Dagur - 07.03.1946, Side 5
Fimmtudaginn 28. febrúar 1946
D A G U R
5
Fimm dægur fangi í Aðaldalslirauni
Steingrímur Baldvinsson í Nesi
segir frá
Farskóli var lialdinn um tíma
í vetur á Sílalæk, sem er nyrzti
bær í Aða-ldal. Var eg kennari
þar. Laugardaginn 9. febrúar
ætlaði eg að skreppa heim til
mín að Nesi, sem er um 12 krn.
ofar í dalnunr, og koma aftur að
kvöldi. Bíll átti að fara frá Húsa-
vík kl. 8. Ætlaði eg að vera í vegi
t'yrir honurn við Laxárbrú, en
hún er um 4 km. austur frá Síla-
læk. Lagði af stað kl. 7.45. Jónas
bóndi Andrésson sagði mér
greinilega til vegar, því að eg var
ókunnugur leiðinni.
Harðfrosinn krapasnjór lá á
jörð og nýsnævi lítilsháttar yl'ir,
sem rennt hafði í skafla. Leizt
mér skíðafæri gott og fékk lánuð
skíði. Brátt versnaði færið, sök-
um vaxandi þíðviðris, og skildi
eg skíðin eftir á miðri leið; stakk
þeim niður við símastaur og
lmgðist taka þau þar um kvöld-
ið. Gangfæri var gott á stork-
unni, sem brotnaði óvíða undan
fæti. Ákvað eg nú að stytta mér
leið með því að yfirgefa veginn,
en taka beina stefnu á Laxárbrú.
•
Vestur frá brúnni er bellu-
hraun slétt og nokkuð gróið.
Gekk eg í hægðum mínum aust-
ur hraunið, því að ekkert sá eg
enn til bílsins frá Húsavík. Lægð
varð á leið minni, og gekk eg
upp úr henni eftir sléttri fönn.
Uppi í barminum brast snjór-
,inn allt í einu undan fótum
mínum — eg hrapaði. Þegar nið-
ur kom, kenndi eg hvergi sárs-
auka. Bakpoki, sem eg hafði, Já
yfir andlitinu á mér. Datt mér
lyrst í hug, að eg væri á kafi í
vatni, því að eg heyrði skvamp
mikið, er eg kom niður, enda
vissi eg að oft er djúpt vatn í
gjám í Aðaldalshrauni. Sann-
færðist eg þó brátt um að svo var
ekki, aðeins fæturnir í vatni
upp fyrir hné. Efri hluti líkarn-
ans lá á sandkeilu, sem var niður
undan opi gjárinnar, og stóð um
hálfan metra upp úr vatni, sem
var allt umhverfis.
Eg losaði mig við bakpokann,
brölti á fætur og litaðist um.
Gekk eg fljótt úr skugga um, að
eg var alls-ómeiddur. Átti eg það
sandbyngnum að þakka, því að
fallið sýndist mér furðu hátt,
áætlaði það 4 mannhæðir.
•
Fyrst gat eg ekki greint, nema
lítinn blett niður undan opinu.
Jafnaði eg ögn úr sandkeilunni,
til þess að eg og bakpokinn kæm-
umst báðir fyrir á þurru. Birti
mér nú brátt fyrir augum.
Glórði í úfna gjáarveggina allt í
kring. Sá eg hattinn minn, er eg
varð af með í fallinu, fljóta á
vatninu skammt frá mér. Varð
eg honum feginn, því að stöðugt
lak ofan í höfuðið á mér úr gjár-
börmunum. Fór eg nú að hugsa
ráð mitt. Varð mér fyrst fyrir að
athuga, hvort auðnast mætti að
komast upp úr gjánni. Virbist
mér þgð ekki vonlaúst með öllu.
Gjáin var því nær hringmynduð,
3—4 mtr. í þvermál neðst, en
þrengdist upp að opi, sem mér
Laugardaginn 9. febr. sl. hrapaði Steingr. Bald-
vinsson í Nesi í Aðaldal í djúpa gjá í Aðaldals-
hrauni og varð að láta fyrirberast þar í 5 dægur, unz
hann fannst af leitarmönnum og var bjargað. Þar
sem Dagur vissi að Steingn'mur er óvenjulega vel
ritfær og marga fýsti að heyra frásögn hans af þess-
ari þrekraun, sneri blaðið sér til hans með ósk um
að hann skýrði lesendum frá þessum atburðum. —
Varð hann góðfúslega við þeim tilmælum og fer
frásögn hans hér á eftir.
