Dagur - 19.03.1947, Síða 2

Dagur - 19.03.1947, Síða 2
2 DAGUR Miðvikudagur 19. marz 1947 Eyðslukon í búi Fyrir nokkru er það kunnugt, að fyrrv. stjórn Ólafs Thors, sem nú er nokkuð almennt kölluð „Ólafía sáluga", tók við upp und- ir 600 milljónum kr. í erlendum gjaldeyri, og á þeim rúmlega txeggja ára tíma, er hún var við völd, mun hafa fallið til gjald- eyrir að upphæð eitthvað yfir /00 milj. kr. Stjórnin hafði því til ráðstöfunar nálægt 1300 milj. króna. Þrátt fyrir þessa svimháu upp- hæð, varð viðskilnaður Ölafíu sálugu með þeim endemum, að gjaldeyririnn nægði ekki til að fylla ])á eyðsluhít, er fyrrv. stjórn stofnaði til, því til viðbótar þess- um 1300 miljónum hefir verið eytt vænni fúlgu, sem legst á herðar þjóðarinnar í framtíð- inni. Eyðslukona er eldur í búi, var viðkvæði manna hér áður, þegar einhverjum gekk illa að bjarg- ast og of mikilli eyðslu á heimil- in'u var um kennt. Ríkisstjórnin er eins konar ráðskona á þjóðárbúinu, og er mikils um vert hvernig hún fer með efni þjóðarinnar á því stóra heimili. Það leikur ekki á tveim tung- um, að eyðsla og sukk fyrrv. stjórnar hefir verið gegndarlaust. Það er líkast því að eyðandi eld- ur hafi farið um fjármuni þjóð- arinnar í stjórnartíð hennar. Þann 1. þ. m. er gjaldeyris- ástandið sagt vera á þessa leið: Inneignir bankanna erlendis 44 milj. kr. Á nýbyggingarreikningi 120 milj. kr. Ábyrgðir bankanna fyrir vör- um, sem enn eru ekki komnar, 58 milj. kr. Ráðstafað til kaupa á nýbygg- ingarvörum, sem ekki er búið að yíirfæra, 150 milj. kr. Þannig etr búið að ráðstafa 44 ntilj. kr. í erlendum gjaldeyri umfram það, sem eftirstöðvun- um af gjaldeyrisinnstæðunum nemur. Hér við bætast svo gjaldeyris- leyfi, sem ekki hafa enn verið settar ábyrgðir fyrir. Svo tala vikapiltar Ólafs Thors um dýran arf, sem stjórn hans láti eftir sig til nýju stjórnarinn- .ar Sé um arf að ræða í þessari merkingu, þá er hann a. m. k. neikvæður. Það þurfgti engan að undra, þó að viðskiptaráð tilkynnti fyrir skömmu miklar hömlur á inn- flutningi til landsins og að ekki yrði leyfður innflutningur nema á bráðnauðsynlegum vörum fyrst um sinn. Gott dæmi um vitavert bruðl fyrrv. stjórnar" eru byggingar- framkvæmdir síldarverksmiðj- anna á Skagaströnd og Siglu- firði. Upphaflega var heimiluð 10 mil j. kr. lánveiting til þessara f/amkvæmda. Á þinginu 1944 fékk fyrrverandi atvinnumálaráð- lierra, Áki Jakobsson, hækkað heimildina í 20 milj. kr. I annað a er eldur sinn var flutt frumvarp á Alþingi í síðastl. aprílmánuði að beiðni sama ráðherra um 7 milj. kr. hækkun, úr 20 í 27 miljónir. í greinargerð fyrir frv. voru þing- inu m. a. veittar þessar upplýs- ingar frá ráðherranum: „Framkvæmdir eru nú það vel á veg komnar, að nokkurn \eginn má sjá, hver byggingar- kostnaður verður. Má ætla, að til þess að unnt verði að ljúka byggingarframkvæmdum bæði í Höfðakaujrstað og á Siglufirði, þurfi að hækka lántökuheimild ríkisstjórnarinnar úr 20 miljón- um króna, eins og hún er í nú- gildandi lögum, upp í 27 miljón- ir króna.