Dagur - 07.03.1946, Side 2
2
DAGUR
Fimmtudaginn 7. marz 1946
Hryggðarmynd stjórnarstefnunnar
Reykjavíkurpistlar.
Boðskapur ríkisstjórnarinnar er:
Takið há lán! Borgið þau er verðfallið kemur!
Við valdatöku núverandi
stjórnar lofaði hún mörgu og
miklu eins og kunnugt er.
Eitt af því, sem sambræðslu-
stjórnin lofaði, var vinnufriður í
landinu. Engin verkföll skyldu
eiga sér stað í stjórnartíð hennar
né verkbönn.
Stjórnin sagðist standa svo
einstaklega vel að vígi með að
efna þetta loforð, af því að tvær
aðalatvinnustéttir landsins, at-
vinnurekendur og verkamenn,
væru stuðningsstéttir sínar og
stefnu sinnar. Þess vegna ætti
hún svo auðvelt með að ráða við
þær. Ráðherrar kommúnista og
Alþýðufiokksins væru fulltrúar
verkalýðsins í stjórninni, en ráð-
herrar Sjálfstæðisflokksins full-
trúar atvinnurekenda. Allar
deilur gæti því stjórnin jafnað
innan sinna vébanda, og nú
tækju atvinnurekendur og
verkamenn, sem svo oft hefðu
staðið á öndverðum meið, loks-
ins höndum saman.
Þetta friðartal stjórnarinnar
og helztu þjóna liennar lét vel í
eyrum margra. Menn höfðu
fengið reynslu= fyrir því, að
vinnudeilur og verkföll hefðu
truflandi áhrif á þróun atvinnu-
lífsins og leiddu af sér margs
konar ófarnað. Þeir, sem treystu
orðum stjórnarinnar, fögnuðu
því komandi friðartímum.
Það þarf ekki að lýsa, hvernig
loforð stjórnarinnar um vinnu-
friðinn hafa verið efnd. Allir
vita, að stjórnin lofaði þar upp í
ermina sína eins og á flestum
öðrum sviðum. „Loforð öðrum
megin, svik hinum megin“ rná
þar um segja. Aldrei hafa öldur
vinnudeilna og verkfalla risið
hærra en í tíð núverandi sam-
bræðslustjórnar.
Að vísu hafa stjórnarvöldin
haft afskipti af þessum vinnu-
deilum og reynt að koma friði
á, en aldrei nema á eina lund, þá
að láta eftir kaupkröfunum, sem
gerðar hafa verið í hvert skipti,
hækka kaupgjaldið. Hver slík
hækkun hefir leitt af sér aukinn
framleiðslukostnað og hækkað
afurðaverð. Þannig hefir hvað
fyrir sig, elt hitt, og þetta kapp-
hlaup hefir leitt af sér vaxandi
verðbólgu og aukna dýrtíð.
Ein slík kauphækkunaralda er
nýriðin af, þar sem Dagsbrúnar-
deilan var á ferðinni. Stjórnin
skarst í leikinn og gat áorkað
því, að grunnkaup í algengri
dagvinnu var liækkað um 20
aura á klukkustund eða um 8 af
hundraði. Þar með er enn unnið
að því að auka dýrtðina í land-
inu.
1 Dagsbrúnardeilunni kom
ýmislegt fróðlegt í ljós. „Þjóð-
viljinn" segir, að mánaðarkaup
algengra verkamanna, á undan
þessari síðustu hækkun, nemi
1400. kr. Það gerir allt að 17000
kr. á ári. Þar við bætist svo eftir-
vinnukaup, sem fullyrt er að sé
drjúgur skildingur í Reykjavík.
Má því gera ráð fyrir að árstekj-
ur verkamanns þar nemi alls um
20 þús. kr.
Nú segja Dagsbrúnarverka-
menn, að á þessu kaupi geti þeir
ekki framfleytt sér og sínum á
sómasamlegan hátt, og því verði
þeir að Tá einhvers konar kjarra-
bætur. Þær kjarabætur komu
fram í nýjum kaupkröfum.
Stjórnin lagðist á þá sveif að fá
þeirn kröfum framgengt. Var
það í fullu samræmi við dýrtíð-
arstefnu ríkisstjórnarinnar.
Af öllu þessu geta menn dreg-
ið þá mikilvægu ályktun, að dýr-
tíðardraugur ríkisstjórnarinnar
hefir lagst svo þungt á verka-
menn í höfuðstaðnum, að þeir
geta ekki framfleytt lífi sínu án
neyðarkjara með 20 þús. kr. árs-
launum. Svipað mun ástandið
vera annars staðar í landinu.
