Dagur - 25.06.1947, Blaðsíða 5

Dagur - 25.06.1947, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 25. júní 1947 5 DAGUR Njósnastarfsemi kommúnista í Kanada: Skjöl Gouzenkos koma fram CJKÖMMU eftir birtingu, hinn ^ 7. september, var Gouzenko- fj'ölskyldan og skjöl hennar flutt til aðalstöðva kanadisku ríkislög- reglunnar. — Forsastisráðherra landsins, Mackenzie King, fylgd- ist með öllu, sem gerðist, fyrir milligöngu lögregluforingjans. Aftur og aftur benti forsætis- ráðherrann á nauðsyn þess, að varlega væri farið, „Gangið úr skugga um, að tilgangur manns- ins sé heiðarlegur og að skjölin séu ófölsuð,“ sagði hann. Gouzenko gerir hreint fyrir sínum dyrum. Fyrs-ta verk lögreglumannanna var að fullvissa sig um hvers vegna Gouzenko hefði ákveðið að segja skilið við Sovétsendiráð- ið. ,,Eg skal fúslega gera grein fyr- ir því,“ sagði Gouzenko. Hann sarndi því næst greinargerð, sem birt er hér á eftir. Hún gefur hverjum þeim, sem lætur sig ein- hverju skipta alþjóðastjórnmáh ærin umhugsunarefni. Eg, Igor Gouzenko, óska að gera eftirfarandi skýrslu, af frjálsum og fúsum vilja: Eg kom til Kanada fyrir tveimur árum. Það vakti þegar undrun. mína, að hér í landi eru einstakling- ar að fullu frjálsir gerða sinna, and- stætt því sem er í Rússlandi. Hin falska kennsla um ástandið í lýð- ræðisríkjunum, sem daglega fer fram í Rússlandi, varð smátt og smátt að víkja í huga mínum, því að enginn lygaáróður stenzt prófun raunveruleikans. Jafnframt því, sem Sovétstjórnin er þátttakandi í alþjóðlegum ráð- stefnum og er þar orðmörg um frið og öryggi, er luin á laun að undir-, búa þriðja lieimsstríðið. Til undir- búnings þessarar styrjaldar er Sov- étstjórnin að konta á fót fimmtu herdeildum í lýðræðisríkjunum, þar með talið Kanada, og diplóma- tiskir sendimenn Sovétstjórnarinn- ar eru þátttakendur í þessu leyni- bruggi. Á meðan eg hefi dvalið í Kanada, hefi eg verið vitni þess, að kana- diska þjóðin og ríkisstjórnin hafa af einlægum hug reynt að hjálpa Sovétþjóðunum og hafa sent birgð- ir til Sovétríkjanna, safnað fé til hjálpárstarfsemi þar og hafa fórn- að lífi sona sinna í því starfi að koma birgðum til Rússlánds. I stað þess, að sýna þakklæti fyrir þessi verk, er Sovétstjórnin nú að efla njósnarstarfsemi í landinu bg láta gera undirbúning til þess að koma aftan að Kanada síðar meir, og allt er þetta gert án þess að rússneska þjóðin viti um það. Þar sem eg cr sannfærður urn, að þessi tvöfeldni Sovétstjórnarinnar í skiptum við lýðræðisríkin er ekki í samræmi við iiagsmuni rússnesku þjóðarinnar og stefnir öryggi og menningu í beinan voða, ákvað eg að segja skilið við Sovétstjórnina og birta ákvörðun mína opinberlega. Næsta skrefið var rannsókn skjalanna, þýðing þeirra af rúss- nesku á ensku og prófun á því, í dagsljósið ^Önnur grein í greininni „Dulmálasérfræðingur Sovétsendiráðsins gengur tú vistinni", sem birtist hér í blaðinu fyrir skemmstu, Var greint frá ákvörðun Gouzenkos sendiráðsstarfsmanns í Ottawa, að koma upp um njósnir Sovétstjórnarinnar og hluttöku kanadiskra kommúnista — með þingmann flokksins í broddi íýlkingar — í þeim. í þessaii grein er greint frá því, sem Gouzenko hafði að segja kanadisku y!f- irvöldunum í fyrstu lotu. Úr bók Richards Hirsch, „The Soviet Spies“, sem samin er upp tir