Dagur - 25.06.1947, Blaðsíða 2

Dagur - 25.06.1947, Blaðsíða 2
2 D AGUR Miðvikudagur 25. júní 1947 Línudan og Jón S Eitt ógeðslegasta fyrirbrigði í ís'lenzkum stjórnmálum er daður kommúnista við minningu Jóns Sigurðssonar, frelsishetjuna miklu og forvígismanns allra framfara liér í landi á sinni tíð. Jón Sigurðsson liáði þrotlausa baráttu að því marki að sækja rétt vorn í hendur útlendri þjóð og gera íslenzku þjóðina stjórn- arfarslega sjálfstæða. í þeirri baráttu sótti hann aldrei ,,'línu“ til annarrar þjóðar til að fara eftir. Hann hafði ætíð sannfæringu sína og réttlætis- kennd að leiðarljósi. Orðtak hans var: „Aldrei að víkja" frá hinu rétta. Línudansarar nútímans fara nokkuð öðruvísi að ráði sínu. Þeir haga sér samikvæmt fyrir- skipunum frá einvalds'herrum Rússlands, sem þeir hafa selt sál sína og sannfæringu. Að þeirra undirlagi fjandskapast kommún- istar við vestrænu 'lýðræðisþjóð- irnar, og undirtónninn í öllum þeirra hrópurn er þessi: Horfið i austurátt. Rússland er í austri. Öll smá ríki, sem einvaldar Rúss- lands hafa svift frelsi og sjálf- stæði, lifa nú í sæluástandi. Aða'l'stefna Jóns Sigurðssonar var að vinna að gagnsemi Íslands með því að efla þekking á alþjóð- legum málum, eftir því sem reynslan hafði kennt utan lands og innan. Fjarri eðli hans var að ganga fram með glannaskap og J'rekju. Róleg og rökvís íliugun málefna einkenndi a'lla þjóð- málastefnu hans. Þess vegna varð hún svo farsæl og ávaxtarík, eins og raun ber vitni. Kommúnistar þykjast vinna í anda Jóns Sigurðssonar. Þeir þykjast vinna að gagnsemd ís- lands með því að rugla dóm- greind lítt hugsandi rnanna, með blekkingum og beinurn ósann- indum um menn og málefni. Glannaskapurinn og frekjan gengur úr öllu hófi, og stökk þeirra frá einni línu til annarr- ar eru daglegir viðburðir. Aldrei héfir þetta sannast betur en nú í síðustu kollsteypum þeirra. Einn daginn viðurkenna þeir, að dýr- tíðin sé að sliga atvinnuvegi þjóðarinnar. Svo að segja næsta dag berjast þeir af alefli fyrir aukningu dýrtíðarinnar með kaupskrúfum og verkfallsbrölti undir því yfirskyni, að þeir séu að bjarga verkamönnum frá ör- birgð með því að fá þá til að halda að sér höndum og hætta að vinna fyrir svo háu kaupi, sem atvinnuvegirnir þola, svo að ekiki sé meira sagt. Jón Sigurðsson veitti liðsemd sína til uppbyggingar atvinnu- vega þjóðarinnar, eftir því sem efni stóðu þá til. Kommúnistar beita áhrifum sínum að því að grafa grundvöll- inn undan atvinnuvegunum. — Þeir beita sér fyrir því að stöðva framleiðsluna, þegar verst gegn- ir. Þejr treysta því, að nógu mik- ið öngþveiti atvinnuveganna skoli þeim á ný upp í valdastól- ana. sararnir gurðsson Það er ekkert annað en g'lanna- leg og frekjuleg . blekkingartil- raun, er kommúnistar reyna að gylla sig með því, að þeir starfi í anda Jóns Sigurðssonar. Öll starfsaðferð Jreirra og starfið sjálft brýtur a'lgerlega í bág við framfara- og menningarstarf hans á Öllum sviðum. Einkunn- arorð kommúnista gætu vel verið á þessa leið, ef þeir segðu hug sinn allan: Alltaf að víkja fyrir vilja Rússa! Þeir, sem Jrví skipa sér undir merki kommúnista, svíkja stefnu og starf Jóns Sigurðssonar. * Um skaplyndi Jóns Sigurðs- sonar segir einn af sagnariturum vorum: ,,Svo var lúndin göfug, að aldr- ei leitaði hann að hefna sín á öðrum mönnum, þó að gert hefðu á hluta hans. . . . Stilling- in var dæmafá af jafnstórlynd- um manni.