Það má ganga út frá að verka-
menn hafi rétt fyrir sér í því að
jteim sé Jrörf á kjarabótum, eins
og ástandið í dýrtíðarmálunum
er orðið. Þær kjarabæætur er
liægt að hugsa sér á tvennan hátt,
annað hvort með kauphækkun
eða lækkun framfærslukostnaðar.
Verkantenn völdu hið fyrr-
nefnda, og ríkisstjórnin lagði
einnig til, að sú leið yrði fariin.
Það er eftirtektarvert, að af
ýmsu Jrví, sem fram er komið,
var fulltrúum verkamanna og
Jseim sjálfum Jrað Ijóst, að þær
kjarabætur, sem þeir fá með
kauphækkun, er í hæsta lagi
ekki annað en augnabliksgróði
þeim til handa, Jrví að aukin
dýrtíð gleypir þenna gróða svo
að segja að vörmu spori, og Jrá
standa verkamenn eftir jafn
slyppir og snauðir sent áður og
þurfa að gera nýjar kröfur. Þetta
kom strax fram í greinargerð
trúnaðarráðs Dagsbrúnarfélags-
ins og síðar meðal verkamanna í
vinnudeilunni sjálfri. Þess vegna
bentu þeir á, að lækkun dýrtíð-
arinnar væri eina óbrigðula ráð-
ið til að bæta hag verkamanna.
Þeir höfðu fengið reynslu fyrir
Jrví, að það var aðeins að tjalda
til einnar nætur að hækka
grunnkaupið.
Þeir eru því fleiri en jón
Blöndal hagfræðingur í fylgi-
flokkum stjórnarinnar, sem hlot-
ið hafa skilning á því, að Jrað er
dýrtíðin sjálf, sem er frumorsök
þess, hve erfitt er að lifa hér í
landi, og að niðurfærsla hennar
er Jrað, sem öllu máli skiptir.
Allar kjarabætur án þessarar ráð-
stöfunar koma ekki að neinu
gagni. Þetta skilja verkamenn og
þetta skilja allir nú orðið. Skiln-
ingur Framsóknarmanna í Jress-
um efnum er hvarvetna að ryðja
sér til rúms.
En hvers vegna er þá ekki þessi
leið valin, að ráðast gegn dýrtíð-
inni, í stað þess að glíma við af-
leiðingar hennar, sem eru að
verða óbærilegar?
Svar við þessari spurningu
liggur ljóst fyrir.
Máttarstólparnir í Sjálfstæðis-
flokknum, heildsalar og aðrir
stórgróðamenn og braskarar
vilja það ekki. Þeir eru einu
mennirnir, sem græða á dýrtíð-
inni, á meðan allt sekkur ekki.
Og það eru einmitt þessir menn,
sem ráða í Sjálfstæðisflokknum.
Þess vegna þora ekki þeir, sem á
yfirborðipu eru taldir ráðamenn
þjóðarinnar, annað en að láta
heildsala- og annan milliliða-
gróða óhreyfðan. Lækkun dýr-
tíðarinnar rnundi fyrst og fremst
bitna á heildsölum og stórgróða-
mönnum.
Af þessum ástæðum munu
verkamenn teljá Jrýðingarlaust
að bera fram beinar kröfur um
lækkun dýrtíðarinnar. Þeir vita
að þeim verður ekki sinnt, með-
an núverandi sambræðslustjórn
er við völd. Þess vegna Jrykjast
þeir tilneyddir að fara kaup-
hækkunarleiðina, þó að þeir hafi
enga trú á lienni til frambúðar.
En h'vað er þá um fulltrúa
kommúnista í ríkisstjórninni að
segja? Ekki mun Jreinr ])ó vera
sárt um lteildsalagróðann?
Onei. En Jreim er sárt um ann-
að. Þeim er sárt um valdaaðstöðu
sína og bitlinga.
Þeir neita sér heldur ekki um
að ausa skömmum yfir heildsal-
ana. „Þjóðvil jinn“ segir, að Jreir
sjúgi fiO miljónir króna árlega
út úr almenningi. Þetta Jrykir
blaðinu að vonum óhæfilegur
gróði og segir þar um:
„Það þarf að létta Jjessu fargi
af Jjjóðinni, stiax og óhjákvæmi-
legt er orðið að byrja baráttuna
gegn dýrtíðinni fyrir alvöru.“
Hraustmannlega er nú talað!
Einhvern tíma síðar verður
ekki umflúið að ráðast á dýrtíð-
ina, segja foringjar kommúnista,
og þá verður heildsölunum og
gróða þeirra engin vægð sýnd.