málsskjölum og öðrum opinberum heimilldum. að þau væru ófölsuð. Þetta voru margvíslegir pappírar, í ýmsum litum og af mörgum gerðum, og augljóst var, að ekki var fljótlegt að skipa þeim niður eða gera sér grein fyrir hagnýti þeirra a>llra. Ákveðið var að s'etja á stofn sérstaka bækistöð til þess að ann- ast rannsó.kn má'lsins og var henni ákveðinn staður í húsa- kynnum riikislögreglunnar í Rockcliffe. Þar hófst nú opin- berun njósnahringsins, undir stjórn Leopolds lögreglufor- ingja. Það, sem í ljós kom, á ekki sinn líka í aMri sögu Norður- Ameríku. Sovétsendiráðið ekki iðjulaust. Á meðan þessu fór fram, voru þeir he'ldur ekki iðjulausir í Sovétsendiráðinu. Hinn 8. sept- ember sendi það diplómatiska nótu til Kanadastjórnar og segir þar m. a.: Starfsmaður Sovétsendiráðsins, Igor Sergeivitch Gouzenko, kom ekki til vinnu sinnar hinn 6. sept- ember. Nú hefir komið í ljós, að nefndur Gouzenko hefir liaft á burt með sér fjárhæð nokkra, sem til- heyrir sendiráðinu og hefir hann falið sig ásamt fjölskyldu sinni. — Sendiráðið beinir þeint tilmælum til kanadiska utanrikisráðuneytis- ins,- að það geri skjótar ráðstafanir til þess að hafa upp á Gouzenko, sem mun leynast hér í landinu, og afhendi hann Sovétsendiráðinu, sem mun tafarlaust senda hann heim til USSR. Kanadastjórn baðst nánari upplýsinga um málið og hinn týnda fjársjóð. Sovétsendiráðið svaraði ekki. En hinn 14. septem- ber kom ný nóta frá því og auð- séð var á henni, að mönnunum var miikið niðri fyrir. Þar sagði svo: Sovétsendiráðið leyfir sér hér með, samkvæmt tilmælum frá ríkis- stjórn USS, að endurtaka beiðni sína til ríkisstjórnar Kanada, að hún hafi upp á Igor Gouzenko og konu hans og framselji þau sendi- ráðinu án réttarrannsóknar, til heimflutnings. En þegar hér var komið sögu, hafði Kanadastjórn ekki minnstu löngun til þess að framselja Gou- zenko til Sovétsendiráðsins eða neinna annarra aðila. Hann hafði þá gengið í gegnum hin nákvæmustu. próf til þess að sannprófuð væri einlægni hans og heiðaúleiki, og skjöl hans nöfðu verið rannsökuð af sér- fræðingum. Gouzenko hafði komið út úr þessari raun með fánann við hún: Alk, sem hann íafði að segja, virtist á fuflum íökum og sönnunargögnum reist. Skjölin voru hreint ekki neinir falspappírar. Nokkrar tylftir þeirra voru handskrifaðar rússnesku. Gouzenko sagði, að skriftin væri eftir Zabotin of- fursta, Rogov offursta og Mo- tinov offursta. Leynlögreglu- menn rannsökuðu gestabækur, þar sem þessir herramenn höfðu gist. Á hóteli nokkru höfðu ýms- ir dip’lomatiskir gestir innritast, er þeim var .ha'ldin veizla þar. Skriftarsérfræðingar fullvissuðu sig um, að skriftin á skjölunum var sú hin sama og Gouzenko sagði. Skjölin þurftu að ganga í gegnum fleiri hreinsunarelda. — Gouzenko hafði komið með afrit af leyniskeytum, sem höfðu farið í milli stjórnanna í London og Ottawa. Þau voru dagsett nokkr- um vikum áður en hann gaf sig fram. Það var auðvelt fyrir kana- disk yfirvöld að ganga úr skugga um, að þau vorú hárnákvæm og rétt afrit, því að ha'ldlð hafði ver- ið, að engum væri kunnugt um efni þeirra nema liæstu embætt- ismönnum í London og Ottawa. Nú var ekki það eitt á dagskrá lengur, að rannsaka gildi heim- ilda Gouzenkos, heldur fremur það, að uppræta sýkingu þá, sem agentar Sovétscjórnarinnar