Dagur - 07.03.1946, Page 4

Dagur - 07.03.1946, Page 4
4 DAGUR Fimmtudaginn 7. marz 1946 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason AígreiSslu og innheimtu annast: Morínó H. Pétursson Skriístofa í Hafnarstreeti 87 — Sím'i 166 Blaðið kemur út á hverjum fimmtudegi Árgangurinn kostar kr. 15.00 Prentverk Odds Björnssonar L - ■ ---------......................■--- Trúin á lygina J^NNO DOMINI 1945, fimmtudaginn 27. sept- ember, birtist hér í blaðinu ritstjórnargrein undir fyrirsögninni „ömurleg ráðsmennska." Grein þessi átti fyrir sér að breytast— ímeðförum „Morgunblaðsins" — í eini) frægasta hvalreka, sem borið hefur tlpp á fjörur stjórnarliðsins bæði lyrr og síðar. ,,Morgunblaðið“ fullyrti þegar und- ir lok haustkauptíðarinnar, að þetta ritstjórnar- spjull „Dags“ hefði orkað svo mjög á hugi maiiná hér norðanlands, að stórlega hefði dregið úr kjöt- sölunni, enda hefðu kjötkaupinísláturhúsikaup- félagsins hér minnkað um helming og stórlega dregið úr sölunni annars staðar þar, sem áhrifa greinar þessarar hefði gætt! Og ekki er nóg með það, að „Mogginn" sjálfur hafi alltaf öðru liverju síðan verið að japla á sömu hringavitleysunni uin „kjötverkfallið á Akureyri" — og það síðast með löngu máli og miklum fúkyrðum í „Reykja- víkurbréfum" sínuin 24. f. mán. — heldur hefir landbúnaðarráðherra gert Morgunblaðs-útgáfu greinar þessarar að umtalsefni í útvarpsræðu, og málið auk þess oftar en einu sinni borið á góma á þingfundum hins virðulega Alþingis íslend- inga. Og alls staðar hafa stjórnarliðar lraldið því blákalt fram, að minnstu hafi munað, að þessi „skemmdarstarfsemi Dags" — eins og Mogginn kemst að orði í síðustu hugleiðingum sínum um þetta efni — hafi kostað það, „að bændur fengju 6—9 milljónum króna lægra verð fyrir kjötfram- leiðslu sína“ en ella myndi! Minni tölur mega auðvitað ekki gagn gera, þegar stjórnarliðar í höfuðstaðnum vilja sýna landslýðnum það svart á hvítu, hvílíkt ægivald „Dagur“ hafi yfir liuga og gerðum lesenda sinna! jpURÐULEGT KANN það að virðast í fljótu bragði, að ekkert hinna þriggja stjórnarblaða, sem gefin eru út hér í bænum, skuli nokkru sinni hafa minnzt með einu orði á þessa sVívirðilegu grein og áhrif hennar, né heldur á „kjötverkfallið á Akureyri“. Skýringin er raunar einföld, þegar betur er að gætt: Þessi blöð vita það mæta vel, að allt það, sem „Morgunblaðið“, landbúnaðarráð- lierrann og aðrir þingmenn stjórnarliðsins, hafa um þetta sagt í blöðum, útvarpinu og sjálfum þingsölunum, er helber og tilefnislaus ósannindi, vísvitandi og ómerkilegt þvaður, sem ekki tjóar að segja neinum þeim manni, er sjálfur hefir les- ið nefnda grein, eða önnur ummæli „Dags“ um verðlagningu landbúnaðarafurða bæði fyrr og síð- ar. Dagur hefir ALDREI látið nokkur orð né ummæli falla, sem skilizt gætu á þá leið, að blað- ið hvetti almenning til þess að draga úr kjötkaup- um sínum. Ummæli þau, sem tilefni tnunu hafa gefið til allrar þessarar makalausu herferðar rógs °g lýgi, voru á þá leið, að meðan svo stæðu sakir, að ekkert tillit væri tekið til verðhækkunar land- búnaðarafurða við útreikning framfærzluvísitöl- unnar, og ekkert væri enn ákveðið um njþur- greiðslur úr ríkissjóði, myndi hin nýja verð- hækkun þessara nauðsynja „skapa alvarlegan vanda fyrir fjölda neytenda, enda viðbúið, að tnargir þeirra telji sig tilneydda að draga úr kaupum sínum á nauðsynjavörum þessum eftir fremstu getu.