Dagur - 12.09.1946, Blaðsíða 2

Dagur - 12.09.1946, Blaðsíða 2
2 DAGUR Fimmtudaginn 12. september 1946 Mikið hefir nú gengið á milli sf jórnarflokkanna síðan fyrir kosningar og allt fram að þess- um tíma. Morgunblaðið hefir aldrei þreytzt á að lýsa því, hversu óendánlega auðvirðilegur og skaðleg.ur flokkur kommún- ista væri. Hann hefði aðeins eitt sjónarmið: að miða allt við hags- muni og vilja stjórnarklíkunnar i Moskvu. Þetta sagði Mbl. fyrir kosningarnar, og þetta segir það einnig eftir kosningarnar. Eftir þeim vitnisburði að dæma, sem aðalmálgagn Sjálfstæðisflokksins liefir gel'ið 'kommúnistum und- anlarna mánuði, mætti ætla, að það væri ekki eftirsóknarvert að vera í stjórnarsamvinnu við þá. Víst er um það, að margfaldur meiri hluti þjóðarinnar liallast á sveil með Mbl. u-n það að for- d.ema Rússadekur kcinmúnista og telja það eitt ógeðfelldasta íyrirbrigði í stjórnmálasögu ís- lands. Flestum ber saman um, að þeim, sem eru haldnir af þvi, sé ekki trúandi fyrir velférðarmál- um þjóða’rinnar. Veldur þar um blind dýrkun á gráðugu og grimmlyndu stórveldi, sem ekki skirrist við að læsa klórn sínum í hverja smáþjóðina á fætur ann- arri og svifta þær frelsi og sjálfs- forræði. Kommúnistar hafa það fyrir fasta venju að lýsa alla gagn- rýni í garð Rússa haugalýgi, og alla, sem henni beita, nazista, fasista eða Gyðinga. Það er að sjálfsögðu skynsamlegt að taka gagnrýninni með hæfilegri var- færni, því að ýmsu kann að vera logið á langri leið, eða eins og kerlingin sagði, þegar rætt var sannleiksgildi guðspjallanna, að stundum væri logið á skemmri leið en austan úr Gyðingalandi, þegar logið væri milli búrs og baðstofu. En hitt er óðs manns æði að loka eyrum fyrir öllu því, sem sjónar- og heyrnarvottar hafa frá að skýra um stjórn- arfarið og allt ástandið í Rúss- landi. —o— Það bar eitt sinn á góma, að Framsóknarflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn gerðu tilraun til stjórnarmyndunar méð komm- únistum. Það var á þeim tíma. þegar kommúnistar þóttust vera lausir af klafa valdhafanna í Moskvu og léku frjálslynda um- bótamenn. Tilrauninvargerð, en leiddi ekki til árangurs. Eftir að kommúnistar höfðu verið krafð- ir til mergjar, varð niðurstaða Framsóknarmanna og Alþýðu- flokksforingjanna sú, að komm- únistar væru ekki samstarfshæfir í stjórn. Sjálfstæðismenn notuðu síðan tilraunina fyrir vo-pn á Framsóknarmenn og töldu hana bera vott um dálæti þeirra á Rússadýrkurunum. Gekk svo, þar til Ólafur Thors myndaði sjálfur stjórn með kommúnist- um ásamt Alþýðuflokknum. Þá mun foringjum þess flokks liafa þótt kommúnistar samstarfs- hæfir, af því að burgeisar Sjálf- stæðisflokksins tóku jrátt í sam- spilinu, en Sjálfstæðismenn af- sökuðu sig með því, að kommún- is'ar ætluðu að vera svo góðir að lyfta undir „nýsköpun" atvinnu- veganna nteð jreim. . Framsóknarmenn sögðu það fyrir þegar í upphafi, að þessi samsteypa auðvalds og kommún- ista hlyti að leiða til ófarsældar fyrir Jtjóðina, og hafa Jreir orðið sannspáir um það, þó að betur eigi eftir