Dagur - 23.07.1947, Blaðsíða 1

Dagur - 23.07.1947, Blaðsíða 1
GUR XXX. árg. Akureyri, miðvikudaginn 23. júlí 1947 28. tbl. Ölafur ríkisarfi Norðmanna heimsækir Akureyri í dag Situr veizlu bæjarráðsins liér í kvöld Snorrahátíðin í Reykholti var vegleg minningarhá- tíð tveggja frændþjóða um hinn fræga sagnaritara og ritsnilling Kosningasigur Framsókn- arflokksins í Vestur- Skaftafellssýslu Kjördæmið unnið úrhönd- um Sjálfstæðisflokksins Um fyrri helgi fór fram auka- kosning til Alþingis í Vestur- Skaftafellssýslu, vegna brottfar- ar Gísla Sveinssonar sýslumanns úr héraðinu, en hann helir nú tekið við hinu nýja sendiherra- embætti í Oslo. Urðu úrslit þau, að frambjóðandi Framsóknar- flokksins, Jón Gíslason ftóndi, var kjörinn með 391 atkvæði. Frambjóðandi Sjálfstæðisflokks- ins, Jón Kjartansson ritstjóri, er nýskeð hafði verið dubbaður ujjp í sæti Gísla Sveinssonar sem sýslumaður í héraðinu, hlaut 385 atkv., og munu flokksmenn hans þó yfirleitt hafa talið kosn- ingu hans vissa, þar sem Sjálf- stæðið hafði við síðustu kosn- ingar haldið þingsætinu með glæsilegum meirihluta, eða 145 atkv. Runólfur Sveinsson, frarn- bjóðandi Sósíalistafl. hlaut 47 atkv., en frambjóðandi Alþýðu- 11., Arngrímur Kristjánsson skólastj., hlaut 8 atkv. Við síðustu kosningar hlaut Gísli Sveinsson (S.) 425 atkv., en Hilmar Stefánsson (F.) 280 atkv. Kommúnistar fengu þá 78, en Alþýðufl. 26 atkv. Jarðsími lagður um bæinn Sjálfvirka miðstöðin væntanleg á næsta ári. Undanfarnar vikur hefir verið mikið umrót á götunum í hin- um nýrri hverfum bæjarins. Hef- irstór hópur manna unniðað J)ví að grafa ]>ar skurði og koma fyrir jarðstrengjum fyrir sínra- kerfið, j)ar sem slíkar línur voru ekki áðttr. Mun það verk standa yfir fram á haust, en mun þá væntanlega að mestu lokið. Langflestir starfsmenn símans \ið þessar framkvæmdir eru að- komumenn í bænum, og búa þeir í sumar í stórri tjaldborg, sem reist hefir verið á túnunum ( ofan við Menntaskólann, vestan Þórunnarstrætis. — Það er fagn- aðarefni fyrir bæjarbúa að losna við staura^ia og línufjöldann sem fylgir ofanjarðarsímanum,, af götum og gatnamótum, og þá ekki síður, að ráðamenn land- símaris hafa látið það uppi, að sjálfvirka bæjarmiðstöðin sé væntanleg á næsta ári, þótt sú framkvæmd sé á hinn bóginn ekki vonum fyrr á ferðinni hér í bænum. H En í sambandi viðskurðagröft- inn og umrótið á götunum vegria jarðsímans, — sem að vísu mun aðeins stundarfyrirbrigði — rifj- ast það óþægilega upp fyrir möhnum í hversu ömurlegu og raunar'óþolandi ástandi götur bæjarins eru víðast hvar að öðru leyti. Má heita, að margar aðal- göturnar — hvað þá aðrar — séu næstum ófærar venjulegum öku- tækjtim án yfirvofandi stór- skemmda og slysahættu, sökurn Jress hversu stórhólóttar þær eru í aðra röndina, en stórgötóttar í hiria. Er þar vissulega um aðkall- andi verkefni að ræða fyrir 'verk- fræðingalið bæjarins, af æðri og lægri gráðum. Nokkuð á annað þús. að- komumenn skráðu nöfn siín í gestabók Akureyrar- kirkju fyrsta hálfa mánuð- nn, sem kirkjan hefir verið opin almenningi utan venjulegs guðsþjónustu- tima Sú nýbreytni hefir verið tekin ujjjt nú í sumar, að Akureyrar- kirkja er nú ojrin almenningi alla daga. Organleikari kirkj- unnar, Björgvin Guðmundsson tónskáld, hefir