Dagur


Dagur - 07.05.1947, Qupperneq 1

Dagur - 07.05.1947, Qupperneq 1
Glæsilegir hljóm- leikar Guðmundar Jónssonar Hinn glæsi'legi barytonsöngv- ari, Guðmundur Jónsson, hafði þrjár söngskemmtanir hér í sl. viku. Fritz Weisshappel aðstoð- aði. Fyrstu hljómleikarnir voru á vegum Tónlistarfélags Akureyr- ar og var húsið þéttskipað. — Söngvaranum var ágætlega fagn- að og var hann óspart hylltur. — Guðmundur söng að þessu sinni lög eftir innlend tónskáld — þar á meðal nýtt, fagurt lag eftir Björgvin Guðmundsson, „Löng er nóttin“ — aríur úr Faust og Pagliacci og loksiögeftir Ric- hard Strauss, Réne og Huhn. Sérstaka hrifning vöktu óperu- lögin. Var flutningur þeirra með sfbrigðum glæsilegur. Guðmundur Jónsson er tví- mælalaust í hópi beztu söngvara, sejn hér hafa kornið fram. Er hon- um spáð glæsilegri framtíð. Bílstjórar samþykkja vinnustöðvim 12. maí Við atkvæðagreiðslu í Bíl- stjórafélagi Akureyrar var sam- þvkkt með 75 atkv. gegn 12 að hefja vinnustöðvun 12. maí n.k., ef ekki takast áður samningar við atvinnurekendur. Deila þessi stendur einvörðungu um kaup og kjör bílstjóra í félaginu og stendur hækkun ökutaxta ekki fyrir dyrum, sbr. athugasemd frá formanni Bílstjórafélagsins, sem birt er annars staðar í blaðinu. Maður ákærður fyrir að hafa svívirt stúlkubarn Síðastl. laugardag var maður nokkur hér í bænum tekinn fyrir rétt, ákærður um að hafa svívirt stúlkubarn þá um daginn.. Við rannsókn málsins hefir komið í ljós, að maðurinn fór höndum um bamið, að því er lögreglan tjáir blaðinu, en misþyrmdi því ekki að öðru leyti. Dómur hefir ekki fallið ennþá, og mun talið nauðsynlegt að sérfræðingur rannsaki sálarástands mannsins áður en málið verður tekið til dóms. Mikíl andspyrna gegn verkfallshótun kommúnista Hvaðanæva berast fregnir um mikla andspyrnu ábyrgra verka- manna gegn kröfum kommúnista um hækkað kaup og aukna dýr- tíð á þessum tímum, þegar öll framleiðslan á í vök að verjast vegna verðbólgunnar og bátaút- gerðinni er haldið uppi með rík- isábyrgðum. — í Dagsbrún í Reykjavik fengu kommúnistar að vísu samþykkt, að segja skyldi upp samningum við atvinnurek- endur, frá 1. júní næstk., en mættu mjög öflugri andspyrnu. Hlaut tillaga kommúnista 937 atkv., en 770 voru á móti. í félag- inu- eru 3200 verkamenn og þar sem venjan er, að kommúnistar halda sínu fólki bezt að slíkum atkvæðagreiðslum, má búast við að meirihluti Dagsbrúnarmanna sé andvígur verkfalli nú. AÐALFUNDUR KAUPFÉLAGS EYFIRÐINGA: Lagt til aS úlhlulað verSi 8% arSi til lélagsmanna Fluttu „Strengleika“ í gærkveldi Myndin er af Kantötukór Akureyrar og söngvurum úr Karlakór Akureyrar, er futtu óratorióverk Björgvins Guð- mundssonar, „Strengleika“, í Akureyrarkirku i gœrkveldi, undir stjórn tónskáldsins. Þessara merkilegu hljómleika verður nánar getið i blaðinu síðar. LAUGALANDSSKÓLA SLITIÐ Skólinn þegar fullskipaður fyrir næsta vetur Laugalandsskóla var sagt upp sumardag fyrsta sl. að aflokinni guðsþjónustu, er sóknarprestur frntti. Nokkrir gestir voru við- staddir athöfnina. Frk. Lena FJallgrímsdóttir, sem gegnt hefir forstöðukonustörfum í vetur, meðan frk. Svanhvít Friðriksdótt- ii hefir dvalið á Norðurlöndum, að kynna sér starfsemi húsmæðra- skóla, gat þess í skólaslitaræðu sinni, að heilsufar hefði yfirleitt verið gott í skólanum, ástundan námsmeyja góð og starfið gengið t-ðóskum. N ámsmeyjarhöfðu haft sýningu á handavinnu sunnudag- inn 20. apríl og var hún sótt af fjölda manns frá Akureyri og ná- grenni. 