að koma í ljós. Þeirn mönntim fjölgar nú daglega inn- an stjórnarflo’kkanna, sem sjá hrunið á næstu grösum, sem sjá, 'að atvinnuvegirnir eru að drag- ast saman í illleysanlegan eða óleysanlegan rembilinút vegna verðbólgu og dýrtíðar og eyðslu- sukks, sem stjórnarstefnan hefir ýtt undir og örvað með illa und- irbúnu og flumósa nýsköpunar- pjakki. Hvatningar til sparnaðar og forsjálni, sem áður voru tald- ar borgaralegar dyggðir, eru nú crðnar að rógsefni í herbúðum stjórnarinnar. Allar aðvaranir um hrun og öngjjveiti, ef menn ekki gæta sín, eru túlkaðar sem illvilji og fjandskapur gegn ,,ný- sköpuninni". Þar við bætist, að svo að segja allar tillögur stjórn- arandstæðinga til úrbóta á ófremdarástandinu hafa Verið hundsaðar af stjórnarliðinu, og þeir svívirtir, er borið hafa slíkar tillögur fram. —o— Eftir tóninum í blöðum Sjálf- stæðisflokksins annars vegar og blöðum kommúnista hins vegar á undan kosningunum mátti ætla, að þessir tveir flokkar'yrðu Jjeirri stundu fegnastir, þegar Jreir gætu slitið stjórnarsamvinn- unni. Landráðabrigzlin gengu á víxl á báðar hliðar. Fáum dögurn fvrir kosningar fóru kommúnist- ar fram á, að gerður væri nýr májefnasamningur um framháld- andi stjórnarsamvinnu milli stjórnarflokkanna. Kommúnist- ai töldu Jrað móðgun við kjós- endur, að Jjeir fengju ekki að vita um stefnu stjórnarinnar í framtíðinni, áður en þeir gengju líI kosninga. Af þessu mátti ráða, að kommúnistar hygðu á breyt- ingu á fyrrverandi stjórnar- srefnu. En Jiar sem Jjeir báru þessa málaleitun ekki fram fyrr en í ótíma, eins og Ólafur Tltors tók fram í svari sínu, verður þeirri hugsun ekki varist, að á l)ak við málaleitunina hafi ekki búið mikil alvara. Sameinaðir fengu stjórnar- f lokkarnir sterkan meirihluta í kosningunum. Það töldu foringj- ar þessara flokka og blöð þeirra sönnun þess, að þjóðinni líkaði \el ríkjandi stjórnarstefna og Jjví bæri að lialda lienni og stjórnar- samstarfinu áfram óbreyttu. Kosningarnar hefðu sýnt, að það væri vilji meiri hluta þjóðárinn- ar. Þetta eru ekkert annað en 1 alsrök. Það var alls ekki kosið um stjórnarstefnu í síðustu kosn- ingum. Kosningarnar voru ein- ungis flokkastreita milli stjórnar- flokkanna, þar sem liver þeirra togaði af alefli í sinn skækil og * ' O j brigzluðu liver öðrum um allar ° . I vammir og skammir í stjórnmála-; lífinu, Framsóknarflokkurinn: einn hélt fram hreinni, ákveð-! inni umbótastefnu. Hann einn barðist á móti hrunstefnu stjórn- arflokkanna. En meiri hluti kjósenda skellti þar við skolla- j eýrunum og sogaðist af gömlum vana inn í áróðurshringiðu sinna gömlu flokka. Tími vakningar- innar var enn ekki kominn. —o— Eftir að Mbl. liafði svo mánuð- um skipti fyrir og eltir kcsningar ausið svívirðingunum um svik og landráð yfir forustumenn kommúnistaflokksins og rökstutt Lrigzlyrði sín með tilfærðum dæmum og tilvitnunum, þótti kommúnistum sér nóg boðið og fóru að ympra á Jn í að réttast mundi að slíta stjórnarsamstarf- inu. En þá kiknuðu Mbl.kemp- urnar í knjáliðunum og tóku að viðhafa