leikið á kirkju- ^iljóðfærið kl. 6—7 síðdegis og einnig oft á morgnana. Hefir mátt heyra víðs vegar um bæinn fagra örgantóna, er útvarpað hef- ir verið gegnum hátalara í turni kirkjunnar. Þá hafa þeir kirkju- vörðurinn Kristján Sigurðsson og Jón Þorsteinsson kennari leið- beint fólki, er kornið hefir til að skoða kirkjuna, sýnt þeim bygg- inguna og kirkjugripi forna og nýja. — Þessi nýlunda hefir orðið ærlega vinsæl og rómar að- komufólkið fegurð kirkjunnar og ])á ekki síður organleik Björg- vins tónskálds, og hina smekk- legu. og hóflegu beitingu hans á hinu vandaða og sérstæða hljóð- færi kirkjunnar.* ýkipsskaðar í þokuveðrinu á mánuclag og í fyrrinótt. Dimm þoka grúfði yfir mið- um og siglingaleiðum hér norð- anlands á mánudag og í fyrri- nótt. Mun hún hafa valdið verulegum truflunum á síldveið- unum og ennfremur tilfinnan- legum skipsköðum. Síldveiði- skipið Brís héðan tir bænum strandaði við Vojmafjörð. Þá er ennfremur vitað með vissu, að síldveiðiskipið Hvítá frá Borgar- nesi strandaði, og ennfremur norskt flutningaskip við Bjarg> tanga, en náðist þó út aftur inn- an skamms. Þá hefir og heyrzt að fleiri síldarskip rnuni hafa strandað, en þegar blaðið fór í pressuna, voru nánari fréttir af þessum viðburðum ókomnar. Ekki var þá talið, að neinir mannskaðar hefðti orðið í þessu ilefni. Góðir gestir í bænum Dr. Árni Helgason verksmiðju- eigandi í Chicago, frú hans, dótt- ir og mágkona, eru sem stendur stödd hér í bænum og búa á Hó- tel KEA. Munu þau dvelja hér 'ram yfir næstu helgi, að því undanskildu, að þau hafa í hyggju að skrejrjra í skyndiferð austur í Þingeyjarsýslur. Þau hjónin eru í hópi hinna merk- ustii Vestur-íslendinga og ávallt miklir aufúsugestir hér heima. — Dagur bíður hann og fjölskyldu hans velkomna til Akureyran Jmdeiklur forustumaður Enn á John Lewis, forustumaður kola- námumanna í Bandaríkjunum, í stríði við námueigendur og stjórn landsins. Kolanámume»n hóta enn verkfalli «- Krossanesverksmiðjan er nú tilbúin til að taka á móti síld til vinnslu 19 skip frá Akureyri á síld- veiðum í sumar. Þrátt fyrir tafir af völdum verkfallsins á hinum stórfelldu umbótum, er farið hafa frarn og standa enn yfir á síldarverk- smiðjunni í Krossanesi, mun verksntiðjan nú tilbúin að taka á móti síld til vinnslu, strax og hún berst hér að landi. Dauft hefir hins vegar verið yfir síld- veiðunum hér á næstu miðum síðustu dagana, svo að í gær hafði engin síld borizt að landi í Krossanesi. Hins vegar horfir vænlegar nreð xeiðina á norð austurmiðunum eins ' og sakir itanda, og mun Raufarhafnar- verksntiðja þegar tekin til starfa. Fleiri skijr eru nú gerð út ti! úldveiða héðan frá Akureyri en nokkru sinni áður, eða a. m. k. 19, þar af sum stór og vel útbúin. Landbúnaðarsýiiiri"mini er nú lokið Yfir 60 þúsund skoðuðu sýninguna. Hinni miklu landbúnaðarsýn- ingu, er opin hefir verið í Reykjavík undanfarnar viknr, var lokið fyrra þriðjudagskvöld. Yfir 60 þús. tnanna höfðu þá skoðað sýninguna, og mun slíkur fjöldi sýningargesta algert eins- dæmi hér á landi, enda var sýn- ingin öll miklu stórkostlegri og athyglisverðari en nokkur sýn- ing, sem áður hefir verið haldin á íslandi. Snorrahátíðin í Reykholti á sunnudaginn var reyndist — svo scm vænta mátti — vegleg