“ Ekkert er ríkara í eðli komm- únista en hatrið og hefnigirnin gagnvart þeim, er þeir télja að gert hafi á hluta þeirra, en það eru allir þeir, sem ekki vilja í hvívetna dansa eftir þeirra pípu. Hatur þeirra gegn núver- andi ríkisstjórn er gegndarlaust, og hefndarhugurinn gengur vit- firringu næst ,fyrir það eitt að hafa orðið utanveltu við síðustu stjórnarmyndun, þó að það sé einvörðungu sprottið af sjáll- skaparvítum. Svo fangt gengur vitfirringin, að kommúnistar hyggjast að skera á lífæð sjávar- útvegsins að þessu sinni með því að stöðva síldveiðarnar í sumar.' Þetta tiltæki er hreinn og beinn g'læpur gagnvart allri þjóðar- heildinni, en hann telja komm- únistar sér heimilt að drýgja til að koina hefndum fram á ríkis- stjórninni. Það er sama hvar skyggnst er um í pólitísku sálarlífi kommún- ista, alls staðar blasa þar við ful'l- komnar andstæður við anda Jóns Sigurðs'sonar. Þessum nýju frels- ishetjum Jrjóðarinnar, sem þykj- ast vera, má líkja við kalkaðar grafir. Nýjasta dæmi um innræti þeirra og taumlausa frekju er frá síðustu þjóðhátíð hér á Akur- eyri, haldinni á fæðingardegi Jóns Sigurðssonar. Einn traúst- asti maður í sjáffstæðisbaráttu íálendinga fyrr og síðar og ötul- asti lýðveldissinni, Þorsteinn M. Jónsson, var af hátíðarnefndinni kjörinn til að flytja lýðveldis- ræðu þann dag. Þetta þoldu kommúnistar ekkí og heimtuðu, að nefndin tæki Jaessa ákvörðun sína aftur, sem hún auðvitað sinnti ekki að neinu. Kommún- istum hefði að sjálfsögðu þótt tilhlýði'Iegra að fyrir 'valinu hefði orðið einhver af þeirra sauðahúsi, einhver, sem kúnnur væri að því að halda sér fast við „línurnar" frá Rússlandi, t. d. relsishetjan Jön Ingimarss. eða einhver hans líki að línudansi. Hitt var „móðgun“ í augum verkfæra einvejdisins í aústri, að landskunnur lýðveldissinni flytti lýðveldisræðu á fæðingardegi Jóns Sigurðssonar. * Á dögum Jóns Sigurðssonar voru konungkjörnu þingmenn- irnir helztu dragbítir á frelsis- og framfaraviðleitni hans, með undantekningum þó. í raun og veru voru þetta lieiðursmenn, sent vildu föðurlandi sínu vel, en Jreir voru fúlltrúar danska valds- ins og því að nokkru háðir og fundu sig því skylda til að taka meira tillit til vilja Jress en al- menningi fannst hæfa og voru því misjafnlega þokkaðir meðal þjóðarinnar. Fengu þeir oft orð í eyra, rneða'l annars í kveðlingi nokkrum, er eitt af andríkustu sálmaskáldum Jrjóðarinnar orti og lagði þeim í munn: Kveðlingur þessi hefst sem hér segir: Eg er konungkjörinn, karl minn, segi ’eg þér; enda upp lýkst vörin efri og neðri á mér aldrei nema á eina lund: eftir því sem Jaóknast bezt ' Jrjóð við Eyrarsund. Og hann endar á þessa leið: Eg er konungkjörinn, kross og nafnbót fæ. í mér eykst svo mörinn, að ég skellihlæ, — . hlæ, þó gráti þjökuð Jijóð. Eyrir danska sæmd og seim sel ég íslenzikt blóð. Nú eru komnir til sögunnar hér á íslandi nýir fulltrúar er- lends válds, og það miklu hættu- legri en þeir gömlu, Jjví að þeir svífást einskis og fara frarn með frekju, yfirgangi