Dagur - 21.12.1946, Side 7

Dagur - 21.12.1946, Side 7
Laugardagur 21. desember 1946 DAGUR 1 Bækurnar, sem hver bókamaður þarf að eiga og lesa ÍSLENZKIR ÞJÓÐHÆTTIR JÓNASAR FRÁ HRAFNAGILI. Það verður ekki um það deilt, að þjóðhættirnir eru ein af beztu bókum, sem komið hafa út á íslenzku. Nú er þessi síðari útgáfa nærri uppseld. Tryggið yður eintak, áður en það er of seint. LJÓÐASAFN EINARS BENEDIKTSSONAR. Aldrei fyrri en nú hafa öll ljóð Einars Benedikssonar verið samtímis í bókaverzlunum. Nú er allt safnið í þremur bindum, falleg og vönduð útgáfa. Betri jólagjöf er ekki hægt að gefa bókamanni. BLÁSKÓGAR. Ljóðasafn Jóns Magnússonar. Ljóðvinir hafa lengi beðið heildarútgáfu af ljóðum þessa vinsæla skálds. Hann hafði sjálfur gengið frá útgáfunni, skömmu áður en hann féll frá. RIT EIRÍKS Á BRÚNUM. Bókin er skemmtileg og fróðleg og rifjar upp hjá þeim, sem fullorðnir eru, margar ánægjulegar endurminningar. BYGGÐ OG SAGA, eftir Ólaf prófessor Lárusson. HUGANIR, * erindasafn Guðmundar Finnbogasonar. SJÓMANNASAGA ^ Vilhjálms Þ. Gíslasonar. SJÓSÓKN, endurminningar Erlendar hreppstjóra á Breiðabólsstöðum, skráðar af Jóni Thorarensen. BIBLÍAN í MYNDUM. Séra Bjarni Jónsson vígslubiskup bjó 'undir prentun. RAULA EG VIÐ ROKKINN MINN, þulur og kvæði, sem Ófeigur J. Ófeigsson læknir hefur skráð og skreytt fjölda mynda. Bókin kom út fyrir jólin í fyrra, og þótti þá ein skemmtilegasta og fegursta jólabókin. ÞRJÁR VINSÆLAR LJÓÐABÆKUR: Snót, Svanhvít og Svava. Allar voru þessar bækur yndi og eftirlæti íslenzkrar alþýðu fyrir nokkrum áratugum, en hafa verið ófáanlegar um alllangt skeið. MINNINGARRIT THORVALDSENSFÉLAGSINS. í riti þessu er rakin saga félagsins og birtar myndir af fjölda þeirra kvenna, sem starfað hafa fyrir félagið frá stofnun þess og fram á þennan dag. SAGA VESTMANNAEYJA, eftir Sigfús M. Johnsen. í riti þessu, sem er í tveim stórum bindum, er dreginn saman ótrúlega mikill fróðleikur um Vestmannaeyjar allt frá landnámstíð, og þar eru birtar myndir af um 300 manns, konum og körlum, sem staðið hafa framarlega í athafnalífi eyjarbúa. Bókin er þvínær uppseld. BARNABÓKIN, eftir Stefán Jónsson. Síðan fyrstu bækur Sigurbjörns Sveinssonar, Bernskan og Geislar, komu út, hafa engar bækur handa börnum náð slíkri hylli sem barnaljóðin hans Stefáns Jónssonar, Gutti og fleiri. I þessari nýju bók Stefáns eru bæði sögur, kvæði, leikrit o. fl., allt eftirlæti barna. Bókin er skreytt fjölda mynda. HVAR-HVER-HVAÐ er nýjung í íslenzkum bókmenntum. En það er bókin, sem ungir og garnlir munu lesa oftast og mest á komandi árum, það er handbók heimilanna. LJÓÐABÆKUR KOLBEINS í KOLLAFIRÐI: Hnoðnaglar, Kræklur, Olnbogabörn og Kurl, en Kurl eru að koma út þessa dagana. Nýlega eru bækurnar: SÖNGUR STARFSINS, eftir Huldu, LIFENDUR OG DAUÐIR, eftir Kristján Bender, NÝIR SAGNAÞÆTTIR, eftir Gísla Konráðsson, TRILLAN, eftir Morten Ottesen, og CARMINA CANENDA hin vinsæla söngbók stúdenta, komnar út. ísafoldarprentsmiðja li.f.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.