Dagur - 03.07.1947, Side 4

Dagur - 03.07.1947, Side 4
4 DAGUR Fimmtudagur 3. júlí 1947 DAGUR Ritstjórl: Haukur Snorrason Afgreíðsla, auglýsingar, innheimta: Mai'ínó H. Pótursson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi Árgangurinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi er 1. júlí. Prentverk Odds Björnssonar Verkföllin norðan og sunnan Glerár IZOMMÚNISTUM hér í bænum þótti sem þeir gætu ékki vottað flokksforustunni í Reykjavík hollustu Inema með því að áuglýsa, að þeir roundu liefja hér samúðarverkfall og lióuðu þeir saman nokkrum fylgispökum hræðum til þess að fá verkfallsyfirlýsinguna samþykkta. Rösklega 50 menn í 500 rnanna félagi ’tóku þá ábyrgð á sínar herðar, að ákveða hér samúðarverkfall með Dags- brún. En eftir þessar byrjunaraðgerðir er sem all- an mátt liafi dregið úr kommúnistum hér sunnan Glerár. Þeir hafa ekkert haft sig í frammi liér i bænum sjálfum til þess að framfylgja þessari ákvörðun. Hér er unnið alla daga sem áður. Hér er enginn benzín- eða olíuskortur og verkfallið mest áberandi í dálkum „Verkamannsins". — Kommúnistar eru stundum fljótir að átta sig á ivindstöðunni og þeirn er orðið það ljóst, að hinar pólitísku hefndarráðstafanir gegn ríkisstjórninni eiga litlu fylgi að fagna í bænum. Þess vegna láta jreir sér nægja að auglýsa í útvarpi, að hér sé verk- fall. Það á að sýna landslýðnum samúðina, en við Jtað er látið sitja. Kommúnistar hafa ekki treyst liðinu til meiri stórræða. IjANNIG lítur „samúðarverkfallið“ út iiérna megin Glerár. En landslagið breytir um svip jregar komið er norður fyrir ána. Þar er það, sem kommúnistaforustan hér hefir gert meginsókn- ina. Þar standa verksmiðjuhúsin auð og umbæt- urnár hálfgerðar, af því að forsvarsmönnum kommúnistaflokksins þótti sennilegt, að tækist að vinna Krossanesverksmiðjuna mundi eftirleikur- inn við hinar síldarverksmiðjur.nar verða léttari. Þess vegna var Krossanes beitt fáheyrðu ofbeldi. Stjórnarnefndarmaður verksmiðjunnar var anot- aður sem-tréhestur innan borgarmúran.na til þess að auðvelda sóknina utan að frá. Tilmælum verk- smiðjustjórnarinnar um að fá að ljúka nauðsyn- legum undirbúningi og endurbótum, gegn því fyrirheiti, að greiða það kaup, sem síðar yrði sam- ið um annars staðar, var hafnað. Með þeirri neit- un var smiðshöggið rekið á eyðileggingarstarfið. Kommúnistum var í lófa lágið að láta undirbún- ing verksmiðjurekstursins óáreittan í hálfan mán- uð. Þá mundi verksmiðjan hafa verið tilbúin til bræðslu og kaupdeilan er um kaup og kjör við síldarbræðslu í sumar. En „það verða engar und- anþágur veittar/ ‘sagði Steingrímur Aðalsteins- son, iengin smuga látin óbyrgð til þess að fyrir- byggja reksturinn. Hagur verkamannanna var þeim ekkert áhyggjuefni. „Þeir fá þó alltaf at- vinnu við að rífa,“ sagði Björn Jónsson, varafor- maður verkamannafélagsins hér, er rætt var um þessi mál á sameiginlegum fundi verksmiðju- stjórnarinnar og samninganefndar kommúnista á dögunum. Betur verður viðhorfi kommúnista í atvinnumálum naumast lýst. AÐFÖR kommúnista að Krossanesi er átakan- 'legt cjæmi um það, hvað það getur kostað byggðarlag, að velja sér til foryztu í verklýðsmál- um ofstækisfulla kommúnista, sem í einu og öllu dansa eftir hljóðpípu foringjanna í höfuðstaðn- um, án tillits til þess hvort byggðarlagi þeirra er tjón að því eða ekki. Steingrímur Aðalsteinsson beitti sér fyrir stöðvun Krossanesverksmiðjunnar að tilmælum flokksmanna sinna í Reykjavík. Þeir sáu að sú verksmiðja lá bezt við höggi, vegna þess Farartálmar á þjóðveginum. MIKILL er nú orðinn munurinn að ferðast um landið miðað við það, sem áður var. Eg á þar ekki við ferða- lög feðra okkar yfir vegleysur, fót- gangandi eða ríðandi, heldur okkar eigin ferðir í bifreiðum eftir þjóðveg- um. Þa ð er orðinn