Dagur - 31.10.1946, Blaðsíða 4

Dagur - 31.10.1946, Blaðsíða 4
4 DAGUR t—.— ■ -...- DAGUR Ritstjórt: Haulcur Snorrason Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Marínó H. Pótursson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 166 Blaðið kemur út á hverjum fimmtudegi Árgangurinn kostar kr. 15.00 Gjalddagi er 1. júlí. Prentverk Odds Bjömssonar I ■ Tveir óboðnir gestir ýTVARPIÐ skýrir frá því annað slagið, að skip hlaði vörur í Reykjavíkurhöfn,, þennan og þennan dag, til flutnings á tilteknar hafnir úti um land. Þetta er gagnlegur fróðleikur fyrir marga landsmenn og ekki síður fyrir hinar 172 heildverzlanir höfuðstaðarins. Með þessum skip- um er dreift út um landið þeim hlutanum af inn- flutningi þjóðarinnar, sem yfirleitt er ætlunin að afgreiða út fyrir landamerki höfuðstaðarins. Landsmenn geta af þessum tilkynningum ráðið með hvaða skipum þeir megi eiga von á þeim skammti nauðsynja, sem þeirn á að hlotnast, og heildverzlanirnar hvenær og á hvern hátt þær geta losað sig við varninginn til „útkjálkanna". Yfirleitt er ekki gert ráð fyrir því, að „útskæklun- um“ berizt vörur með öðrum hætti en þessum. í árslok 1944 hafði Reykjavík sölsað undir sig rösk- lega 90% af heildarinnflutningsmagni landsins, miðað við 60% fyrir stríðið. Sóknin gegn hinni sjálfstæðu innflutningsverzlun úti um landið, hefir því verið með talsverðri leifturtækni og enn- þá er ekkert lát á. Á árinu 1945 voru settar á stofn 35 nýjar heildverzlanir í Reykjavík, eins og nokk- urs konar liðsauki til handa þeim 157 heildverzl- unum, sem fyrir voru. Vafalaust hafa þessir 35 ný- liðar ekki verið aðgerðarlausari á þessu herrans ári frekar en öll hin hersingin, enda má telja víst, að Reykjavík hafi nú náð undir sig svo til öllum innflutningi á nauðsynjavörum almennings. Sá innflutningur, sem hagskýrslur sýna að komi til annarra landshluta — innan við 10% — mun að verulegu leyti vera olía og kol til síldarverksmiðj- anna, salt og aðrar slíkar naúðsynjar til útgerðar- innar og eitthvað af byggingavörum. T ÞESSARI viðureign hefir heildsalavaldið haft II einn traustan og örlátan bandamann. Það er Eimskipafélag íslands, til skamms tíma einrátt um allar siglingar til landsins. Fyrir stríðið hélt þetta fyrirtæki uppi siglingum frá útlöndum, beint til hafna á Austur- og Norðurlandi. Þegar stríðið hófst, varð breyting á siglingafyrirkomu- laginu. Því var jafnan haldið fram, að einokun innflutningsverzlunarinnar í höndum Reykvík- inga, sem þá hófst, væri eðlileg afleiðing styrjald- arástandsins á höfunum. Þessar fullyrðingar ráða- manna siglinganna voru alla tíð ærið vafasamar, svo sem oft hefir verið bent á hér í blaðinu, enda kemur nú í ljós, að eitthvað meira hefir undir bú- ið. Enginn vísir sést ennþá að því, að hið fyrra siglingafyrirkomulag verði upptekið aftur. Engar beinar siglingar eru frá útlöndum til Norður- og Austurlandsins. Þrátt fyrir stóraukinn skipakost, miðað við þann sem til var í stríðsbyrjun, eru sigl- ingarnar hingað ennþá með sama fyrirkomulagi og var þegar orrustan um Atlantzhafið stóð sem hæst. 1 skjóli þessa fyrirkomulags spretta heild- verzlanirnar syðra upp eins og gorkúlur á haug, en Reykjavíkurbær skapar sér