“ Þetta er nú öl 1 mýflugan, sem mál- pípur stjórnarliðsins héfir tekizt að skapa hinn ægilega 6—9 miljóna úlfalda úr! Þetta voru þá hin frægu ummæli, sem minnkuðu kjötsölu á Akureyri og annars.staðar norðanlands um helm- ing! — áskorun um hið ægilega og „hatursfulla, Að gefnu tilefni. nefnir Hreiðar Eiríksson, garðyrkju- maður, pistil, sem hann hefir sent blaðinu um FUGLADRÁP bæjar- manna. — Hreiðar segir: JpiNS OG KUNNUGT ER hafa " Akureyringar þegar alfriðað fugla og önnur skaðlaus dýr í landi bæjarins og þykir sú ráðstöfun að vonum vera manndómsmerki. Það er ekki óeðlilegt að slík ákvörðun hafi glæðandi áhrif á dýraverndarhneigð manna yfirleitt, enda virðist sá eigin- leiki svo þroskaður orðinn hjá sum- um að furðu gegnir. I undangengnum frostum hefir það borið við, eins og einatt, þegar vötn eru allögð, að sundfuglar hafa mjög leitað á allstóra vök á Eyjafjarðará, norður með Reykhúsaklifi, rétt við veginn. En að þessu sinni hefir fugl- um reynst vistin fremur stopul á þess- um slóðum vegna þess að einhverjir dýravinir, sem ekki mega aumt sjá, hafa komið á vettvang og gætt þess vandlega með daglegri skothríð frá bifreiðagluggum, að ekkert kvikindi sitji þarna of lengi um kyrrt. Að sjálfsögðu mun þetta gert í þeim tilgangi að forða blessuðum fuglunum frá því að frjósa fastir í síðustu vökinni, því að enginn mundi þjóna sinni veiðihundsnáttúru á svona lúalegan hátt. En á það skal bent, að þessi vök frýs aldrei og því æskilegt að hinir góðu menn hverfi hið skjótasta af verðinum, því að það er óskemmtilegt að horfa á svona hernaðaraðgerðir, þó af góðum hug séu gerðar.“ Skildingarnir og þjónustan. jþRÁTT FYRIR yfirlýsingu póst- málastjórans hér í blaðinu, fyrir einum tveimur árum, að póststjórnin notaði jafnan hvert tækifæri sem byðist til þess að flytja póst loftleið- is, éru því miður mörg dæmi sem benda til annars. Sem sýnishorn má nefna póstflutningana um síðustu helgi. Á mánudaginn komu hingað þrjár flugvélar frá Reykjavík, tvær þeirra nær því tómar ó norðurleið- inni. Með þeim komu samtals 5 kg. af pósti. Sama daginn lágu fleiri hundr. kg. af pósti, er fara ótti hingað, á pósthúsinu í Reykjavík. Þarna var tækifæri til þess að koma honum öll- um hingað á skjótan og hagfelldan hátt. Það var Iátið ónotað; hentara þótti að geyma hann til þriðjudagsins og koma honum á bíla og báta áleiðis norður hingað. Afleiðingin er sú, að póstur, sem gat verið kominn í hend- ur viðtakenda sl. mánudag, mun fyrst nú i dag verða afhentur frá póstaf- greiðslunni hér. Fleiri dæmi þessu lík hafa gerzt að undanförnu þótt þau verði ekki rakin hér. T>að FER ekki hjá því, að þessi framkvæmd á póstflutningum veki gremju meðal almennings hér. Málum er nú svo komið, að sívaxandi nauðsyn er á greiðum samgöngum við Reykjavík vegna þess, að þangað suður sogast æ meiri hluti af verzlun- inni og valdinu í flestum greinum þjóðlifsins. Einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir hér um slóðir þurfa að sækja í hendur ráðamanna syðra æ fleiri hluti, er varða hag þeirra og af- komu, og raunar væru sumir hverjir betur settir heima í héruðunum. Er það allt alvarlegt mál út af fyrir sig. En í þessu sambandi skiptir það veru- legu máli, að póststjórnin skilji þessa aðstöðu, og láti ekki þau sjónarmið, sem vilja reka póstflutningana sem ódýrast fyrir ríkið, skyggja á þjónust- una við almenning, sem verður þó vissulega að teljast höfuðverkefni og skyldustarf þessarar ríkisstofnunar. Þegar þessi sjónarmið rekast á, svo sem augsýnilegt hefir verið sl. mánu- dag, þá er það ekki að ósekju að leik- mönnum finnst stofnunin hafa brugð- izt trausti því, er henni er sýnt, með því að láta skildingana skyggja á þjónustuna, með þeim afleiðingum, að póstafgreiðslan tefst svo dögum skiptir. Það hlýtur að vera skýlaus krafa almennings, að þessum málum verði komið á öruggan og traustan grundvöll og að slíkir atburðir endur- taki sig ekki. Barnavagnar Barnakerrur Barnaþríhjól