Dagur - 07.05.1947, Page 4

Dagur - 07.05.1947, Page 4
4 DAGUR Miðvikudagur 7. maí 1947 DAGUR Hiístiórl: Haukur Soorradoti Af<jr«iðsla, auglýsinqar, innheimta: Marínó H. Pótursson Skrifstoía í Hainai'stræti 87 — Sími 166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi Árgangurinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi er 1. júlí. Prentverk Odds Bjömssonar Hvers vegna er ekki sameinast um raunverulegar kjarabætur? F'YRIR NOKKRU greindi útvarpið frá því, að utrunninn væri umsóknarfrestur um 9 hér- aðslæknisembætti í dreifbýlinu, er nú væru lækn- islaus oghefði ENGINN sótt. Um Hafnarfjarðar- hérað, sein auglýst var laust á sama tíma, sóttu 10 læknar. Þessi fréttalestur brá upp skyndimynd af þjóðfélagslegu misrétti, sem hér liefir þróast á síð- ustu árum og fer sífellt vaxandi, þrátt fyrir allt hið háfleyga tal um jafnrétti og öryggi þegnanna. í þjóðfélagi, sem státar af „fullkomnasta almanna- tryggingakerfi í heimi“ er langt í frá, að allir búi við það lágmarksöryggi, að geta vitjað læknis til sjúkra ástvina og fengið hjúkrun og aðhlynningu, er sjúkdómar og vandræði berja að dyrum. Þess eiga þeir ekki kost, sem búa í hémðunum, sem enginn vildi sækja um. í milli þeirra og kaup- staðabúans ber þarna langa dagleið og mörg hundruð krónu útgjöld. jÞessi ókjör flýta óhjá- kvæmilega fyrir því, að menn taki saman föggur sínaroglialdi til þeirra staða, sem betra líf hafa að bjóða. Læknisskorturinn í dreifbýli nú er hörmu- legur vottur þess, að mjög skortir á að samræmi sé milii orða og athafna þegar talað er um menning- arríki hér og það réttlæti, sem mörg háfleyg laga- setningin á að hafa búið þjóðinni. En misréttiðer ekki bundið við þetta öryggisleysi eitt. Hvar sem litið er, blasir sama myndin við, þéttbýlið og þá alveg sérstaklega höfuðstaðurinn — býður meira öryggi, hærri tekjur og meiri þjóðfélagsleg völd en dreifbýlið. Og straumurinn er þangað, sem glaðast logar. Fólkinu fækkar í sveitunum. Það er á allra vitorði. Hitt er ekki eins kunnugt — og tal- ar þó skýru máli — að í sumum helztu kaupstöð- unum fækkar fólkinu líka, t. d. hér á Akureyri. En í Reykjavík fjölgar um þúsundir innflytjenda áári. IjESSA DAGANA. heyrast háværar kröfur um „bætt kjör“ handa alþýðu manna í þéttbýlinu. Þessi krafa á upptök sín í Reykjavík, í hópi þeirra manna, er hafa hvort tveggja á hendinni, æðsta vald í kommúnistaflokknum og Alþýðusambandi íslands. Látið er í veðri vaka, að verkafólk í bæj- unum þurfi að fá kauphækkun til þess að mæta hækkuðum tolli á ýmsum varningi. Á það hefir verið rækilega bent, að þetta er aðeins tylliástæða. Hinn raunverulegi tilgangur kommúnista með þessu atferli er að framkalla stöðvun í atvinnulíf- inu, upplausn og atvinnuleysi. í slíkum jarðvegi ætla þeir að bezta uppskeran fáist. Ekki mun það neitt undrunarefni þeim, sem fylgst hafa með starfsemi kommúnista, að slík ráð séu brugguð í innstu herbúðum þeirra þar syðra. Hitt gegnir mikilli furðu, hversu leiðitamir verkamenn úti um landið eru við forustu kommúnista og liversu lítinn skilning samtök launþeganna hafa á nauð- syn þess, að losa dreifbýlið úr því pólitíska kverka- taki, sem Reykjavíkurstefnan hefir á afkomu alls almennings. Hin kommúnistiska