>i><H><H><H><H><H><H><H><H>-CH><H>ÍH><H><H><H><H><H><H><H><8>i><H>I>-<H><H><H><H>Ú
virtist tæpur metri í þvermál.
Veggirnir voru mjög sprungnir
með snösum mörgum og sillum.
Mér virtust um 3 mannhæðir
upp að þrengslunum. Ofan við
þau var hringlaga trekt, heldur
víðari, rúmlega mannhæð upp
að yfirborði.
Mér tókst að klifra upp að
þrengslunum. Lengra komst eg
ekki, þar þrengdist gjáin svo
snögglega. Gekk verr að klifra
niður aftur, tókst þó án annarra
meiðsla en smá-hruflna á hönd-
um.
Stækkaði eg nú flötinn ofan á
sandhrúgunni og klæddi mig úr
bleytunni. Átti nærföt og sokka
í bakpokanum, sem eg var að
fara nteð heim til að láta þvo.
Kom nú þetta í góðar þarfir.
Leið mér vel, er eg var kom-
inn í þurrt. Eg var í skinntreyju
yzt klæða, sem varði mig vel fyr-
ir lekanum, en hvergi gat eg
staðið, án þess að læki ofan á
mig.
Steinn stóð upp úr vatninu
úti undir gjárveggnnum. Gerði
eg bryggju að honum með stein-
um, sem eg náði úr veggjum
gjárinnar, og sópaði sandi yfir.
Á þessum steini gat eg setið. Að
vísu varð eg að sitja nokkuð álút-
ur, því að gjárveggurinn slútti
fram ylir steininn, en þarna lak
ekki ofan á mig.
Eg ákvað að skrifa fjölskyldu
minni, ef svo skyldi fara, sem
mér fannst þó ekki líklegt, að eg
fyndist ekki fyrr en um seinan.
Skrifaði eg jafnframt lýsingu á
líðan minni og ástandi í vasabók
mina.
Eg bjóst við að mín yrði leitað
næsta dag, svo framarlega sem
bíllinn hefði farið um á tilsett-
um tíma; yrði þá auðvelt að
rekja slóð mína að gjánni, ef
ekki hríðaði.
Er eg liafði setið um stund og
skrifað, kenndi eg kulda, stóð þá
á fætur og hreyfði mig, unz mér
hitnaði. Þannig leið dagurinn.
Öðru hvoru kallaði eg og söng,
ef svo vildi til, að einhver ætti
leið skammt frá, Gætti þess þó
að ofbjóða ekki röddinni, því að
seinna mundi eg fremur þurfa
til hennar að taka.
Hér tek eg kafla upp úr vasa
bók minni:
„Nýr dagur — sunnudagur. —
Méryfannst nóttin löng, líðanin
þó ekki sem verst. Sé naumast til
að skrifa: Skeflt yfir opið á
gjánni, veðurþytur, sennilega
stórhríð. Stór snjókerling á gjár-
botninum. f.íklega verður þá
ekkert af leit í dag, enda vonlítið
að g jáin finnist strax, þegar ekki
er lengur hægt að rekja slóðina.
Finn furðulítið til hungurs, en á
í vók að verjast fyrir kuldanum
— loftið rakt og hráslagalegt. í
nótt blundaði eg öðru hvoru
sitjandi álútur á steininum.
Vaknaði við það, að mér var orð-
ið kalt, brölti þá á fætur og
þreifaði mig áfram upp á sand-
kringluna, til þess að berja mér.
Þegar eg hafði loksins fengið í
mig hita, tyllti eg mér aftur og
sofnaði um stund.
Eg kasta snjókúlum upp í
opið, til þess að reyna að brjóta
gat á snjóþekjuna. Tekst stund-
um að mynda smágöt, sem skefl-
ir þó fljótlega yfir aftur. Nú er
að verða of skuggsýnt til að
skrifa.
