Dagur - 21.12.1946, Page 4
D AGUR
Laugardagur 21. desember 1946
DAGUR
Ritstjórl: Haukur Snorrason
Aígreiðsla, auglýsingar, innheimta:
Marínó H. Pétursson
Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Síml 166
Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi
Árgangurinn kostar kr. 15.00
Gjalddagi er 1. júlí.
Prentverk Odds Bjömssonar
*
Otraustur grunnur
pÍMARNIR breytast úr haustnóttum í svartasta
skammdegi, menn leggja land undir fót víða
um álfur, söngflokkar ferðast 20000 kílómetra og
kynna land og þjóð og koma heim heilu og
höldnu, kosningar eru liáðar í ýmsum þjóðlönd-
tun og ríkisstjórnir koma og fara. Sameinuðu
þjóðirnar halda langt og erfitt allsherjarþing og
allir þessir atburðir í ríki náttúrunnar og stjórn-
málanna hefjast og ganga undir á meðan alltaf
ríkir stjórnarkreppa á íslandi. Hún virðist við
sömu heilsu í dag og hún var þegar karlakórinn
lagði í söngförina og fulltrúarnir á þingi Samein-
uðu þjóðanna flugu vestur um haf. Báðir þessir
aðilar kvöddu höfuðborgina meðan svartasti
skuggi stjórnar- og gjaldeyriskreppu grúfði yfir,
og stórborgin við Faxa'flóa heilsar þeim aftur í
þessum ham.
jþAÐ ER nú orðin segin saga, að stjórnarkrepp-
urnar á íslandi eru orðnar þær lengstu og ill-
vígustu um víða veröld. Erfiðlega hefir þótt
ganga að' mynda ríkisstjórnir í þjóðlöndum á
borð við Frakkland og Egyptaland, en það virð-
ast ekki nema smámunir einir hjá þeim miklu og
flóknu samningum, sem íslenzkir stjórnmálaleið-
togar þykjast þurfa að gera, áður en þeir geta
tekið höndum saman við að stýra málefnum lands
og þjóðar. Georges Bidault og Sidky Pasha hafa
báðir orðið að þoka úr sæti fyrir nýjum mönnum.
Leon Blum og Nakrashi Pasha hafa tekið við
stjómarstýrinu í þessum löndum og öll þessi tíð-
indi og allir þeir flóknu samningar hafa gengið
fljótt og greiðlega samanborið við störf tólf-
mannanefndarinnar sálugu. Ólafur Thors hefir
þraukað það af, að slá út báða þessa fyrrverandi
stjórnforseta í því að stýra kreppustjórn og verj-
ast 'falli. Sundrungin og óeiningin hafa dugað til
þess að halda lífinu í þeirri ráðleysissamkundu,
sem hér hefir setið að völdum um tveggja ára
skeið, löngu eftir að hún hafði sagt af sér og gef-
ist upp við ,,nýsköpunina“.
þETTA ástand allt og hin illvíga barátta forvíg-
ismanna stjómmálaflokkanna, er fyrir löngu
orðið fullkomið áhyggjuefni öllum þeim, sem
unna þingræði og lýðræði. Virðing hins almenna
borgara fyrir framkvæmd þeirra hugsjóna í hönd-
um Alþingis og ríkisstjórnar fer síráinnkandi, og
þegar þannig er á málum haldið af lýðræðisflokk-
unum, er það næsta lítil furða, að einræðisstefn-
an eigi verulegu fylgi að fagna í landi hér. Fylgj-
endur hennar vita hvað þeir eru að gera og þeir
vinna markvisst að því að ná sínu takmarki.
Vissulega eru lýðræðisflokkarnir þeim þægilegir
stuðningsmenn á þeirri braut, meðan svo er hátt-
að stjórnarfarinu, sem nú hefir verið um alllangt
skeið.