Enn er ekki kominn tími til að
hefja þessa baráttu af neinni al-
VÖIU.
Stórgróðamennirnir hrökkva
ekki við vegna Jjessa hjals komrn-
únistaforingjanna. Þeir eru ró-
regir ,því að þeir vita, að á bak
við hreystiyrðin er engin alvara.
Þeir vita, að foringjarnir rneta
meira að fá að sitja við völd og
bitlinga en að vinna að kjara-
bótum verkamanna.
F.n |)á er eftir að vita, livort
óbreyttir verkamenn meta meira
hreystiyrði um róttækar aðgerðir
gegn dýrtíðinni einhvern tfma
seinna, sem viðhfifð eru í blekk-
ingaskyni við þá, eða raunveru-
legar ráðstafanir til úrbóta á
kjörum verkamanna nú þegar.
Næstu kosningar til Alþingis
skera úr því.
En hvernig sem það snýst, þá
blasir nú við sú hryggðarmynd,
■em dýrtíðarstefna stjórnarinnar
-er búin að skapa.
Verkamenn sjá Jiessa liryggð-
annynd, enda kom Jiað í Ijós í
Dagsbrúnardeilunni, að Jreir
hafa misst alla trú á stjórnarsam"
v.innunni. Þeir kváðu enga
ástæðu til að leggja neitt á sig, til
þess að halda líftórunni í ríkis-
sr jórninni.
Pf ANÓ
Ég býst við að geta fengið
nokkuð af. píanóum frá Kaup-
mannahöfn með næstu ferðum.
Ef einhverjir vildu tryggja sér
þau ættu þeir að tala við mig
sem fyrst. Píanóin eru valin og
keypt af Haraldi Sigurðssyni
píanóleikara.
Sveinn Bjarman.
Sími 369.
I byrjun þingsins í haust
flutti ríkisstjórnin frv. um!
heimild fyrir ríkisstjórnina til j
|)ess að halda niður dýrtíðarvísi-1
tölu með fjárgreiðslum úr ríkis-
sjóði og um áhrif nokkurrar
landbúnaðarafurða á vísitöluna.
Var frv. samhljóða bráðabirgða-
lögum, sem sett voru síðastliðið
sumar. Fjármálaráðherra hefir
rökstutt þetta mál með því, að
Jjað sé ekki hægt að komast hjá
að verði innlendra afurða niðri
með fjárgreiðslum úr ríkissjóði,
])ar sem atvinnuvegirnir stæðust
ekki hækkað kaupgjald, sem
mundi leiða af hækkaðri vísi-
tölu.
Bernharð Stefánsson gagn
rýndi J)etta mál með sterkum
rökum, ])egar ])að var til um-
ræðu í ed. Sýndi hann fram á, að
sú ráðstöfun ,sem frv. mælti fyrir
um, væri að vísu óhjákvæmileg
til bráðabirgða, en ])að væri alls
kostar ófullnægjandi lausn á
þessu máli, Það, sem gera þyrfti,
væri að hefjast handa gegn hinu
raunverulega meini, dýrtíðinni.
og J)á sérstaklega að reisa skorð-
ur við J)ví, að hún ykist enn.
Lagði B. St. til, að skipuð yrði
fimm manna nefnd á J)ann hátt,
að hagstofustjóri væri formaður
hennar, en fjórir nefndarmenn
tilnefndir af þingflokkunum,
einn frá hverjum. Verkefni
nefndarinnar yrði að athuga og
gera tillögur um lækkun dýrtíð-
arinnar í landinu nteð þátttöku
allra Jrjóðfélagsstétta, meðal
annars með lækkun á verði inn-
lendra neyzluvara, lækkun kaup-
gjalds, verzlunarálagningar,
farmgjalds, byggingarkostnaðar
og iðnaðarvara. Ennfremur
skyldi nefndin gera tillögur um
sérstakt allsherjarframtal eigna í
landinu.
Svo fóru leikar í ed„ að stjórn-
arliðið þar felldi þessa tillögu
B. St.
Þegar J)etta frumv. kom til 1.
