Dagur - 18.01.1946, Blaðsíða 7

Dagur - 18.01.1946, Blaðsíða 7
Föstudaginn 18. janúar 1946 D AG U R 7 Frá bókamarkaðiiium Bækur og rit vestan um haf 1 öllu bókatlóðinu her heirna, hæuir oss við að gefa útgáfustarf- semi landa vorra vestan liafs minni gaunr en skyldi ,og er það illa farið, því að á engan hátt gætum vér betur styrkt vasklega baráttu þeirra fyrir þjóðerni og Lungu, en að kaupa bækur þeirra og blöð og lesa. Að sjálf- sögðu er útgáfa íslenzkra bóka og blaða í Vestúrheimi miklum örðugleikum háð, því að meðal þjóðarbrotsins þar týna þeir óð- um tölunni, senr yndi hafa af lestri íslenzkra bóknrennta. Auk # þess er dreifingin svo nrikil, að erfitt er að lralda slíkum bókum til markaðar þar, tii þess að út- gáfan geti borið sig. Hins vegar ætti það ekki að vera áhugalaust fyrir oss, að fylgjast með"þvi, senr þar er lrugsað og starfað nreðal ættbræðra vorra, því að enn eiga þeir ýmsa ágæta ritiröfunda, skáld og vísindamenn, er skrifa á ísienzka tungu. Vikublöðin Heinrskringla og Lögberg eru nú bæði farin að nálgast sextíu ára aldurinn og koma stöðugt út og hafa duglegunr og gáfuðum nrönnum á að skipa við ritstjórn. Eru þau jafnan fréttafróð og fjölskrúðug að efni, og hafa ver^ ið ómetanlegur þáttur í viðhaldi þjóðernisins og veitt ótæpan fróðleik urn stefnur og strauma andlegs Lífs og unr alnrennan gang nrála lrér Jreinra. Er það vel farið, að blöð þessi njóta nú nokkurs styrks af íslenzka ríkinu, til að létta undir nreð útgáfu þeirra. Hér verður getið nokkurra bóka og rita, er mér hafa nýlega borizt í hendur. • Hunangsflugur, nefnist ný Ijóðabók eftir Guttornr J. Gutt- ormsson, skáld í Nýja-íslandi, gefin út af Columlria Press Ltd., Winnipeg 1944. Eru þetta ljóð, senr höfuridurinn hefir ort síðan seinasta Ijóðabók hans: Gaman og alvara, konr út 1930, ekki mjög nrikil að vöxturn, en þeinr mun betri að gæðum. Guttorm- ur er eitt af frumlegustu og ein- kennilegustu ljóðskáldum ís- lendinga, tröllaukinn að anda og efni, djúpvitur og hárhvass í ádeilu, er hann sveiflar sinni bitru andans sk*álm yfir ávirðing- um samtíðar sinnar. Gamans hans er venjulega grátt, háð hans logandi og kímnimagnað, en undirstraumur tilfinninganna heitur og sterkur. Ekki verða ellimörk séð á þessum Ijóðum, þó að höfundurinn fari að nálg- ast sjötugsaldurinn, og eru þau öll af hinum sama málmi steypt - og fyrri kvæði hans, hvert öðru sn jallara. Set eg hér til bragð- bætis niðurlagið af kvæði hans um Júdas frá Kariot: Þú skilaðir aftur því eina, sem fékkst í arð þinn af Júdasarkoss, og festir ei kaupin í framtíð, en gekkst þig frá því, sem öðrum er hnoss; af svikurum öllum hins saklausa blóðs varst sjálfsagt, þótt níði þeir þig, sá eini, með samvizku glæpamanns góðs, sem gekk út og hengdi sig. Guttormur mun ávallt skipa merkilegan sess í íslenzkum bók- menntum. Harin er einn af þeim kynlegu kvistum, sem er ramís- lenzkur að eðli, en hefir hlotið óvenjulegt víðskyggni af að vera gróðursettur í framandi mold. • Soffanias Thorkelsson iðju- höldur í Winnipeg, sendir frá sér Ferðahugleiðingar, tvö mikil bindi, myndum skreytt. Soffani- as er Svarfdælingur að ætt, fædd- ur á Ytri-Másstöðum og alinn upp þar á Hofsá í sömu sveit. — Varð hann snemma að berjast harðri lífsbaráttu, er liann gerð- ist fyrirvinna á erfiðu heimili foreldra sinna um fermingarald- ur, þegar faðir hans missti sjón- ina, og mun hann aldrei hafa dregið af kröftum sínurn fyrr eða