Dagur


Dagur - 13.11.1946, Qupperneq 1

Dagur - 13.11.1946, Qupperneq 1
Amerískur kafbátur undir ísnum við norður odda Grænlands Ekkert fararsnið á Banda ríkjamönnum, segir danskt blað Danska blaðið Bérlingske ;|Tidende hefir greint frá því, að amerískur kafbátur hafi ; fyrir skömmu gert tilraun til ; þess að sigla norður fyrir Grænland, í gegnum hin mjóu, íslögðu sund milli Ell esmere Lands og Grænlands Þetta Var stór, nýtízku kalfbát ur með 200 manna áhöfn Blaðið segir að báturinn hafi kafað undir ísinn á þessum stað og sé íslagið 60 feta þykkt. Vegna slyss í bátnum, var snúið við áður en ferðinni j I væri lokið. Tilgangurinn með' ferð þessari er talinn vera sá, að ganga úr skugga um hvort ;; kafbátar geti komizt norður fyrir Grænland og áfram aust- ur á bóginn í átt til Síberíu og er tilraunin sett í samband við flotaæfingar þær, sem Banda- ríkjamenn hafa efnt til í sum- ar við Grænland. Þessi kaf- bátsferð minnir á leiðangur ;;þann er Bandaríkjamaðurinn Willkins efndi til 1931. Ætl- aði hann að sigla kafbátnum „Nautilius“ undir heimskauta- ísinn, en komst aldrei lengra ]! en til Spitzbergen, vegna bil- ana í bátnum. Sama blað greiniir frá því, að ekkert far- arsnið sé á Bandaríkjamönn- um í Grænlandi, t. d. hafi ] 1 þeir nýlega byrjað miklar end- urbætur á flugvellinum „Blue | West End“ við Julianehaab. Hörmulegar slysfarir Tvö hörmuleg slys urðu í sl. viku og létu 9 manns lífið. Vél- skipið Borgey frá Hornafirði fórst /par - skammt undan og drukknuðu fjórir skipsmenn og einn farþegi. Rannsókn stendur yfir á atburði þessum. Þá varð fá- heyrt og hörmulegt slys á Fljóts- dalshéraði sl. föstudag er bónd- inn í Fellum, dætur hans tvær og bróðurdóttir, fórust af völdum sprengingar, rétt við túnjaðar- inn. Er eigi kunnugt með hverj- um hætti slys þetta bar að, en upplýst er, að erlendir hermenn höfðu.skotæfingar á þessum stað 1941 og þykir líklegt, að hand- sprengja, eða annað slíkt dráps- hæki, hafi orðið þeim að bana. Bein Jónasar grafin að Þingvöllum n.k. laugardag Forsætisráðherra hefir tilkynnt, að bein Jónasar Hallgrímssonar verði grafin að Þingvöllum á af- mælisdegi skáldsins, 16. nóv. n.k. Hefir ríkisvaldið þar með endan- lega lagt blessun sína yfir aðfar- irnar við heimflutning beinanna og hafnað óskum Eyfirðinga um jarðsetningu að Bakka AGIIR XXIX. árg. Akureyri, miðvikudaginn lS.'nóvember 1946 52. tbl. Starfræksla Krossanessverksmiðju lyftistöng fyrir atvinnulíf bæjarins Leikfélag Akureyrar hefur vetrarstarf Sýningar á frönskum gamanleik hef jast í næstu viku „Skálholt“ eftir Kamban í janúar-febrúar Leikfélag Akureyrar er fyrir þriðji leikurinn verði nútíma- nokkru byrjað á vetrarstarfsem- leikrit, þýtt. inni. Hafa æfingar á franska gamanleiknum „Varið ykkur á Lagfæring á leiksviðinu. 