ENNFREMUR: Barnaskíði kjötverklalI", sem „Dagtir“ stofn- aði lil með „miklum rosta“, eins og „Mogginn" keinst að orði í síðustu Reykjavíkpurpistlunum, sem á var drepið. — Þeir kunna sannarlega til sinnar „nýsköpun- ar“, þessir herrar! jyjORGUNBLAÐIГ hefir þrásinnis nú að undan- förnu frætt lesendur sína á því, að „Dagur" hafi krafizt dauða- dóms yfir þeim Kolka lækni á Blönduósi og Svavari útibús- stjóra Itér. Sú frásögn er reist á alveg sams konar forsendum eins og hvalrekinn um „kjötverkfall- ið“, sem lýst hefir verið hér að framan. Þetta höfuðmálgagn Sjálfstæðisflokksins er frægt að því að hafa tíðum siðaskipti, — skipta álíka oft og auðveldlega um trú og boðun í hverju stór- máli eins og sæmilega hreinlát- ur maður skiptir tnn hálslín eða nærbrækur. Trúin á Iygina virð- ist raunar hin einu trúarbrögð, sem þessir afkastamiklu skólp- skaparar og rógsmiðir muni ialda fullri tryggð við til hinztu stundar. Af þeirri barnatrú sinni inunu þeir vissulega aldrei ganga. mjög ódýr Brynj. Sveinsson h.f. Sími 12!). AKUREVRI Pósth. 125. ÍBÚÐ Húspláss óskast, 2 til 3 herbergi og eldhús. FyriríramgreiSsla, ef óskað er, getur komið til mála. HENRY ÓLSEN, Strandgötu 49, Akureyri' Barnakerrurnar og þríhjólin eru komin. Verzlunin VÍSIR Skipagötu 12 Söngvasafn Kaldalóns 1. hefti er komið Sportvöru- og hl j óðf æraverzlunin Ráðhústorgi 5 Leikfimi. Nokkrar heimaæfingar 4. æfing. — Nú förum við fram úr rúminu og stöndum á gólfinu við rúmið, fætur saman, vinstri hlið að rúminu. Síðan gerum við hliðar- beygju til vinstri og reynum að slá með vinstri liendi á rúmstokkinn (1). En munið að rétta vel úr fótleggjunum, beygja ekki hnjáliðina. Réttum úr okkur og stöndum beinar (2). Beygið og stand- ið upprétt nokkrum sinnum til skiptis. Því næst snúum við okkur við, snúum hægri hlið að rúm- stokknum og gerum hliðarbeygju eins og áður, en nú til hægri. Gerið þannig hliðarbeygju ca. átta sinnum til hvorrar hliðar. * 5. æl'ing. Standið á tánum og hoppið nú tvisvar á hægra fæti, og sveiflið vinstra fæti beint út til hliðar- innar um leið (1—2). Síðan hoppum við tvisvar á vinstra fæti og sveiflum hægri fæti til hliðar (3— 4). Réttið vel úr fætinum, sem Sveiflað er út til hliðar. Haldið bolnum beinum. Hoppið þann- ig nokkrum sinnum, til vinstri og hægri til skipt- is, á blátánum, hátt og liðlega. Þessi æfing styrkir fæturna. frh. # # # M ataru ppskrif tir: Góður síldarréttur Ilér er uppskrift á handhægum síldarrétti, sem er ágætur til miðdegisverðar, eða sem heitur rétt- ur á kviildborðið: Hráar kartöflur eru skornar niður í þunnar sneiðar og lagðar á botninn á eldföstu móti eða fati. Lag af brúnuðum lauk látið yfir kartöfl- urnar, og síðan síldin, sem áður hefur verið af- vötnuð, látin liggja í mjólk um stund og flökin skorin langsúm í ræmur. Síðast er tvíbökumylsnu stráð yfir og smjörbitar settir hér og þar efst. Bakað í ofni við góðan hita í ca. 40 mínútur. # # * Börnin: Svefntími barna Það er að vísu misjafnt, hve mikinn svefn börn þurfa, til þess að þau þroskist og dafni eins og vera ber, en fari börnin á mis við nægilegan næt- ursyefn og hvíld, bíða þau óneitanlega tjón á heilsu sinni. Láta mun nærri, að börn og ung- lingar þurfi að sofa á sólarhring eins og hér segir: I árs — 14—16 stundir; 2 og 3 ára — 13—14; st.; 4, 5, 6, 7 og 8 ára — 12—13 st.; 8, 9, og 10 ára — II '/2 st.; 11 ára — 11 st.; 12 ára — IOV2 st.; 13 ára — 10 st.; 14 og 15 ára — 9l/> st.; 16 ára — 9 st. # ,# # SAUMAKASSI. Prýðileg, silkifóðruð askja til þess að geyma í handavinnu o. fl. — Þetta ætti að vera auðvelt að búa til og gæti verið ágæt gjöf til vinstúlkunn- ar.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.