T ANNAN stað er það vissulega lftill stuðningur
við þingræði og raunhæft lýðræði í landi hér,
að loftvog stjórnmálanna skuli standa í beinu
sambandi við það stórpólitíska uppboð á afkomu-
möguleikum þjóðarinnar, sem nú virðist standa
yfir. Það er augljóst, að til eru í landi hér upp-
boðshaldarar, sem eiga alla sína pólitísku gæfu
undir því komna, hvort hærra er boðið í austri
eða vestri. Athygli heimsins hefir verið beint að
togstreitu stórveldanna með nýlegu Reuters-
skeyti frá New York, þar sem því var haldið fram,
að Sovét-Rússland sæktist til aukinnar íhlutunar
Hvað líður sjálfvirku
símastöðinúi? i
Blaðinu er skriíað:
JJVAÐ líður sjálfvirku símastöð-
" inni hér á Akureyri? Þessi spurn-
ing, sem sett var fram í „Degi“ í sum-
ar er leið, vaknaði enn á ný við að
hlusta á útvarpsauglýsingu frá síma- 1
málastjóminni, þar sem hún hvetur j
mjög ákveðið þá Reykvíkinga, sem '
sótt höfðu um nýjan síma, að endur- !
taka nú beiðnir sínar, því að öðrum ■
kosti yrði símatækjunum ráðstafað til
annarra. Þetta mun vera afgangur
þeirrar aukningar, um 2000 síma í
Reykjavík og Hafnarfirði, sem flutt:
var inn frá Svíþjóð sl. ár, og þótti
bera til svo brýna nauðsyn um heim-
flutning þeirra, að kostað var til flug-
sendingar frá Svíþjóð til skips í Eng-
landi, en þó aðeins á 500 þeirra. En
eins og áminnzt var í téðri fyrirspurn
í „Degi“ í sumar, leikur sterkur grun-
ur á, að þessi 2000 tæki, sem Reyk-
víkingum og Hafnfirðingum voru
fengin til viðbótar, hafi frá upphafi
verið ætluð Akureyri í hina veglegu
símahússbyggingu, sem nú er búin að
bíða nærri tvö ár eftir því að geta
sinnt hlutverki sínu, að taka við sjálf-
virkri símastöð fyrir 2000 númer. —
Þessari getsök hefir símamálastjóri
ekki borið við að svara játandi né
neitandi. Og hverju má trúa, þegar- ei-
líf þögn ríkir um málið, þrátt fyrir
fyrirspurnir um það, og almenna óá-
nægju bæjarbúa út af silahættinum í
framkvæmdum þeirra er ráða?
Tilefnisrík afmælisveizla.
jþAÐ vakti einnig nokkra athygli, að
ekki var minnst á símahússbygg-
inguna hér í hinni miklu afmælis-
skýrslu símamálastjóra á fertugsaf-
mæli símans, sem lesin var í útvarpi
og birt í blöðum. Það er ekki fjarri að
álykta, að skýrsluhöfundurhafikynok-
um málefni íslands og var í þessu
skeyti beinlínis hvatt til þess að
Vesturveldin hækkuðu sitt boð.
Sú virðist nú einnig ætla að
verða raunin á, eftir nýjustu
fregnum að dæma, að þau hafi
tekið þessa hvatningu til greina.
Hér erum við orðnir þátttakend-
ur í hættulegum leik og nauðug-
ir viljugir verðum við að dansa
með og taka þakksamlega hverri
nýrri hæk.kun, á meðan dýrtíðin
hér og 'framleiðslukostnaðurinn
útilokar okkur frá því, að taka
þátt í heilbrigðri samkeppni á
erlendum mörkuðum. Það er
áreiðanlega hollast fyrír lands-
menn að gera sér grein fyrir því,
að þótt við kunnum að geta
fleytt framleiðslu okkar enn um
sinn, þrátt fyrir vaxandi dýrtíð,
þá stöndum við á ótraustum
grunni. Hinn vaxandi áhugi
stórveldanna fyrir málefnum ís-
lands um þessar mundir., er ekki
eintómt gleðiefni, jafnvel þótt
þau bjóði hátt og láti vel að okk-
ur. Smáþjóð, sem vill vera sjálf-
stæð, þarf að, geta staðið á eigin
fótum og lifað á heilbrigðri
framleiðslu. Pólitískur og liern-
aðarlegur áhugi stórvelda hefír
alla jafna þótt varhugaverður
grunnur til þess að reisa á hús
sjáifstæðra smáþjóða. Aðgerðir í
dýrtíðarmálunum mega því ek.ki
bíða, jafnvél þótt samkeppni
austurs og vesturs geti haldið
framleiðslunni á floti enn um
sinn.
