Dagur - 13.06.1946, Blaðsíða 8
D AG U R
Fimmtudagur 13. júní 1946
-.-- "■ ■ -
/
Ur bæ og byggð
Kirkjan. Messað á Akureyri næstk.
sunnud. kl. 2 e. h.
Cuömundur Sæmundsson á Lóina-
tjörn í Höfðahverfi varð 85 ára sið-
astliðinn sunnudag.
Dagur kemur næst út þriðjudaginn
18. þ. m.
Gjafir til nýja sjúkrahússins. Gjöf
frá Guðbjörgu Pálmadóttur kr.
200.00. Gjöf frá konu kr. 200.00. Frá
L. E. kr. 50.00. Frá G. J. kr. 20.00. —
Með þökkum móttekið. G. Karl Pét-
ursson.
Golfkeppni um Mickey-cup fer
fram á golfvellinum á Gleráreyrum
næstk. sunnudag og hefst kl. 9 árdeg-
is. Þátttakendur innriti sig í Verzl.
Liverpool fyrir föstudagskvöld.
Dansleik heldur kvenfélagið , ,Ið-
unn“ í þinghúsi Hrafnagilshrepps
laugardaginn 15. júní, hefst kl. 10 e.
h. Veitingar á staðnum.
Verkamannafélag Akureyrarkaup-
staðar skorar á meðlimi sína, að
fylkja sér undir fána félagsins í skrúð-
göngunni 17. júní. Félagar mæti við
Verklýðshúsið kl. 1 e. h. — Stjórnin.
Peninéagjöfum til bágstadda fólks-
ins á Isafirði veitt móttaka á afgr.
Dags.
Kvennadeild Slysavarnafélags ís-
lands, Akureyri, heldur fund föstud.
14. júni kl. 8.30 e. h., að Hótel Norð-
urland. Frú Guðrún Jónasson, form.
Kvennadeildar Slysavarnafél. Isl. í
Reykjavík, mætir á fundinum. Kaffi-
drykkja og skemmtiatriði. Allar kon-
ur velkomnar.
íþróttabandalaé Ak. biður meðlimi
Iþróttabandalaganna að fjölmenna í
skrúðgönguna þann 17. þ. m. og. mæta
stundvíslega.
Hátíðanefndin biður þá, sem verða
fánaberar í skrúðgöngunni 17. þ. m.,
að mæta á hátíðasvæðinu sunnudag-
inn 16. þ, m. kl. 10 árdegis.
— Fokdreifar
(Framhald af 4 .síðu).
nýjári og uppdráttum sjúkrahúss-
ins verði hraðað svo, að þeir verði
fullgerðir eigi síðar en í apríl n.k.
Vegna undirbúnings óskast svar
yðar sem fyrst.“
Þess má geta, að umbeðið svar kom
aldrei. Það hlýtur að vera eitthvað
einkennilegt sambandið í milli húsa-
meistaraskrifstofunnar og ráðuneyt-
anna, ef fregnirnar um þessi atriði
koma til húsameistarans „á skotspón-
um“ og svo mjög úr lagi færðar, sem
leiðrétting hans ber vott um.
Hvar ú að hengja bjölluna?
J^ÚSAMEISTARI upplýsir, að
bollaleggingar um þetta efni hafi
staðið í „nokkra mánuði“, en síðan
hafi ríkisstjórnin falið honum að
vinna að teikningunum. Fleiri vitna
ætti ekki að þurfa við til þess að
sanna, að það sem Dagur sagði um
tafirnar var á rökum reist. Þá er og
hægt að upplýsa, að þrátt fyrir þessa
„nokkurra mánaða töf“ var byrjað að
vinna að teikningum spítalans í febrú-
ar, en þrátt fyrir það eru þær ekki
lengra á veg komnar í sumarbyrjun
en raun ber vitni og verkið ekki hafið
enn, í miðjum júnímánuði. Einhvers
staðar hafa því orðið óafsakanlegar
tafir. Eftir er þá aðeins að hengja
bjölluna á köttinn. A að skreyta heil-
brigðisstjórnina eða húsameistara-
skrifstofuna með þeim dýrgrip? Það
skiptir í sjálfu sér litlu máli. Aðalat-
riðið er, að tafirnar verði ekki meiri
og framkvæmdir á spítalalóðinni hefj-
ist strax. Um nauðsyn þess ættu allir
að geta orðið sammála.