verkfallsáætlun stefnir ekki að því marki .Hún mun verða til þess að þjappa valdinu ennþá þéttar í höfuðstaðnum, takist að framkvæma hana. En hvarvetna blasa við verkefni til þess að bæta kjör alþýðunnar úti um landið. Breytt siglinga- og innflutningsfyrirkomu- lag mundi raunveruleg kjarabót, en sem væri verkalýðnum meira virði en allur bægslagangur kommúnista. Meiri dreifing fjármagnsins um byggðir landsins mundi verða til þess að efla fram- kværadalífið og auka afkomuöryggið. Aukin af- „Allt er það eins, liðið hans Sveins.“ ¥»AÐ upplýstist í eldh úsumræðunum * á dögunum, að mjóu hefði munað að Áki Jakobsson hefði komið einu meiriháttar ríkisfyrirtæki á hausinn í stjórnartíð sinni með endemislegri ráðsmennsku. Eitt af fyrstu verkum nýju stjórnarinnar var að útvega Landsmiðjunni 1 millj. króna lán, til þess að forða því, að gengið yrði að fyrirtækinu í þann mund, er Áki var að taka saman föggur sínar í stjómar- ráðinu. Eitt með öðru, er komið hafði Landsmiðjunni í þessa klípu, voru eik- arkaupin frægu og liggur smiðjan nú með eik fyrir 2 milljónir króna og mun vandséð til hvers hún er nothæf. Svo frámunalega vitlaus voru innkaupin. Líklega hefir Áki ætlað að nota eikina í bátana, sem rokið var til að smíða fyrir reikning ríkisins í þann mund er völlurinn var mestur á „nýsköpun- inni,“ en ekki reyndist hún nothæf til þess. Varð því að útvega annan efni- við í „munaðarleysingjana", en svo er nú almennt farið að kalla þessa báta ríkisins, því að hörgull er á útvegs- mönnum, sem vilja taka nýsmíðina að sér. En Áki var ekki búinn að ganga frá Landsmiðjunni, eins og honum lík- aði bezt, með eikarkaupunum. Hann lét stofnsetja skipasmíðastöð í sam- bandi við fyrirtækið og var því falið að smíða nokkurn hluta ríkissjóðsbát- anna. Útkoman á þeim reikning er sögð vera sú„ að tapið á hverjum bát sé 200 þúsund krónur, er ríkið verður að taka á sig ,því að enginn útgerðar- maður vill líta við stærri bátunum fyr- ir meira en 700 þúsund kr. verð, en þeir munu hafa kostað 900 þúsund kr. Þegar kommúnistar útdeila Akureyri réttlætinu. ¥ TTKOMAN á þessum skipasmíðum um kommúnista er lærdómsrík fyrir þjóðina og sýnir hvað það kostar, að fela ábyrgðarlausum gösprurum skipti dreiíbýhsins af stjórn ríkis- ins — en hún er nú nær eingöngu höndum Reyk'víkinga — mundi st.órt skref til þess að bæta úr því þjóðfélagslega misrétti, sem hér er að þróast. Þannig mætti lengi telja. B>EYNSLAN hefir sannað, að hinir reykvísku forustumenn kommúnista hafa engan áhuga fyrir þessum endurbótum. 1 tvö ár sátu þeir í stjórn án þess að beita sér fyrir raunhæfum kjara- bótum af þessu tagi til handa launþegum úti um landið. ! stjórnartíð þeirra komst verzlun- arólagið í hámark og þeirra tíð safnaðist fjármagnið hvað örast í alls konar braskstarfsemi í höfuð- staðnum. í þeirra stjórnatíð lá fólksstraumurinn frá dreifbýlinu til höfuðstaðarins með meiri þunga en nokkru sinni fyrri. Það gegnir furðu, að samtök launþeg- anna úti um landið skuli ekki láta sig þessi mál meiru skipta en raun ber vitni. Á þessum vett- vangi er stærstu sigrana að vinna. Til þess á ekki að auka vald höf- uðstaðarins og fámennrar klíku þar, eins og kommúnist- arnir vinna nú að. Alþýðan úti um