að sér við að minnast á húsbygging-
una, þar sem um leið varð að gera ein-
hverja grein fyrir því, hvers vegna
hún stendur enn auð og tóm, en það
fnál hafi honum þótt erfitt að fóðra
og því kosið að sleppa því að geta
byggingarframkvæmdarinnar. — Og
veizlur og hóf voru haldin til að
heiðra 40 ára starfsemi símans. Hér á
Akureyri var einnig setið hóf til að
heiðra afmælisbarnið. Og annars stað-
ar en hér mun varla meira tilefni slíks
minningarsamsætis, þar sem símatæk-
in á Akureyri munu að mestu leyti
vera jafngömul símanum á Islandi,
og eiga varla annars staðar heima en
á forngripasafni.
/
Nauðsyn greinargerðar.
JJVAÐ viðvikur töfinni á útvegun
sjálfvirku- símastöðvarinnar hing-
að, er varla nema um tvennt að ræða:
Annað hvort hefir símastjómin sýnt
alveg sérstaka vanrækslu í starfi sínu
um símamálefni Akureyrar, vitandi
hina brýnu þörf bæjarins fyrir aukið
og siðmennilegt símakerfi, með því að
gera ekki ráðstafanir til að fá tækin í
nýju símabygginguna í tíma, jafn-
snemma og hún lét reisa hið veglega
símamusteri — sem nú stendur autt
og tómt — eða hún hefir, eins og
orðrómurinn telur, tekið hin fyrirhug-
uðu, tilbúnu tæki fyrir hina fyrirhug-
uðu, sjálfvirku símastöð á Akureyri,
og þóknast Reykvíkingum með þeim.
Hvort heldur sem er, er afleiðingin
ein og hin sama: Akureyri býr enn við
úrelt símatæki, frá fyrstu árum sím-
ans hér á landi, en veglegt símahús
stendur autt og tómt. Mundi nú ekki
símamálastjóri, sem helzt mun kunn-
ugur þessum málum, vilja gefa okkur
Akureyringum einhverja hugmynd
um, hvernig viðhorfið er í þessum efn-
um nú, og ef hægt er, hreinsa síma-
málastjómina af þeim orðrómi, sem á
'henni liggja í símamálum Akureyrar?
Þ,“
Krossanes.
HIN fyrirhugaða starfræksla Krossa-
nessverksmiðjunnar, fyrir reikn-
ing bæjarins, vekur mikið umtal í
bænum. Munu menn yfirleitt bjart-
sýnir um árangur kaupanna og starf-
rækslunnar. — í hinu nýja blaði
Verkamannafélags Akureyrarkaup-
staðar, „Félagsmál“, er fróðleg grein
um Krossanessverksmiðjuna, eftir
Arna Þorgrímsson, sem mun henni
mjög kunnugur. Arni segir m. a. svo í
þessari grein:
jAKLEGA gera Akureyrarbúar sér
" ekki ljóst, hvaða þátt Krossa-
nessverksmiðjan hefir átt í athafnalífi
Akureyrar og síldarútgerðar hér við
Eyjafjörð, siðan hún var byggð.
Krossanessverksmiðjan er byggð
1912, og er því með elztu síldarverk-
smiðjum hér á landi. Það var Andreas
Holdö, norskur skipstjóri, sem átti
frumkvæðið að því, og var hann jafn-
framt framkvæmdastjóri hennar til
1939, er styrjöldin skall á. Lagði hann
mikið kapp á að endurbæta verk-
smiðjuna, enda bæði röskur og vin-
sæll framkvæmdastjóri og slyngur
kaupsýslumaður.
p*RÁ árinu 1920 til ársins 1931, að
Ríkisbræðslurnar voru byggðar í
Siglufirði, stóð Krossanesverksmiðjan
að miklu leyti undir síldarútgerð hér
við Eyjafjörð. Voru eitt árið unnin
þar 140 þúsund mál. Geta menn af
því séð, hvers virði þetta hefir verið
fyrir Akureyri fyrir utan það, að um
70 manns höfðu þarna þriggja mán-
aða vinnu, og skipin höfðu viðskipti
við Akureyri um kol, vistir o. fl. Þá
var saltað hér á fjórum bryggjum, á
Oddeyri og innri hafnarbryggjunni, og
frystar um 1500 tunnur af beitusíld
hjá Sameinuðu verzlununum á Odd-
eyri. .. . “
(Framhald á 5. síðu).