Hús til sölu
Tilboð (Vskast í gott steinliús
á einum fegursta og hezta stað
hæjai ins. Laust til íbúðar 1. okt.
Rafmagnsupphitun. — Góð lóð
fylgir húsinu. Vanalegur réttur
áskilinn. — Allar nánari upplýs-
ingar hjá afgreiðslu blaðsins.
Kosningin í Eyjafjarðar-
sýslu
(Framhald af 1. síðu).
Kosning Bernharðs er því
langt Irani ylii það að vera hand-
viss. Um þingsæti hans verður
engin barátta.
En baráttan verður um annan
mann á lista Framsóknarflokks-
ins, dr. Kristin Guðmundsson,'
og elstti mann á lista Sjálfstæð-
isflokksins, Garðar Þorsteins-
son.
Af eðlilegum ástæðum er dr.
Kristinn ekki almennt eins þekkt
ur meðal kjósenda í Eyjafjarð-
arsýslu eins og Bernharð Stefáns-
son. En þeir, sem kynnast lion-
um, komast fljótt að raun ttm, að
hann er gáfaður og velviljaður
lærdómsmaður með glöggan
skilning á atvinnulífi þjóðarinn-
ar og þörfum hinna ýmsu stétta
hennar. Hann er hagfræðingur
að menntun og þekking hans er
víðtæk. Hann hefir sjálfur stund-
að landbúnað í sveit og ber gott
skyn á nauðsynjamál bænda,
þarfir þeirra og kröfur. Dr. Krist-
inn er frjálslyndur umbótamað-
ur, en hvorki byltinga- eða auð-
valdssinni. Hann er sjálfstæður í
skoðunum, brýtur hvert mál
vandlega til mergjar, er hrein-
skilinn og drengilegur mála-
fylgjumaður, eM jafnframt ljúf-
menni í umgengni og viðkynn-
ingu. Vegna allra þessara kosta
og margra fleiri mundi hverju
kjördæmi, sem vera skal, vera
gagn og sómi að því að eiga hann
sem fulltrúa sinn á Alþingi.
Eins og áður er sagt, er Garð-
ar Þorsteinsson keppinautur dr.
Kristins um annað þingsæti, Dag-
ur hefir enga löngun til að ó-
frægja Garðar persónulega eða
pólitískt. Hann er sagður hafa
jrað lil að vera rausnarlegur við
vini sína, einkum á undan kosn-
ingum, enda á maðurinn hægt
ufn \ ik með það, jrví að hann er
einn af helztu auðmönnum
Reykjavíkur. — Hann hefir
sýnt mikla hugkvæmd og dugnað
í jrví að afla sér auðæfa, og er jntð
auðvitað ekki sagt honum lil á-
mælis. En ekki er jjví að neita,
að nokkltð almennt mun litið á
hann sem einn af stórbröskur-
unum í Reykjavík. En jrað er nú
einhvern veginn svona, að ,,út-
skækla“-almenningur trúir þeim
síður fyrir hugðarmálum sínum
en valinkunnum sæmdarmönn-
um heima fyrir. Séð frá þessum
sjónarhóli er ekkert ólíklegt, að
kjósendur f Eyjafirði losi nú
Garðar Þorsteinsson við þiog-
setuna og gefi honum þanníg
færi á að stunda brask sitt óskift-
ur.
Síðasta kjörtímabil hefir
Garðar verið 2. jjingmaður F.y-
firðinga sem ein af „steiktu gæs-
unum“, er Alljýðullokkurinn
skaffaði íhaldinu á sínum tíma
með stjórnarskrárbreytingu.