landið þarf að hnekkja því valdi og taka upp raunhæfa bar- áttu fyrir eigin hagsmunamálum — baráttu fyrir því að afnema hið þjóðfélagslega misrétti, sem skip- ar mönnum í deildir eftir því, hvar þeir eiga hcima á landinu. mikilvægar framkvæmdir. Alveg sér- staklega er tilefni fyrir Akureyringa a3 hugleiða þetta. Áður en Áki og kommúnistargripu inn í skipasmíða- iðnaðinn voru framkvæmdar hér á Ak- ureyri Vs hluti allra skipasmíða lands- manna. Með tilkomu nýsköpunar- stjórnarinnar varð hér snögg breyting á. I stað þess að láta framkvæmdir ríkisins stuðla að eflingu þessa iðnað- ar hér, varð reyndin sú, að Akureyri fékk ekki að smíða nema 1/15 hluta nýju bátanna. Ný skipasmíðastöð var sett á stofn í Reykjavík, þar sem fiski- bátar höfðu ekki áður verið byggðir — og henni fengið það hlutverk, að j smíða alla 55 tonna bátana. Skipa- j smíðastöðvar hér fengu að smíða f jóra 35 iesta báta. Nú er upiýst að stærsta skipasmíðastöðin hér hefir smíðað 55 tonna bát og selt fyrir 700 þúsund krónur, en bátarnir sem smíö- aðir voru syðra, kosta 900 þúsund. Þannig útdeildu kommúnistar réttlæt- inu í sinni stjómartíð og þessi varð hagur útvegsins og þjóðarinnar af ráðsmennsku þeirra á þessum vett- vangi. Nýstáilcg sigling á Poliinum. NÚ ÞESSA síðustu daga hafa Akur- eyringar verið áhorfendur að ný- stárlegri siglingu hér um Pollinn. Einn af nýju bátunum hefir verið í reynslu- íör hér og ýmsir sérfræðingar að sunn- an hafa dvalið hér við athuganir á þessari nýsmíði. Það þykir nú hafa komið í ljós, að fleiri ókostir séu við þessa báta en það, að þeir eru óheyri- lega dýrir og þess vegna hörgull á kaupendum. Athuganirnar hér munu hafa verið gerað til þess að komast að raun um hvað valda muni því að bát- amir eru ekki eins hraðskreioir og ætl- að var. Er um tvennt að ræða, að vél- arnar séu ekki nægile^a sterkar eöa — sem líklegra er — að svarið liggi í gerð bátanna. Nú var ekki sá háttur viðhafður í tíð „nýsköpunarinnar", að prófa sig áfram með gerð þessara báta og láta reynsluna skera úr. Aöferö „nýsköpunarinnar“ var sú, að dreifa teikningum af þessum bátum til skipasmíðastöðvanna og láta byggja þá alla eins. Enn er ekki séð hvað þessi ráðsmennska á eftir að kosta, en alltaí vex Áki að dýrleika, eftir því sem betur er skoðað í hreiðrið hans og dýr mun hann allur, þegar komið er að síðustu afglöpunum, en langt mun í land, að þangað sé náð ennþá. Hin fyrirhugaða uppstigning lieildsalans. EGAR stjórnarferill kommúnista er hugleiddur, gegnir furðu að þeir skuli þora að ásaka aðra um brask og fjársóun, svo sem þeir gera nú í um- ræðum um hina nýju ríkisstjórn. Það er táknrænt um blygðunarleysi komm- únista, að þeir kenna nýju stjórnlna jafnan við „heildsölu" í blöðum sín- um. Óheppnari gátu kommúnistarnir naumast verið, því að hér heíir ekki setið nema ein stjóm að völdum, sem á það nafn skilið. Frá árslokum 1944 til ársbyrjunar 1947 tókst að koma'í lóg hvorki meira né minna en 1300 millj. króna af erlendum gjaldeyri og aðeins 300 millj. af þessari upphæð fóru til svokallaðrar nýsköpunar. Hitt gufaði upp, að verulegu leyti í hönd- um heildsala. Allan þennan tíma sátu kommúnistar í ríkisstjórn og höfðust ekki að. Þá gekk mesta gróðatímabil