síðar um ævina. Um tvítugs- aldur flutti hann til Ameríku, árið 1898, og brauzt þar áfrain með harðfylgi rniklu og dugnaði, unz hann kom upp arðvænleg- um stóriðjurekstri og gerðist vel fjáreigandi. Þá sneri hann sér að íslenzkum félagsmálum með sama dugnaði, og var m. a. um tíma forseti Þjóðræknisdeildar innar Frón í Winnipeg, og hefir hann aflað sér góðs álits og vin sælda nteðal landa vestra. Eitt af því, sem hann hefir átt góðan og mikinn hlut'að, er að hafizt var handa um samningu og útgáfu á Sögu íslendinga í Vesturheimi, sem Þorsteinn Þ. Þorsteinsson, skáld, hefir ritað, og komin eru út tvö bindi af. Fór Soffonias til íslands vorið 1940 og dvaldi hér lengi sumars meðal annars til að sjá um útkomu fyrsta bindisins, og fjallar bók hans um þessa ferð, og það ,sem fyrir augu bax hér heima. Lýsir ferðásaga Soffa- niasar einlægri ást hans á landi og þ'jóð og tryggð við ættar stöðvarnar, og jafnframt lýsir hún höfundinum, sem einörðum og drenglyijdum skapfestu- manni, sem ávallt hefir fulla hreinskilni til að segja það, ef honum býr í brjósti og benda á það, er honum þykir aðfinnslu- vert. Eru athugasemdir hans þó yfirleitt bornar fram með mikl- um góðvilja og margar hinar at- hyglisverðustu, þó að sums stað- ar kenni nokkurs misskilnings, svo sem við er að búast við fljóta yfirsýn. Auðséð er,’ að höfundur- inn hefir gert sér meira far um að kynnast landi og þjóð, en títt er um ferðalanga, og lrefir hann aflað sér furðu mikillar þekking- ar um hag þjóðarinnar og menn- ingu í heild. Frásögnin er yfir- leitt fjörleg og skemmtileg. Er Soffanias Thorkelsson góður sonur ættjarðar sinnar, og mun hann vita það manna bezt, að hið harða uppeldi, er hann hlaut hér heirna, reyndist hon- um, eins og mörgum, býsna haldkvæmt fararefni í hinu fram- andi landi. • Almanak Ólafs Thorgeirsson- ar 1945, er enn sem fyrr stór- merkilegt heimildarrit fyrir alla þá, sem fylgjast vilja með lífi og örlögum laftda vestra. Aldrei hefi eg séð rit þetta í bókaverzl- unum hér heima, og skil eg þó ekki í öðru, en að margir vildu taupa það, ef það væri hér á boðstólum. Að þessu sinni flytur Almanakið margar greinar eftir ritstjórann, dr. Richard Beck, meðal annars um lýðveldishátíð- ina á íslandi og heimsókn for- og seta og biskups vestur um haf. Um þessi efni hefir dr. Beck einnig ritað ýtarlegri greinar í Tímarit Þjóðræknisfélagsins og í Nordmanns Forbundet, norskt mánaðarrit, sem gefið er út í New York. Auk þessa skrifar rit- stjórinn grein um Jón Friðfinns- son, tónskáld, yfirlit yfir helztu viðburði rneðal Islendinga í Vesturheimi 1944 og hina venju- legu ártíðaskrá yfir mannalát á því ári, ög fylgja stundum stutt æviágrip. Ágætur fræðimaður, próf. Stefán Einarsson, John Hopkins University, Baltimore, Maryland, skrifar um Breiðdæli fyrir vestan haf. Enn eru þarna greinar eftir Kristján Ólafsson og G. J. Oleson, allar hinar læsi- légustu. Almanakið er ómiss- andi handbók fyrir alla þá, er ís- lenzkri mannfræði unna og hefir þar verið haldið til liaga miklurn fróðleik, sem jafnan mun verða undirstaða að sögu Vestur-ís- lendinga. • Brautin. Rit um andleg mál og skoðanafrelsi, nefnist ársrit hins Sameinaða kirkjufetags Is- lendinga í Norður-Ameríku, sem nýlega er l'arið að gefa út. Hefir mér borizt annar árgangur rits þessa í hendur, myndarlega út gefinn. Aðalritstjórinn er séra Halldór E. Johnson, víðlesinn maður og áhugasamur. Ritið er yfirleitt læsilegt, kemur