Dagur - 09.07.1947, Blaðsíða 6

Dagur - 09.07.1947, Blaðsíða 6
6 DAGUR Miðvikudagur 9. júlí 1947 Nýkomið! Hvítir rimlasandalar Trébotnaskór á unglinga Strigaskór nr. 39—44 fyrirliggjandi SKÓBÚÐ KEA Sláttuvél til sölu. Enn frenuir kola- eldavél. — A. v. á. Píanóeiqendur Þeir, sem þurfa að láta gera við hljóðfæri sin, geri svo vel og tali við mig sem fyrst, þar sem eg hefi aðeins 'skamma dvöl í bænum að þessu sinni. Otto Ryel.. Hjólkoppur af PÍymouth-bíl, tapaðist á ]eiðinni H úsavfk—Akureyri. Vinsamlegast skilist til Kristjáns Jánssonar, bakara. Ágætt herbergi með húsgögnum, í Reykja- vík, er til leigu í 1-2 mán- uði. Laust nú þegar. Otto Ryel. Þökkum innilega auðsýntla samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför JÓNASÍNU SIGURÐARDÓTTUR. Vandamenn. Vegna sumarleyfa verður vinniistofum vorum lokað dag- ana 13.-27. júlí 1947. Prentverk Odds Björnssonar h.f. Vélabókbandið h.f. Hríseyjar-ferjan Eerjtibátiirinn „Sævar“ verður í förum ■ milli Hríseyjar og Litla-Árskógssands í sambandi við áætlunarferðirnar, kvöfds og morgna, þessa daga: mámudaga, miðvikudaga og föstudaga. — Auka- ferðír á laugardagsktvöldiim. Ath. Þess á milli fæst báturinn í aukaferðir. Búsáhöld og glervara verður seld næstu daga með miklum afslætti Verzlunin London. Eyþór Tómasson. Gúmmíslanga V2 ” fyrirliggjandi. Kaupfélag Eyfirðinga Járn- og glervörudeild. ■tKBKHKKBKHKHKBKHStKBKHKHKHKK-lKKBKHKHKHKHKBKBKBKHKHKBKI Pottaplöntur úrvali Blómabúð KEA ÍÍKKbKbKBKhKhKbKHKhKHKbKbKbK-iKHKhKbKbKhKBKBKhKBKbKKbK V átryggingardeild^Þ* CLAUDlA SAGA HJÓNABANDS EFTIR ROSEFRANKEN ^ (Framhald.). ,,Það fer eftir því hvort hann yrði fyrsta flokks auðnuleysingi eða ekki.“ Hún andvarpaði. „Manstu ]>egar við vorum að taia um það, að vel gæti svo farið, að Bobby yrði forseti? Það er svo oft, sem yngri börnin komast ekki eins 'langt og frumburðurinn." „Jú, jú, allir frumburðir eru sjálfkjömir til forseta." Fritz var að hreinsa til í garðinum, þegar þau óku í hlað. Hann fleygði garðhrífunni og hljóp til að fagna þeim. Berta kom hlaup- andi niður tröppurnar með Bobby í fanginu, og hundarnir töku til að gjamina af eintómum fögnuði. Úti á enginu, sem nú var slegið mildum haustlit, sá Claudía hvar Louella og kálfurinn hennar voru á beit. Það var engu líkara, en þær mæðgurnar befðu litíð upp úr grasinu til þess að sjá, hverjir kæmu þar í lilað. „Sjáðu,“ hrópaði Davið, himinlifandi. „Þarna koma kiindurnar í gegnum aldingarðinn. Það er eins og þær liafi fundið það á sér, að þið eruð komin heim.“ „Já,“ hugsaði Claudía. „Þetta er okkar konungsgarður.“ Hún leit yfir allt umhverfið. Þetta var þeirra jörð, þeirra heimili. Og hér var allt, sem hún átti, Davíð, drengurinn og húsið. Og svo rann allt í einu upp fyrir henni, að það var valt að treysta hamingjunni. Á einni nóttu var hægt að hrífa þetta allt úr faðnii hennar, eins og móðir heninar hafði verið hrifin á burt frá þeim. En þetui augna- hlik mundi þó iverða hennar eign að eilífu. „Komdu, elskan,“ sagði Davíð og stjakaði henni á undan sér upp tröppumar. Það var eins og hann renndi grun í lnigrenningar