voru augsýnilega búnir að koma á innan trúverðugasta hóps starfs- manna kanadisku stjórnarinnar. Jafnótt og skjölin voru þýdd á ensku var þeim raðað niður eftir efni þeirra. Efnisyfirlitið sjálft sýndi þegar, að hér var ekki um neina venjulega h'luti að ræða, því að í því mátti sjá þessi nöfn, meðal annars: Atómvopn — Radar — leynileg sprjmgiefni — fölsuð vegabréf. Aldrei fyrr í sögu njósnarann- sóknanna hafði svo stórfelld starfsemi verið upplýst í einum pakka. Við sjáift lá, áð sönnunar- gögnin væru óþarflega mörg og umfangsmikil. Dulnefni Sovét- agentanna í Kanada, Bandaríkj- unum og Bretlandi fylltu þrjár prentaðar blaðsíður. Kandastjóm fær skýrslu um rannsóknimar. Hinn 21. september var svq langt komið, að sérfræðingarnir sem unnu undir stjórn Leopolds lögregluforingja, voru ti'lbúnir að gefa forsætisráðherranum hina fyrstu skýrslu um málið. Þessi skýrslugerð hófst þann- ig: Sérfræðingur: „Herra forsætis- ráðherra. Sönnunargögnin leiða ótvírætt í 1 jós, að stofnaður hefir verið njósnahringur sem hefir það verkefni, að afla leynilegra upplýsinga frá starfsmönnum og stofnunum Kanadast jórnar. Stjórn þessárar starfsemi er í höndum starfsmanna Sovét- ændiráðsins, sem h'lýta beinum fyt irskipunum l'rá Moskvu. Allir þessir agentar eru kunnir undir dulnefnum. Dulnefni Zabotins offursta, til dæmis, er „Grant“. Hin sérstöku verkefni, sem virð- ast heyra sérstaklega undir Zabo- tin eru: Upplýsingar um atóm- sprengjuna, gerð hennar, fram- leiðsluaðferðir og teikningar. 1 öðru lagi, að útvega sýnishorn af Úraníum 235, ásamt með ná- kvæmum upplýsingum um verk- smiðju þá, sem vinnur efnið. í þriðja 'lagi, aðgangur að rann- sóknarráði ríkisins, og í fjórða lagi, staðsetning herliðs Banda- ríkjanna." Þá var greint frá öðrum verk- efnum njósnahringsins, svo sem að afla upplýsinga um rakettu- sprengjur, rafmagnskveikjur á sprengjum, radar, nýja sprengi- efnið RDX o. fl. Forsætisráðherrann: „Má eg spyrja, að hve miklu leyti hefir þeim tekist að leysa þessi verk- efni sín?“ Sérfræðingurinn: „Að öllu leyti, herra forsætisráðherra." Embættismenn ríkisins, sem viðstaddir voru, sátu þögu'lir um stund eins og til þess að átta sig til fulls á því, hvað þessi orð Jiýddu. Forsætisráðherrann: „Ber mér að skilja það svo, að ýms sératriði um kjarnorkusprengjuna hafi komizt í lrendur þeijra?“ Sérfræðingurinn greip skjala- möppu. „Svarið við þessari purningu er að finna t símskeyti ftá agentinum ,,Alek“ til Moskvu, dagsettu 9. ágúst, en bað er þarinig: samband við fulltrúa Sovét- stjórnarinnar. Eg hygg að þessi símskeyti þyki gefa markverðar upglýsingar um starf mannsins.“ Og hann rétti honum tvö sím- skeyti, svoh'ljóðandi: Til forstjórans (Moskvu). Vió höfum þlanlágt fund Aleks og okkar manna í London. Alek mun starfa við Kings College Fundir 7, 17. og 27. október, fund- arstaður gatan fyrir framan British Museum, tími klukkan 11 síðdegis. Merki, dagblað í vinstri hendi, fiveðja: Bið að heilsa Mikkel. Alek flýgur til London í septemberbýrj- un, en aður en hann fer héðan heimsækir hann úraníumgeýmsluna í Petawawahéraði. Við höfum feng- ið honum 500 dollara. Grant. Símskeyti númer 11955 vár svarskeyti frá Moskvu: Þar var gerð smábreyting á fundarstaðnum og tíma breytt, en að öðru ley'ti var ráðagerðin samþykkt. Það