Dagur - 19.03.1947, Page 6

Dagur - 19.03.1947, Page 6
6 DAGUR Miðvikudagur 19. marz 1947 CLAUDlA | SAGA HJÓNABANDS EFTIR ROSE FRANKEN ^ á9. dagur '* (Framhald). ,,}æja, jæja, þá eru það fjórir, oi>' til hvers er að vera að æsa sig upp út af tveimur sentum. Eg skil ekkert í þér, Davíð.“ „Þú skilur ekkert í mér!“ „Nú,,það er svo sem enginn glæpur, þó eg hafi dregið skakkt frá um tvö sent?“ ,,Æi, góða hættu þessu nuddi. Fjörutíu og átta, fimmtíu og þrír, fimmtíu og átta. Geturðu ekki gefið út nema fimm dala tékka?“ „Er nokkuð að því?“ „Það kostar bankann peninga í hvert sinn, sem ávísun er gefin út. Þú átt að taka út tuttugu og fimm dali í hvert sinn, en hætta þessu smá mjatli.“ „Eg hefi nú mínar reglur um það,“ sagði hún þykkjulega. „Eg ætlast ekki til þess að þú farir að skipta þér af því, þótt þú hjálpir mér ofurlítið með reikingana og blessaður hafðu engar áhyggjur vegna bankans. Hann sér um sig. Eg held þeir hafi efni á því, að tapa nokkrum sentum fyrst þeir gera tilraun til þess að snuða mann svo að það skiptir mörgum tugum dala.“ Davíð var þungur á brúnina. „Heldurðu að þú gætir ekki hætt þessu mali, rétt á meðan eg er að ganga frá þessu. Þrír frá tveimur eru níu og einn til láns, — heyrðu, þú hefir gleymt að taka einn til láns hér — nei, bíddu við, þetta er víst rétt svona-“ „Eg gleymi aldrei að taka til láns,“ sagði Claudía, hátíðlega. Davíð reif í hár sitt. „Eg sé nú ekki hvar þú hefir gert þessa vitleysu —“ Claudía brosti. „Jæja, ætli það verði ekki bankinn, sem roðnar upp í hársrætur." „Bankar roðna aldrei, manneskja, sagði Davíð og barði í borðið. „Bankar gera ekki vitleysur, og það er útrætt mál.“ „En rökvísin! Þú játar að allt sé rétt hjá mér, en samt vantar hundrað dali á reikninginn." „Eg hefi ekki játað neitt slíkt.“ „Þú sagðir að allar tölurnar væru réttar." „Komdu með ávísanirnar aftur. Við skulum lesa þær saman við reikninginn." Claudía byrjaði að lesa. Hver ávísunin af annarri passaði við reikninginn og ávísanaheftið, en svo kom ávísun til Fritz fyrir hundrað dali. „Þú hefir ekki fært hana inn,“ sagði Davíð. „Vitleysa. Auðvitað hefi eg gert það.“ Hann ýtti bókinhi yfir borðið. „Jasja, finndu það þá sjálf, elskan." Hún greip bókina og blaðaði í henni. Nú rann allt saraan upp fyrir henni. Hún hafði verið í borginni fyrirnokkru og hafði gefið út bundrað dala ávísun, sem dóttir þeirra þurfti að fá, en þegar hún kom heim, hafði henni alveg láðst að færa það í bókina." „Það hlýtur að vera hér einhvers staðar," andmælti hún. „Það er ómögulegt annað. Eg get ekki hafa gleyntt því.“ „En þú gleymdir því nú samt,“ sagði Davíð um leið og hann stóð á fætur og tók upp dagblaðið. „Byrjaðu ekki að lesa alveg strax, Davíð. Það hefir komið eitt- hvað hræðilegt fyrir.“ „Hvað nú?“ spurði hann s'kelfdur. „Af því að þú fannst það út, að bankinn hafði ekki gért neina vit- leysu, á eg nú bara tut(ugu og þrjá dali í bankanum í stað hundrað tuttugu og þriggja." „Nú auðvitað," svaraði hann. „En þú hlýtur þó að geta séð, að eg get ekki komizt af með það, það sem eftir er mánaðarins.“ ^ Hún hafði ek!ki búizt við því svari, sem hún'fékk. Vanalega var hann svo greiðvikinn. Þá sjaldan ltana vantaði aukapeninga, hafði hún varla þurft að þiðja um þá. Hann átti það jafnvel til að gefa henni tékka upp á fimmtíu til sextíu dali, þegar hún átti þess minnst von og þá var hann vanur að segja: „Hérna, ljósið mitt, kauptu þér kjol ef þig langar til.