Dagur - 21.12.1946, Blaðsíða 3

Dagur - 21.12.1946, Blaðsíða 3
Laugardagur 21. desember 1946 DACUR SamvinnuíélögDnum verði tryggður réttur til eðlilegs þroska Ný stefna verði tekin upp í dýrtíðar- og gjaldeyrismálum þjóðarinnar Ályktun 8. flokksþings Framsóknarmanna um dýr- tíðar- gjaldeyris- og verzlunarmál i. Áttunda flokksþing Framsókn- armanna telur sívaxandi dýrtíð og verðbólgu hættulega heil- brigðu atvinnulífi og almennri velmegun. Þess vegna leggur flokksþing- ið megin-áherzlu á, að flokkur- inn beit.i sér fyrir því, að minnka verðbólguna og gera nauðsynleg- ar ráðstafanir ti'l að tryggja það, að útflutningsatvinnuvegirlands- manna verði reknir á arðbærum grundvelli. Unnið verði að frambúðar- lausn dýrtíðarvandamálsins með því að koma á nýrri skipan, er tryggi svo sem verða má varan- legt samræmi á milli verðmætis framleiðsluvara og þeirra kostn- aðarliða við framleiðsluna, sem landsmenn hafa á sínu valdi. II. Flokksþingið telur að gera beri öflugar ráðstafanir til þess að vinna gegn hinum gífurlega greiðsluhalla á viðskiptum þjóð- arinnar við útlönd, og tryggja gjaldeyri til kaupa á nauðsynj- um, sem þ. á. m. til kaupa á tækj- um og vörum, sem þarf til fram- fara í landinu. Telur flokksþing- ið slíkar ráðstafanir meginþátt í baráttu þjóðarinnar' fyrir stjórn- arfarslegu og fjárhagslegu sjálf- stæði. Þessu marki verði náð með því: 1. Að auka útflutnínginn. 2. Að draga úr eyðslu og fyrir- byggja óhóf með öruggum ráð- stöfunum til þess að koma á sparnaði (skyldusparnaður) og öðrum ráðstöfunum til þess að festa nægilega mikinn hluta af lausu fjármagni þjóðairnnar. 3. Að hafa öflugt eftirlit með gjaldeyrisverzluninni og reisa skorður gegn fjárflótta. 4. Að fylgja eftirfarandi stefnu um beinar ráðstafanir í gjald- eyrismálum á meðan eigi hefir tekist að tryggja fjárhagslegt ör- yggi út á við: Innflutningur verði frjáls á þeim vörum, sem þjóðin getur leyft sér að kaupa ótakmarkað. Innflutningur á pþarfa varn- ingi sé bannaður, en takmarkað- ur á þeim vörum, sem þarf að spara og tekið fyrir hvers konar óþarfa gjaldeyriseyðslu. III. Flokksþingið telur ástand verzl- unarmálanna alveg óviðunandi, þar sem sú verzlunarstarfsemi, sem rekin er í gróðaskyni, hefir notið sérstakrar vemdar og for- réttinda, en á sama tíma hefir með opinberum ráðstöfunum beinlínis verið komið í veg fyrir það, að verzlunarsamtök al- mennings — samvinnufélögin — gætu notið sín. Kveður svo rammt að þessu, að samvinnufé- lögin eru neydd til þess að hafa gróðaverzlanir að milliliðum í stórum stíl, eða þöla vöruskort elia. Framsóknarflokkurinn er fylgjandi samvinnuverzlun sem úrræði í verzlunarmálum og vill beita sér fyrir því að samvinnu- félögin fái réttláta aðstöðu til að annast allan þann hluta-verzlun- arinnar, sem fólkið sjálft með þátttöku sinni í samvinnufélög- unum skapar sér eðlilegan rétt til. Meðan þannig er ástatt í land- inu að takmörkun innflutnings er óhjákvæmileg, sé úthlutun innflutningsleyfa hagað í sam- ræmi við þetta. Flokksþingið vill undirstrika, að samvinnufélögin tryggja sann- virðisverzlun og að ekki er hætta á að fjárflótti eigi sér stað í sam- bandi við þeirra viðskipti. Til þess að auðvelda eftirlit með öðr- um vöruinnkaupum og verðlags- ráðstöfunum og til þess að vinna gegn fjárflótta telur flokksþingið rétt að unnið sé að því að fækka innflutningsfyrirtækjum frá því, sem nú er, enda sé þess jafnan gætt að slíkar ráðstafanir dragi ekki úr eðlilegri samkeppni sam- vinnufélaga og annarra verzlana. Stjórnarskráin þart að tryggja aukið vald héraðanna Ályktun flokksþingsins um stjórnarskrármálið Um þetta mál urðu miklar og fjörugar umræður og kom fram mikill áhugi fyrir því, að reynt yrði að fyrirbyggja með á- kvæðum í hinni nýju stjórnar- skrá, að stjórnmálaöngþveiti eins og það, er nú ríkir, gæti þróazt xhér, og ennfremur almennt fylgi við kröfur Norðlendinga og Austfirðinga um aukið vald hér- aða og fjórðunga. í ályktuninni segir: Flokksþingið átelur þann drátt, sem orðinn er á endur- skoðun stjórnarskrárinnar, og vill að nú þegar sé nefnd, er skipuð sé fulltrúum allra þing- flokka, falið að gera tillögur í málinu, er síðan séu lagðar fyrir sérstakt stjórnlagaþing, sem sam- kvæmt breytingum á núverandi stjórnarskrá væri falin afgreiðsla þess. Frumvarp það, er stjórn- lagaþingið samþykkir, yrði síðan lagt undir þjóðaratkvæði til stað- festingar eða synjunar. Flokksþingið telur, að í hina nýju stjórnarskrá ætti að setja ákvæði, sem miða að því: 1. Að auka vald héraðanna. 