Dagur - 14.05.1947, Blaðsíða 4

Dagur - 14.05.1947, Blaðsíða 4
4 DAGUR Miðvikudagur 14. maí 1947 DAGUR Ritstjórl: Haukur S&orrosoa Afgieiðsla, auglýsingar, innheimta: Mca-ínó H. Péturason Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi Árgangurinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi er 1. júlí. Prentverk Odds BjömBsonar „Við viljum það ekki.“ „17ÖRIÐ góða, grænt og lilýtt" virðist að lokum ' gengið í garð at fullum mætti og mildi. Öllum mun það að sjálfsögðu aufúsugestur nú sem endranær, enda sjást þess hvarvetna rnerki, að menn búast nú sem ötullegast undir voryrkjurn- ar og sumarstörfin. Ekki er ástæða til annars en að hefja þann undirbúning með hóflegri bjart- sýni og stórhug. Ábyrgðarlaus spákaupmennska, er birtist skýrast í áróðri og stjórnarathöfnum nokkurra raupsamra en haldlítilla þjóðmálaleið- toga, hefir að vísu valdið því, að íslenzka þjóðin lét glæsilegt og einstakt tækifæri til stórkostlegrar efnalegrar 'hagsældar á komandi árum sér úr greipum ganga jafn skyndilega og óvænt og það hafði lágzt henni upp í hendurnar. En ekki þýðir að sakast lengi eða úr hófi fram um orðinn hlut. Vissulega höfum við bætt hag okkar að ýmsu leyti og eignazt ýmis varanleg verðmæti á síðustu árum, sem ættu að geta létt okkur lífsbaráttuna á næstu tímum, þótt stórum minni fengur en skyldi hafi bjargazt úr eldsvoða fyrirhyggjuleys- isins og gegndarleysisins. Og nú hafa ábyrg öfl loks sameinast til viðnáms og framsóknar gegn ifrekari sóun og niðurrifsstarfi. Þjóðin getur því fagnað sumri og mætt nýju star.fi og viðfangsefn-. úm með atorku og bjartsýni, ef gereyðingarliðinu tekst ekki að villa um fyrir henni og sundra kröft- úm hennar á nýjan leikmeðmarklausumoghættu- legum yfirboðum og ábyrgðarlausu gaspri og lýð- skrumi. ¥ ÖLLUM LÝÐRÆÐISLÖNDUM leggja sam- tök verkamanna á það höfuðáherzlu um þessar mundir að tryggja atvinnu og hag verkalýðsins með því að beita sér af öllum mætti gegn- dýrtíð og verðbólgu. Ein- aðalályktun síðasta alþjóða- þings verkamanna, þar sem mættir voru fulltrúar 70 miljóna félagsbundinna manna víða um heim, var á þá leið, að brýn nauðsyn bæri nú til, að verkamenn einbeittu sér gegn þeirri dýrtíð, sem auðkýfingarnir hefðu skapað og viðhaldið. Hér heima ganga hins vegar kommúnistar berserks- gang til þess að efna til verkfalla og nýrra kaup- krafna. Engum fær dulizt, að hér er um grímubú- inn pólitískan skæruhernað að ræða og annað ekki. Kommúnistar láta sér vissulega afkomu at- vinnuveganna og hagsmuni verkalýðsins í léttu rúmi liggja. Fyrir þeim vakir það eitt að steypa núverandi ríkisstjórn, hvað sem það kostar, í því skyni að setja gæðinga sína aftur í ráðherrastól- ana. jPKKI VÆRI ÞAÐ ÚR VEGI fyrir hugsandi og ábyrga verkamenn að rifja upp fyrir sér í þessu sambandi — áður en þeir gerast samábyrgir kommúnistum í þessu glæfralega tiltæki þeirra — viðvaranir og alvöruorð þau, er hinir tveir full- trúar alþýðusambandænna á Norðurlöndum létu falla á Alþýðusambandsþinginu í Reykjavík s.l. haust. Norski fulltrútnn, Alfred Skar, komst m. a, svo að orði í ræðu sinni: „Við krefjumst ekki kauphækkana og viljum með því forðast dýrtíð og lággengistíma. Við vinnum að því að halda öltu verðlagi niðri, til þess að forðast dýrtíð, því að hún fer verst með verkalýðinn. Við gætum hækkað kaup verkalýðsins upp úr öllu valdi, ef við vildum. En við viljum það ekki, af því að við viljum ekki kalla yfir okkur dýrtíð og lággengi. Við þekkjum nefnilegæaf reynslunni, hvaða áhrif það hefir að spenna bogann of hátt með upp- flisin i auga bróður þíns, — og bjálkinn í eigin auga. Svohljóðandi bzét heíir borizi „Fok- dreifum“ frá leiðtoga kvenskáta hér í bænum — í tilefni af ummælum „Kirkjugests“ hér í þessum dálkum í næstsíðasta blaði: ¥|AÐ ER sjálfsagt óviðeigandi að WP- svara nafnlausum bréfum, að minnsta kosti bréfum, eins og hins trú- aða „kirkjugests“. En það bréf birtist í síðasta tölublaði „Dags“, þ. 30. apríl sl. Hvar sem skátum er hallmælt að ósekju, skal eg taka svari þeirra eftir föngum. Messa sú, sem sérstaklega er umtöluð og helzt hefir minnt á sýn- ingu fyrir þá, sem líta á fána lands vors sem skraut og á heitorð skáta sem eitthvað óviðkomandi helgiathöfn og kirkjualtari, var og hefir, um nokk- urra ára bil, verið kölluð skátamessa. Skátasveitir víða um land hafa valið sér þennan dag og hafa notið velvildar prestanna til þess að hlýða á messu, þótt hann sé annars enginn venjulegur messudagur. Skátarnir fara til messu á sumardaginn fyrsta, til þess að minn- ast í lotningu sumarsins, sem algóður guð enn lætur fylgja löngum og dimm- um vetri. Með þessum ásetningi höld- um við skátar til messu þennan dag, en ekki er það á mínu valdi að,dæma sprengdu vöruverði og kaup- hækkunum, svo að hrunið hlaut að koma, enda dundi það yfir. Þá var verkalýðurinn leiddur út í all skonar verkfallsæfintýri, sem næstum því eyðilögðu samtök hans. Þá hrapaði félagatala okk- ar úr 170 þúsundum niður í 90 þúsund. — N ú förum við gætileg- ar að öllu.“ — Sænski fulltrúinn, Albin Lind, tók mjög í sama strenginn í ræðu sinni. Báðir undirstrikuðu þessir norrænu verkamannafulltrúar á Alþýðu- sambandsþinginu islenzka, að verkamenn í ,Skandinavíu hafi gert sér þess ljósa grein, að verð- fall peninga og verðbólga er alls staðar hættulegasti óvinur launa- stéttanna, enda hefði reynslan kennt þeim þessi ltagvísindi full- greinilega i síðustu heimsstyrjöld og árin þar á eftir. NoiTænu verkalýðssamtökin féllust því á þær ráðstafanir ríkisstjórna sinna að stöðva állar kauphækkanir meðan unnið væri að nauðsynleg- um viðreisnarstörfum. Jafnlramt voru gerðar nauðsynlegar ráðstaf- anir til þess að halda verðlaginu í skefjum og bæta aíkoiðu laun- þega á annan hátt. T. d. mun norski rikissjóðurinn hafa greitt um 500 milj. kr. til verðlækkun- ar á landbúnaðarvörunr og inn- fluttum vörum á síðasta ári. N°, ER eftir að vita, hversu angt , íslenzkir verkamenn láta kommúnista ginna sig til andstöðu við alveg sams konar ráðstafanir til viðnáms vaxandi dýrtíð Iiér á landi. Ýmis sólar- merki benda í þá átt, að þeim muni ganga róðurinn tregiega, og heilbrigð dómgreind verka- manna muni ráða meiru í þetta sinn er skemmdavilji