Dagur - 03.07.1947, Side 6
DAGUR
Fimmtudagur 3. júlí 1947
Auglýsing um útboð á ríkiskuldabréfum
Samkvœmt 1. kafla laga um eigrmkönnun, nr. 67 1947, býður rikissjóður hér með út rík-
isskuldabréf með þeim skilmálum, sem hér fara á eftir. — Heildarupphæð skuldabréfanna
verður ákveðin með forsetaúrskurði síðar.
Skuldabréfin eru i 2 stœrðum, 5,000 kr. og 1,000 kr. Vextir af þéim eru 1% á ári og
greiðast eftir á gegn afhendingu vaxtamiða l.ágúst ár hvert meðan lánið stendur, í fyrsta
sinn 1. ágúst 1948.
Bréfin innleysast á ivafnverði sarnkvæmt útdrœlti á árurrum 1948—1972 með 1/25 hluta
hvern 1. ágúst þessara ára.
I 6.-8. gr. laga um eignakönnun eru sérstök ákvœði urn skattfrelsi o. fl., sem fylgir
skuldabréfunum, og fara þœr hér á eftir orð-réttar:
6. gr. Ríkisslculdabréf þau, er gefin verða út samkvæmt 1. gr. laga þessara, skulu eigi
talin nreð skattskyldum eignum skattþegns í hinu sérstaka framtali, sem í II. kafla lag-
anna greinir. Þau skulu og ásarnt vöxtum vera skattfrjáls til 31. des. 1952, en þá skal
eigandi þeirra sýna þau skattyfirvöldunum til skrásetningar, ef liann vill halda vöxtum
af bréfunum, enda verða þau skattskyld frá þeim tíma. Ef eigandi sýnir ekki bréfin til
skrásetningar á tilteknum fresti, verða vextir ekki greiddir, en þá haldast skatthlunn-
indin, sem að framan greinir.
Verði lagður á sérstakur eignaskattur í eitt skipti, má, þrátt fyrir framanskráð ákvæði,
skattleggja bréfin í samræmi við aðrar eignir, enda sé þá eiganda þeirra heimilt að
greiða skattinn með hlutfallslegum afs'lætti á nafnverði bréfanna.
7. gr. hegar innlausnar er krafist á útdregnu bréfi, skal sá, er við greiðslu tekur,
greina skriflega frá nafni sínu og heimilisfangi, svo og því, hver verið hafi eigandi
bréfsins, þegar það var dregið út. Stofnun sú, er greiðslu innir af hendi, tiLkynnir við-
komandi skattayfirvöldum um greiðslu bréfsins og nafn og heimili eiganda þess.
Þegar bréf hefur verið dregið út og greitt, skal sá, er bréfið átti, telja fram í n;esta
framtali sínu til eignarskatts fé það, er fyrir bréfið kom, svo og þá vexti af því, sem safn-
ast kunna að hafa fyrir, enda telst þá það fé nreð skattskyldum eignu.m háns.
8. gr. Fi skattþegn telur, að hann hafi eftir l.-ágúst 1947 varið fé til kaupa á skulda-
- bréfum, sem í þessum kafla getur, skal honum skylt að greina frá því í framtali sínu,
hver verið hafi hinn fyr.ri eigandi bréfanna. Ef það fæst ekki upplýst, skal fé það, er
skattþegninn kveðst hafa goldið fyrir bréfin, talið til skattskyldra eigna hans.
Nú kemur fram eignarauki hjá skattþegni ef'tir 1. ágúst 1947, sem liann telur stafa af
sölu ofangreindra ríkisskuldabréfa, og skal hann þá skýra skattayfirvöldunum írá, hver
sé kaupandi og hvert söluvérð hafi verið. Ef þessi atriði fást ekki upplýst, skal skýrsla
hans um söluna eigi tekin til greina, þegar honum er ákveðinn skattur.
Útboðið liefst þriðjudaginn 1. júli 1947 og stendur til 15. ágúst. Verða skuldabréfin til
sölu hjá eftirtöldum aðilum i Reykjavik og Hafnarfirði:
Búnaðarbanki íslands,
Eggert Claessen og Gústaf A. Sveinsson, hæstaréttarlögm.,
Einar B. Guðmundsson og Guðlaugur Þorláksson, málaflutningsskrifstofa.
Sveinbjörn Jónsson og Gunnar Þorsteinsson, hæstaréttarlögm.,
Kauphöllin,
Landsbanki íslands,
Lárus Jóhannesson, hæstaréttarlögm.,
Málaflutningsskrifstofa Lárusar Fjeldsted og Theódórs Líndal,
Samband íslenzkra samvinnufélaga,
Sjóvátryggingarfélag íslands h.f.,
Sparisjóður Hafnarfjarðar, Hafnarfirði.
Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis,
Útvegsbanki ísands h.f.
Utan Reykjavikur verða skuldabréfin til sölu hjá útibúum bankanna á ísafirði, A'kur-
eyri, Seyðisfirði, Eskifirði, Vestmarmaeyjum og Selfossi, og ennfremur hjá sparisjóðunum á
eftirtöldum stöðum: Akranesi, Borgamesi, Stykkishólmi, Patreksfirði, Þingeyri, Hvamms-
tanga, Blönduósi, Sauðárkróki, Siglufirði, Ólafsfirði, Húsavík, Kóþaskeri, Norðfirði, Vík i
Mýrdal og Keflavik.