aðstöðu til bess að skattleggja gjörvalla innflutningsverzlun lands- manna með útsvarsálögum á for'réttindafyrirtæk- in, hafnargjöldum, umhleðslukostnaði og fjöl- mörgum öðrum aðferðum. T KOSNINGABARÁTTUNNI í janúar í'vetur, 1 þótti kommúnistum það hagkvæmt að gera hark mikið að heildsölunum og benda á, að þegar fjögra manna fjölskylda settist til borðs, væri þar jafnan til staðar fimmti maðurinn, óboðinn, sem þó tæki til sín ríflegan skerf af tekjum fyrirvinn- unnar. Það væri heildsalinn. Þessi samlíking er réttmæt, svo langt sem hún nær, þótt kommúnist- um þar syðra farist ekki fremur en öðrum þar að fyllast vandlætingu út af þessu ófremdarástandi. Þeir hafa verið einn valdamesti aðilinn í stjórn „íslendingur" gefur „intervjú". T>að er háttur margra Islendinga, þegar þeir eru í siglingum, að gefa blaðamönnum kost á „intervjúi", og vill þá stundum sannast, að fjarlægðin geri mennina mikla og minnið slappt, og er þá ekki að spyrja að útkomunni. Ýmsir góðir og gegnir menn hafa lent í þessari fallgryfju ónákvæmninnar á veikum augnablikum, en venja er hér heima, að taka mjúkum höndum á pessari breyskleikasynd og láta tím- ann og þögnina um lækninguna. T^AÐ má því raunar segja ,að það sé ekki tiltökumál þótt kollega vor- um íslendingsritstjóranum, hafi orð- ið fótaskortur á sannleiksbrautinni í nýafstaðinni siglingu til höfuðborgar- innar og þótt honum hafi þá vaxið mjög í augum þeir erfiðleikar, sem „aðalmálgagn Sjálfstæðismanna á Norðurlandi“ á hér við að etja og mannvonzka Framsóknarmanna á Ak- ureyri, „sem leggja állt kapp á að gera út af við íslending", enda hefir blaðið átt geysilega „örðugt uppdráttar" af þessum sökum. Þó fer ekki hjá því, að þessar upplýsingar, sem ritstjórinn hefir tekið með sér suður um fjöll, hafi vakið þó nokkra furðu á meðal hinna vondu Framsóknarmanna, sem einkum hafa staðið að því, að gera blaðinu lífið erfitt, að því er ritstjór- inn upplýsir í viðtali við Morgunblað- ið .Það er að vísu kunnara en frá þurfi að segja, að menn verða misjafnlega móðir í mannraunum og bardögum, en þó munu fæstir hafa gert ráð fyrir því, _að íslendingur væri svo langt leiddur, sem ritstjórinn vill vera láta og það af þessum ástæðum. Því að Framsóknar- menn kannast alls ekki við það, að hafa saumað svo fast að þessu íhalds- málgagni, að hætta væri á að það missti andann. Það hefir auk heldur komið fyrir, að þessir vondu menn hafa gert blaðinu greiða og létt undir með útkomu þess, jafnvel þegar hinn pólitíski bardagi hefir staðið sem hæst. Hitt viðurkenna Framsóknar- menn fúslega, að þeir hafi veitt ís- lendingi þá athygli eina, sem blaðið og málflutningur þess hefir verðskuld- að. Hvorki meiri né minni. Þannig verða málgögn ekki síður en einstakl- ingar að þola dóm reynslunnar um verk sín og uppskera eins og efni standa til. Veizlan á enda. Erindi það, sem Gylfi Þ. Gíslason, prófessor, flutti í útvarpið á mánu- dagskvöldið, í þættinum um daginn og veginn, hefir vakið mikla athygli. Það er eins og það sé fyrst nú að renna upp fyrir mörgum, í hvert óefni er komið um þjóðarbúskap okkar Is- lendinga. Við höfum lifað vel undan- farin ár, og lifað flott, en sú dýrð getur ekki staðið til eilífðar. Veizlan