Dagur - 31.10.1946, Blaðsíða 8

Dagur - 31.10.1946, Blaðsíða 8
8 DAGUR Fímmtudagur 31, október 1946 ------------ — Úr bæ og byggð ■ ........................... KIRKJAN. Messað á Akureyri n.k. sunnudag kl. 5 síðdegis. □ RÚN.: 59461167.: - Frl.: I. O. O. F. — 1281118V2 — Guðsþjónustur í Grundarþinga- prestakalli: Grund, sunnudaginn 10. nóv. kl. 1 e. h. — Kaupangi, sunnud. 17. nóv. kl. 2 e. h. — Munkaþverá, sunnud. 24. nóv. kl. 1 e. h. — Saurbæ, sunnud. 1. des. kl. 1 e. h. — Möðru- völlum, sama dag kl. 3 e. h. — Hólum, sunnudaginn 8. des. kl. 1 e. h. Nýir áskriíendur fá myndasöguna ókeypis frá byrjun. Einnig mjög vand- að jólablað, sem væntanlegt er fyrir jólin. Nú er því sérstaklega hentugt .að gerast áskrifandi að Degi. Árgang- urinn kostar aðeins 15 krónur, til ára- móta aðeins kr. 2.50. Gerið aðvart í afgreiðslunni Hafnarstræti 87, eða í síma 166. Frá Heimilisiðnaðarfélagi Norður- lands, Akureyri. Jólanámskeið félags- ins í bókbandi og saumum byrja föstudaginn 8. nóv. Til nýja sjúkrahússins. Gjöf frá H. J. kr. 20; áheit frá N. N. kr. 15; frá Rannveigu Gunnlaugsdóttur kr. 100; fró Stefáni Þorsteinssyni kr. 100; frá I. E. kr. 100. Með þökkum móttekið. Guðm. Karl Pétursson. Orösending til barnastúknanna á Akureyri. Kvikmyndin „Munaðarlausi fiðlusnillingurinn“, gullfalleg mynd frá Finnlandi, verður sýnd ókeypis fé- lögum allra barnastúknanna á Akur- eyri eins og hér segir: Sunnudaginn 3. nóv. kl. 2 siðd. mæti allir stúkufélag- ar 11 ára og eldri. — Þriðjudaginn 5. nóv. kl. 5 siðd. mæti öll stúkuböm 10 ára og yngri. — Öll börnin vitji að- göngumiða sinna í Skjaldborg sunnu- daginn 3. nóv. kl. 10—12 árdegis og greiði þá um leið öll ógreidd ársfjórð- ungsgjöld fyrir þetta ár. — Engir að- göngumiðar verða afgreiddir við irm- ganginn. Barnastúkan „Sakleysið“ nr. 3 held- ur fund í Skjaldborg n.k. sunnud. kl. 10 f. h. Fundarefni: Kosning og inn- setning embættismanna, flokkaskipt- ing. — Skemmtiatriði. — Eftir fund verða afhentir miðar að kvikmynda- sýningu, sem fram fer kl. 2 e. h. Stúkan Ísafold-Fjallkonan nr. 1 heldur fund næstk. mánudag kl. 8.30 síðd. á venjulegum stað. — Fundar- efni: Skýrslur embættismanna. — Innsetning embættismanna. — Inn- taka nýrra félaga. — Endurupptaka. — Upplestur. — Dans. — Nýir félag- ar alltaf velkomnir, ungir og gamlir. Styðjið bindindismólið með því að gerast félagar Góðtemplarareglunnar. Leiðrétting. í Kauptaxta Verkam,- félagsins, sem birtist í blaðinu í dag, er sú skekkja, að sagt er, að vinna eigi að hætta kl. 12 á laugard., en hefjist hún kl. 8, stendur hún til kl. 5 þá daga sem aðra. Aukin sala vaxta- bréfa Stofnlána- deildar sjávar- útvegsins I fyrrakvöld fluttu nokkrir al- þingismenn ávörp til þjóðarinn- ar um aukin kaup á vaxtabréfum Stofnlánadeildar sjávarútvegsins. Unnið er að því, að opna augu almennings fyrir nauðsyn þess að afla fjár'til ,,nýsköpunarinn- ar“, þótt seint sé. Augljóst er, að endurskipulagning