Líður að jólum
\ÍN >4 í dag er stuttur dagur
y - og jólin því ekki langt
undan.
Jólaannríkið er fyrir
löngu orðið xnikið og
jólaösin, svokallaða, enn-
þá rneiri.
Fólk kvartar undan
því, að lítið sé fá til jólagjafa, en þó virðast allar
verzlanir fullar af fólki!
En kannske er það einmitt þess vegna — í stað
þess að geta gengið að einhverjum hlut vísum á
vísum stað, verður maður að rölta búð frá búð og
leita. —
Oftast fer svo, að maður leitar og leitar og
finnur að lokum allt annað en það, sem leitað
var að. — Ef þú ert ennþá að leita, þá Jangar mig
til að benda þér á einn afar hversdagslegan hlut,
en hentugan, og hóflegan hvað verð snertir, en
þessi hlutur er sokkar, hvort heldur er fyrir kon-
ur eða karla. — Sokkar eru ávallt kærkomin gjöf.
Og fyrir börnin finnst mér tilvalið að gefa
þeim skóladót hvers konar-, en þeim, sem ekki eru
á skólaaldri liti-og litabækur.
Vel á minnst, leyfið börnunum að lita og rissa
snemma, það þroskar þau og .er ótrúlega góður
undirbúningur undir skriftarnámið.
Eg vona að þér hafi tekizt vel við valið á jóla-
gjöfunum, og að jólahaldið sjálft takízt ennþá
betur.
Súkkulaði-rís
Súkkulaði-rís getur þú
sjálf gert og er hann ágæt-
ur í jólapokana.
Súkkulaðið er brætt í
potti og „Rice-krispies“
)Kelloggs-vara) sett saman
við og látið Vera ofan í
súkkulaðinu um stund. —
Síðan er það tekið upp úr og látið vera á smjör-
pappír þar til súkkulaðið hefir storknað utan um
grjónin.
Eg notað er ósætt súkkulaði (t. d. Bakers) þarf
að setja sykur saman við og helzt rjóma. Bæta má
þetta .með möndlum og flórsykri og nota þá
,,Corn-Flakes“ líka. Ef þetta aHt er soðið saman,
verður úr því ágætis mauk, sem gera má úr kúlur
með teskeið og láta þær ,svo storkna á smjör-
pappír.
Kertastjakar úr flöskum
Ef þú ert laghent getur
þú gert skemmtilega kerta-
'itjaka úr kartöflum og
prýtt með því jólaborðið.
Veldu fyrst jafnstórar
kartöflur og sem állra næst
því að vera hnöttóttar og
hafðu þær jafnmargar
þeim, sem þú leggur á borð
fyrir. — Kartöflurnar eru notaðar hráar. Flysjaðu
þær af nákvæmni og skerðu svo sundur í miðj-
unni, þannig, að þú fáir sléttan, jafnan flöt, sem
þær eiga að standa á .
Síðan skerð þú út stjörnu eða aðra „fígúru“ og
gerir gat fyrir lítið kerti.
Slíkur kertastjaki lijá hverjum diski, með mis-
munandi kertum, gerir borðið jólalegt.
Kertastjakar úr kartöflum
Skemmtilega stjaka er hægt að gera úr flöskum
og er bezt að nota flöskur, sem smámjókka upp.
Kertastúfar frá síðustu jólum eru notaðir og
valdið sem flestir litir og skrautlegastir. — Kveikt
er á kertunum og vaxið látið drúpa í dropatali á
flöskuna. — Þannig er brætt á hana ilag eftir lag
af marglitum vaxdoppum og verður úr þessu
állra skemmtilegasti kertastjaki.
GLEÐILEG J Ó L!
/