1 sumar hafa farið fram veru- málnmgunni! e. René Faucho- . , , . r- , r- I legar endurbætur á leiksviðinu í ís, staðið ytir að undanfornu, og ' - . ... __ .. mun frumsýning verða um miðja næstu viku. Guðmundur Gunn- arsson annast leikstjórn að þessu sinni, en aðalleikendur eru: Jón Norðfjörð, Sigurjóna Jakobs* dóttir, Freyja Antonsdóttir, Hólmgeir Pálmason, Júlíus Oddsson, Sigríður Schiöth, Skjöldur Hlíðar og Anna Tryggvadóttir. Næsta viðfangs- efni félagsins verður leikurinn „Skálholt“ eftir Guðmund Kamban. Munu sýningar á hon- um hefjast í janúar eða febrúar. Frú Regína Þórðardóttir úr Reykjavík mun koma norður og fara með hlutverk jómfrú Ragn- heiðar. Um aðra leikendur er ekki fullráðið ennþá, en Jón Norðlfjörð mun annast leikstjórn. Búningar verða lánaðir frá Leik- félagi Reykjavíkur. Um önnur viðfangsefni félagsins í vetur er óráðið ennþá, en líkur eru til að Bæjarstjórn Siglu- f jarðar krefst skaða- bóta vegna frágangs á Skeiðfossvirkjun Samkomuhúsinu. Hefir sviðið verið hækkað og hallar nú lítið eitt að áhorfendum. Ætti því að sjást betur inn á sviðið úr saln- um, en verið hefir. Leikfélagið biður þess getið, að fastir frumsýningargestir skuli sækja aðgöngumiða í bókaverzl. Eddu, daginn fyrir auglýstan söludag, en að öoru leyti verður aðgöngumiðasölu hagað eins og áður, í Samkomuhúsinu. Unnið að dýpkun innri hafnarkví- armnar Hver stjórnar flutningi leðjunnar um bæinn? Samkvæmt frásögn „Mjölnis” á Siglufirði, hefir bæjarstjórn |förnustH götur bæjarins Fyrir nokkru er byrjað á dýpk- un innri hafnarkvíarinnar með uppmoksturskrana bæjarins og \ irðist verkið sækjast greiðlega. Undanfarna daga hefir leðjúnni, sem upp úr kvínni kemur, verið ekið í gegnum aðalbæinn, og hefir mátt rekja slóð bifreiðanna eftrr endilöngu Hafnarstræti og sjá slettur uppi á gangstéttum. Þessi flutningur er gjörsamlega óhafandi. Vitaskuld á að beina honum um aðrar leiðir, en fjöl- Von- Siglufjarðar ákveðið að reyna að andi verður þessu kippt í lag hið gera firmað Höjgaard 8c Schultz bráðasta. ábyrgt fyrir göllurn, sem eru á frágangi þrýstivatnspípa Skeið- fossvirkjunarinnar. Hefir þegar verið varið miklu fé til endur- bóta á þrýstivatnspípunni, en sú viðgerð er þó aðeins til bráða- birgða og mun þurfa að verja mörgum sinnum meira fé til þess að ganga svo frá henni, að öruggt sé til frambúðar. Þá er talið í Siglufirði, að margt fleira ep þetta í viðskipt- um firmans og bæjarins, þurfi rannsóknar við. Góð uppskera Ökuslys. Miðvikudaginn 6. nóv. sl. ók hjólreiðamaður á Pál Bergsson frá Syðsta-Bæ, í Helga-magra-stræti hér í bænum. Féll Páll á götuna og lær- brotnaði. Liggur hann nú á Sjúkrahúsi Akyreyrar. Málið er í rannsókn. Líklega er þetta stærsta kart- afla sem komið hefur upp hér um slóðir í sumar. Hún vegur 690 grömm. Tegundin er Stóri Skoti, vaxtarstaður Ytra-Hvarf í Svarfaðardal. Stærðin sézt vel í hlutfalli við eldspýtustokkinn á myndinni. 