niðurrifs- mannanna, sem gjarnan vilja stöðva allt athafnalíf í landinu, þegar verst gegnir um hábjarg- ræðistímann. Framtíðin á.eftir að leiða það í ljós, hvað ofan á verð- ur. Vissulega er mikið í húfi. um það, hveröu mjög þessi ásetningur breytist þegar til kirkju er komið. KIRKJUGESTURINN fór til kirkju með einulægum og góðum ásetn- irigi, en hvaða áhrif hafði messan og heitorð skátanna á hann? Jú, hann fór úr kirkju fullur vandlætingar yfir því, að hann heyrði enga nema kirkjukór- inn, prestinn og sig sjálfan syngja. — Ekki skal eg fullyrða um almennan söng skáta, en margir þeirra komu með sálmabækur til messu, og svo var um talað, að þeir syngju, seip gætu. Margir gerðu það einnig. Vesæll hefir sennilega söngur okkar verið, fyrst kirkjugestur hefir ekkert orðið hans var. i SVO AÐ eg aðeins afsaki lítt æfðar raddir, þá er það ekki á allra valdi að fylgja kirkjukór Akureyrar eftir. Margir munu vera mér sammála um það, að betra er að hlýða þögull á vel æfðan kór syngja lofsöng Islendinga en að taka þótt í þeim söng og nó ekki hæstu tónunum. Það væri hörmulegt að hlusta á þennan helga söng illa sunginn. Það geta ekki allir óæfðir sungið hann. Augnaráð þau, sem kirkjugestur hefir fengið, er hann söng „Ó guð vors lands“, hafa verið augna- tillit hinna þakklátu, en vanmegnugu. Tillagan um að „fokdreifa‘f kirkju- kórnum um allt guðshúsið, er hann hefir lokið samfelldu verki sínu, tel eg hæpið að framkvæmanleg sé. Hvern- ig er hægt að hugsa sér kirkjukór dreift á meðal safnaðarins, nema að söfnuðurinn • verði æfður í röddum, eins og kórinn, og að sama fólk komi alltaf til messu og sitji í ákveðnum sætum? Setjum svo, að bassaraddim- ar setjist hjá börnunum og hæstu kvenraddirnar hjá öldungunum. - Kirkjukórinn er ómissandið, hann syngur einnig ,þegar enginn kirkju- gestur megnar að fylgja honum eftir. > ITVERNIG má það annars vera, að ■*•■■■ einstakir kirkjugestir lesi í hugi manna, og hvers vegna er það nauð- synlegt í kirkjunni sjálfri, að þeir ólykti hugarfar nóunga síns verra en skyldi? — Eg heyrði ekki einsöng yð- ar, kirkjugestur; eg hefi víst ekki veitt yður eftirtekt. Stundin Lkirkjunni var niér ógleymanleg, svo var okkpr fleir- Um farið. I guðs friði, og njótið betur næstu ijiessugerðar. Brynja Hlíðar.“ Hjartanlegur söngur d „samkomum". Nokkuð kveður við annan tón i bréfi frá A. G. Þar segir svo: ¥» AÐ ER hressandi að lesa bréf ??■ „kirkjugestsins", sem birtist í Fokdreifum „Dags“. Hann hefir óvenjulega glöggan skilningáþví,semá við í opinberri guðsþjónustu. I söfpuði, sem í eru allir á vissu landssvæði, trúaðir, hálftrúaðir og vantrúaðir, verður varla hjá því kom- izt, að það verði skoðað sem hrein undantekning, ef maður syngur af lífi og sál og fylgist af áhuga með öllu, sem fram fer. Hins vegar getur ,kirkjugestur“ hæglega sannfært sig um, að í frjálsum kristnum söfnuði, þar sem enginn er nema hann trúi af hjarta á boðskapinn, er það hrein und- antekning, ef nokkur EKKI syngur hjartanlega. Sama kvöld og greinin birtist var eg á slíkri samkomu, og með greininni í huga leit eg kringum mig