2. Að þjóðkjörinn forseti hafi vald til að skipa ríkisstjórn, ef Alþingi reynist ókleift að mynda þingræðislega stjórn, enda víki hún fyrir stjórn, er styðst við við meirihluta Alþingis. 3. Að forseti hafi frestandi synjunarvald. 4. Að allir alþingismenn verði kjördæmakosnir og þeim fækk- að. Telur flokksþingið núver- andi kjördæmaskipun og kosn- ingatilhögun fráleita, og að skipt ing landsins í einmenningskjör- dæmi muni reynast þjóðinni bezt. 5. Að bæta vinnubrögð alþing- is og stytta þinghaldið, t. d. með því að þingmennska verði aðal- starf alþingismanna um þingtím- ann. Flokksþingið telur ennfremur, að nauðsyn beri til, að sett verði í stjórnarskránni ákvæði um ým- is þegnréttindi, t. d. um eignar- rétt, veiting ríkisborgararéttar o. fl. Arðvænleg skilyrði sjávarútvegs- ins meginskilyrði fyrir sjálfstæð- am þjóðarbúskap (Framhald af 2. síðu). björgunarstörf jafnhliða gæzl- unni. XIV. Olíuverzlunin. Flokksþingið lýsir ánægju yfir þeirri félagsstofnun um olíu- verzlunina, sem nýlega hefir ver- ið komið á fót, fyrir forgöngu S. I. S., olíusamlaganna í Vest- mannaeyjum og Keflavík og fleiri aðila, þar sem stefnt er að því að koma o'líuverzluninni í heilbrigðara horf til hagsbóta fyrir notendur vörunnar. XV. Skipting teknanna. Flokksþingið lýsir ánægju yfir jrví, að félagssamtök útvegs- manna hafa lýst yfir stuðningi við þá stefnu Framsóknarflokks- ins að miða laun og kaupgjald í landinu við framleiðslutekjur þjóðarinnar, og ályktar að flokk- urinn vinni áfram að því að þetta fyrirkomulag verði upp tekið og aðarr ráðstafanir gerðar til þess að skipting þjóðartekn- anna verði réttlátari en nú. Iðnaðarmál Áttunda flokksþing Framsókn- arflokksins beinir því til flokks- stjórnar Framsóknarflokksins að veita öllum heilbrigðum iðnaði í landinu þann stuðning er hún frekast má. Sérstaklega vill flokksþingið benda á eftirfarandi: 1) Að nauðsynlegt er að ætla ríflegt fé til hagkvæmra lána til eflingar stóriðnaði í sambandi við aðal-frarhleiðsluvörur lands- manna. Leggur flokksþingið sérstaka áherzlu á, að slíkur iðnaður sé skipulagður meða samvinnu- sniði þannig, að hver framleið- andi fái raunverulega það fyllsta verð fyrir 'sínar framleiðsluvör- ur, sem þær geta gefið á hverjum Líma. Sé tollalöggjöf landsins athug- uð í þessu sambandi og ennfrem- ur gildandi gjaldeyris- og inn- flutningsreglur og hvort tveggja breytt á sem hagkvæmastan hátt fyrir væntanlegan framleiðslu- vöruiðnað. 2) Flokksþingið átelur aðgerð- arleysi ríkisstjórnarinnar í áburð- arverksmiðjumálinu og skorar á Alþingi að hrinda málinu í fram- kvæmd. 3) Flokksþingið endurtekur fyrri áskoranir um að farið sé að undirbúa stofnun sementsverk- smiðju í Iandinu. 4) Flokksþingið skorar á rikis- stjórn og Alþingi að styðja með hagkvæmum lánum og á annan hátt aukningu og endurbygg- ingu ullariðnaðarins í landinu og telur jafnframt sjálfsagt að Samband ísl. samvinnufélaga hafi áfram alla forustu í fram- kvæmdum þess iðnaðar. 5) Lög um iðju og iðnað séu tekin til rækilegrar endurskoð- unar og ákvæði sett sem fyrir- byggja of miklar takmarkanir á aðgangi að iðnnápri. Ennfrenrur að sérstök ákvæði verði í iðnlög- gjöf landsins viðkomandi ófag- lærðum mönnum, sem starfa að iðnaði. Þá telur flokksþingið eðlilegt, að sett verði löggjöf um iðnskóla í sveit samkvæmt frumvarpi því, er Hermann Jónasson hefir nú lagt fram á alþingi. ^WW^KBttBttBttHttBttettBttBttBttHttBtt^SBHBttBttHttBttBttBttBttBttBttBtttts x Hattar Fjölbreytt úrval. Kaupfélag Eyfirðinga Vefnaðarvörudeild. <■ «”«HKHttHKHKHKHKHttHKHKBKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKBKHKHKHKHJ ^HttHKHttHttHttHttHttHttHttHKHttHttHttHSÍHttHttBttHttBttHttHttHttHttHttHttí UM JOLIN verða mjólkur- og brauðbúðir vorar opnar sem hér segir: Aðfangadag 24. des. til kl. 4 síðdegis. Jóladag 25. des. lokað allan daginn. 2. jóladag 26. des opið frá kl. 10 til 12. Gamlaársdag 31. des. opið frá kl. 9 til 4. Nýjársdag 1. janúar lokað allan daginn. Athygliskal vakin á því, að mjólkur- og brauðútsölurnar í Brekkugötu 47 og Hamarstíg 5 verða lokaðar 2. jóladag og dagana 2. og 3. janúar næstk. vegna vörukönnunar. Kaupfélag Eyfirðinga OÍHKHKHttHKHKHKHWHKHKHKHKHKHttHKHttHKHKHKHKHttHKHKHKHKHKH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.