geysilegur munur að fara í milli Reykjavíkur og Akur- eyrar nú, miðað við það sem var fyrir nokkrum árum. Þjóðvegurinn mó nú heita sannkölluð hlemmibraut mestan hluta leiðarinnar. Þó eru ennþó tveir kaflar, sem allerfiðir eru yfirferðar, einkum ef votviðrasamt er. Það eru Norðurárdalur og Hvalfjörður. í Norðurárdalnum er nú unnið af kappi að vegagerðinni og miðar vel áfram og undirbúningur er hafinn að brúar- byggingu á Norðurá til þess að losa ferðamenn við hinn leiða krók að gömlu brúnni. Eru því horfur á, að þessi farartálmi verði úr sögunni áður en langt um líður. í Hvalfirðinum eru hins vegar litlár vegabætur. Sú var tíðin, meðan herinn dvaldi hér, að þar var greitt yfirferðar. En vegurinn hef- ir verið látinn drabbast niður og ekki var sjáanlegt nú á dögunum, að neitt verulega væri unnið að viðhaldi hans á þessu sumri. Enda er hann allt að því ófær litlum bílum á köflum. Hval- f jörðurinn verður því enn um sinn far- artálmi, en nú er ráðgerð bílferja yfir fjörðinn við Katanes og verður það mikil úrbót. Eigi að síður virðist stór- lega misráðið að halda ekki þessum vegi sómasamlega við. Augljóst er, að hann er nauðsynlégur hlekkur í greiðri samgönguleið milli Norður- og Suðurlands. Ljótur vitnisburður gestgjafa. l/ÍST er um það, að vegirnir hafa * batnað stórlega á liðnum árum. Og ferðamaðurinn verður var við aðra ánægjulegaframför.Gistihúsin og greiðasölurnar meðfram þjóðveginum hafa einnig batnað og sannarlega var ekki vanþörf á því. Fyrir einum fjór- um árum taldist mér svo til, að ekki væri til þokkalegt vanhús fyrir ferða- menn ‘ á gjörvallri leiðinni milli Reykjavíkur og Akureyrar. Á þessu hefir nú orðið nokkur bót, þótt langt sé frá, að sæmilegt megi teljast ennþá. Það er ljótur vitnisburður, sem sumir gestgjafar gefa ferðamönnunum. Þeir segja, að það sé landlægur ósiður á ís- landi, að ganga illa um þessa staði. Ekki sé hægt að halda þeim í sóma- samlegu lagi nema fyrstu dagana eftir að gististaðirnir taka til starfa sum- armánuðina. Þetta er furðuleg ómenning. En ánægjulegt er þó til þess að vita, að umgengnin er hótinu til skárri nú, en verið hefir ó liðnum árum. En langt er enn í land. Rúm fyrir dverga. > GREIÐASÖLUR við þjóðveginn bjóða nú yfirleitt góðan mat með litlum fyrirvara. Einnig það er fram- för. Aðbúð á gististöðum má einnig teljast allgóð. Þó er einn löstur á gisti- stöðunum, sem margir ferðamenn kvarta sáran undan og ekki að ósekju. Það eru rúmin. Erlendur ferðamaður sagði eitt sinn, að ef dæma ætti líkamsþroska Islendinga eftir rúmun- um í gistihúsunum, kæmust þeir í flokk með Búskmönnum í Afríku. Rúmin eru allt of víða of stutt og lé- leg. Ástæða væri til, að gistihúsaeftir- litið — ef það þá er nokkuð nema nafnið eitt —- setti reglur um lág- marksstærð þeirra rúmstæðna, sem mönnum eru leigð á tugi króna yfir nóttina. Þegar búið er að koma þessu í lag, verður verstu óþægindunum á sumum gististöðum rutt úr vegi. Lakast þó í höfuðstaðnum. JLRÁTT fyrir það, sem áfátt er, og * það er vissulega margt, hefir þó orðið veruleg framför á þessu sviði á síðustu árunum. Það er miklu betra og þægilegra að vera ferðamaður á þjóðveginum í dag en áður var. En það er langt frá því nægilega gott til þess að við getum auglýst landið sem ákjósanlegt ferðamannaland og ætlað okkur að hafa stórfé upp úr móttöku erlendra ferðamanna. Til þess eru gistihús okkar ennþá allt of fá og allt of ófullkomin. Og hvergi er verra að vera ferðamaður á öllu landinu en í sjálfri höfuðborginni, en þangað má þó vænta erlendra ferðamanna fyrst. Þar kemst maður ekki á gistihús þótt skíra gull sé í boði, nema í gegnum kunningsskap eða klíkuskap. Innlend- ir ferðamenn verða þá annað tveggja að liggja upp á frændum og venzla- (Framhald á 5. síðu). að ólokið var miklum undirbún- ingi. Eftir