32 námsmeyjar stunduðu nám í skólanum í vetur, auk tveggja í framhaldsnámi, og luku þær allar prófi, nema ein, sem reiktist skömmu áður en próf byrjuðu. Fæðiskostnaður varð kr. 7.30 á dag. Þessar námsmeyjar luku próf- Magdalena Hallsd., Siglufirði, 8.23 Margrét Baldvinsd., Hjalteyri, 8.00 Margrét Jóhannsd., Ólafsfirði, 8.35 Margrét Pétursd., Reykjavík, 8.63 Margrét Sigurjónsd., Hafnarfirði, 8.39 María Ásgrímsd., Hálsi, Eyf., 7.71 Matthildur Guðbrandsd., , Heydalsá Strandas., 8.46 Oddný Jónsd., Yzta-Hvammi, S.-Þing., 7.13 Ölafía lónsdóttir, Suðurevri, Súeanda- firði, 7.69 Sesselja Kristinsdóttir, Keflavlk, 8.00 Sigríður Arnórsd., Húsavík, 8.75 Sigríður Jensd., Núpi, Dýraf., 8.86 Sigrún Gunnarsd., Reyðarf., 8.92 Vigdís Guðbr.d., Heydalsá, Str., 7.81 Þorgerður Kolbeinsd. Stóra-Asi, Borg., 8.57 Þóra Sæmundsdóttir, Akureyri, 7.56 Matreiðslunámskeið hefst bráð- lega í skólanum. Er hann þegar fullskipaður fyrir næsta vetur og varð að vísa fjölda mörgum frá. Ráðgerð er allmikil stækkun á skólanum á þessu sumri og er bú- izt við að bráðlega verði hafizt handa um framkvæmdir. tnu: Aðalheiður Gunnarsd., Reyðarf., 8.67 Ásdís Einarsd., Saurbæ, Langan., 7.31 Dýrleif Jónsd., Drangsnesi, Str.. 8.76 Erna Kristjánsd., Klængshóli, Eyf., 8.84 Eva Kristjánsd., Klængshóli, Eyf., 8.44 Erlða Kjærnested, Reykjavík, 8.15 Guðný Hólmgeirsd., Húsavík, 8.84 Guðrún Ingólfsd., Hnífsdal, 8.24 Halldóra Jónsd., Grýtu, Eyf., 7.79 Helga Friðgeirsd., Raufarhöfn, 8.40 Helga Kristjánsd., Þingeyri, Dýr.f., 8.00 Ingibjörg Kristjánsd., Hafnarfirði, 8.38 Jenný Haraldsd., Seyðisfirði, 7.13 Jóhanna Aaðlsteinsd., Vaðbrekku, Jök- uldal, 8.84 Laufey Bjarnad., Eystri-Dalbæ, Skapt. Odæðisverk framin í Reykjavík Síðastl. laugardagskvöld gerð- ist sá hryllilegi atburður í Reykjavík, að geggjaður maður réðist á konu og börn hennar tvö, særði annað barnið til ólífis með hníf og veitti hinu barninu og rnóðurinni mikla áverka. Maður þessi heitir Ingólfur Guðmunds- son, hefir dvalið á Kleppi, en var talinn heill orðinn. Hann hefir V.- 8.54 játað verkið og bíður nú dóms. Verzlun KEA jóksf enn á síðasfLári Félagsmenn hafa bætt hag sinn gagnvart félaginu um tæpar 2 milljónir króna Stofnsjóður nemur nú rösklega 3 milljónum króna Aðalfundur Kaupfélags Eyfirðinga hefst í Nýja-Bíó hér í bænum kl. 10 f. h. í dag og mun honum ljúka síðari hluta dags á morgun. Á fundinum eiga sæti 226 fulltrúar frá 23 félagsdeildum, og eru flestir þeirra þegar komnir í bæinn. Er btiizt við góðri fundarsókn úr öll- um deildum þrátt fyrir erfiðar samgöngur. Félagið hefir látið prenta glögga ársskýrslu um starfsemina eins og lundanfarin ár of verður henni útbýtt meðal fulltrúa í dag, en síðar verður hún send öl-l- um félagsmönnum. Samkvæmt yfirliti framkvæmdastjórans, Jak- obs F'rímannssonar og stjórnar fé- lagsins, sem birt er í skýrslunni, hefir verzlun félagsins enn auk- izt á þessu ári og var meiri en nokkru sinni fyrr á árinu 1946. Framkvæmdir félagsins voru fjöl- þættar og hagur þess góður. I skýrslu framkvæmdastjórans