Dagur - 15.01.1947, Síða 8

Dagur - 15.01.1947, Síða 8
8 DAGUR Ór bæ og byggð I. O. O. F. - 12811781/2 - KIRKJAN. Messað í Lög- mannshlíð næstk. sunnudag kl. 1 e. h. Möðruvallakl.prestakall. Messað á Möðnjvöllum sunnudaginn 19. jan. og í Glæsibæ sunnudaginn 2. febrúar kl. 1 e. h. Mið-Evrópusöínunin. Heildarfjár- söfnun skólabarna á Akureyri til Mið- Evrópu og Finnlands nam kr. 13.616.40 og hefur sú upphæð verið send Fræðslumálaskrifstofunni í Rvík til fyrirgreiðslu. Bílstjórafélag Akureyrar heldur fund í Verklýðshúsipu fimmtudaginn 16. þ. m. kl. 8.30 e. h. Félagsmenn eru beðnir að fjölmenna á fundinn. Austfirðingamót. Enn geta Aust- firðingar fengið aðgöngumiða að Aust- firðingamótinu á laugardaginn. Ann- ars seldir öðrum. Áskriftárlistar liggja frammi í Bókaverzl. Gunnl. Tr. Jóns- sonar og Hattabúð Lillu og Þyri. Þeir, sem ekki geta vitjað aðgöngumiða sinna í dag, á ákveðnum tíma, eru beðnir að vitja þeirra á Hótel Norður- land á föstudaginn kl. 6—7 e. h. — Sækið þessa aðalskemmtun Austfirð- inga! Leiðréttiné. í afmælisgreininni um Grétar Fells í síðasta blaði, hefir prentvillupúkinn laumað inn einni prentvillu. í staðinn fyrir „hin aust- rænu viðhorf í andlegum málum“, átti að standa: „hin vitrænu viðhorf í and- legum málum“. St. Brynja heldur fund í Skjald- borg mánudaginn 20. jan. kl. 8.30 e. h. Kosning embættismanna o. fl. — Félagar, fjölmennið. Barnastúkan Bernskan heldur fund íSkjaldborg næstk. sunnudag kl. 1 e. h. — Féalgar, fjölmennið. Vinnustofusjóði Kristneshælis hafa borizt þessar gjafir: Þ. B., Önguls- staðahreppi, kr. 100.00; Kristín Árna- dóttir, Akureyri, kr. 100.00; Torfhild- ur Jakobsdóttir, minningargjöf, kr. 200.00; N. N. kr. 20.00; N. K. N., áheit, kr. 50.00; ágóði af kvöld- skemmtun Berklavarnar á Akureyri kr. 865.00; R. I., Akureyri, kr. 100.00. Beztu þakkir. Jónas Rafnar. Rjónaklúbburinn „A//ir eitt“ held- ur dansleik í Samkomuhúsinu næstk. sunnudagskvöld kl. 9.30. Sjá auglýs- ingu í blaðinu. / Hallgr. Björnsson verkfræðingur, ráðinn framkvæmdastjóri Krossanessverksmiðju Verksmiðjustjórn Krossaness auglýsti fyrir áramótin eftir framkvæmdastjóra fyrir verk- smiðjuna og var umsóknarfrest- ur til 10. janúar. Verksmiðju- stjórninni bárust umsóknir frá eftirtöldum mönnum: Hallgrími Björnssyni, verkfræðingi, Geir Arnesen, verkfræðinema, Helga Pálssyni, framkvæmdastj. og Þráni Ólafssyni, vélstjóra'. — Á fundi verksmiðjustjórnarinnar 11. þ. m., var samþykkt að ráða HálJgrím Björnsson til starfsins. Hallgrímur er ungur maður, Svarfdælingur að ætt og hefir stundað nám sitt í Noregi. Mun hann tvímælalaust, vegna reynslu sinnar þar, vera í hópi hinna sérfróðustu manna hér á landi um allt er lýtur að síldar- vinnslu. Mun mega telja sæti framkvæmdastjórans í Krossanesi vel skipað. OUulfélagið nýja. (Framhald af 1. siðu). félagsstjórnar. Varamenn í stjórn félagsins eru þeir Egill Thorarensen, framkvæmdastjóri, Selfossi, Elí- as Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri, Keflavík og Halldór Jóns- son, framkvæmdastjóri, Reykja- vík. Tilgangur hins nýja olíufélags er að koma olíuverzlun lands- manna algerlega á íslenzkar hendur og um leið kappkosta að gera hana ódýrari en