er senn á enda og erfiðleikar hins hversdagslega lífs taka við. Ekki verð- ur lengur hjá því komizt, að minnka stórlega innflutning til landsins á ýmsum varningi. Um sumt af því, sem keypt hefir verið á undanförnum ár- um má segja, að ekki saki, þótt sem minnst af þvi sjáist á íslenzkum heim- ilum. Er svo t. d. með allar „glerkýrn- ar“ og annan búpening af því tagi. Um annað er það að segja, að vist væri gott að geta lifað við allsnægtir, en hver verður að sniða sér stakk eft- ir vexti, og íslendingar verða að haga lifnaðarháttum sínum í samræmi við kosti lands síns og getu atvinnuveg- anna. Uppeldisáhrif eyðslustefnunnar. Allur hinn gegndarlausi lofsöngur um „nýsköpunarsælu", sem kyrjaður hefir verið í mörgum blöðum landsins undanfarin tvö ár, hefir að vonum ruglað dómgreind margra, og menn eiga nú erfitt með að átta sig á því, að sú velmegun, sem hér getur ríkt, ef vel er á haldið, kostar mikið erfiði og forsjálni. Af flestu höfum við ver- ið vel birgir þessi síðustu ár, nema þeim kostum. Oséð er ennþá, hvaða afleiðingar það hefir fyrir íslenzku þjóðina, að mikill hluti ungu kynslóð- arinnar hefir alizt upp við gegndar- lausa fjársóun og margs konar óhóf. Hefir aldrei lært að bera virðingu fyr- ir peningum, sem unnið er fyrir með dugnaði og trúmennsku. En víst má telja, að áhrif stríðsgróða- og dýrtíð- arstefnunnar á hugi unga fólksins hafi (Framhald á 6. síðu). landsins undanfarin tvö ár, og aldrei gert neina alvarlega til- raun til þess að hnekkja þessu fyrirkomulagi, heldur þvert á móti horft aðgerðarlausir á heildsalana sóa gjaldeyri þjóðar- innar með annarri hendinni og hrifsa til sín ríflegan skerf af tekjum borgaranna með hinni. En þótt fylgismönnum þeirra í Reykjavík hafi þótt forréttinda- aðstaða heildsalanna þung í skauti og erfitt að fæða hinn óboðna gest, þá er hlutur þeirra þó engan veginn verstur. Að hon- um sitja allir þeir, sem búa utan Reykjavíkur. Þeir verða að hafa tvo óboðna gesti til borðs og er hvorugur léttur- á fóðrunum. Annað er umboðsmaður heild- salanna og tekur ekki óríflegar til sín hér en suður á Seltjarnar- nesi, en hinn er uppeldissonur hans, fulltrúi Reykjavíkurvalds- ins, tákn umhleðslukostnaðarins og skaltlagningarinnar, sem landsmenn verða að þola í viðbót við hinn gífurlega kostnað, sem því er samfara, að láta 172 heild- söluverzlanir eflast og vaxa og geta af sér afkvæmi á hverju ári. JpYRIR nokkrum dögum unnu verkamenn hér í bænum að því, að koma erlendum vörum úr vörugeymslum hér, í skip til Reykjavíkur. — Þessar vörur höfðu verið fluttar beint hingað, og var nú umskipað til flutninga suður. Þetta var aðeins lítíl byrj- un, en mjór er mikils vísir. Sam- vinnumenn liafa nii gerzt sjálf- stæðir aðilar siglingamálanna. Frá þeim kemur hin fyrsta, raun- hæfa tilraun til þess að snúa við á þeirri braut, sem farin hefir verið undanfarin ár. Augljóst er, að það er lífsnauðsyn fyrir at- vinnu- og menningarlíf lands- manna, að siglingar samvinnufé- laganna stóraukizt. Þær miklu framkvæmdir, sem nú eru ráð- gerðar á vegum félaganna, í þessu efni og öðrum, eru þess vegna einn merkilegasti þáttur- inn í „nýsköpun" atvinnulífsins, þótt hljóðast sé um hann. — Miklir