“ En nú varð hann strangur á svip- inn eins og aldrei áður og sagði: „Heyrðu mig nú, Claudía, það get- ur nú orðið erfitt." „Sennilega verður ekki byggt mikið af kirkjum heldur núna,“ sagði Claudia. „Vertu nú ekki að stríða mér, Davíð. Eg hefi reglulegar áhyggjur útafþessu." „Hvaða vitleysa. Við náum einhvern veginn í þessa hundrað dali sem á vantar. Vertu ekkert óróleg út af því.“ „Hundrað dala seðlarnir vaxa ekki á trjám núna. Hvernig stend- ur annars á því, að þú hefir ekki nóg?“ Hann tók upp bankaávísana- bókina enn einu sinni og blaðaði í henni lauslega. Claudía gægðist (Framhald). Fokdreifar (Framhald af 4 .síðu). göngumiðana fyrir sig. Með því móti hefir allt skipulag og regla verið hunz- að og brotið niður á þessum stað og það á kostnað hinna kurteisari, þolin- móðari og hógværari í andanum. Eg þóttist sjá það á þessu — sem mig hafði að vísu grunað áður — að ráða- menn þama vilji þó gjarnan fyrir sitt leyti bæta úr því ófremdarástandi, sem oft hefir viðgengist á þessum stað. En þegar fram í myndina kom, varð eg þess þó glögglega var, að ekki er enn búið að kippa öllu í liðinn, sem aflaga hefir farið. Þá hófust fyrir al- vöru sömu ólætin á húsinu, hávaði, blístur, köll og alls konar annarlegir hvinir, sem svo oft áður hafa sett full- kominn ómenningarbrag á þennan fjölsótta skemmtistað. Væri nú ekki ráð fyrir forráðamenn hússins, ef þeir vilja á annað borð bæta úr þessu sið- leysi, — sem eg raunar vil ekki draga í efa — að stöðva algerlega sýningarn- ar í hvert sinn, er slík ólæti byrja, og auglýsa það annað hvort x hátalara eða með lesmáli á myndatjaldinu, að sýningunni verði ekki haldið áfram, fyrr en allt sé dottið í dúnalogn? þegja gull.“ Stundum virðumst við hafa svo margt að segja, að við meg- um ekki leyfa okkur að þegja. — Við borð fyrir aftan mig sátu nokkrar stúlkur ,sem ekki virtust hafa nokkum tíma til að hlusta á hljómsveitina. Þær höfðu svo margt að segja um sjálfar sig, um einhverjar kápur, um kvik- mynd, sem ætti að fara að koma, um sokka, sem einu sinni fengust í „Braun“ o. s. frv. Vesalingamir, — þær misstu víst af gullinu! Annars virðist mér þó, að hljóm- sveitinni á „Landinu“ hafi tekizt að kenna fólkinu ofurlítið í þeirri list að þegja og hlusta. Og í öðru lagi það að bæta heldur smekk okkar hér á dans- musík og fá nokkru betri og fegurri svip á samkvæmi og dansskemmtanir, þar, sem hún er til staðar. Og vel sé henni fyrir það. Og hún á það fullkom- lega skilið að í gleðisalnum ríki fullkomin þögn meðal áheyranda þeg- ax af list og einlægni er til þeirra tal- að — eins og gert var þetta miðviku- dagskvöld. Sjaldan hefi eg heyrt feg- urri einleik á fiðlu og saxófón en þá — og hjá öllum mjög vel leikið. Eg þakka fyrir mig.“ íþróttabindi nýkomin, vönduð tegund Brynj. Sveinsson h.f. Sími 580. ALMENNAR TRYGGINGAR H. F. Hafnarstræti 100-Sími 600 UMBOÐIÐ A AKUREYRI Stefán /^rnason. } Itlilllllllllllliiiiii 11111111111111111111 , Litlu verður Vöggur feginn.“ . SVEINBJÖRN GAMLI á Bessastöð- um talar einhvers staðar x Hóm- ersþýðingum sínum um hina „rósfingr- xlðu morgungyðju", og munu menn telja, að vel sé þar að orði komizt. Rósberg skrautritari mun hafa mátt kallazt rósfingraður á sína vísu, þegar hann var að velja andstæðingum sín- um nöfnin í síðasta „Verkamanni“ og líkja þeim við „ónefnt dýr“, sem fari bezt að „leggja niður rófuna“. Þar er ennfremur orðlengt um „heybrækum- ar við Dag“, sem kunnir séu að „bjálfaskap og ósjálfstæði". Fleiri snilliyrði eru þar viðhöfð, sem lýsa höfundi sínum vel og eru glögg teg- undareinkenni á sína vísu, þótt ekki séu þau kannske öll af hómverskum toga spunnin! Þegar kemur að efni þessara stóryr-tu skrifa að öðru leyti, skal það eitt sagt, að ekki munu aðrir „atvinnubílstjórar11 en sá einn, sem stýrir sigurvagni kommúnistablaðsins hér, hafa tekið þær aðfinnslur „Dags“ til sín, að SUMIR bílstjórar hefðu sýnt óþarflega litla tilhliðrunarsemi við fótgangandi fólk í hinum mjóu rás- um eftir snjóplóginn hér uppi um brekkurnar. Kunnugt er, að bílastöðv- arnar hafa yfirleitt verið lokaðar, síð- an mesta ófærðin varð á götunum, svo að fáir atvinnubílstjórar munu þannig af gildum og góðum ástæðum hafa verið á ferli uppi um brekkurnar þessa dagana. Margir viðkomandi Lílstjórar reyndu líka að leggja bílum sínum þannig, ef þeir þurftu að ganga frá þeim í þrengslunum, að þeir þver- girtu ekki fyrir alla umferð gangandi fólks. En því miður fór því fjarri, að hægt væri að segja hið sama um þá alla, og að því var fundið hér í blaðinu, en öðru ekki. Hinn rósfingraði ritstjóri „Verkamannsins" ætti hins vegar að geta farið allra sinna ferða þrátt fyrir þetta og haldið öllu sínu eðlisbundna háttalagi. Sigurvagninn er nefnilega ennþá svo mjór! | BYLI TIL SOLU I Býlið Viðarholt á Litla-Árskógssandi fæst til kaups og j ábúðar í næstkomandi fardögum. Á landinu, sem er í í 16 'þúsund fermetrar erfðafestuland, er steinhús, 8.3 | X 5 m, tveggja hæða, með öllum venjulegum þæg- i indum. Fjós og hlaða er fyrir nokkra gripi. Ef óskað i er, getur áhöfn f-ylgt. Hagkvæmir greiðsluskilmálar. — i i Tilboðum sé skilað til undirritaðs fyrir 15. apríl n. k., i I er jafnfraint gefur allar nánari upplýsingar. i BJÖRN INGVARSSON, hdl., | Í ' Kaupangi. — Sími 33. i ~l|IIIÍIIIIIIIMIIIIIIIIII|MIIIIIMMIIIIMIIIIIIIIIIMIMIIIMIIIIIIMIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIItllllllll|l||M||||||||7 mmmmmmmmimmmmimmmmmmimmmmmmmmmmmmmmimmiiiimmiimmmmiimmimmimmiimiiimiiiiiimimmmimmmmmmmmmmmmm Tilkynning frá Tryggingastofnun ríkisins i Þeir, sem telja sig öðlast rétt til bóta samkvæmt lögum í Í um almannatryggingar, eru hér með áminntir um að senda \ \ umsóknir tafarlaust, er þeir uppfylla skilyrði til bótanna. Eftir lok marzmánaðar verður lífeyrir ekki reiknaður \ \ lengra aftur í tímann en frá fyrsita degi þess mánaðar, sem I I Tryggingastofnunin eða umboðsmaður hennar fær umsókn- f | ina’, nema alveg sérstaklega standi á. \ \ Reykjavík, 14. marz 1947. | Tryggingastofnun ríkisins. | Í|IIIMIIMIIIIIIIIIIIIIMIIMIIIIIIIIMMIIMIMIIIMIIIIIIIIIIMIIIMIMIIIIMMIIMIIIIIIMIIIIIIIMIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIII|IIIIIIMIIMIIM* Góðir hljómleikar. J. J. skrifar 8. þ. m.: SÍÐASTL. miðvikudagskvöld lenti eg á „Landinu" (Hótel Norður- landi) með kunningjum, mér til mik- illar ánægju. Sú nýbreytni er þar á boðstólum það kvöld vikunnar, að hljómsveitin spilar klassisk verk og vinsæl lög kl. 9—10.30, en fólkið sit- ur við sín kaffiborð og hlustar — eða masar. Það síðasta getur þó varla tal- izt til nýbreytni —mas og skvaldur — það er ein af þjóðar vorrar sterkustu hliðum nú! En þessum hljómleikum á „Landinu" á miðvikudagskvöldum, mættu bæjarbúar gjarna veita athygli, — bæði með því að sækja þá öðru hverju og að njóta þeirra í þögn og næði, er á staðinn kemur. En síðan þau merkilegu og vafasömu umskipti urðu hjá okkur, að ungir og gamlir fengu fé í hendur, heyrum við sjaldnar og gleymum frekar spakmælum, eins og t. d. þessu: „Að tala er silfur, en að I Nýjung! Nýkomið úrval af fyrirferðar- j litlum REGNHLÍFUM. j Kaupfélag Eyfirðinga j f Vefnaðarvörudeild. z 5 "itiiiiiitmiiiHiiiiiiiiiiitiiiMiiHiiiiiiiiiiiiiiiitiiMiiiiiiiimiiiiiiiiitiiiiiiimiiiiiiiiiiiimtiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiii;

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.