sjávarútvegs- ins verður ekki framkvæmd nema að fjármagn þjóðarinnar verði fest í þessum aðalatvinnu- vegi frekar en nú er. Þessar að- gerðir hefðu vitaskuld átt að fylgja „nýsköpunaráætluninni" 1944, en betra er þó en ekki, að hafizt sé handa nú. Akureyringar ættu að kynna sér kjör þau, sem í boði eru. Bréfin eru ríkistryggð og að öðru leyti eru kjörin hag- stæð, sbr. auglýsingu i blaðinu. Merkisafmæli Tveir eyfirzkir merkisbændur hafa átt merkisafmæli nú í vik- unni. Jón St. Melstað varð 65, ára í fyrradag. Fjöldi vina og sveit- unga lieimsótti hann á afmælis- daginn. Jón er í hópi vinsælustu bænda liéraðsins, drengur hinn bezti og ágætur bóndi. Stefán Sigurjónsson, oddviti á Blómsturvöllum, varð sextugur 28. þ. m. Var fjölmenni saman- komið á heimili hans þann dag. Bárust honum góðar gjafir og Jrakkir sveitunga sinna. Stefán er mikils metinn drengskaparmað- ur. Lendingarbraut flugvéla í Mývatnssveit Guðmundur Hofdal frá Reykjavík hefir í sumar beitt sér fyrir því, að gerð yrði lendingar- braut fyrir flugvélar í Mývatns- sveit. í sl. viku fór flugvél frá Flugskóla Akureyrar til Mý- vatnssveitar og lenti á flugbraut- inni, sem þegar er orðinn meira en 600 metra löng. Tókst lend- ingin ágætlega. Flugmaður var Kristján Mikaelsson, en farþegi Árni Bjarnarson, framkv.stjóri flugskólans. Mun mega gera brautina 850 metra langa. Verð- ur mikil samgöngubót að þess- um framkvæmdum, er brautin hefir verið fullgerð. Menntaskólinn settur. (Ijramhald af 1. síðu). kenna frú Erla Geirsdóttir og Hreinn Benediktsson stúdent. — Ráðskonuskipti hafa orðið við heimavist skólans. Frk. Einhild- ur Sveinsdóttir lætur af störfum, en við tekur frk. Magnea Péturs- dóttir. Skólameistari þakkaði förnum kennurum og starfs- mönnum störf þeirra og bauð hið nýja stárfslið velkomið. Heimavistarhúsið. Smíði hins nýja heimavistar- húss hófst 27. ágúst sl. Hefir hús- inu verið valinn staður á túninu vestan skólans. Verður það mik- ið stórhýsi. Yfirsmiður bygging- arinnar er Stefán Reykjalín bygg- ingameistari, en gjaldkeri dr. Kristinn Guðmundsson. Skóla- meistari þakkaði Alþingi, menntamálaráðherra og ríkis- stjórninni skilning á þörfum skólans. Skýrði hann einnig frá því, að hornsteinninn að hinni nýju byggingu yrði formlega lagður innan skamms. Margt gesta var við athöfnina. Söngstjórn við setninguna ann- aðist frú Margrét Eiríksdóttir, skólastjóri Tónljstarskólans. Minnismerki Jónasar Hallgrímssonar. (Framhald af 1. síðu). as Jónsson, bóndi, Hrauni, Einar Árnason, fyrrv. alþingismaður, Eyrarlandi, Elías Tómasson frá Hrauni, Þór Þorsteinsson, odd- viti, Bakka. Skjaldborgar-Bíó 'íimmtudagskvöld kl. 9: Flagð undir fögru skinni (Bönnuð yngri en 16 ára) Föstudagskvöld kl. 9: - Brim Laugardag kl. 5: Munaðarlausi fiðlusnillingurinn Laugardagskvöld kl. 9: Brim Sunnudag kl. 5: Brim Sunnudagskvöld kl. 9: Flagð undir fögru skinni (Síðasta sinn) 25 þúsund króna lán óskast. Ákjósanleg