var nú augljóst, að Alek varð að finna, hvað sem það kost- aði, því að ella var ekki annað sýnt, en að allt öryggiskerfið, sem gert hafði verið um kjarn- orkurannsóknirnar, mundi hrynja til grunna. Mackenzie King taldi málið svo mikilvægt, að ekki væri hægt að 'leysa það nema með persónulegu samtali hans við Truman forseta og Attlee forsætisráðherra. „Hér var ekki hægt að treysta dulmáls- skeytum," sagði hann síðar á þingfundi J Ottawa. (í næstu grein er greint frá þvf, er Mackenzie King fór á fund Trumans og Attlées til þess að ræða njósnamálin og nýjum upplýsingum, sem sýndu, að njósnastarfsemin var ennþá umfangs- meiri en áður var ætlað). Til forstjórans (Moskvu). Staðreyndir frá Alek.... Fram- leiðsla Uraníum 235 nemur 400 grömmum á dag í magnetisku sund- urgréinarverksmiðjunni í Clinton, framleiðslan árið 1949 verður að líkindum helmingi meiri og verk- smiðjur eru ráðgerðar, er- framleiði 250 grömm. Aleli. afhenti okkur platinum með 162 microgrömmum af Úraníum 233. Grant. „Hvei* er Alek?“ spurði for- sætisráðherrann. Sérfræðingurinn yppti öx’lum. „Það er óvitað ennþá. Augljóst er þó, að hann hlýtur að vera vís- indamaður, sem er í nánu sam- handi við aðalframleiðsluna. En samkvæmt símskeytum númer 244 og 11955 lítur út fyrir, að Alek ei'gi að vera í I.ondon hinn 7. október til þes sað hafa þar Stúdentar 1947 Hér fer á eftir skýrsla um dentspróf í M. A. Máladeild: 1. Aðalgeir Kristjánsson, S.-Þing. I. 2. Ari Isberg, Hún. I. 3. Björn Jónsson, Skag. I. 4. Daníel Daníelsson, Hún. I. 5. Eiríkur Bjarnason, N.-ís. I. <i. Guðm. Jóhannesson, Sevðisf. II, .7. Hannes Hafsiein, S.-Þing. II, 8. Hrafnkell Helgason, Rang. I. 9. Ingvar Gíslason, Ak. I. lift. Jón Skaftason, Sigluf. I, 11. Jónas l’álsson, Skag. I, 12. jónína Árnadóttir, Eyf. II. 13. Kristján Róbertsson, S.-Þing. I 14. Loftur Guðbjartsson, Ak. I 15. Ragnar Steinbergsson, Ak. I 10. Sigriður L. Guðmundsd., Sigl. I 17. Sigurbjörn Pélursson, Eyjaf. I 18. Sigurlaug Bjarnadóttir, N.-ís. I 19. Stefán Sörensson, S.-Þing. I 20. Stefán Þórarinsson, S.-Þing. II 21. Þórður Ólafsson, Ak. I 22. Þórhallur Hermannss., S.-Þing. I StÚ- 6.32 6.G6 6.33 6.68 7.00 6.00 5.02 6.19 6.63 6.57 6.91 5.60 6.93 6.55 7.12 6.66 6.21 7.21 6.74 5.53 6.67 6.89 Utanskóla: 1. Gísli Kolbeins, Vestm.eyjum 1. 6.05 2. Heimir Bjarnason, Borg. I. 7.09 3. Sigfús Andfésson, A.-Hún I. 6.50 1. Þorgrímur Jónsson, Rvik II. 5.82 1. 2. 3. 4. r>. 6. 7. ~8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. U., 18. 19. 20. 21. 22. Stærðfræðideild: Ari Guðmundsson, Sigluf. Ásgeir Asgeirsson, V.-ís, Ásgeir Karlsson, N.-Þing. Ástvaldur Kristófersson, Hún Bragi Níelsson, Seyðisf. Ebejg Elefsen,, Sigíuf. Einar Sigurðsson, Hún. Einar Sigurðsson, Ak. Gfeli Júlíusson, Hafnarf. Grétar Zophoníasson, Árness. Grímur Bjömsson, Ak. Guðsteinn Þengilsson, Ak. Gunnar M. Steinsen, Ak. Halldór Þormar, S.-Þing. Hannes Kristinsson, Ak. Jakob Björnsson, Sigluf. Jón Árnason.'Rvík jósef Reynis, S.-Þing. Kári Eysteinsson, Hún. Mikael Jóhannesson, Ak. Ólafur j. Ölafs, V.-ls. Sigurbjörn Árnason, Ak. 6.59 5.52 6.69 6.55 5.82 6:67 4.81 6.02 6.83 7.29 5.07 6.00 5.92 7.40 6.46 7.28 5.31 5Á0 6.82 5.02 6.07 6.43 Utanskóla:: 1. Björg Hermannsdóttir, Seyðf. II. 5.70

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.