Dagur - 21.12.1946, Síða 6

Dagur - 21.12.1946, Síða 6
6 DAGUR Laugardagur 21. desember 1946 CLAUDÍA SAGA HJÓNABANDS EFTIR ROSE FRANKEN 28. dagur (Framhald). vÞað er eins og honum leiðist engin störf hér,“ hugsaði Claudía. Hann hafði gaman a£ að gefa skepnunum, sópa gangstígana og hreinsa hænsnakofann. Þótt þau hefðu ráðið mann frá næsta bæ til þess að mjólka kúna og vinna nauðsynlegustu utanhússstörf, þá mætti hann seint og illa, og þess vegna var ævinlega nóg að gera. Davíð hafði ætlað að fá annan, en ekki hafði það tekizt ennþá. „Hafðu engar áhyggjur af því,“ sagði Claudía. „Eg get gert það sem gera þarf, að minnsta kosti á meðan kýrin er geld.“ Hann hafði dvalið nokkur sumur á búgarði afa síns og vissi um hluti, sem voru hreinasta latína fyrir Claudíu, því að hún hafði ver- ið alin upp með lokuð augu fyrir eðli dýraríkisins. Henni fannst það enniþá furðulegt hvemig Davíð hafði farið að því, að vita hve- nær tími var til kominn að ákveða hvort kýrin skyldi eignast kálf eða ekki. „Lítill fugl sagði mér,“ hafði Davíð svarað, grafalvarlegur, þegar hún spurði hann að þessu. Málið var þannig vaxið, að hún hafði ekki nema takmarkaðan áhuga fyrir því, sem gerðist utan hennar eigin veggja. Innan þeina vom nægileg verkefni til þess að hafa ofan af fyrir henni. í kvöld lá hún vakandi í rúminu og braut heilann um það, hvernig í ósökpunum hún ætti að vera búin að ljúka við þá eitt þúsund hluti ,sem gera þurfti fyrir morgundaginn, eða áður en Júlía kæmi í heimsóknina. Júlía hafði ekki komið síðan húsið var fullgert. Hún hafði komið meðan allt var á öðrum endanum og fullt af smiðum og miðstöðvarlagningarmönnum um allt húsið og raunar var ómögúlegt að skapa sér neina skoðun á íbúðinni undir þeim kringumstæðum. Claudíu var því ekki sama hvernig heim sókninni á morgun reiddi af. Hartley virtist eigi að síður skemmta sér hið bezta, þótt allt væri ekki í röð og reglu. Hann hafði gengið um garðinn og í sífellu endurtekið sömu setninguna: „Þetta hefi eg ailltaf sagt. Maður á að setja peningana í moldina. Þar bera þeir mestan ávöxt.“ En hann viðurkenndi þó, að ekki væri skynsamlegt að leggja of mikla peninga „í moldina", eins og hann orðaði það, eða í þessu tilfélli í búgarðinn og húsið, „því að eftir nokkur ár viljið þið uppvæg flytja aftur til New York.“ „Nei, aldrei að eilífu." Claudía hafði fullvissað hann um það. Og víst hafði hún verið sannfærð um það, því að allt hafði verið svo dá- samlegt tii að byrja með. Hún mundi aldrei gleyma deginum, þeg- ar Davíð gekk út á engið ti'l þess að slá. Þar hafði hann staðið allan fyrripart dagsins, snöggklæddur í sólskininu, og hann hafði verið svangur og hraustlegur, þegar hann kom inn til hádegisverðarins. Hann var eitthvað svo frjálsmannlegur og lífið aillt svo frjálslegt, að hún hafði verið alveg sérstaklega hamingjusöm, og hafði fullvissað Davíð um, að sér hefði áldrei liðið betur en einmitt þá. „Ertu þá ánægð að við erum fliítt?" hafði hann spurt. „Já, það er eg áreiðanlega. I sjöunda himni! En þú?“ „Það geturðu reitt þig á,“ hafði hann svarað, fastmæltur. Hún hafði oft minnst þessa dags og reynt að endurvekja þær til- finningar, sem þá brutust um í hjarta hennar, en það var hægra sagt en gert. Einhvern veginn hafði henni aldrei tekist það. Alltaf var svo mikið að gera, og margt, að aldrei var tími til þess að hugsa neitt. Þakið hafði byrjað að leka, einhver sjúkdómur héltók trén í garðinum og svo það, sem verst var af öllu, kýrin hafði orðið veik og þau höfðu þurft að sækja dýralækninn fjórum sinnum og það var ekkert bamagaman, því að það kostaði 10 dali í hvert sinn. Litlu seinna hafði Bobby fengið hitakast, og héraðslæknirinn var óðar sóttur. Hann tók ekki nema þrjá dali fyrir skoðunina og Clau- díu fannst, að hún hlyti að hafa verið ómerkileg, fyrir svona lágt verð. „Þú hefðir getað borgað honum 10 dali, ef þér hefði þá liðið bet- ur,“ sagði Davíð. „Það er ekki það, sem eg er að hugsa um. Eg er nærri því hrædd um, að þú hafir haft meiri áhyggjur af heilsu kýrinnar, en barns- ins þíns.“ „Já, en Lalla er enginn venjuiegur gripur.“ Claudía svaraði ekki. Vitaskuld var hún þakklát fyrir mjólkina og smjörið, en hún hafði þó fundið til þess, að þegar Lalla varð geld, var einstakilega þægilegt að geta fengið mjólkina senda heim frá verzluninni í nágrenninu, án þess að þurfa að hafa fyrir mjöltun. „Um hvað ertu að hugsa?" spurði Davíð. „Finnst þér ekki bæri- legt, að geta fengið mjólk og rjóma úr okkar eigin fjósi?“ Hana langaði mest til þess að segja: „Nei, mér finnst það hræði- legt og helmingi betra að kaupa mjólkina og losna við alla fyrir- höfnina," en hún áræddi það ekki. Hún skildi, að hann hafði ein- hverja innri ánægjú af því, að geta talað um sitt eigið land, sem (Framhald). Silkisokkana fóið þið bezta hjó V einaðarvörudeild Yegna vörukönnunar verða sölubúðir vorar lokaðar sem hér segri: Kjötbúðin: 1.—3. janúar, að báðum dögum meðtöldum. Nýlenduvörudeildin: 1.—4. janúar, að báðum dögum með- töldum. Vefnaðarvöru-, Skó-, Jám- og glervöru-, Véla- og várahluta- og Byggingarvömdeildir frá 1.—7. janúar, að báðum dögum töldum. Útibúin á Oddeyri, Brekkugötu, innbænum og við Hamar- stíg frá 1.—3. janúar, að báðum dögum meðtöldum. Lyfjabúð, brauð- og mjólkurbúðir verða ekki lokaðar. Full reikningsskil á þessa árs viðskiptum verða að vera gerð fyrir 15. janúar næstkomandi, þar eð gömlum reikningum verður ekki haldið opnum til innborgun- ar nema fram að þeim tíma. Kaupfélag Eyfirðinga Jarðlíkön (Globus) frákr. 120.00 til 575.00, með gráðu- bogum, hinir dýrari með afargóðum korta- bókum, og sumir ráf- lýstir, eru tilvalin jóla- gjöf handa ungling- um. — Fást í Gjafabúðinni Enginn bókamaður á íslandi má láta hina nýju útgáfu ÍSLENDINGASAGNA vanta í bókaskáp sinn. Gerizt því áskrifendur þegar í dag. Aðalumboðsmaður á Norðurlandi: * Arni Bjarnarson Bókaverzlunin Edda. Akureyri — Sími 334.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.