umr. í nd„ gagnrýndi Eysteinn
Jónsson Jrað mjög skarpt og gaf
um leið gott yfirlit yfir ])að,
hvernig fjárhags- og atvinnumál-
um |)jóðar!nnar væri nú komið
undir forustu ríkisstjórnarinn-
ar. E. J. sagði, að Jretta frv. sýndi
glöggt úrræðaleysi ríkisst jórnar-»
innar í þessum málum. Hann
minnti á tillögu B. St. um athug-
un á niðurfærslu dýrtíðarinnar,
og að svo hefði virzt í fyrstu sem
fjármálaráðherrann vildi taka
þeirri tillögu vel. Sú hefði þó
orðið raunin, að tillagan hefði
verið felkl í ed. fyrir atbeina
stjórnarflokkanna, sem mundu
hal'a álitið, að öllu væri óhætt
með dýrtíðina. En síðan J)að
gerðist, hefði ríkisstjórnin tekið
ábyrgð á lítilsháttar verðhækk-
un á fiski og heitið að kaupa á-
kveðið magn af saltfiski og
mundi af því leiða nokkur út-
gjöld fyrir ríkissjóð. Og í þetta
væri lagt, að sögn stjórnarinnar,
til Jress að útgerðin stöðvaðist
ekki. En sömu dagana og þetta
gerðist væri v uið að efna til
nýrra kauphækkana, sem stjórn-
1 in legði l)lessun sína yfir. í fyrra
j hefði ])ótt J)urfa að hækka kaup-
! ið úti um land til að samræma
])að við Reykjavíkurkaupið, en
nú ætti að koma á nýju ósam-
ræmi. Þrátt fyrir J)etta' hugsaði
ríkisstjórnin ekki um annað,
sagði E. J„ en að sitja í stólun-
um. Svo lágt væri sarnt orðið ris-
ið á stjórnarflokkunum, að Jreir
væru alveg hættir að benda á
mál, sem gerðu setu þejrra nauð-
synlega, heldur segðu- aðeins, að
nú mætti samstarfið ekki rofna,
því að J)á yrði „maddömu Fram-
sókn skemmt". Að sönnu væri
enn talað um nýsköpunina, tók
E. J. fram, en í reyndinni væri
hún sú, að ríkisstjórnin hefði
fest kaup á 30 togurum og samið
um smíði nokkurra vélbáta og
væri nú í vandræðum með ])essi
tæki, því að þeir einstaklingar,
sem peninga ættu, hefðu ekki
meiri trú á nýsköpuninni en svo,
að þeir vildu ógjarnan leggja
fram sitt eigið fé til að kaupa
tækin. Hins vegar myndu ýmsir
fást til að taka við þeim, ef þeir
fengju allt leð að láni.
Þá vék E. J. að því, að ríkis-
stjórnin hvetti menn til að ráð-.
ast í stórræði nú á toppi dýrtíð-
arinnar og taka há lán. Síðan
ætti að lækka verðlagið og láta
Jressa aðila þá borga upp lánin.
Það lægi í augum uppi, að það
hefði orðið að byrja á því að
skapa fjárhagsgrundvöll, sem
menn gátu treyst á, ef nýsköpun-
in hefði átt að byggjast á traust-
um grunni.
Að lokum benti E. J. á það,
að eitt einkennið á Jressu sjúka
ástandi í fjármálum þjóðarinnar
væri fjárlagaafgreiðslan. Fjárlög-
in væru afgreidd með margra
milljón króna greiðsluhalla og í
viðbót við j)að væri hrúgað inn
í þingið frumvörpum um nýjar
framkvæmdir og alltaf stæði þar
sama setningin: Ríkisstjórninni
er heimilað að taka lán til ])ess-
ara framkvæmda — 3 millj., 7
millj., 12 millj. o. s. frv.
í ofanálag á þetta allt voru svo
allar ábyrgðirnar, sem ríkið væri
látið taka á sig.
Orðsending frá sjúklingum í Krist-
neshæli. Sunnudag 10. febrúar sl.
sýndi Starfsmannafélag S. í. S. á Ak-
ureyri leikritið „Hreppstjórann á
Hraunhamri“ hér í hælinu. Flutti hr.
Kristján Kristjánsson, forstjóri B. S.
A., leikflokkinn aftur og fram án end-
urgjalds eins og hann hefir oft gert
áður í svipuðum tilfellum. — Þá bauð
Leikfélag Akureyrar okkur á sýningu
revýunnar „Allt í lagi, lagsi“ á mið-
vikudagskvöld 13. febrúar. Hefir það
ætíð boðið sjúklingum á hvert leikrit
sem það hefir flutt. — Enn kom Ed-
vard Sigurgeirsson ljósmyndari að
kveldi fimmtudags 14. febrúar hingað
í hælið og sýndi íslenzkar kvikmynd-
ir. — Hefir okkur orðið hin bezta
skemmtun að þessu öllu og viljum við
færa hlutaðeigendum innilegar þakkir
fyrir þann hlýhug, sem þeir hafa auð-
sýnt okkur með þessu og biðjum við
þess, að æ megi blessun fylgja störf-
um þeirra.