja hundrað manns, og var hófið í alla staði hið ánægjulegasta. Tormaður félagsins, Guðmundur Guðlaugsson, stjóxnaði borð- haldinu, en undir borðunr fluttu xæður þeir Jóhann Frímann skólastjóri, fyrir minni Islairds* og Þorsteimr M. Jóirsson, skóía- stjóri, fyrir mixuri Framsóknar- flokksins. Hreinn Pálsson söng nokkur lög, með píanóundirleik Jóhairns Ö. Haraldssonar, og að lokum söng Smárakvartettinn. — Dans var stigiirn franr undir morgun. Samkvæmt því, sem blaðið Neisti á Siglufirði skýrir frá nú nýlega, mun Kf. Siglfirðinga tapa um 70 þúsund krónum á íyrirtæki Þórodds Guðmunds- sonar, er Gilslaug nefnist. Þar að auki mun nú að fullu upp- lýst, að kaupfélagið tapaði á verzlunarrekstri sínum, meðan kommúnistar voru þar við stjórn, um 118 þús. krónum. Nemur beint fjárhagstap félags- ins í stjómartíð kommúnista því 188 þúsund krónum. Þetta gerð- ist í mesta verzlunargóðæri, sem yfir ísland liefir gengið, á árun- um 1943 og 1944, Jiegar allir græddu, k mmúnistar líka, en þannig skiluðu þeir af sér í hendur félagsinannanna, sem höfðu trúað Jjeim fyrir rekstri fyrirtækisins. Blaðið Neisti upplýsir enn- fremur. að útibú ÚtvegsbanKans í Siglufirði, sem heyrir undir stjórn Útvegsbankastjórans hér (Svavars Guðmundssonar) (Framhald á 8. síðu). Dánardægur. Hinn 14. þ. m. andað- ist í Sjúkrahúsi Akureyrar, Sigurbjörn Friðriksson ,verkamaður, Lundargötu 8 hér í bæ. Hann var 72 óra að aldri og farinn að heilsu. — Hann var kvæntur Lilju Friðfinnsdóttur, sem lifir mann sinn ásamt þremur bömum þeirra hjóna, sem öll eru búsett hér í bænum. Tónlistarskólinn verður formlega settur í Skjaldborg ó sunnudaginn kemur, kl. 2 síðdegis. Ferðafélaé Akureyrar heldur aðal- fund sinn á sunnudaginn kemur að Hótel KEA. Fundurinn hefst kl. 2 Reykjavík hefir 95% irniflutningsverzl- unar þjóðarinnar í sínum höndum --------*-------- Eðlilegt er, að a. m. k. 20% af utanríkis- verzluninni fari um Akureyrarhöfn --------*-------- __ Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess að knýja fram breytingar á ríkjandi siglinga- og verzlunarfyrirkomulagi, sýnist engra xírbóta að vænta fyrir tilverknað ríkisvaldsins eða Eimskipafélagsins. Eftir að siglingaverkfallinu lauk hefur Eimskipafélagið tekið upp fyrri hætti og látið 13 eða 14 skip, sem eru á þess vegum, halda uppi sigling- um milli Reykjavíkur og útlanda, en 1 skip annast siglingar til hafna úti um land (og þó ekki nema við og við). Af hálfu ríkisvaldsins verð- ur ekki vart við neinn vilja til þess að rétta Norður- og Austurlandi hjálparhönd, þegar samgönguleysið er að knésetja allan iðnað í þessum landsfjórðungum og umhleðslufarganið í Reykjavík gerir dýrtíðina hér ennþá ægilegri en í höfuðstaðnum. Sú staðreynd blasir því við-Sameinaða Gufuskipafél. danska íbúum þessara fjórðunrfa, og i- búum Akureyiar alveg sérstak- lega, að öjlu athafnalífi þeirra er stefnt í kyrrstöðu og dauða á þessu öðru ári „nýsköpunarinn- ax " nema þeir geri myndarlegt átak sjálfir til þess að rétta hlut sinn. Hlutverk samvinnumanna. Augljóst er, að samtök sam- vinnumanna eru fær unt að gera hér stórfellda breytingu á. Sam- vinnufélögin eru -stæi'sti vöru- innflytjandi landsins. Meirihluti viðskiptamanna þeirra býr utan höfuðstaðarins og hefur því stór- kostlegra hagsmuna að gæta í sambandi við Reykjavíkurum- hleðslurnar. 'Blómlegur iðnaður er í ýmsum bæjuxn úti um land, t. d.-hér á Akureyri. Það er lífs- nauðsyn fyrir Jxennan iðnað að geta fengið lnáefnin á sem ódýr- astan hátt og komið framleiðslu- vörunum frá sér. Þarna eru sam- fléttaðir hagsmunir fólksins úti una land til þess að fá lífsnauð- synjar sínar milliliðalaust og koma framleiðsluvörum sínum frá sér á hagkvæman hátt. Það er augljóst, að samvinnufélögin ?eta ekki látið Jaað afskiptalaust lengur, þegar ráðamenn sigling- anna ganga svo fréklega á liags- muni félagsmanna þeirra, sem raun ber vitni. Samvinnufélögin lxafa fram að þessu ekki átt flutningaskip, þeg- ar fi á er talið skip Jaað, sein KEA átti fyrir stríð. Á árunurn fyrir stríðið var Jxessi nauðsyn ekki eins rík og nú. Þá hélt Eimskipa- félagið uppi reglubundnum sigl- ingum milli erlendra hafna og Akureyrar. Sömuleiðið hafði og Bergenska félagið, fastar sigl- ingar hingað frá útlöndum. Á þessunt árum var a. m. k. 40% af utanríkisverzlun landsins í höndum þeirra, sem búa utan höfuðstaðarins. Engan óraði fyr- ir þeirri byltingu á þessu sviði, sem nú er orðin. Ýms fyrirtæki voru stofnuð hér og víðar í kauþ- stöðum og þorpum, sem áttu líf sitt undir áframhaldandi sigling- um í ekki minni mæli, en hér hefur verið lýst. Svo kom stríðið og þá hófst hin nýja skipan sigl- ingamálanna. Á þrernur árum var Reykjavík búin að ná í sín- ar hendur 35% af þeim hluta verzlunarinnar, sem lxafði verið í höndum annara bæja. Þetta var afsakað með „stríðsástand- inu.“ Nú eru þeir tímar liðnir. Eimskipafélagið hefur nú helm- ingi meixi skipakost en fyrir stríðið, en siglingarnar til hafna úti um alnd eru ekki nema lj3 af þvi sem þœr voru fyrir stríö. SÍS og KEA verða að taka málið í sínar hendur. SÍS og KEA hafa bæði fjár- magn og vilja til Jress að gei'a hér stórfellda breytingu á. Er Jress að vænta, að Jressi fyrirtæki samvinnumanna láti nú til sín taka á vettvangi siglinganna og geri annað tveggja að kaupa eða leigja flutningaskip til vöru- flutninga milli hafna úti um land og útlanda. Augljóst er, að samvinnufélögin hafa yfir svo rniklum innflutningi að ráða, að nóg ætti að vera að starfa fyrir nokknr skip. (Framhald á 8. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.