trygging. — Afgr. vísar á. Hafnarbúðin Skipagötu 4 — Sími 94 Páll A. Pálsson. (enskir) Hafnarbúðin Skipagötu 4. — Sími 94. VERZLUN Páls A. Pálssonar Gránufélagsgötu 4. Vörubíll - (Chevrolet 1934), tveggja tonna, í góðu lagi, til sölu nú þegar. — Upplýs. í Benzínafgreiðslu KEA. — iíreiðaviæki í ágætu lagi, til sölu og sýnis í Grundargötu 4, Akureyri. Saumaskapur Tek heim: Herraföt, drengja- föt, dömukápur og dragtir. — Til viðtals alla virka daga frá kl. 2-3 e. h. HELGA PÉTURSDÓTTIR, Klettaborg 2. FJÁRMÖRK MÍN ERU: . Sneitt aftan liægra,' hálftaf aftan vinsta. — Sýlt í harnar hægra, geirsýlt vinstra. — Brennimark: P. V. Syðri-Varðgjá, Öngulsstaðahreppi, 25. október 1946. Páll Vigfússon. Innilegustu þakkir til allra þeiiTa, er auðsýndu samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför eiginkonu rninnar, GUÐRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Brekkugötu 21, Akureyri. Fyrir mína hönd, barna og tengdabarna. Guðmundur Guðmundsson. t»<HKK>mKHKHK>mKKHKKHKKKHKHKKHKKHK^^ Hjartanlega þökkum viö öllum þeim mörgu, sem glöddu okkur með heimsóknum, skeytum og gjöfum á merkileg- um tímamótum í lífi okkar þann 8. október síðastliðinn. Uppsölum, 28. október 1946. Helga Guðjónsdóttir, Kristján Jónsson. <H>TKKKKHKKKHKKKHKH>rKKHKHKKKHK>rKKHKKHKHKKKKHKHKHKHKKH>i Sfofnlánadeild sjávarútvegsins við Landsbanka íslands, skorar á alla, sem nokkur fjárráð hafa, að kaupa vaxtabréf hennar. Stofnlánadeildina vantar mikið fé í útlán til hinna stórfeldu framkvæmda í sjávaréitveginum, sem nú er verið að vinna að og undirbúa. Vaxta- bréfin, sem liún býður til sölu í þessu skyni, eru ríkistryggð og að öðru leyti með svo góðum kjör- um, að hagur er að eiga þau. Vaxtabréfin fást hjá útibúum bankanna á Akureyri og hjá sparisjóðunum á Siglufirði, Húsavík, Ólafsfirði, Sauðárkróki, Blönduósi og Hvammstanga. Kaupið vaxtabréf stofnlánadeildarinnar og gerist þarmeð þátttakendur í viðreisn sjávar- útvegsins. Öll þjóðin verður að taka þátt í viðreisnar- starfinu. Stofnlánadeild sjávarútvegsins við Landsbanka íslands Hrossasmölun Föstudaginn 8. nóv. 1946, fer fram hrossasmölun í Arn- arneshreppi. Hrossunum verður smalað að Reistarár- rétt og eiga að vera komin þangað kl. 1 e. h. Hamli veður nefndan dag, fer smölunin fram næsta virkan dag að færu veðri. ODDVITI. L F ív! 6 manna, til sýnis og sölu fyrir utan Hótel Norðurland til kl. 5 e. h. í dag. Skipti á Jeppa geta komið til greina. Fjármark mitt er: Stýft, fjöður framan og biti aftan hægra; hatnarskorið vinstra. Jóhanna Sigurðárdóttir, N eðri-Dálksstöðum, Svalbarðsstrandarhreppur. TIL S0LU: nýlegt 6 HA. Ariel-mótor- hjól (vel með farið) — og með varahlutum. Afgr. vísar á. Lærling í gull- og silfursmíði getum við tekið nú þegar. SIGTRYGGUR ogEYJÓLFUR Skipagötu 8. Get selt nokkur pör af barnasokkum Mun einnig taka lítilsháttar í prjón. ANNA SVEINSDÓTTIR, Aðalstræti 12. .

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.