Dagur - 13.11.1946, Side 4

Dagur - 13.11.1946, Side 4
4 DAGUR Miðvikudaginn 13. nóvember 1946 DAGUR Ritatjórl: Hcrukur Snorrason Afgreiðslct, auglýsingar, innKeimta: Marínó H. Pétursson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi Árgangurinn kostar kr. 15.00 Gjalddagi er 1. júlí. Prentverk Odds Bjömssonar ísland og UNO jSLAND ltefir nú formlega verið tekið í samfé- lag Sameinuðu þjóðanna.. Sú athöfn fór fram í New York sl. laugardag. Gleðilegt er til þess að vita, að ekkert ríki lagðist gegn því, að minnsta þjóð veraldar fengi sæti á bekk með hinum stærri og voldugri þjóðum, sem jafn rétthár og fullgild- ur aðili. Inntökubeiðni Islands var samþykkt í einu hljóði á þingi Sameinuðu þjóðanna, og má slíkt teljast til tíðinda um þá stofnun, enn sem komið er. Þótt segja megi með sanni, að árangur- inn af starfi Sameinuðu þjóðanna, sem átti að tryggja öllu mannkyninu frið og hagsæld, sé lieldur rýr, það sem af er, og um fátt sé nú yfir- leitt meira talað en nýtízku hernaðartæki stór- veldanna og næsta stríð, þá er eigi að síður aug- ljóst, að sjálfstæði, öryggi og lífshamingja smá- þjóðanna allra er bundin starfi og stefnu Samein- uðu þjóðanna. Ef þær háu hugsjónir um frið og jafnrétti, sem settar voru á loft við stríðslokin síðustu, verða undir í viðureigninni við valda- streitu og drottnunargirni stórveldanna og þeirra hagkerfa, er þau bera fyrir brjósti, þá er kveðinn upp dómur yfir tilraunum smáþjóðanna til þess að standa á eigin fótum, án íhlutunar voldugra nágranna. Engin þjóð hefir ríkari ástæðu til þess að óska starfi Sameinuðu þjóðanna gæfu og geng- is en íslenzka þjóðin. Hinn umkomulausasti borg- ari í samfélagi þjóðanna á mest undir því komið, að persónufrelsið í þeim félagsskap reynist meira en orðin tóm. Þess vegna mun íslenzka þjóðin taka á sig, með fullri einurð, þær skuldbindingar, sem innganga landsisn í samtökin, hefir í för með sér, og stuðla að eflingu samtakanna af trúnaði. f ^UGLJÓST er, að við erum þess ekki umkomn- ir að hafa mikil áhrif á stefnu og starf banda- lagsins, önnur en þau, að setja gott fordæmi með starfi og striti þjóðarinnar. Með því að sanna og sýna, að hin fámennasta þjóð heims geti með fyr- irhyggju og manndómi skapað veglegt menning- arríki á íslandi með eigin höndum, leggjum við fram mestan skerfinn til þess að hugsjónir banda- lagsins megi sigra og fullveldi íslands fá staðist. Það er því þess virði, að hugleiða með hverjum skilningi forráðamenn hins íslenzka lýðríkis ganga nú að því starfi. þEIR, sem hlustuðu á útvarpið frá þingi Sam- einuðu þjóðanna í New Yorksl. laugard. munu hafa fundið litla huggun í þeirri fullvissu, að þar í salnum sætu þá fjórir prúðbúnir fulltrúar hins íslenzka ríkis til þess að hlýða á velkomanda- ininni indverskra og íranskra fulltrúa til handa íslendingum, Svíum og Afganhistanbúum. Sú at- höfn öll hefði orðið með nákvæmlega sama hætti þótt áheyrendur í salnum hefði verið þremur færri. Falleg orð um lýðræði og frelsisvini liefðu flogið um salinn og víða geyma. Sigur hugsjóna sameinuðu þjóðanna hefði ekki tafist um eina mínútu. Öryggi íslands í samfélagi þjóðanna get- ur ekki orðið tryggt með fjölmennum sendi- nefndum og starfsliði og óhæfilegum íburði, held- ur með starfi og fyrirhyggju heima fyrir og eðli- legri og skynsamlegri þáttöku á samkomum þjóð- anna. QG HVERNIG er starfinu og fyrirhyggjunni heima fyrir háttað? Óll þjóðin kann svarið við þeirri spurningu nú orðið og er óþarfi að rekja það ýtarlega. Aðeins má benda á, að tveir forvígismenn stjórnmálaflokkanna hafa valið Hvað veldur drættinum? TjAÐ ER RÉTT, sem eitt bæjarblað- anna benti á nú fyrir skemmstu, að ráðamenn bæjarins virðast treina sér það óþarflega lengi að taka ákvarð- anir varðandi tillögur þær, sem „um- ferðarnefndin" svokallaða hefir gert til bæjarstjórnar um ýmis efni, er við- koma umferð og öryggivegfarendahér í bænum. Nefnd þessi mun hafa unnið allmikið starf, og var tillagna hennar og