blíðskap og kjassinæli við kommúnista og leiða þeim fyrir sjónir, að ef þeir ryfi stjórn- arsamstarfið, Jiá væri það svik við þjóðina. Áður hafði Jjó Mbl. lýst kommúnistum þannig, að hver rétt hugsandi, heilbrigður maður hlaut að líta á það sem hina mestu vanvirðu og þjóðar- skömm að hafa kommúnista í stjórn. Hér var ekki nema tvennt til; Annað hvort var Jjetta óbein yf- irlýsing frá Mbl. um það, að blaðið hefði ekki meint skamm- irnar um kommúnúista alvarlega og ætti því ekki að taka neitt mark á skrifum þess, ellegar að Mbl. teldi það svik við velgengni’ þjóðarinnar að losa ríkisstjórn- ina við landráðamenn og föður- landssvikara. Hvor skilningur- inn, sem í þetta er lagður, er til háðungar fyrir Mbl. og Sjálfstæð- isflokkinn. En menn vita nú raunar, livar fiskur liggur undir steini. Mbl. liefir viðhaft óvenju- lega vel rökstuddar skammir um kommúnista, og þær hafa komið frá hjartanu. En Jregar blaðið verður þess vart, að skammirnar verka Jjannig, að Ólafi Thors getur verið hætta búin sem for- sætisráðherra, Jjá snýr Jjað við tlaðinu, fer að klappa kommún- istum og sárbiðja þá og grátbæna að yfirgefa ekki Ólaf og samstarf- ið við Sjálfstæðisflokkinn á-hætt- unnar stund. —o— Hættunnar stund er áreiðan- lega í aðsigi fyrir stjórnina og fylgilið hennar. Æ fleiri í Jjví liði sjá hana framundan. Hingað til lafa Framsóknarmenn einir bent á og varað við f járglæfra- srefnu ríkisstjórnarinnar og dýr- tiðaröngþveitinu. Þvf hefir verið svarað með fáryrðum um fjand- skap við stjórnina og „nýsköp- un“ hennar. Dýrtíðin hefir átt að vera eitthvert undralyf, sem verkaði til blessunar öllum lands- lvðnum. En raunveruleikinn sjálfur er nú farinn að láta til sín taka heldur óþægilega. Mörg hundruð miljóna gjaldeyrir, sem stjórnin'tók við, er senn á þrot- um. Atvinnuvegirnir berjast í bökkum. Fylgismenn stjórnar- innar hefja nú upp raust sína hver á eftir öðrum og flytja þann ! boðskap, að dýrtíð og verðbólga séu að sliga allt og alla. Jafnvel , Mbl. er farið að taka í sama r A spítalalóðinni á Eyrarlandstúni Finnur Jónsson, heilbrigðismálaráðh. og Valmundur Guðmundss., vélsmiður, handleika blýhólkinn, sem geymir sögu spítalamálsins, áður en hann var lagður í hornsteininn. Barnaheimili og barnaleikvellir Það er sagt, að þekkja megi menningu þjóðanna að miklu leyti á því, hvernig þær búa að börnum sínum. Ef ókunnur gest- ur kæmi hingað til Akureyrar og skyggndist um í þessu efni, mundi hann eflaust hugs'a sem svo: Hér eru miklir og reisulegir skólar, nýtt íþróttahús og góð sundlaug. En hvar eru barna- heimilin og leikvellirnir? Skal nú leitast við að svara Jjeirri spurningu í fám orðum, en hún hljóti að sjá það nú, að efni, að svo miklu leyti, sem mér er kunnugt. Ekkert barnaheimili utan Ak- ureyúar er nú starfrækt -fyrir börn héðan og ekkert dagheimili í bænum. Sannleikurinn er sá, að streng. Bjarni Snæbjörnsson læknir og fyrrv. þingmaður Sjálf- stæðisflokksins segir m. a. í Mbl. 81. ágúst sh: „Ríkisstjórnin hliðrar sér hjá að taka föstum tökum á jafn