íslandssögunnar yfir íslenzka heild- sala. Þegar nýja stjórnin tók við völd- um í febrúar átti þjóðin engan erlend- an gjaldeyri til kaupa á lúxusvarningi og þá fyrst fór að þrengjast í búi hjá heildsölunum. Það er frægt, er Áki ! Jakobsson hafði við orð í þingræðu að 1 „skera heildsalana niður við trog“. Um : sama leyti og þessi hreystiyrði féllu, var hann og sálufélagar hans að vinna að því, að gera einn af forríkustu heildsölum landsins að framkvæmda- (Framhald á 5. síðu). Vordragt Eldd er eg' vi.s's Lim að öllum muni falla þetta dragtarsnið. Pilsið er hvítt „crepe“efni smá- Eellt (,,plíserað“), blússan úr dökk- bláu prjónaefni og jakkinn úr hvítu ullarefni með dökkbláum bryddingum. Skemmtilegur klæðnaður til að vera í í sumarleyf- inu, segir Vera. Garðstörf - vorsáning Strax og snjóa leysir fer fólk að litast um í görð- um sínum, og kemur þá margt í 1 jós, sem lagfæra þarf og hreinsa, áður en sáning hefst og annað af því tagi. Það er um að gera að byrja nógu snenuna og undirbúa allt vel, ef góðs árangurs á að vænta. Ef mála á girðingar, áburðartunnur o. s. frv., er bezt að gera það, áður en trén iaufgast og grasið fer að gróa. Hreinsa þarf burt allar feiskjur og ýmis konar rusl, sem fokið hefir inn í garðinn úr öskutnnn- um nágrannans — eða kannske úr þínum eigin öskuhaug. Það er hreingerning af ýmsu tagi, sem verður að fara fram í garðinum á vorin, engu síður en í stof- um þínum. — Þrifin húsmóðir og hirðusöm lætur sér ekki á sama standa um útlit garðsins, eigi hún einhvem á annað borð. Margar húsmæður hafa þegar sáð grænmetis- og sumarblómafræi í kassa inni, og sumar hafa sennilega séð fyrstu blöðin teygja sig upp úr moldinni. En þetta er hægt að gera ennþá, þótt með seinna móti sé. Það er ekki nauðsynlegt að hafa mikla ná- kvæmni við sáninguna, þegar sáð er í kassa, því að umplantað er, þegar plönturnar eru orðnar það stórar, að komin eru á þær 4—6 blöð. Þær eru þá teknir ,upp úr moldinni með varúð, og þeim plantað niður aftur með ca. 3 cm. millibili. Levkoj, morgunfrú og nemensía er ágætt að sá inni og koma þeim vel til, áður en þær eru settar út. Valmúa, nemopliolia og blönduðu sumar- blómafræi, er aftur á móti bezt að sá beint í garð- inn um miðjan maí. Af grænmetisfræi er bezt að sá grænkáli og pínati inni. Salati, hreðkum og gulrótum aftur á móti úti. Gulrótarplöntur þola illa umplöntun, en þær þarf að grisja eftir að plönturnar eru komnar vel upp. Gulrótarfræi má sá, þótt frost sé ekki alveg komið úr jörðu. Gott er að láta guirótarfræ liggja í bleyti a. m. k. í vikutíma, áður en sáð er, en þurrka verður vel, á dagblaði, svo að fræin tolii ekki saman, þegar farið er að sá. Húsmæður ættu að muna eftir, að ætla græn- kálinu góðan stað og stóran í garði sínurn. — Það lifir af frost og hörkur, og er hægt að hafa það í garðinum alfan veturinn, og hollusta þess er með eindæmum, þar sem það er talið auðugast allra grænmetistegunda af vitamínum og málmsöltum. Garðarnir okkar eiga að vera fallegir á að líta — Sumarblómin eiga að skipa stóran sess, en með því að rækta þar einnig grænmeti verður gagnið og gleðin tvöföld — sem sé næring bæði fyrir líkama og sál. „PUELLA".

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.