álitsgerðar getið hér í blaðinu á sínum tíma. Lagði nefndin m. a. til, að ýmis gatnamót yrðu rýmkuð og lagfærð, staurar færðir burt úr götum, bílastæði ákveðin sem víðast utan gatna, einkum í miðbænum, og götur og gatnamót merkt fyrir gangandi fólk þar sem umferð er mest, og loks að eftirlit lögreglunnar með umferð í bænum yrði aukið að mun. qvo ER HAMINGJUNNI fyrir að þakka og vafalaust bifreiðastjór- unum okkar líka — að umferðaslys eru hér stórum fátíðari en t. d. í Reykjavík — ekki aðeins í heild, heldur einnig tiltölulega við fólks- fjölda. Ökuhraði mun yfirleitt vera drjúgum skikkanlegri hér en í höfuð- staðnum og ökuníðingar færri. En um- ferðaslysin eru samt of mörg og hörmuleg, og vorum við síðast minnt á það í vikunni sem leið,.þegar rosk- inn borgari var keyrður niður pg stór- slasaður við bæjarvegg sinn að kalla. Var maður, sem ekki var sagður hafa fulla sjón, á ferð á reiðhjóli í myrkr- sér það hlutskipti, að sitja í góð- um fagnaði erlendis — á ríkisins kostnað — á meðan hús þjóðar- innar brennur í eldi dýrtiðar og stjórnleysis og auður hennar rennur í stöðugum straum út um greiparnar á valdhöfunum. Það þarf mikið átak og samstillt til þess að slökkva þann eld, en slökkviliðsmennirnir geta ýmist ekki orðið sammála um aðferð- ina, eða þeir mega ekki vera að því, vegna veizluhalds í húsi ná- grannans. — Með þessum vinnu- l)rögðum verður þátttaka ís- lands í bandalagi Sameinuðu þjóðanna til lítils sóma. Hvet'su dýrt sem við höldum okkur í samfélagi við erlendar þjóðir, breytir það engu um lausn þeirra rnála, sem úrslitum ráða í sam- skiptum þjóðanna. íslenzka þjóð- in hefir fyrir löngu skipað sér í fylking þeirra þjóða, er friðinn yilja vernda og rétt smáþjóðanna virða. En heima fyrir getur óhóf- ið orðið þungt í skauti. Framtíð atvinnuvega landsins er nú á vog- arskálinni. Með afkomu þeirra stendur og fellur fjárhagsleg vel- ferð jrjóðafinnar og að lokum sjálfstæði hennar. Hið aðkall- andi verkefni var stjórnarmynd- un og björgunarstarf, en ekki veizluhöld í New York, þótt ein- hverju góðu kunni að koma til leiðar. Því að án f járhagsöryggis verður ekkert sjálfstæði til handa íslandi í samfélagi þjóðanna. Þessum grundvallaratriðum virð- ast valdhafarnir hafa gleymt er þeir völdu foryztumenn tveggja st jórnmálaflokka í sendinefncl til New York. Þeim virðist einnig hafa verið meira í huga, að frið- þægja flokkunum hér heima, en sl illa í hóf þátttöku landsins í er- lendum ráðstefnum og kostnað- inum við þær. Ábyrgðarleysið sit- ur ennþá á efsta tróni á Islandi. inu, og hafði aðeins vasaljós í hendi til að lýsa sér í umferðinni. I því sam- bandi rifjast það upp fyrir mönnum, að það er harla hversdagsleg sjón að sjá hjólreiðariddara þeysa utn götur bæjarins á ljóslausum farartækjum, eftir að dimmt er orðið — þvert ofan í gildandi ákvæði lögreglusamþykktar bæjarins. Virðist lögreglan óneitan- lega fara sér hægt að stemma stigu fyrir slíkum ófögnuði, og má furðu kallast, hve sjaldan slíkt háttalag hefir orðið orðið að slysi fram að þessu. jgÍLUNUM FJÖLGAR, og bifhjól- unum — þessum glymskröttum gatna og þjóðvega — fjölgar líka. Virðist ökuhraði hinna síðarnefndu farartækja oft miklu verr í hóf stillt en viðunandi er, og sýnast bifreiða- stjórarnir oftast gæta sín miklu betur í því efni en bifhjólariddararnir, sem þó eru ekki síður hættulegir í umferð- inni en hinir. Því fer þó vitaskuld fjarri, að umferðaslysin séu alltaf stjórnendum hinna vélknúnu farar- tækja að kenna. Fjöldi fótgangandi vegfarenda hagar sér mjög ógætilega og stundum beinlínis fábjánalega á götunum. Börn leika sér í miðri um- ferðinni, og fullorðið fólk spígsporar um akbrautirnar þverar og endilangar, án þess að skeyta nokkrum umferða- reglum eða líta til hægri eða vinstri. þAÐ BÆTIR auðvitað sízt úr skák, að gangstéttir eru hér aðeins við nokkrar aðalgötur, vegamót eru hér víða þröng og erfið umferðar, og loks standa síma- og ljósastaurar á hverju ' strái að kalla eins