byrjunarsigurinn á henni átti svp að ganga á lagið og beygja allan síldariðnaðinn und- ir valdboð kommúnista. Engum hefir verið það ljósara en stjórn- ainefndarmanninum í Krossa- nesi, hvað þessi herferð kostaði bæjarfélagið. Hann hafði ásamt öðrum nefndarmönnum starfað að því allt til þess tíma, áð fyrir- skipunin kom að sunnan, að safna fé til verksmiðjunnar og útvega henni lán. Honum var ljóst, að þessi lán þurfti að greiða og skuldabréfasala vei'ksmiðj- unnar var undir því kornin, að byrlega liti út með reksturinn. Allt þetta lagt saman reyndist þó harla léttvægt, þegar ikommún- istavaldboðið að sunnan kom á vogarskálina á móti. Þá máttu hagsmunir bæjarfélagsins og verkamanna í Glerárþorpi sín einskis. Stjórnarnefndarmaður- inn gekk þá berserksgang til þess að rífa niður það, sem hann hafði áður hjálpað til að Syggja upp. Þannig starfa kommúnistar að málum og engir nema þeir. l^ERKFÖLLIN sunnan og “ norðan Gierár eru harla táknræn um aðferðir og tilgang kommúnista. Annars :vegar ár- innar láta Jreir sér hægt. Komm- únistum í Reykjavík var mest í mun að fá „samúðina" auglýsta í útvarpi og á forsíðu Þjóðviljans, •en þar sem þeir skynja and- spyrnu verkamanna í bænum gegn frekari áðgerðum er þar við látið sitja. Kommúnistarnir hér liafast ekki að, þótt verkfall Jrað, er þeir auglýstu með svo miklum bægslagangi, sé hreinasti skrípa- leikur. En þegar kemur norður fyrir Glerána, breytist myndin. Þar er gengið hart fram, vegna pess að stöðvun Krossaness féll inn í heildaráætlun kommimista um síldariðnaðinn. Þar má ekki einu sinni starfa að lagningu raf- magnstauga, fyrir ofbeldi komm- únista, þótt rafmagnsmenn eigi ekki í neinu iverkfalli. Fátt sýnir betur en þetta, hvers konar starf- semi það er, sem kommúnistar stunda nú víða um landið. Má það furðulegt kallast ef verka- menn líða það mikið lengur, að pólitíssk béllibrögð af þessu tagi séu höfð í frammi í hafni verk- lýðssamtakanna. Enginn þeirra trúir því raunverulega, að með þessum -aðgerðum sé verið að tryggja þeirra hag. En eftir hverju bíða þeir? Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá! Fátt mun hafa vakið nreiri athygii k'venþjóðar- innar nú að undanförnu en uppskipunarbann kommúnista í Reykjavík á appelsínum, sem vænt- anlegar voru til landsins. Innflytjendasambandið hafði ráð á 7000 kössum af appelsínum, en því þótti ráðlegra að spyrjast fyrir um það hjá for- ráðamönnum Dagsbrúnar, hvort leyft mundi að skipa þeim á land hér, ef verkfallið væri þá ennþá óleyst. Hafa ekki iviljað eiga neitt undir því, að þessir appelsínukassar fengju sömu viðtökur og Snorra-styttan, enda ihætt við að lítið yrði eftir af ávöxtunum eftir stíka flutninga fram og yfir yfir Atlantzhafið. En ekki kom til þess, Jrví að beiðn- inni ium uppskipun var synjað og Jress vegna ekki lrægt að ráðast í fiessi appelsínukaup. Nú verður ekki séð, að það hefði skipt nokkru verulegu iháli í yf.irstandandi kaupdeilu, hvort þessi innflutn- ingur befði tekist eða ekki. En þessi ákvörðun kommúnista skiptir hins vegar máli fyrir konur og börn Jiessa 1 ands. Þingmenn kommúnista fluttu á síðasta þingi tillögu um aukinn innflutn- ing ávaxta. Nú sést hver hugur fylgdi máli. Þeir verða ekki þekktir af tillögunum, sem þeir flytja. Þær eru margar og fállega orðaðar. En það er auð- velt að þekkja þá af ávöxtunum. Allar aðfarir þeirra í þjóðfélaginu um þessar mundir eru með þeim hætti, senr seint mun fyrnast. Þeir eru sann- arlega auðþekktir af verkunum. Sumarkápa Þetta er smekkleg sumarkápa, úr ljósu efni. Þetta er nýjasta tízkan núna, segir tízku- sérfræðingurinn Vera Winston, sem sendir okkur Jressa mynd frá New York. Útikjóll Nýtízku útikjóll og hattur, tízku- teikning eftir Vera Winston.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.