“ Það er kunnugt, að á undan alþingiskosningunum í yor voru þessar byggingaframkvæmdir gerðar að áróðursvél af stjórnar- liðum, og áttu þær að vera tal- andi vottur um stórhug og starf- hæfni nýsköpunarstjórnarinnar. Framsóknarmenn, sem leyfðu sér að gera athugasemdir við þessar l'yggingaframkvæmdir og töldu, að mikið mundi fara þar í súginn að óþörfu, voru stimplaðir fjand- menn „nýsköpunarinnar“ og hat- ursmenn allra framfara. Þá var því og haldið fram með miklu offorsi, að liinar nýju síld- arverksmiðjur yrðu tilbúnar til vinnslu fyrir síldarvertíð á síðastl. sumri, en þeir sem drógu það í efa, voru kallaðir rógberar og öðrum álíka nöfnum. Síðan hefir þetta mál skýrzt á margan hátt og ýmislegt komið í Ijós, sem áður var nryrkri hulið. Eitt af seinustu verkum Áka Jak- obssonar sem ráðherra var að láta leggja fyrir.Alþingi frum- varp um aukna lántökuheimild vegna nýju síldarverksmiðjanna á Siglufirði og Skagaströnd. Með þessu frv. er lagt til, að lántöku- heimild ríkisstjórnar^inar vegna bygginga síldarvernsmiðjanna verði aukin um 11 miljónir króna, úr 27 miljónum í 38 miljónir. Það er með öðrum orðum kom- ið á daginn, að þær upplýsingar, sem fyrrv. atvinnumálaráðherra gaf Alþingi í síðastl. aprílmán- L’.ði, voru fjarri því að vera rétt- arf Kostnaðurinn við byggingu verksmiðjanna varð ekki „nokk- urn veginn" 27 milj., eins og upp- lýst var, heldur 38 milj., og þó er talið nokkurn veginn víst að langt sé frá að öll kurl séu komin til grafar. Frá hendi ríkisstjórnarinnar sýnist öll hagsýni hafa verið úti- lokuð við þessar framkvæmdir, en megináherzlan verið á það lögð að eyða sem mestu fé. í stað þess að fela stjórn síldarverk- smiðja ríkisins yfirstjórn verk- smiðjubygginganna, var skipuð serstök nefnd manna til þess að stýra þessum framkvæmdum. Eft- irlit þessarar nefndar kostaði 450 þús. kr. í annan stað fékk Al- menna byggingarfélagið 800 þús. kr. í „umsjónarlaun“. Mjögmikil vinna var eftirvinna, nætur- og helgidagavinna, og hefir þessi til- högun að sjálfsögðu aukið bygg- ingakostnaðinn gífurlega, en allt fumið og ósköpin, sem á gengu, var talið lífsnauðsyn til þess að fiýta „nýsköpuninni" sem mest. En allt kom fyrir ekki, því að þrátt fyrir alla eftirvinnu, nætur- vinnu og helgidagavinnu urðu vinnuafköstin ekki meira en það, að nýju verksmiðjurnar komu ekki að notum á síldarvertíðinni 1946 og jafnvel talið vafasamt, að þær verði komnar til fullrar notkunar á næstu síldarvertíð. Málalið fyrrv. stjórnar reynir að klína allri ábyrgðinni á sukk- inu og svindlinu í sambandi við Lyggingu nýju síidarverksmiðj- anna á Áka Jakobsson, og sjálf- sagt á hann inesta sökina. En sarnt hljóta aðrir ráðherrar að bera sinn hluta af henni. Ábyrgðin fellur á alla stjórn Ólafs Thors og ekki sízt á hann sjálfan. Hér er heldur ekki um neinn einstakan atburð að ræða, hann er einn af mörgum í lnakfallasögu fyrrv. stjórnar. Með sama blæ var mest- ur hlutinn af nýsköpunarfram- kvæmdum stjórnar Ólafs Thors, fumkenndur handagangur án skipulags, samfara stjórnlausum fjáraustri til beggja handa, sem endáði með stöðvun og öng- þveiti. Víst hafa kommúnistar átt drýgstan þátt í ráðleysinu og ófarnaðinum, enda spara