verið hefir og með því tryggja landsmönn- um sem sanngjarnast verð á ben- zíni, steinolíu, hráolíu og smurn- ingsolíum. Olíufélagið h.f. hefir keypt hlutabréf þau í hinu ísl. steinol- íuhlutafélagi, sem voru dönsk eign, og er þetta því elzta olíufé- lag hér á landi, og H. I. S., frá 1. jan. 1947 orðið al-íslenzkt félag. Félagið heldur starfsemi sinni, að formi til óbreyttri og innir af hendi hluta þess starfs, sem Olíu- félaginu er ætlað. Olíufélagið h.f. hefir fengið einkaumboð á íslandi fyrir hið mikla bandaríska olíufélag Standard Oil Company, en fram- leiðsluvörur þess firma eru auð- kenndar með nafninu ESSO. Þá hefir Olíufélagið ennfremur fengið einkaumboð fyrir banda- ríska flugbenzínfélagið INTAVA og fyrir British Mexican Oil Company, sem selur aðallega arennsluolíur til skipa. Eru þessi þrjú félög hvert á sínu sviði einhver hin allra stærstu í heimi. Má því segja að vel sé séð fyrir því, að hið nýja olíufélag geti haft góðar vörur á boðstólum. Enda þótt Olíufélagið hafi náð mjög hagstæðum samning- um við framangreinda olíufram- leiðendur, er það á engan hátt háð hinum erlendu félögum, hvorki beint eða óbeint. Þegar Olíufélagið héfir komið í framkvæmd byggingum olíu- geyma, útvegað olíuflutninga- skip o. fl., sem í undirbúningi er, er gert ráð fyrir að olíuverð geti lækkað allverulega, frá því sem verið hefir. Hvort þessi tilraun með alís- Jenzka olíuverzlun tekst vel, er mikið komið undir samstarfshug og samvinnuvilja landsmanna sjálfra. Hyggja stofnendur og stjórnendur Olíufélagsins gott til samvinnu við olíunotendur um að hrinda þessu þjóðþrifamáli í framkvæmd, á sem farsælastan hátt. Verður ekki heldur öðru trúað en að þessi nýi félagsskap- ur njóti velvildar og stuðnings allra þjóðhollra Islendinga, er jafnframlt vilja vinna að hag- kvæmriog-réttlátri verzlun. Olíubirgðastöð í Krossanesi. (Framhald af 1. síðu). ist það í alla staði hagkvæmt fyr- ir bæinn að stuðla að því, að svo megi verða, enda hefir lengi ver- ið ljóst, að þar út frá muni hag- kvæmast að hafa slíkar stöðvar, en ekki inni í sjálfum bænum, svo sem nú ert Valdalaus konungur Nýlega fóry fram „kosningar" í Rúmeníu. Kommúnistar unnu þar mikinn kosningasigur á sína vísu, en Bandaríkjamenn og Bretar hafa tilkynnt stjórnar- völdunum þar, að þeir telji að kosningarnar hafi ekki verið frjálsar. Eftir þennan kosninga- sigur kommúnista er gert ráð fyr- ir, að Mikhael konungur verði gjörsamlega valdalaus, og var þó ekki af miklu að taka, því að síð- an stjórn kommúnistans Groza tók við völdum í Rúmeníu, hef- ir konungur naumast heyrzt nefndur á nafn og hefir algjör- lega horfið í skuggann. Ekki er ósennilegt að hann verði neydd- ur til þess ag segja af sér, eins og nágranni hans, Búlgaríukon- ungur. Kolabirgðir þrotnar (Framhald af 1. síðu). farmar eru ókomnir. hingað enn- þá og nú mun ógerlegt að fá kol í Englandi, í bráð a. m. k. Sam- bandið átti þó von á kolafarmi frá Englandi í desember og var ætlunin að m/s. Hvassafell flytti þann farm, en er til kom, töldu Bretar sig ekki geta afgreitt kol- in. Þar sem allar áætlanir skips- ins röskuðust mjög við þetta, var það ráð tekið að leigja Eimskipa- félaginu það í 24 daga og