og ofbeldi x Jrjónustu sinni við erlenda vald- ið, sem er mörgum sinnum fyrir- ferðarmeira, sterkara og grimm- ara en daiiska valdið var. Þessir nýju „konungskjörnú' skemmdarvargar eru kommún- istar. Al'lt, sem sagt er í fyrr- nefndum 4kveðlingi á vjð þá í stækkaðri mynd með þeirri breyt- ingu einni að setja Rússa og Rússaveldi í stað Dana og Dana- veldis. Aldiei geifla þeir varirnar á annan hátt en þann, en þeir telji að Rússum líki. Þeir mæna eftir laúnum og virðingarnerkj- um úr austurátt. Þeir koma til verkamanna í 'ljósenglalíki, en eru hið innra glefsandi vargar. Erindi kommúnista til verka- manna er að lýfta sér til æðstu valda á öxlum þein a, en ekki að styrkja verklýðsfélögin, því að þeir hafa sundiað þeim en ekki eflt. Æðsta þrá kommúnista erað öðlást mörvambir slíkai', sem yf- irmenn í Rússlandi bera á kostn- að lágstéttanna, og þegar á reynir bera þeir sæmd Islands í sjóði, því að í blóði flugumanna Rússa !ýtur það innræti. Komúnistar hafa aðeins- eina afsökun fyrir Rússadekri sínu. Þeim er ekki sjálfrátt. Hugarfar's- breyting er það, sem þeir þai'fn- ast, til þess að eiga það skilið að heita Islendingar. Kommúnista dreymir um þjóðféJlagsby11ingu. En það er önnur bylting, sem þeim ríður á. Það er hugarfars- bylting. Eina ráðið til að koma henni fram er í Jrví fólgið, að þeir mæti nógu sterkri andúð og fyrirlitningu þjóðarinnar. Hver Sumarheimilið við Ástjörn I fyrra sumar dvaldi flokkur drengja, ogsíðan flokkur stúlkna urn tíma á sumarheimilinu í hinu inndæla umhverfi Ástjarn- ai í Kelduhverfi. Blessaðist þessi litla byrjún fram yfir vonir. Nú er í ráði að bjóða ungling- um (11 ára og eldri) austur aftur í sumar, þannig að drengjaflokkurinn dvelji þar frá 5. til 18. júlí; en stúlknaflokk- ur fi'á 19. júlí til 1. ágúst. Ein vika íæyndist allt of stutt í fyrra til að njóta alls, sem náttúran hefir þar að bjóða. Við ætlum því í Jietta sinn að láta hvorn flokk vera þar í hálfan mánuð. Við höfum fengið róðrarbát á tjörnina, fótbolta, ikrókett og ýmislegt annað, til þess að ungl- ingarnir geti skemmt sér sem bezt, þegar ekki er verið að skoða fossana, kanna skógana o. s. frv. Dvalaikostnaður reyndist ca. 9 kr. á dag í fyrra (fyrir unga fólkið) og mun sennilega ekkí~ verða miklu hærri í sumar. Væntanlegir þátttakendur eru beðnir að gefa sig fram við und- irritaðan sem allra fyrst. Kómið getur til mála, að eldra fólk fái dvöl þar eftir 8. ágúst. Arthur Gook. F réttatilk ynningar Á þjóðhátíðardeginum 17. júní bárust utanríkisráðherra heillaóskir fiá sendihena Banda- ríkjanna í Stokkhólmi, herra Louis G. Dreyfus og frú lians, nórska sendiherranum, lierra Torgeir AndersenÆyst, sem staddur er í Stokkhólmi, herra Emil Walter sendiherra Tékka á íslandi og í Noiegi og sendifu'll- trúa Belgíu í Osló, einnig frá Vil- hjálmi Finsen sendiherra og Ól- afi Þórðarsyni framkvæmda- stjóra, sem staddir eru í Helsing- fors. • Forseti íslands sendi Gústav Svíaikonungi árnaðaróskir á af- mæli hans, 16. júní. Hefir kon- ungur þakkað kveðjuna. Stjórn Frakklands hefir afnum- ið áritunarskyldu fyrir ís'lenzka þegna, sem ferðast vilja til Frakk- lands til stuttiar dvalar. Þurfa íslendingar nú eigi að afla sér fararleyfis til