meðan sung- ið var til að athuga hvort nokkur þegði. Eg sá engan, enda var söng- magnið langtum meira en vanalega heyrist í kirkjum, í samanburði við fjöldann. Glæsilegri tónfegurð fær „kirkju- gestur" að heyra í þjóðkirkjunni hér, en leiti hann að þeim, sem tilbiðja í anda og sannleika, ætti hann að gera (Framhald á 6. síðu). Sumarkjóll Kjólar, sem liægt er að nota við sem llest tækifæri, eru llíkur, sem allar stúlkur sækjast eftir. Hér er einn Jiessara ágætu kjóla. Hann er úr hvítu, þunnu ullarefni. Upp- slög og kragi eru úr léreftskenndu efni: gxæn og hvít blöð og blónt á rauðurn grunni. Raut( leðuir- belti fer vel við kjólinn. Hnapp- arnir ern þaktir hvíta efninu. Slíkir kjólar ganga alls staðar Þegar þú velur skó „Eg hefi alltaf notað númer 37, hvernig stendur á því, að eg keinst ekki í J>essa?“ Setningar sem þessi munu hljóma nokkuð oft í eyrum skókaupmannsins. Hann sýnir viðskipta- vininúm hálfu eða heilu núineri stærra — en hún hristir höfuðið og endurtekur: „Eg hefi alltaf not- að númer 37, og fætur mínir eru ekki stærri nú en síðast, þegar eg keypti mér skó.“ Og síðan, þegar hún hefir troðið sér í skóna, bætir hún við, eins o^ til þess að friða sjálfa sig: „Þeir stækka, þegar eg er búin að vera í þeim nokkra daga.“ En hvað skeður svo, eftir nokkra daga? Sú, sem skóna keypti, kemur heim í leiðu skapi, með logandi verki í fótunum, sparkar aif sér skón- um og gefur þá játningu, að verkirnir sáu óþol- andi, líkþornunum liafi fjölgað síðan hún eignað- ist nýju skóna, en silkisokkunum, aftur á móti, fækkað mjög. Hver er ávinningurinn? — í fljótu bragði fáum við ekki séð, að hann fyrirfinnist í dæminu. Út- koman virðist neikvæð, að öllu leyti. — Sennilega enda skórnir í ruslaskápnum eða þeir eru seldir kunningjakonunni fyrir hálfvirði, en fyrri eigandi situr eftir með sáran fót og heitir því, að kaupa hálfu númeri stærra næst. Suimum liættir til að kaupa of stóra skó, svo að það má með sanni segja, að ekki sé verkið vanda- laust. — Bezt er að binda sig ekki um of við nein sérstök númer, vegna þess að þau eru afar misjöfn, meira að segja frá sömu verksmiðjum, og þar að auki fer stærð skóna að töluverðu leyti eftir öðru lagi þeirra, t. d. hvort þeir eru víðir ifram eða þröngir, opnir einhvers staðar o. s. frv. Erlendis hafa sumar skóverzlanir sérfræðinga, sem lijálpa til við val skóna, þar sem mjög er liaft íhuga heilbrigði og vellíðan fótanna. — Þegar því‘: er ekki að fagna, verður hver og einn að treysta skynsemi sinni í þessum efnum, og borgar sig venjulega að hugsa ráð sitt vel og gefa sér góðan tíma til þess að velja sér eitthvað á fæturna. — Sennilega erum við aldrei nógu vandlátar, þegar við veljuni okkur skó, en við ættum að hafa það hugfast að misþyrming á fótunum, livað þetta snertir, er sjálfskaparvíti, sem okkur ber skylda til að varast, en gera aftur á móti allt sem í okkar valdi stendur til Jress að fótunum geti liðið vel, því að erfiði þeirra er mikið, og veikir fætur og lélegir eru liverri konu sorg og kvöl hin mesta. „Puella“.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.