víða við og er hressilega skrifað. Ekki er ritstjórinn myrkur i máli um það, er honum þykir miður fara, er mjög á móti öllu „argvítugu afturlialdi" 4 trúarefnum, bölv- anlega við pápiskuna og lítið betur við lútersku kirkjuna. — Mikil firra þykir honum það, að kristin trú hafi lagt betri skerf til menningarinnar en heiðnin, og telur, að „martröð kirkju- vígðrar bókstafstrúar“ hafi næst um verið búin að aleyða and legu lífi á íslandi. Margt fleira segir hann skemmtilegt. Yfirleipt þykja honum við, félagar hans, hér heirna á íslandi, heldur þunnir í roðinu, og ekki rista djúpt í „vísindalegum frjálstrú arstefnum". Sú hætta sýnist mér vofa yfir ritstjóranum, eins mörgum þeim, sem steypa sér geyst út í frjálslyndið, að hann missi brátt sjónar á því, að nokk ur verulegur inunur sé á trúmál um og stjórnmálum, og kunni þá svo að fara, að honum þyki fullt svo góður boðskapur Stal ins senr meistarans frá Nazaret Agæt grein er-í ritinu eftir dr Stefán Einarsson um afleiðingar siðaskiptanna, og margvíslegan fróðleik er þar áð finna um l'é lagsmál vestra. Benjamín Kristjánsson. íhKHKbíiKhKbKbKbKbKhKbKbKhKHKbKhKbKKbKbKbKbkKbkbKbKhKh; Hið nýkjörna Iðnráð Akureyrar er kvatt saman til fundar, í Gagnfræðaskólahúsinu, þriðjudaginn 29. j). m. kl. 81/íj e. h. Fundarefni: Stjórnarkosning og fleira. Guðm. Gunnarsson. >rim>r>m>m>i>r>i><HKm>i>t>tKB>t>t>t>íB>t>t>r>ör>t>m><H>t><B>r>i>m>r>mcH><>m>í>é Frá Happdrættinu Verið á verði: Til 24. jan. hafið þér rétt á sömu númerum og í fyrra. | Þetta er endurtekið: Undantekningarlaftst^allir miðar, sém ekki hefir verið vitjað hinn 24. að kvöldi, verða seldir þeim, sem bíða |> eftir nýjum miðum. | Dregið 30. jan. — Kynnið yður breytinguna ®><M>€>^><»x^<SxSx»x»xS>^>^>^xSxS>^«$>«xí>^>«««>^x^<$><Sx^<S><Sx$><j-<«><SxS><S>^xSx4^><Sx$><s><Sxtx$><í>^:' 100 liestar af töðu lil sölu Magnús Kristjánsson Sandhólum. Fósturmóðir mín, HALLFRÍÐUR PÉTURS- DÓTTIR, sem andaðist þriðjudaginn 15. janúar sl., verður jarðsungin 22. janúar næstk. og hefst at- höfnin kl. 12 á heimili hinnar látnu. Jarðað verður í Lögmannshlíð. Pétur Guðjónsson, Brávöllum. Bændur I Seljum nú og næstu daga, með vægu verði, síldaraf- ■ > | skurð til skepnufóðurs. — Getum ekki lánað < > tunnur. Niðursuðuverksmiðjan SÍLI) H.F. Oddeyrartanga Höfum fengið kvenreiðhjól og ýmsa varhlula, svo sem: Sæti Pumpúslöngur Þríhjól Dynauiopcrur Framnöf Perustæði Pedala Reiðhjólaolíur, Xeina margar teg. Gúimnibætuv Batterí, margar teg Gúmmíltim Perur, smelltar og Reiðhjólalakk, skrúfaðar marga liti Kastperur Haglaskot no. 12 og 16. haglasUerð 2:21/2 og 3 Riffilskot 2 teg. Riffilbursta. Byssuoliur. Brynjólfur Sveinsson hf. Framvegis verða dönsku, ensku og amerisku hlöðin seld ein- ungis í lausasölu en ekki í áskriftum. Bókaverzlun Þ. Thorlacius Námskeið í útsaumi hefst 1. febrúar n. k. ef næg þátttaka-.fæst. Hallfriður Gísladóttir Oddeyrargötu 32. Sími 129 Pósthólf 125 Atvinna Atvinnu geta fengið bifvéla- virkjar, lagtækir menn, sem unn- tð hafa við bifreiðaviðgerðir, og einn til tveir lærlingar. Upplýs- ingar hjá verkstæðisformanni, Braga Svanlaugssyni. B. S. A. verkstæði h.f. Strandgötu 53—55. — Sími 309. Píanókennsla Til viðtals kl. 1—3 daglega. Sími 344. Ingibjörg Steingrimsdóttir, Hrafnagilsstræti 6. Gasluglir sænskar gaslugtir, með hraðkveikju, 200-300 kerta Kaupfélag Eyfirðinga Járn- og glervörudeild

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.