Frakklands eða dva'Iarleyfis þar, nema þeir ætli sér að dvelja lengur en þrjá mán- uði í landinu eða taka að sér launaða atvinnu. Reykjavik, 19. júní 1947. (Fiá iitanri'kisráðuneytinu). • Meðal skeyta sexii forseta bár- ust á þjóðhátíðardaginn voru eft- irfarandi: „íslendingar í New York senda yður, herra forseti,- og íslenzku veit, nema þeir kynnu þá að vitk- ast og neyddust til að fara að vinna í anda Jóns Sigurðssonar og hættu að skreyta sig með fölsk- um fjöðrum framan í verkalýð- inn. þjóðinni hugheilar kveðjur. Fyr- ii hönd íslendingafélagsins í New York, Ólafu rÓlafsson“. „Islendingar í Danmörku, sam- ankomnir á fjórðu lýðveldishátíð Íslendinga, árna yður, herra for- seti, konu yðar og íslenzku þjóð- inni allra heilla á komandi tím- um. íslendingafélagiði og félag ísl. stúdenta”. „Nemendasamband Mennta- skólans í Reykjuvík fagnar því á árshátíð sinni 17. júní 1947, að þéi', herra forseti, eruð kominn heill heilsu heim og sendir yður kveðju og árnaðarósikir. Fyrir hönd sambandsins. Björn Þórð- arson“. „Árnum foxsetanum og ís- lenzkii' þjóðinni allra heilla á fu'llveldisdaginn. Allra viiðjng- arfyllst. Stefán Þorvarðsson“. „Islendingar, santankomnir í Stockholm 17. júní 1947, senda yður, herra forseti, beztu árnað- aróskir í tilefni af Jxjóðhátíðai'- deginum." Reykjavík, 19. júní 1947. Um víða veröld Leitar frummóður spendýranna, hinnar svokölluðu Indrichoterium, er litði á Tertiertímanum fyrir 60 mill- jónum ára, hafa iundizt í Kazakstan fyrir norðan Aralvatn í Sovét-Rúss- Iandi. Þessi skepna er talin vera tengi- liðurinn í milli skriðdýranna o£ spen- dýranna. Hún var risavaxin, allt að sjö metrar á lengd og skoltarnir voru heill metri hvor. í Moskvu er ráðgert ao senda vísindaleiðangur til þessa staðar og á hann að vinna að þvt, að ná beinagrindinni sem heillegastri úr jarðlögunum og tlytja hana til nátt- úrugripasafnsins í Leningrad. Ef þetta tekst verður Leningradsafnið eina náttúrugripasafnið í veröldinni, sem á heillega beinagrind af þessu dýri. * Danir hafa keypt ullargam fyrir 1,5 millj. króna frá Sovét-Rússlandi, fyrir hagstætt verð. Þeir hafa einnig keypt nokkur þúsund tonn af fóðurbæti frá Rússum. * Norskur maður, Odin Andersen, sem hefir verið búsettur og starfandi í skozka bænum Aberdeen í nokkur undanfarin ár, ásamt konu sinni og börnum, vildi hvetfa heim til Noregs aftur nú á dögunum. í því skyni keypti hann sér allstóran vélbát, hlóð í hann allri búslóð sinni og öðrum eig- um og hélt af stað til Noregs. Eftir 250 km. siglingu irá Aberdeen gengu benzínbirgðir bátsins til þurrðar og varð brezkur tundurduflaslæðari að taka fjölskylduna um borð en dráttar- bátur ætlaði með vélbátinn til hafnar. Á leiðinni hreppti hann vont veður, dráttartaugin slitnaði og vélbáturinn sökk. Þar missti Norðmaðurinn al- eigu sína. Hann hefir nú sezt að í Aberdeen á ný og er byrjaður að safna til annarrar heimferðar. Vinnustofusjóði Kristneshælis hafa borizt þessar gjafir: Frá Berklavöm Akureyri,-ágóði af dansskemmtun kr. 623,25, frá G. E. kr. 50,00. — Beztu þakkir. — Jónas Rafnar. Dýralæknirinn, Guðbrandur Hlíðar, verður fjarverandi úr bænum, til næstk. mánaðamóta.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.