fyrrv. samstarfsflokkar þeirra ekki að bera þeim allt illt á brýn, eftir að upp úr slitnaði með þeim. Þess \egna er það alveg furðulegt, að Ólafur Thors skyldi eyða nær hálfu misseri í það að ganga eftir kommúnistum og grátbæna þá um að vera í stjórn með sér áíram. Og allan þann tima rogg- aði ábyrgðarlaus stjórn og að- gerðalaus, þrátt fyrir mörg og stór aðkallandi vandamál, sem kröfðust skjótrar úrlausnar. Það er eins og Morgunblaðið sé farið að renna grun í, að einhver hluti Sjálfstæðisflokksins hafi látið sér skiljast, að eitthvað meira en lít- ið sé athugavert við eyðslu ráðs- konunnar, sem tók við stjórn 1944. Þann 1. þ. m. talar þetta málgagn Ólafs Thors um mikið af „dauðum" framkvæmdum síð- ustu ára og gefur þar með í skyn, að mikið fjármagn hafi á þessum árum tarið í súginn til miður þarflegra framkvæmda, svo sem lúxusbygginga o. fl. En „hitt skiptir mestu máli,“ segir blaðið, „að þjóðin bar gæfu til að verja mestu af því fjármagni, senr henni áskotnaðist á stríðsárun- um, í kaup á nýjum og fullkomn- ari framleiðslutækjum, sem verð- ur traustasti varasjóðurinn í framtíðinni." Eins og nú er kunnugt orðið, hafði fyrrv. stjórn um 1300 miljónum króna úr að spila í stjórnartíð sinni. Því eyddi hún öllu og meira til. Það er og kunn- ugt að 300 miljónum varði hún til kaupa á nýjum framleiðslu- tækjum. Það er alveg ný stærðfræðileg uppgötvun, að 300 miljónir sé mestur hluti af 1300 miljónum, eða svo maður tíaldi sér við lægri tölur ,að 3 sé mestur hluti af 13. Hingað til hefir það verið talin stærðfræðileg vissa, að 3 væru nokkru minna en 1/4 af 13 og svo mun enn verða. Hin nýja reikningslist Mbl. er því ekki annað en stórfelld, bíræfin tölu- fölsun. Bréf úr höfuðstaðnum Félagaheimili - Orlofsheimili - Prestssetra Fyrir Alþingi liggur. frumvai'p um félagaheimili, flutt af Páli Þorsteinssyni og Bjarna Ásgeirs- syni. Félagaheimili skilgreina flutningsmenn svo, að það séu samkomuhús, er ungmennafélög, íþróttafélög, lestrarfélög, bind- indisfélög, skátafélög og önnur menningarfélög í sveitum og kaupstöðum, sem almenningi standa opin án tillits til stjórn- málaskoðana, eiga að nota til fundahalda eða annarrar starf- semi sinnar. Frumvarpið mælir svo fyrir, að ríkissjóður skuli greiða allt að 1/3 hluta bygging- arkostnaðar félagaheimila. Enn- fremur skuli ríkisstjórninni heimilt að ábyrgjast fyrir liönd ríkissjóðs lán, sem tekin eru vegna félagaheimila, enda fái þá ríkissjóður jafnframt tryggingu í húsinu með 1. veðrétti. Lán þessi mega nema allt að 1 /3 bygginga- kostnaðar. í hverju byggðarlagi þarf að vera góð aðstoð til.rélags- starfa og mannfagnaðar. Gömlu samkomuhúsin, sem víða risu upp á fyrstu árum þessarar aldar, voru flest af vanefnum ger og eru orðin fornfáleg og ófullnægjandi. Á hinn bóginn er það vandkvæð- um bundið, að nota heimavistar- skóla sveitanna sem allsherjar samkomustaði, enda er skólalög- gjöfin að miklu leyti við það mið- uð, að tveir eða fleiri hreppar sameinist um skóla. Liggur í aug- um uppi, að þeir hreppár, sem engan skóla hafa, geta ekki án þess verið að eiga félagaheimili innan sinna