99 ,TARZAN“ Drengurinn, sem fannst á eyðimörkum Sýrlands Fyrir nokkru óku veiðimenn í bii- reið um hluta aí sýtlenzku eyði- mörkirmi, í leit að gasellum. Þeir komu auga á hóp dýra, sem lögðu á flótta strax og þau urðu mann- anna vör. Veiðimennirnir veittu því athygli, að í hópnum var und- arlegt „dýr“, sem hljóp á tveimur tótum. Eftir mil^inn eltingaleik sundraðist hjörðin og í Ijós kom, að hið undarlega „dýr“, var stálp- aður drengur, allsnakinn. Veiði- mennirnir ætluðu að reyna að handsama hann, en gátu naumast ekið bifreiðinni sVo hart um óslétta mörkina, að hann hefði ekki betur í eltingaleiknum. Eftir nokkra stund hrasaði drengurinn og tókst þeim þá að handsama hann. Talið er, að hann hafi verið skilinn eftir í eyðimörkinni sem barn og gas- ellumóðir hafi fóstrað hann. Hann gaí frá sér undarleg hljóð, sem minntu á hljóð dýranna. Án alls efa er hann mesti hlaupagarpur sem nú er til og m^rgfaldur heims- meistari Myndin hér að ofan er tekin í eyðimörkinni eftir handtökuna. Alþjóðaþing samvinnu- manna í Zurich Nauðsynlegt að hefjast þegar handa um kaup á Ipndunartækjum og umbætur á eigninni Samvinna um málið við útgerðarmenn bæjarins nauðsynleg Á fundi í Framsóknarfélagi Akureyrir sl. mánudagskvöld, flutti Jakob Fr.ímannsson fram- kvæmdastj. ýtarlegt erindi um þing samvinnumanna í Zurich og horfur um viðskipli við þau lönd, er hanri heimsótti í utan- landsferð sinni. Síðar á fundin- um var rætt um atvinnumál bæj- arins, sérstaklega Krossanesmál- ið. Er nánar greint frá þvíannars staðar í blaðinu. Frásögn um þingið í Zurich bíður næsta blaðs vegna þrengsla. Akureyrarbær hefir keypt Krossanesverksmiðjuna, ásamt jörðinni Syðra-Krossanes. Samn- ingar eru þegar undirritaðir og andvirði eignarinnar, kr. 530,000 greitt. Samningar urðu það rnilli bæjarins og Glæsibæjarhrepps, að hreppurinn afsalaði sér for- kaupsrétti á jörðinni, enda njóta Glerárþorpsbúar sömu afnota af landinu og hingað til, um næstu fimmtán ár. Starfræksla verksmiðjunnar. Nú liggur fyrir bæjarstjórn- inni að ákveða hvað gera skuli við verksmiðjúna. Einsýnt mun þykja, að bærinn reyni að not- færa sér þessi liagstæðu kaup til hins ýtrasta og freista þess, að gera verksmiðjuna að lyftistöng fyrir atvinnulíf bæjarins. Til að svo megi verða, þarf að ákveða rekstjiirsfyrirkomulag hið bráð- asta og hefja undirbúningaðend- urbótum á eigninni,' til þess að verksmiðjan verði tilbúin til síldaririóttöku næsta sumar. Þessi mál voru rædd á almenn- um fundi í Framsóknarfélagi Ak- ureyrar sl. mánudagskvöld. Kom þar fram eindreginn áhugi fyrir því, að bærinn hefði forgöngu um starfræksluna og kæmi jafn- vel til álita, hvort ekki væri hag- kvæmast, að bærinn starfrækti verksmiðjuna fyrir eigin reikn- ing, og hefði um það samvinnu við útgerðarmenn bæjarins. At- hugun hefur þegar farið frarn á ásjgkomulagi verksmiðjunnar. — Mun rnega auka afköst hennar úr 2400 málum á sólarhring í 4000 mál, með tiltölulega litlum tilkostnaði. Þær endurbætur, er nauðsynlegt væri að hefja strax, eru útvegun löndunartækja, sem munu kosta allt að 400 þús. kr„ endurbætur á bryggjunum og rafmagnsleiðsla úr bænunr út í Krossanes, með það fyrir augum að breyta vélarekstri frá gufu- krafti í rafmagnskraft. Allt þetta mun vitaskuld kosta talsvert fé, en liorfur eru á mjög háu verði á síldarafurðum næsta sumar, og ef tækist að tryggja verksmiðj- unni nægilegt hráefni, má telja, að starfræksla hennar væri lítið áhættufyrirtæki. / (Framhald á 8. síðu).

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.