Dagur - 07.05.1947, Blaðsíða 7

Dagur - 07.05.1947, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 7. maí 1947 DAGUR 7 r 3 s | til bifreiðaeigenda Að gefnu tileíni viljum vér hér mcð taka fram: Ástxður fyrir því, að vér sjáum oss fært að taka upp þá nýbreytni í bifreiðatryggingum, að lækka iðgjöld á þeim bifreiðum, er sjaldan valda tjóni, eru meðal annars: j Ódýr og hagkvæmur rekstur. i Framúrskarandi hagkvæmir endUrtryggingarskilmálar. Að hagnaður, sem kann að verða af tryggingarstarfseminni, verður notaður til þess að lækka iðgjöldin, en ekki til þess að greiða háan arð til hluthafa, svo sem tíðkast í tryggingarhlutafélögum. Samvinnutryggingarnar gerðu endurtryggingarsamning við sænsku samvinnutrygg- ingarfélögin, og eru þessir samningar sérstaklega hagkvæmir, enda byggjast þeir ekki á gi'óðavon endurtryggjenda, heldur samhjálp fyrir góðu málefni. Samningarnir eru gerðir til margra ára og tryggja afkomu Samvinnutrygginga eins vel og hægt er. Það má geta þess, að hin sænsku samvinnutryggingarfélög greiða sænskum bifreiðaeigendum allt að 50% afslátt af iðgjaldi fyrir þær bifreiðar, sem ekki hafa orðið fyrir tjóni í 4 ár. Samband ísl. samvinnufélaga hefur tryggt afkomu Samvinnutrygginga með 500.000 kr. framlagi í tryggingarsjóð. Hafi orðið tap á bifreiðatryggingum hjá þeim félögum, sem rekið hafa þá starfsemi hér á landi, hefir slíkt tap orsakað iðgjaldahækkun, samanber hækkun þá, er Almennar Tryggingar h.f. og Sjóvátryggingarfélag Islands auglýstu fyrir nokkrum dögum. Umferðamálin hér á landi eru mjög aðkallandi vandamál. — Daglega koma fyrir um- ferðaslys og ekki ósjaldan berast fregnir um dauðaslys á mönnum. Þegar Samvinnutrygg- ingar tóku upp hið nýja fyrirkomulag um iðgjaldaafslátt, vildu þær stuðla að auknu ör- yggi í umferðamálum. Fyrirkomulag þetta er mjög algengt erlendis og gefst alls staðar vel. Er ekki sanngjamt, að eigendur þeirra bifreiða, er sjaldan valda tjóni, fái ó d ý r a r i tryggingu? SAMVINN UTRYGGING AR •HlMHMIMUIHIMIMHMMIMMUMMMIMMMMMMMMMMIMMMMMMIMMMMMMMHMMIIIMMMMMMIMMMMMMMMMMMMMMUMMMMMMMMMMMMMMIMMMIMHMUMMMMMMMMMMMMMMMMHMMMMHMMHMMMMUMMMMMUMHMHMMMMMHMMUMUMHUHMMMMHMHMli TILKYNNING frá Síldarverksmiðjum ríkisins Útgerðarmenn og útgerðarfélög, sem óska að leggja bræðslusíldarafla skipa sinna upp hjá Síldarverksmiðj- um ríkisins á komandi síldarvertíð, tilkynni það aðal- skrifstofu vorri á Siglufirði í símkseyti eigi síðar en 15. maí næstkomandi. Sé um að ræða skip, sem ekki hafa skipt áður við verksmiðjurnar, skal, auk nafns skipsins, tilgreina stærð þess og hvort það geti hafið síldveiði í byrjun síldarvertíðar. Samningsbundnir viðskiptamenn ganga fyrir öðrum um móttöku síldar. Síldarverksmiðjur ríkisins Notið Flóru oa Gula bandið! Sérleyfisferðir að Kristnesi og til Dalvíkur (þegar akfært verður) verða framvegis farnar frá Kaup- vangstorgi. Afgreiðsla er í bensínafgreiðslu K. E. A. Kaupfélag Eyfirðinga. Karlmanns-armbandsúr fundið í Breiðahjallabrekku 2. páskadag. Geymt á Grísabóli KEA. Rúmfataskápur, sem nýr, til sölu. Skipti á bókaskáp eða gólfteppi kæmi til greina. — A. v. á. Sólrík stofa, í Munkaþverárstræti, til leigu um eða eftir 14 maí næstk. — A. v. á. Innihurðarskrár Hurðarhandföng Verzl. Eyjafjörður h.f. Eggjastimplar Smíða og afgreiði eggja stimpla með stuttum fyrir vara. ARI J. HEIÐMANN, Auðnum, Öxnadal. Þingi Ungmennasambands Eyjaf jarðar lokið Hið 2ö. þing Ungmennasam- bands Eyjafjarðar var haldið liér á Akureyri 19. og 20. apríl. Um 30 fulltrúar sátu þingið. Forseti þingsins var Helgi Ket- ilsson, en ritarar Halldór Helga- son og Óttar Ketilsson. Þingið gerði ýmsar samþykkt- ir, en hér verður aðeins getið linna helztu. Bindindismál. Þingið taldi al- giört aðflutningsbann áfengra drykkja beztu lausnina á áfengis- málum þjóðarinnar og skoraði á sLjórnarvöld landsins að láta fara ::ram atkvæðagreiðslu um það ínál eigi síðar en með næstu al- þingiskosningum og láta lögin tim héraðabönn koma til fram- kvæmda nú þegar. Mun Sambandið fá liæían mann til að ferðast um sambands- svæðið og flytja fræðandi erindi um bindindismál. íþróttamál. Sambandið mun hafa íþróttakennara í vor og halda íþróttamót 14. og 15. júní t- k. Þingið ákvað og að láta hefja byggingu íþróttasvæðis strax og ákjósanlegur staður feng ist fyrir það. Örnefnaskráning. Þingið sam- þykkti að vinna áfram að örnefna skráningu í héraðinu og fá henni lokið hið fyrsta. Ýmsar fleiri ályktanir voru gt rðar. Stjóm Sambandsins baðst öll undan endurkosningu, en hana skipuðu Guðm. Benediktsson, form., Halldór Helgason, ritari eg Páll L. Rist, féhirðir. Kosnir voru: Sveinn Jóhanns- son, form., Óskar Váldemarsson, ritari, Vilhelm Þórarinsson, féli. og Halldór Jóhannesson og Har- aldur Sigurðsson, meðstjórnend- ur. í sambandinu em um 15 sam- l andsfélög í flestum héruðum Eyjafjarðar. Stúlka óskast í vist. Sérherbergi. — HALLDÖR HALLDÖRSSON, kennari, Austurbyggð 8. — Sími 467. Hveitiklíð (Bran) Heill og mulinn mais Verzl. Eyjafjörður lii. Þalípappi margar þykktir Hessian j Verzl. Eyjafjörður h.f.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.