vébanda. Frumvarp- ið miðar að því að tryggja það, að þetta menningarmál verði stutt al hálfu ríkisins. Orlofsheimili. Tveii þingmenn Sósíalista- flokksins, Sigurður Guðnason og Hermann Guðmundsson, hafa lagt fram frumvarp um orlofs- heimili verkalýðsfélaga og sam- komuhús í sveitum. Er það frum- varp einkum byggt á þeirri hug- mynd að sameina samkomuhús ungmenanfélaga og orlofsheimili verkalýðsfélaga. Ef slík félög reisa í sameiningu félagaheimili, er fullnægi þörfum beggja, skulu þau hafa forgangsrétt um opin- bera aðstoð, enda má þá styrkur ríkisins samkvæmt frumvarpinu riema 50% byggingarkostnaðar og lán, sem ríkið ábyrgist, allt að 50% stofnkostnaðar. Séu slík hús reist sitt í hvoru lagi, skal framlag ríkislns samkvæmt frumvarpinu nema 25% og lán, sem ríkið ábyrgist, 25% stofnkostnaðar. — Ýmsum kann að finnast, að sú leið, sem þarna er sfungið upp á, sé í einu hagkvæm og eðlileg. En við nánari athugun mun öllum auðsætt, að þetta tvennt er tæpast samrímanlegt. Félög þau, er sam- komuhúsin eiga, þurfa að hafa þau laus til afnota á öllum timum árs. Samkomuhús í sveit- um geta tæplega verið hentugir dvalarstaðir fyrir margar fjöl- skyldur. Þar eru engin svefnher- bergi og engin rúm, svo að það yrði helzt til ráða að hruga fólk- inu í flatsæng í stórum sal(!) Eðlilegra virðist að verkalýðsfé- lögin taki á leigu heimavistar- skóla í sveitum, meðan þeir eru ekki notaðir fyrir skólastarfsemi yfir sumarmánuðina, og reki þar orlofsheimili. Skemmtanaskattur og samkomuhús. Sigurður Bjarnason og Ingólf- ur Jónsson hafa flutt frumvarp, þar sem lagt er til, að 3/4 hlutar skemmtanaskattsins skuli eftir- leiðis renna í sérstakan sjóð „sam- komuhúsasjóð“, sem varið verði til að styðja byggingu samkomu- húsa úti um land eftir lögum, er siðar verði sett. En 1/4 hluti skattsins á að renna í þjóðleik- húsasjóð til að styðja rekstur þjóðleikhússins. Að undanförnu hefir skatturinn allur runnið til þjóðleikhússins. En það er í alla staði sanngjarnt og eðlilegt, að það fé, sem dregið er saman víða að, dreifist nokkuð út um land til stuðnings félags- og menningar- málum, eftir að lokið er smíði þjóðleikhússins. Hýsing prestssetra. Fyrir þinginu liggur frumvarp um skipulag og hýsing prests- sfctra. Það var flutt á þingi í fyiæa að tilhlutun kirkjumálaráð- herra, en varð þá ekki útrætt. Síðan var það flutt aftur á þessu þingi af menntamálanefnd efri tleildar. Frumvarpið kveður svo á, að á næstu fimm árum skuli fara fram rækileg athugun á öll- um prestssetrum landsins, hvort þau séu vel til þess fallin að vera aðsetur presta framvegis eða ekki. Síðan skal gera skipulagsupp- drætti af þeim stöðum, sem verða prestssetur áfram. Frumvarpið mæíir svo fyrir, að ríkissjóður kosti byggingu íbúðarhúsa á prestssetrum og kveður á um ár- Aald af prestsseturshúsi. Tannlækningastofa mín verður opnuð laugardaginn 22. þ. m. í Munkaþverár- straati II. Viðtalstími Aá kl. 10—11 f. h. og frá kl. 3—4 e. h. Á laugar- dögum frá kl. 10—11, eða eftir samkomulagi. — Sími 506. Kuri Sonnenfeld, tannlækniu

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.