Heldur bjartara aftur, svo að
eg get skrifað. Kom snjókúlu
upp í gegnum skaflinn. Hefi
öðru hvoru kallað og sungið, ef
vera mætti að tilviljunin yrði
mér hliðholl og einhver ætti leið
skammt frá. Spara röddina, svo
að eg verði ekki hás. Þarf máske
'að æpa í nokkra daga enn. —
j Líklega verður það kuldinn,
^en ekki hungrið, sem vinnur bug
á mér, þegar kraftarnir fara að
þverra, og eg hefi ekki dug til að
hamast mér til hita á þessari
burru kringlu, senr er U/ó mtr.
á hvern veg.
Skyldi vitnast um hvarf mitt í
dag? Verði það ekki, þá eru lík-
urnar til að eg finnist í tæka tíð
1 á rnóti einttm, því að alltaf
hríðar í slóðina. —
Búinn að brjóta gat á snjó-
bekjuna. Blessuð birtan streymir
niður til mín. Get nú skrifað um
stund.
Eg undrast sjálfur hvað eg er
rólegur. Eg hugsa um ástvini
mína, hugsa um Guðdóminn og
mannlífið. Eg skil ekki Guðdóm-
inn — enginn skilur hann, nema
sjáandinn. — Maður verður að-
eins að trúa. Því get eg ekki
trúað? Vantar mig hæfileikann
til þess? Eg hefi þráð það og
reynt til þess, en sjaldan tekizt
Jiað, en eg leita — leita. Máske er
ráðning hinnar nriklu gátu nú á
næsta leiti. —
Nú verð eg að hreyfa mig, því
að kuldinn sækir á, —
Blessuð birtan er ekki alveg
Jrorrin enn. — Mér heyrðist áð-
an marra í snjónum eins og ein-
hver.gengi skammt frá. Eg hróp-
aði halló — halló, eins og eg geri
alltaf öðru hvoru. Þegar eg fór
að hlusta betur, heyrði eg að
þetta var aðeins vindurinn, sem
gnauðaði við opið á gjánni.
Eg læt hann ekki blekkja mig
aftur.« Geðbrigði minnka við-
námsþróttinn.
Heppinn er eg að hafa þennan
stein til að sitja áM Eg hefði
blotnað fljótt, ef eg hefði orðið
að kúra í blautum sandinum,
J>ar sem alltaf lekur. Fyrst í stað
kunni eg hálf illa við Jretta sí-
fellda dropahljóð, en er farinn
að venjast því. . . . Ef vatnið
skyldi hækka í ánni, sem er hér
skammt frá, t. d. við krapstíflu,
þá stígur það einnig í gjánni. Eg
er við því búinn. Get hafst við á
stöllum ofar í gjánni og fest mig
við steinnibbur með ólunr úr
bakpokanum. —
— Morgunn. Fennt yfir gjána.
Of dimmt til að skrifa. Þetta er
þriðji dagurinn. Mér líður vel.
Hefi fundið Ciuð. Bið hann fyrir
ástvini mína og alla menn. Eg
tala við Hann, finn að Hann er
mér nálægur.
„Enhver Gud sætter ene,
han selv er mere nær“.“
Þetta er hið síðasta, sem eg
skrifaði í vasabókina og er það
næsta línuskakkt, því að varla
sást handa skil um hádaginn og
varð snemma al-dimmt.
Vissi eg ekkert hvað veðri leið.
Áleit að kominn væri mikill
snjór, svo þykkur virtist mér
skaflinn yfir gjánni, þá mundi
slóðin mín sennilega vera horf-
in.
Nú var árangurslaust að kalla,
snjóþekjan hlaut að kæfa hvert
hljóð. Menn gátu gengið rétt hjá
gjánni, án Jress að verða mín
varir.
Eg leitaði uppi stein og barði
með honum á bergnöf, sem stóð
út úr gjárveggnum. Dimmt og
þungt bergmál fyllti gjána.
Hugsast gat að þetta hljóð heyrð-
ist lengra en köilin.
Því fór fjarri að eg væri von-
laus um björgun, en hún gat
dregist, jafnvel í nokkra daga.
Ekki komst eg hjá að hugleiða
einnig hinn möguleikann:
hungurdauða í gjánni. Eg
reyndi ekkert til að bægja þeirri
bugsun frá; hún hefði aðeins
orðið áleitnari við það. Eg hugs-
aði hana til enda og reyndi að
gera mér öll smáatriði sem ljós-
ust. Eyddist þá brátt hið skelfi-
lega, sent í hug mínum hafði
verið tengt við þenna dauðdaga.