seg- ir m. a. svo: Verzhin og iðnaður. „Vörusala ársins 1946 varð mun meiri en fyrirfarandi ár. Voru það aðallega byggingarvörudeild- in og véla- og varahlutadeildin, sem juku sölu sína, en sala í vefn- aðarvörudeild minnkaði á árinu. Járn- og glervörudeild og ný- lenduvörudeild stóðu nokkum veginn í stað. Kjötbúðin jók sölu sína að talsverðum mun, og sömu'leiðis hefir sala lyfjabúðar- innar aldrei verið meiri. Kol- og saltsala nam svipaðri upphæð og síðastliðið ár. Sömuleiðis var sala í miðstöðvar- og hreinlætistækj- um svipuð og árið áður. Verksmiðjurnar höfðu við rnikla örðugleika að etja með út- vegun hráefna. Þó varð sápuverk- smiðjan þar einna harðast úti, og varð hún að hætta framleiðslu á fjölda vörutegunda vegna hrá- einaskorts. Hvað eftir annað lá við borð að smjörlíkisverksmiðj- an 'stöðvaðist vegna vöntunar á olíum en úr því rættist þó þann- ig, að ekki kom til neinna veru- legra stöðvana. Kaffibætisverksmiðjan, sem ekkert hefir unnið undanfarin 2 ár, náði nú aftur í hráefni til sinnar framleiðslu, og hefir verk- smiðjan nú nægilegt efni fyrst um sinn. Annar iðnaður félagsins hefir nokkurn veginn haldizt í horf- inu. Einni nýrri iðngrein var bætt við á árinu, sem sé gúmmí- viðgerðarverkstæðinu, sem starf- tækt hefir verið síðan í fyrravor með góðum árangri. Framleiðsla landbúnaðarins var að magni nokkru meiri en ár- ið áður. Mjólkurframleiðslan jókst talsvert, og slátrað var með mesta móti sökum niðurskurðar af völdum mæðiveikinnar. Verðmæti sjávarafurða þeirra, sem félagið hafði til sölumeðferð- ar, reyndist minna en árið 1946. Sérstaklega minnkaði útflutning- ur ísfiskjar stórkostlega, en aftur á móti jókst framleiðsla hrað- frysti-fiskjar nok'kuð. AUs nam útflutningsverðmæti sjávaraf- urðu um 3 millj. króna.“ Samkvæmt yfirditi fram- kvæmdastjórans hefir hagur fé- ■lagsmanna gagnvart félaginu enn batnað á árinu sem leið. Voru innstæður þeirra umfram skuldir kr. 17.404.728.00 í árslok og er það kr. 1.843.949.00 hærri upp- liæð en í árslok 1945. Ástæður fé- lagsins út á við hafa breytzt þann- íg, að inneignir þess hjá SÍS og bönkum, peningar og trygg verðbréf nema nú samtals kr. 11.983.213.00, en voru kr. 10.189.240.00 íárslok 1945. Stofnsjóður félagsmanna nem- ur rösklega 3 millj. króna og hef- ir hann hækkað um 280 þúsund kr. á árinu. Innstæður í innláns- deild félagsins nema nú tæplega 9^2 millj. króna og hafa hækkað um tæplega 1 millj. króna á ár- inu. Flelztu iframkvæmdir. Á meðal framkvæmda félagsins á liðnu ári eru þessar taldar í skýrslu stjórnarinnar: Keyptur meirihluti hliutafjár í vélaverkstæðinu Odda h.f. Hafin bygging nýrrar smjörlíkisverk- smiðju og keyptar vélar til henn- ar. Er fyrirhugað að nota gamla verksmiðjuhúsið fyrir efna- og sælgætisgerð framvegts. Sam- þykkt að láta gera frystihólf í frystihúsinu í Dalvík til afnota fyrir félagsmenn þar. Ákveðið að stækka hraðfrystihúsið í Hrísey. Samþykkt, að félagið greiði 40% af þeim hluta, er bændum er skylt að greiða í Eyjafjarðarsýslu vegna snjómoksturs með vélýt- um, en 20% af Svalbarðsstrand- arvegi að Fnjóská. Sæðingarstöð SNE að Gírsabóli styrkt með 24 þús. kr. framlagi af ágóða af sölu setuliðseigna. (Framhald á 8. síðu).

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.