hennar. Þegar þau komu heim með Bobby í fyrsta sinn, hatfði móðir hennar tekið á móti þeim með sínu innilega brosi. Nú var hún ekki rneir. Og nú þarfnaðist Claudía hennar þó meira en áður. „Það er allt í lagi með mig,‘ sagði hún, svona til þess að hug- hreysta Davíð. Þetta var í ifyrsta sinn, sem hún hafði verið fjarverandi frá hús- inú, síðan það var standsett, og nú Jannst henni indælt að vera heima á ný. Hún gekk inn í dagstofuna. Henni fannst hún í senn stærri og minni en áður, alveg eins og þó breytt. Hún gekk og skoð- aði hvern hlut. Fritz og B-erta höfðu ekki verið iðjulaus. Allt var bónað og pússað, svo að það gljáði. Allir blómavasamir voru fullir af nýútsprungnum, ilmandi blómum. Claudía gekk að stærsta vas- anum og hagræddi hlómunum í honum. Berta var alveg sérstök manneskja, en hún kunni ekki lag á því, að hagræða hlómum í vasa, hugsaði Claudía. Þarna var stóll, sem ekki var alveg á réttum stað. „Ja, húsið hefur saknað mín,“ hugsaði hún. Jafnvel þótt það væri alls engin nauðsyn, let hún það eftir Davíð að hann bæri hana í fanginu upp í svefnherbergið. Hún lét sem sér þætti það mjög elskulegt af honum, af því að hún vissi, að honum mundi þykja vænt um það. En annaðhvort var hann orðinn mikið eldri, en hann var fyrir fimm árpm, eða hún var orðin mun þyngri, eða þá stiginn var brattari, en hann átti að vera, og allt of hrattur fyrir svona rómantík, því að hún hafði ekki lifað hættulegri tvær mínútur en þessar í fangi lians á leiðinni upp á loftið. „Þú ert að kæfa ,mig,“ hrópaði hann, er leiðin var hálfnuð. „Haltu ekki svona fast utan um hálsinn á mér.“ „Þú hlýtur að hafa farið í skóna öfuga í morgun, vinurinn,“ sagði hún, „og þetta ferðalag getur ekki haldið svona áfram. Settu mig niður. Eg þarf hvort sem er að taka til starfa og líta efitir harn- inu.“ „Berta passar barnið,“ stundi hann upp um leið og hann steig upp á loftskörina og lét hana varlega niður. Þau gengu inn í svefn- herbergið. Hún lét ekki sérstaklega á því bera, en gott þótti lienni að vera komin þangað. Hún nenmti ekki að hafa fyrir því að and- mæla, þegar Berta tilkynnti, að hún ætlaði að sofa í barnaherberg- inu til frekara öryggis. „Það verður bara í nótt,“ bætti Berta við. En Ber.ta virtist hafa gleymt þessu loforði, því að hún hélt áfram að búa um sig þar inni. Claudía hafði samivizkubit af þessu. „í fyrsta lagi,,“ isagði hún við Davíð kvöld nokkurt, er þau voru að hátta, „er þetta mitt barn, og í öðru lagj er J>að skylda móðurinnar, að giei.a sjálf bamsins.“ „Vitleysa,“ svaraði Davíð. „Ber.ta hefur gatfian af þessu. Hún sagði mér, að hún hefði lengi hlakkað til aðfá aðsotfa með barnið.“ -,,Eg skil ekki, hvernig liægt er að hlakka itil þess.“ ,Þú skilur það kannske, þegar þú ert komin á hennar aldur.“ „Já, en Berta er svo sem ekkert gömul. Hún er ekki nema fim,mtug.“ „Hún ,er orðin óskaplega feit og þung á sér. Mundir þú ennþá vera skotin í mér, ef eg vigtaði 200 pund?“ Hann kinkaði kolli, hálf ólundarlegur. „En=ef eg fengi mér falskar tennur?“ (Framhald).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.