óvinsælu máli og það er að ldífa aftur niður dýrtíðarstigann og liefir máske haldið, að hægt yrði í ð bæta þetta með kaupum á nv- lízku framleiðslutækjum, sem í sjálfu sér var sjálfsögð ráðstöf- un. En eg get ekki skilið annað, en hún hljóti að sjá það nú, að þetta kemnr ekki að því haidi, sem nauðsynlegt er. Margir hafa augun opin fyrir háskanum, en vilja lieldur þegja en eiga það á hættu að vera stimplaðir sem svartsýnir afturhaldsseggir eða valin önnur álíka hrópyrði af pólitískum spekúlöntum." Víst er um það, að mörg og óþvegin hrópyrði hafa Fram- sóknarmenn ldotið fyrir Jjað að bera sannleikanum vitni, en Jjeir hafa heldur kosið það hlutskipti en að stunda þau þöglu svik að Jjegja við öllu röngu. Nú er sýnilega að bresta fló'tti í lið stjórnarinnar frá stefnu liennar. Kommúnistar hafa við orð að yfirgefa hið sökkvandi skijj eins og rotturnar gera. Stjórnin riðar til falls með stefnu sína, en mun þó sitja meðan flýt- ur. Hinir „pólitísku spekúlant- ar“ munu halda áfram hrópum sínum enn um stund, meðan nokkrir ljá þeim eyra. eftirspurn frá , íöreldrum eftir sumardvöl fyrir börn sín á barna- heimilum hefir ekki verið mikil undanfarin ár. Nokkur þöiif er þó eflaust hér fyrir hendi. En al- mennt mun svo álitið* að þörfin fyrir dagheimili barna fari vax- andi eftir því sem bærinn stækk- ar. Nokkur áliugi mun því fyrir hendi til 'að bæta úr þessari þörf. Má hér geta þess, að kvenfélag- inu „Hlíf“ hefir nýlega verið gefið tún ofan við bæinn ásamt meðfylgjandi mannvirkjum í Jjessu skyni, og mun þar fyrir- huguð bygging á næsta sumri. — Til samanburðar skal þess getið, að á Siglufirði, sem er nærfellt helmingi minni bær en Akur- eyri, er í sumar starfrækt dag- heimili fyrir 80—90 börn. Þá eru það leikvellirnir. Barna- leikvöllur er starfræktur úti á Oddeyrinni í sumar eins og áð- ur. En ef litið er nokkur ár aftur í tímann, sézt fljótt, að hér er um afturför að ræða, hvað aðbúð bæjarins snertir, að þessum eina leikvelli. Leikvöllurinn hefir verið minnkaður og verið er að taka allmikinn hlut'a hans undir byggingar. Hann er sama sem ógirtur og öll tæki Jjví þar notuð án eftirlits utan Jjess tíma, sem hann á að vera opinn. Skýlí það, sem börnin og umsjónarmaður vallarins höfðu, hefir verið tekið til íbúðar, og er Jjví íbúð á vell- inum. Litlum geymsluskúr fyrir áhöld hefir verið komið upp Jjarna að nýju, en hann er alveg ófullnægjandi bæði fyrir um- sjónarmanninn og bömin. Að- eins öúfá börn komast þar inn, þegar eitthvað er að veðri. Að- búð leikvallarins frá bæjarins hálfu er Jjví mjög bágborin. . . A hinum nýja skipulagsupp- drætti af þessum bæjarhluta, mun leikvellinum ætlaður stað- ur á sam'a stað að mestu leyti. Þó hefir mér skilizt, að hann muni ‘yltjast eittlivað til norðurs. Þarf Jjví sennilega að flytja öll áhöld úr stað. Fyrir næsta sumar Jjarf því að gera leikvöllinn úr garði eins og hann á að vera í framtíðinni samkv. skipulagsuppdrættinum. Girða hann vel og byggja þar (Framhald á 3. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.