Bréfin seljast á nafnverði gegn greiðslu i peningum, opinberum verðbréfum og skuida-
bréfum með veði i fasteign, sem til þess eru m etin gild af Landsbankanum. Opinber verð-
bréf, sem bera minnst 4% vexti, .takast á nafnverði, en séu vextir af þeim þar undir, eru þau
tekin á tilsvarandi lægra gengi.
Skuldabréf með veði i fasteign er því aðeins hœgt. að nota til greiðslu rikisskuldabréfa,
að þau hafi verið þinglesin fyrir í. júlí 1946, og þau séu fulltrygg að dómi Landsbankans.
Veðskuldabréf, sem uppfylla þessi skilyrði og bera iminnst 5% vexti, eru tekin á nafnverði,
en séu vextirnir lægri, lækkar gengið tilsvarandi eftir mati Landsbankans á hverju einstöku
bréfi. — Þeir. sem óska að greiða ríkisskuldabréf að einhverju eða öllu Leyti með veðskulda-
bréfum, afhenda hin síðar nefndu einhverjum ofangreindra umboðsmanna gegn möttöku-
kvittun, og gildir hún sem greiðsla upp í kaupverð ríkisskuldabréfa, þegar Landsbankinn
hefur úrskurðað, livort veðskuldabréfin skuli tekin gild, og ákveðið.verðmæti þeirra, ef þau
bera lægri vexti en 5%. Kaupin á ríkisskúldabréfum geta, þegar svo stendur á, ekki farið
fram, fyrr en uimboðsmanni hefur borizt úrskurður Landsbankans um þetta hvort tveggja.
Þeir,sem hyggjast greiða ríkisskuldabréf með veðskuldabréfi, skulu táta fylgja þvi nýtt.
veðbókarvottorð um viðkomandi fasteign. Verða veðskuldabréf ekki tekin til úrskurðar,
írema þessu skilyrði sé fuflnægt.
Athygli er vakin á þvi, að kaupendur rikisskuldabréfa verða að haga greiðslu þeirra
þannig, að ekki þurfi að gefa til baka af verði verðbréfa eða veðskuldabréfa, sem þeir greiða
ríkisskuldabréf með.
Ríkisskuldabréfin seljast án þess að reiknaðir séu dagvextir af þeim.
Umboðsmennirnir við lánsútboðið gefa nánari upplýsingar um allt því viðkomandi.
ReykjaVík, 27. júní 1947. •
F. h. RÍKISSJÓÐS ÍSLANDS
LANDSBANKI ISLANDS
I
Útför systur okkar, dóttur og móður,
JÓNASÍNU SIGURÐARDÓTTUR,
sem andaðist að heimili sínu, Oddeyrargötu 30, laugaidaginn
28. f. m., hefst með minningaratliöfn í Akureyrarkirkju, ilaug-
ardaginn 5. þ. m., kl. 1 e. h.
Jarðað verður að Illugastöðum í Fnjóskadal, sama dag, kl.
5 síðdegis.
Jóhanna Sigurðardóttir, Marteinn Sigurðsson,
Veturliði Sigurðsson, Sigríður Sigurðardóttir,
Stefán Karlsson.
Hjartanlega þökkum við liluttekningu og samúð okkur
auðsýnda við fráfall og jarðarför sonar okkar,
KARLS VALDIMARS PARMERSSONAR.
Húsavík, 25. júní 1947. *
Helga Karlsdóttir. Parmes Sigurjónsson.
Hjartans þakklæti ilæri eg öllurn þeim, er auðsýndu mér
samúð og hjálp við andlát og jarðarför móður minnar,
KRISTÍNAR GÍSLADÓTTUR.
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna.
Ingólfur Jóhannsson.
Innilegt þakklæti fyrir 'auðsýnda samúð viðfráfallogjarðarför
GRÉTARS ÓLAFSSONAR.
Aðstandendur.
INNILEGAR ÞAKKIR til allra þeirra, sem glöddu mig með heim-
sóknum, skeytum og gjöfum á 75 ára afmreli mínu 25. þ. m.
Akureyri, 50. júni 1947.
GUDM. ÓLAFSSON.
im-O-mKHKHKHÍÍHÍÍHKl-
Þurrkuð Rauðber
I Cranberries-
i eru afbragð til sultugerðar,
í í kökur, búðinga og súpur.
[ Kosta kr. 3.90 pakkinn.
i Notkunarreglur á íslenzku
I fylgja hverjum pakka.
i Nýlenduvörudeildir
\ og útibú
mmimiiii
mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmimmmmmmmmmmmmiiiiiiiiiit
Þýðing knattspymunnar.
Framhald af 3. síðu
ar og sérstaklega betri skexnmt-
anir en sóttar eru í áfengi, tóbak,
bíla, næturskemmtanir o. s. frv.,
sem ekki eru til þess fallnar að
byggja upp sálailega og líkam-
lega hiausta æsku. En knatt-
spyrnaner vel til þess fallin.
Plastic-töskur,
sem alltaf má þvo,
nýkomnar.
AMARO-BÚÐIN
Nýr vörubíll
til sölii.
Afgr. vísar á.
Rammagerð
mín er flutt í Skipagötu
6, uppi (áður Verksm.
Draupnir). Gengið inn
um portið að sunnan.
Jóhann Árnason.