sigldi ; það til Rotterdam á vegum þess. ^ Þegar það kemur úr þeirri ferð mun það koma hingað til Akur- eyrar og hlaða ull til Póllands og er nokkur von um að Hvassafell, eða leiguskip SÍS, e/s. Varg, geti tekið fyrsta kolafarminn, sem þaðan fæst. Þessi áætlun er þó háð því skilyrði, að ísar teppi ekki siglingar á Eystrasalti, en á því er nokkur hætta vegna frost- hörkunnar í Evrópu. Fari svo illa, verður landið fyrirsjáanlega kolalaust um miðjan vetur. Með tilliti til þessarar hættu vinnur SÍS nú að því að útvega kolafarm frá Bandaríkjunum, en kol munu fáanleg þar, en ekki hefir tekist ennþá að útvega hentugt skip til flutninganna. Þarf það að vera stói't skip. Meðan þessi óvissa ríkir sýnist mikil ástæða fyrir alla, sem kol þurfa að nota, að fara sem spar- legast með þær birgðir, sem enn- þá eru fyrir hendi. Langur vetur er enn framundan, og svo kynni að fara, að blíðviðri þau, sem verið hafa til þessa, entust ekki fram á vor. . .Munið Minnisvarðasjóð Jónasar Hallérímssonar! Tekið á móti fram- lögum hjá blöðunum á Akureyri, í úti- búi Búnaðarbankans og á skrifstofum KEA. Miðvikudagur 15. janúar 1947 Nýtt skip. (Framhald af 1. síðu). Svía hér við land sl. sumar. Skip ið er búið öllum nýtízku öryggis-1 tækjum, svo sem talstöð, miðun- arstöð og sjálfritandidýptarmæli. Ganghraði þess er um 9 míilur. ‘| Nokkrar breytingar 'eru fyrir- ^ hugaðar á skipinu og er þegar byrjað að smíða skilrúm í lestar- rúm. Þá er einnig fyrirhugað að gera nokkrar breytingar á mannaíbúðum og stækka þær og búa nýjum tækjum. Skipið hefir. hlotið nafnið Akraborg og ber einkennisstaf- ina EA—50. Heimahöfn þess er Akureyri. Valtýr Þorsteinsson er athafnasamur útgerðarmaður. — ( Auk Akraborgar á hann mótor- bátinn Gylfa frá Rauðuvík og gerir hann út frá Sandgerði í vetur. Þá er hann og þátttakandi í útgerð mótorbátsins Garðars frá Rauðuvík, sem er 50 smálesta Svíþjóðarbátur. Þetta myndarlega skip er góð- ur fengur fyrir skipastól þann, sem héðan er gerður út og at- vinnulíf bæjarmanna, og á Val- týr þakkir skildar fyrir dugnað sinn og framtak. Skjaldborgar-Bíó Miðvikudagskvöld kl. 9: r Astaræði Jean Gabin — Gaby Morlay o. fl. (Bönnuð yngi en 12 ára.) Fi:mmtudagskvöld kl. 9: Gagnáhlaup Paul Muni, Margr. Champrnan o. fl. (Frumsýning.) L r####i ASBEST utan húss og innan. Byggingarvöruverzlun Akureyrar h.f. Gæsadúnn Hálfdúnn Sendum gegn póstkröfu. r Verzl. Asbyrgi h.f. Skipagötu 2 Söluturninn, Hamarst. Red Seal Lye-sódi DIF-handsápuduf t Hafnarbúðin Skipagötu 4 — Sími 94 NÝJA BÍÓ sýnxr Miðvikudags- c dagskvöld kl. 9: íimmtu- Demantskeifan i Aðalhlutverkum: Betly Crrable og Dick Haymes. Höfum tekið við umboði hr. Jakobs Ó. Pét- urssonar á bókum Menn- ingarsjóðs og Þjóðvinafé- lagsins fyrir árið 1946 og framvegis. — Þeir, sem voru áskrifendur í hans umboði, eru vinsamlega beðnir að vitja bókanna til vor. Bókaverzl. EDDA MUNIÐ: MIKIÐ URVAL AF ALLS K0NAR SNYRTIVÖRUM StjörnuApotek Orðsending frá GÚMMÍVIÐGERÐINNI \ AKUREYRI. BIFREIÐAEIGENDUR! Nú er rétti tíminn til að yfirfara hljólbarðana og gera við þá, sem skemmdir eru. Látið Gúinmíviðgerðina annast þaðl Gummíviðgerðin Akureyri

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.