sigrar eru ekki unnir með lýðskrumi og gauragangi, svo sem endalok „ný- sköpunar“stjórnarinnar sýna, heldur með starfi og fyrirhyggju. Þess vegna eru miklar vonir bundnar við það björgunarstarf, sem samvinnufélögin eru nú að hefja í siglingamálum. Um það þurfa landsmenn að standa sam- an Fimmtudagur 31. október 1946 T í z k a n Þessi klæðilegi samkvæmiskjóll minnir nokkuð á blússu og pils sem notað er mikið sem samkvæmis. klæðnaður árið um kring, en hér ; er þó um heilan | kjól að ræða. — | Fyrir ungar stúlk- ; ur er hann falleg- astur í svörtum og hvítum lit, en auðvitað má víkja frá því. — Þessi blússa ér úr hvítu efni með einhvers konar gatasaum, sem er þó í efninu sjálfu, svartaslauf- an er föst við pils- ið að aftan og' hnýtt svo upp við hálsmálið aðfram- an. — Pilsið, sem er úr svörtu tafti, er rykkt á báð- um hliðum við hið þrönga belti, sem er úr sama efni. — (Vera Winston). ★ Bréf frá „Valborgu“. „Kæra Puella. Eg þakka yður kærlega fyrir margt gott í dálk- inum, sem okkur konum eræinkum ætlaður í Degi. Og mér þótti vænt um, að þér bjrtuð bréf- ið um kápusölurnar. Það er óskemmtilegt að sjá menn slást um hégómann. Svo ekki meir um það. En mig langar til að færa annað í tal, sem okkar kyni kemur rnikið við, og þá auðvitað líka karl- mönnunum, en það eru hinar hóflausu reykingar ungu stúlknanna. Því að þótt eg sé alls ekki ein' af þeim, sem hneykslast á svo að segja öllu hjá unga fólkinu, þá eru reykingar ungu stúlknanna að verða svo algengar, að þær hljóta að valda öllu góðu fólki áhyggjum. Eg liefi bæði lesið um þá hættu, sem af þessu stafar, t. d. ágæta grein eftir föður yðar í Heimili og skóla, og svo hefi eg séð þess áta'kanleg dæmi, hvernig þetta spillir þroska ungu stúlknanna, bæði líkamlega og andlega. En þetta skilja þær ekki, blessuð börnin, og halda að það sé fínt að reykja eins og þær sjá fínu dömurn- ar gera, þær eldri, og eru þá ekki að liugsa um aldursmuninn, eða hvaða þýðingu hann hefir fyr- ir þær. . \ Nú býzt eg við, að við séum öll sammála um, að það sé bæði skömm og skaði að sjá 15 og 16 ára Stúlkubörn reykjandi svo að segja alls staðar. En hvernig á að koma vitinu fyrir þetta fólk? Eg veit ekki hvort unglingaskólarnir og kvennaskólarnir berjast daglega gegn þessu böli. Eg tel víst, að þeir geri það, enda hlýtur það að vera skylda þeirra. En þó held eg að þurfi að taka fastar í strenginn ef eitthvað á að verða ágengt. En hvað segið þið um þetta, liinar ungu, menntuðu stúlkur? Finnst yður þetta ekki alvar- legt? Eg veit um það, að þér eruð nýlega komin frá Englandi og systir yðar frá Ameríku. Er þetta svona þar, að 1.5 og 16 ára stúlkur reyki, — eða máske enn yngri? Máske þetta sé eins um allar jarðir, en aðra munar minna um einn og einn en okkur. Og hvað sem um það er, þá er ástandið hjá okkur verulegá slæmt. Svo langar mig til að biðja yður að koma þeim skilaboðum til barnaverndarnefndar og lögregl- unnar, að eg sjái iðulega börn kaupa tóbak fyrir hina og þessa, þó munu allir vita, að ekki má af- henda börnum þá vöru. En svona er kæruleysið magnað, — og skeytingarleysið. Myndi búðunum veita af að fá áminningu. (Framhald á 6. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.