,,Gæsirnar“ áttu raunar að verða
sex, en Múlsýslungar sáu um, að
vanhöld urðu á'þeim, svo að þær
itrðu ekki nema fjórar. Af þeim
toga mun það spunnið, að Jón
Pálmason segir í Mbl. 30. maí sl.,
að á Austurlandi sé vanþekking-
in mest.
Nú hafa eyfirzkir kjósendur
ttm að velja: dr. Kristinn Guð-
mundsson annars vegar og Garð-
ar Þorsteinsson hins vegar, sem
floginn er hingað norður lrá
hjarta auðvaldsins í Reykjavík.!
Eyfirðingar verða að sýna metn-'
að sinn me&því að slá ,,gæsina" |
úi Reykjavíkurvaldinu niður 30.
jj.m. og setja dr. Kristinn í sæti
liennar á Aljjingi. Það yrði Jjeim
til sóma.
Það mun vekja almenna á-
nægju, að fyrsti varamaðttr á lista
Eramsóknarflokksins er Þórar-
inn Kr. Eldjárn hreppstjóri á
Tjörn í Svarfaðardal. Hver ein-
asti kjósandi í kjördæminu mun
bera fullt traust til hans vegna
mannkosta hans og hæfileika.
Stefán bóndi í Fagraskógi er ann-
ar maður á lista Sjálfstæðisflokks-
ins og kemttr jjví ekki til greina
sem Jjingmaður Eyfirðinga, jaln-
vel jjótt Garðar verði eitthvað
strikaðm út. Itkkert sýnir betur
hundslega auðmýkt og ttndir-
lægjuhátt \ið Reykjavíkurvald-
ið, en það að setja innan-
héraðsbónda skör lægra en stór-
braskara úr auðvaldsklíkunni í
höfuðstaðnum, sem ekkert hefir
Iram yfir Stefán, ekki einu sinni
lögfræðilega jjekkingu, ekkert
nema jjað, að braskarinn er rík-
ari en bóndinn. En jjetta er
einkamál íhaldsins og bregður
o o
jafnframt birtu yfir þann anda,
sem ríkjandi er í Sjálfstæðis-
llokknum til bændastéttarinnar.
Eyfirðingar til sjós og lands!
Ellið kosningasamtök ykkar.
Markmiðið er að koma Bernharð
og dr. Kristni á Jjing. Þetta er
auðvelt, ef liver maður gerir
skyldu sína.
Stjórnmálafundurinn
í fyrrakvöld
(Framhald af 1. síðu).
steinn M. Jónsson og Bernharð
Stelánsson. Þorsteinn ræddi ýtar-
lega um ástandið í áfengismáhjn-
um og orsakir jjess ófremdar-
ástands, er nú ríkir. Stjórnarliðið
lagði áherzlu á. að þessi mál bæri
ekki að draga inn í hiriar pób-
tísku umræður! Bernharð Stef-
ánsson svaraði ádeilum stjórnar-
liða á Framsóknarflokkinn og
deildi mjög á kommúnistii fyrir
óheilindi þeirra í herstöðvamál-
intt og svik þeirra á kosningalof-
orðunum frá 1942. Var máli
jjeirra Bernharðs og Þorsteins
ágætlega tekíð. Fvamsóknar-
llokkurinn og kommúnistar áttu
mest fylgi á fundinum. Áberandi
var fylgisleysi Sjálfstæðisflokks-
ins. Af ltans hálfu töluðu Sig. E.
Hlíðar og Míjgnús Jónsson, en
af hálfu Aljjýðttllokksins Stein-
dór Steindórsson og Bragi Sígur-
jónsson, og mun fylgi flokksins
ekki hafa vaxið af þeim eindæma
málflutningi, er h.inn síðar-
nefndi viðhafði á fundinum. —
Einar Olgeirsson, sem var fund-
arboðandi, talaði einn af hálfu
kommúnista. — Fundarstjóri var
Stefán Ág. Kristjánsson.
Hús til sölu
Hálft steinhús, á bezta stað
í bænum, til sölu, ef viðun-
andi boð fæst.
Afgr. vísar á.