og þvörur úti á göt- ; um óg á gatnamótum. þannig að mik- : ill trafali og slysahætta stafar af því endemi. Mættu þessi- mannvirki þó | einnig af öðrum ástæðum hverfa af j sjónarsviðinu sem fyrst og miklu fyrr . en raun ber vitni. Síminn og raflagna- kerfið ætti að grafast í jörð sem allra fyrst, því að ofanjarðar verður það . alltaf til óprýði, þrengsla og leiðinda, ekki sízt sökum þess, að stundum virðist stólpunum komið fyrir með verksviti, sem þverbrýtur öll önnur lögmáL mannlegrar skynsemi og hag- sýni. pÁÐAMENN BÆJARINS ættu ekki að draga það lengur en óum- flýjanlegt er, að ráða þessum málum til sæmilegra lykta og með hag og kröfur framtíðarinnar fyrir augum. T í s k a n. Húsmæðraskóla- byggingin kostaði eina miljón króna Samkvæmt skýslu, er lá fyrir síðasta bæjarstjórnarfundi, er byggingakostnaður Húsmæðra- skóla Akureyrar orðinn kr. 1.058.401.47. Þar af hefir bæjar- sjóður greitt kr. 356.000, en ríkið 625.000. Húsmæðraskólafélag Akureyrar hefir lagt fram 27.000 kr. Götunaínanefnd. Bæjarráð- hefir falið bæjarstjóra að fá aðstoð þriggja manna (ónafngreindra) til þess að géra tillögur um götunöfn í bænum. Lán óskast ‘6000 króna lán óskast nú þegar. Lánveitandi getur fengið gott herbergi leigt í vor ef hann óskar. Lán- ið sé bundið við eitt til tvö ár. Háir vextir. Afgr. vísar á. í þessa dragt er ^iotað dökkgrátt ullarefni, og er hún hfar smekklegur síðsumars- og haust- klæðnaður. Ermarnar eru mjög víðar í hand- veg. Kragahornin og uppslögin eru ljósrauð og eru laus, þannig, að þau má taka af og festa á aftur með lítilli fyrirhöfn. . . Pilsið er fellt að framan. Á jakkan- um eru vasar, sem felast í hliðar- saumnum. ELDHÚSIÐ. 1 hverju eldhúsi þarf að vera minnisseðill fyrir húsmóðurina eða hússtýru. í daglegum störfum verður hún oft vör við að eitt eða annað ep til þurrðar gengið eða vantar algerlega og er þá gott að hafa lítinn seðil, sem liægt er að skrifa þetta niður þegar í stað, því að , dagsins önn og erli gleymist fljótt aftur það, sem sízt skyldi. Ýmis konar minnis-blokkir fást stundum í verzlunum, mjög handhægar, sérstaklega útbún- ar með þetta fyrir augum. — En hægt er að gera þannig minnisblokk sjálfur á afar auðveldan hátt. Nota má hvaða pappír sem er, þótt þykkur sé æskilegastur. — Bezt er að leggja saman nokkur blöð og klippa til á skemmtilegan hátt, eða bara þráðbeint upp og niður, — allt eftir smekk og hæfni húfreyju — gera' síðan göt á annan enda seðlanna, draga band þar í gegn og hnýta saman. Við hinn enda bandsins á svo að hnýta blýantinn, sem hægt er að hafa fremur stuttan, svo að bandið þurfi ekki að vera allt of langt. — Þetta má svo hengja hvar sem er í eldhúsinu og er afar hand- hæg hjálp í eldhússtarfinu. * Góðar völfflur. U/2 ‘bolli hveiti. — 1 bolli mjólk. — lj4 teskeið gerduft. — 2 egg. — 1/3 bolli smjörlíki (brætt yf- ir heitu vatni). — y% tesk. salt. —' 1 matsk. sykur. Hveiti, ger, salt og sykur er sigtað saman og lát- ið í góða skál. Eggjahvíturnar eru þeyttar og eggjarauðurnar hrærðar vel. Mjólkin og brædda smjörið er hrært saman við rauðurnar og öllu þessu bætt saman við hveitið og hrært þar til það hefir jafnazt vel. Síðast eru eggjahvíturnar settar saman við. Bakað í vel heitu vöfflujárni. Úr deiginu verða 6 vöfflur. Hrísgrjónakaka sem ábætisréttur. 1 dl. hrísgrjón. - i/ó 1 vatn. — 1/2 1. mjólk. — 1 dl. sykur. — 2 egg. — Möndlur og rúsínur. — 2 matsk. smjörlíki. Heitu vatni er hellt á grjónin. Soðin í mjólk og vatni, þar til úr verður nokkuð þykkur grautur (h. u. b. 1 klst.). Grauturinn kældur. Eggin þeytt, möndlurnar hýddar og saxaðar og rúsínumar þvegnar. — Allt þetta látið út í grautinn. Látið í smurt form, er brauðmylsnu hefir verið stráð í. Bakað við góðan hita, þar til kakan er orðin vel brún. — Borðað með saftsósu. * í ávtixtagraut, sem gerður er úr saft, er hæfi- legt að nota 75 gr. kartöflumél í 1 1. af saft, en 60 gr. e£ sagómél er notað.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.