Eg var að mestu hættur að
finna til hungurs og hafði aldrei
liðið neitt verulega af því.
Dreypti eg lítið eitt á vatni síð-
ustu dægrin tvö^ Þá fór eg að
blessa vatnið í gjánni, sem eg leit
hornauga fyrst í stað. Máske
var Jrað versta eftir, en þó svo
væri, Jiá hafði margur orðið að
þola meira. Það, sem átti fyrir
mér að liggja, skyldi eg þola án
æðru. Eg var ráðinn í að treina
lífið eins lengi og eg gæti. Eg
þráði lífið, skynjaði fegurð þess
betur nú en nokkru sinni fyrr.
Skildi nú fyrst, hve óendanlega
mikils virði maður er manni.
Lind guðdómlegs máttar og ör-
yggis streymdi inn í sál mína. —
— Mér finnst langt liðið á
kvöld; — vissi þó ekki greinilega
hvað tíma leið, því klukku hafði
eg enga. Eg var seztur á steininn
og í Jrann veginn að festa blund.
er mér heyrðist marra í snjónum
uppi yfir. Um leið hrapaði snjór
niður í gjána, Eg heyrði daufan
óm mannamáls, spratt á fætur og
hrópaði. Kallað var að ofan og
spurt, hvort eg væri meiddur.
Var nú látið síga niður til mín
ljósker. Tók eg pokann á bakið
og batt um mig köðlum, en þá
hafði einn leitarmanna, Karl á
Knútsstöðum, haft með sér til
vonár og vara. Uppi varð fagnað-
arfundur. Þar voru komnir
menn af öllum bæjunr úr norð-
urhluta sveitarinnar.
•
Veður var bjart þennan dag.
Um hádegið fór Jónas á Sílalæk
:ið undrast um mig. Töldu menn
\ íst að eg hefði setið hríðteppt-
ur heima á sunnudag, — j^á var
véður hið versta, — en hlyti að
koma á mánudag eða tilkynna
forföll. Bílnum frá Húsavík
hafði seinkað nokkuð og var
álitið að eg hefði eigi nennt að
bíða lrans, en lialdið gangandi
heim. Á mánudaginn ræddust
þeir við í síma, Jónas á Sílalæk
og Jón á Laxamýri. Kom þeim
saman um að biðja símstöðina á
Fjalli að senda í Nes og spyrjast
fyrir um mig. Þegar náðist í
Fjall var þar fljótt brugðið við
og farið að Nesi. Seint um dag-
inn kom svo vitneskja í Sílalæk
um það, að eg hefði aldrei kom-
ið heim á laugardaginn. Símaði
Jónas þegar á næstu bæi og bað
um menn til leitar. Einnig komu
menn ofan úr dal, frá þeim bæj-
um, sem til náðist um kvöldið.
Voru 12 menn í leitinni. 9 voru
í Jreim hóp, er kom að gjánni, en
3 fóru aðra leið.
Þó all-mikið snjóaði á sunnu-
dag, hafði rifið svo, að leitar-
menn fundu brátt slóðina eftir
mig og gátu fylgt henni öðru
hvoru. Skammt frá gjánni hvarf
hún undir nýsnævið. Voru leit-
armenn að svipast eftir slóðinni,
er einn Jreirra slapp með annan
fótinn niður með gjárbarmin-
um. í sama bili heyrðu þeir til
mfn.
•
Kl. um 18 voru menn kvadd-
ir til leitarinnar, en kl. u. þ. b.
20 komu þeir að gjánni. Gekk
allt með undraverðum hraða, því
að sumir leitarmenn bjuggu í 8
— 10 km. fjarlægð.
Tveir leitarmanna voru á
hestum. Annar þeirra reið þegar
að Nesi, til þess að láta fólk mitt
vita, að eg væri fundinn heill á
húfí. Á hinum hestinum reið eg
vestur í Sílalæk. Þangað var
skemmst að fara. Treystist eg
ekki til að fara alla leið heim
móti talsverðum stormi, því að
mig sótti kuldi, er eg kom upp á
yfirborðið. Skinntreyjan var
blaut í gegn, vegna lekans í
gjánni og raki í klæðunum.
(Framhald á 9. sfðu).