Það tilkynnist vinum og vandamönnum að
BENEDIKT SIGURJÓNSSON
andaðist á Akureyri I I. jj. m. Jarðarförin auglýst síðar.
Vandamenn.
Jarðarför okkar hjartkæru eiginkonu og móður,
MATTHILDAR GRÍMSDÓTTUR,
fer lram Irá Akureyrarkirkju laugardaginn 15. júní kl. 2 e. h.
Hallgrímur Helg'ason og dætur.
bwi-ikhkhjíhj aa öswo oa oooo oo o oo o oo oooo o aoooooooo oooooooooj
Karlmamta- j
rykfrakkar j
- (lökkhláir - vandaðir - I
Brauns Verzlun!
Páll Sigurgeirsson. |
000-000000-07-0-0-0000000ooooo-o ooooooooooooooooooooooo-t ooö
| Verzlunarpldss
Til leigu er m't pegnr neðsin hæðin i Skipagötu 7. j
llenlug sem verzlunnr- eðn iðnnðarplúss. — Tilboð j
sendisl iit Einnrs Einarssonur, Skipagötu I, fyrir j
| 20. jt'ini .71. k., merkt: |
| „Verzlunarpláss“ . i
Iðnaöarpldss
Sá, sem vill taka að sér að fullgera viðbyggingu
húss í miðbamum, getur lengið ágætt iðnaðarpláss
til leigu. Þeir, sem vildu sinna Jjessu sendi tilboð
merkt: ,,IDNAÐARPLÁSS“ til afgreiðslu Dags
fyrir 18. júní n. k.
Orðsemljng lil Æskulýðs-
íylkingarínnar
(Framhald af 1. síðu).
legt, að þau þori ekki að mæta Æsku-
lýðsfylkingunni á opinberum fundi.
Þar myndu ræðumenn þeirra standa
eins og glópar, af þeirri einföldu á-
stæðu, að þeir eru ekki búnir að fá
æfingu i því að ljúga og blekkja, eins
og eldri flokksbræður þeirra jafnan
gera.“
Loks segist blaðið vorkenna mikið
þeim vesalings mönnum, sem hafi
látið ginna sig í þessi félög, en þori
svo ekki að gera tilraun til þess að
verja stefnu þeirra eða stefnuleysi.
Ungir Framsóknarmenn viður-
kenna fúslega, að þeir hafa enga æf-
ingu hjotið í því að ljúga og Blekkja.
Þvílíkum starfsaðferðum hefur ekki
verið haldið að þeim, og þeim dettur
ekki í hug að það hafi heldur verið
gert af „sósíalistum" og þeir séu því
fullnuma.
En það hugleysi sem þeim er ætl-
að, á ekkert skylt við þessa „vinsam-
legu“ aðdróttun um þennan einkenni-
lega þekkingarskort.
Astæðan til þess að bréfi Æsku-
lýðsfylkingarinnar hefur ekki verið
svarað er sú, ap ekkert slíkt bréf hef-
ur nokkru sinni borizt þeim í hendur.
Stjórn F. U. F.
íbúð
2—3 herbergii og eldhús, ósk-
ast 1. október eða fyrr.
Afgr. vísar á.
NYK0MIÐ
Gluggatjaldastengur, pftiy tn;jlj.
G Iuggatjaldagorjnat,
Gluggajárn.
Hurðarskrár og Handföng.
Lamir og læsingar, m. tegundir.
| Stangarlamir.
Handverkfæri fyrir járn- og
trésmiði.
Varahlutir til reiðhjóla.
Barnavagnar.
Prímusar.
Dúkksaumur.
Trélím, Lökk, ýrpsar teg. o. m. fj.
VERZLUN
Konráðs Kristjánssonar
Skipagötu 8, sími 280.
Til sölu
(ihevrolet-vörubifreið, model
’4I, nýsprautaður, með nýjum
mótor, nýju drifi og vélsturt-
um. Einnig 12 manna farjjega-
ljyrgi (,,body“) í fyrsta flokks
ástandi. — Uppl. í bensínaf-
greiðslu KEA.