þjóð- hátíð og 'verðug minningarat- höfn um höfuðsnifling íslenzku þjóðarinnar á sviði sagnaritunar jg ritlistar. ÖUu því þýðingar- .nesta, er þar fór fram, var að jálfsögðu útvarpað, og má ætlla, ið Jjorri landsmanna hafi fylgzt með Jjví, er ]>ar gerðist, svo að ójjarft sé að rekja hin mörgu dag- skiáratriði nákvæmlega hér. Höfuðviðburður dagsins var auðvitað afhjúpun Snorrastytt- unnar sjállfrar, hins glæsillega listaverks Vigelands, mynd- höggvarans fræga, og fram- kvæmdi Ólafur krónprins Norð- manna afhjúpunina og afhenti fyrir hönd norsku þjóðarinn&r íslendingum hina veglegu gjöf með vel völdum ávarpsorðum og flutti ísHenzku þjóðinni bróður- legar kveðjur írændþjóðarinnar í austri, en forsætisráðherra, Stefán Jóhann Stefánsson, Jjakk- iði hina mikilsverðu og vinsam- legu gjöf fyrir hönd Islendinga. -\f öðmm dagskráratriðum mun mönnum ekki sízt minnisstæð hin snj'alla ræða formanns ís- lenzku Snorranefndarinnar, Jón- Minnisvarði norskra lier- manna afhjúpaður í Foss- vogskirkjugarði Síðastliðinn mánudag afhjúp- .ði Ólafur krónjnins veglegan ninnisvarða í Fossvogskirkju- >;arði, sem reistur hefir verið þar il minningar um norska her menn, er létu líf sitt hér á landi i styrjaldarárunum, en a 11 tnunu það hafa verið 35 Norð' menn, sem ekki áttu héðan aftur- kvæmt. Frú Gerd Grieg átti frumkvæðið að sjóðstofnun í þessu skyni. \7ið þetta hátíðlega tækifæri söng karlakórinn Fóst bræður kvæði eftir Davíð Stef- ánsson við lag eftir dr. Pál Isólfs- son, og er hvort tveggja lagið og jóðið, samið fyrir þetta tæki- færi. Sigurður Nordal prófessoi flutti ræðu, en við messugerð í Dómkirkjurini, er lialdin var af þessu tilefni, jnédikaði norski dómprófasturinn Sigurd Fjær, en séra Bjarni Jónsson vígslu- biskttp þjónaði fyrir altari. Öll var athöfn þessi hin hátíðlegasta. asar Jónssonar lyrrverandi ráð- herra, og hin ágæta ræða varafor- manns norsku neíndarinnar, prófessors Haakon Sheteligs. — Gífurlegur mannfjöldi var sam- ankominn í Reykholti Jjennan dag, enda réðist veðrið miklum mun betur en áhorfðist. Aðalþýðing Snorrahátíðarinn- ar er |>ó þrátt fyrir allt sú, að við þetta tækifæri hafa hinar fornu og nýju ftænd- og vinajjjóðir, Norðmenn og íslendingar, skipzt á bróðurlegum kveðjum og styrkt enn á ný vináttu- og frænd- semisböndin, sem tengt hafa og tengja skulu þessar þjóðir sam- an, á hverju sem annars gengur um rás heimsviðburðanna. í Jjeim anda tfögnum við Akureyr- ingar komu hins glæsillega full- trúa Norðmanna, Ólafs ríkiserf- ingja hingað til bæjarins í dag, en hann ferðast nú um landið, áður en hann hverfur héðan heim aftur .í kvöld hefir bæjar- ráð Akureyriar boð inni fyrir hann og fylgdarlið hans, ásamt ýmsum embættismönnum og op- inberum starfsmönnum ríkis og bæjar. Veri Ólafur krónprins og iðrir góðir Norðmenn velkomn- ir í frændahóp hingað til bæjar- ins. ÓLAFUR KRÓNPRINS Norðmanna er væntanlegur hingað til bæjarins kl. 7 í kvöld ásamt fylgdarliði sínu, með biif- reiðum frá Reykjavík. Eftir að ferðafölkið liefir j'afnað sig ofur- lítið eftir ferðalagið mun í ráði að krónprinsinn og aðrir gestir gangi í kirkjuna og Jjaðan í Lystigarð bæjarins. Verður krón- prinsinn og förunautar bans ávarpaður J>ar og boðinn vel- kominn af forseta bæjarstjórnar. Þá mun og Lúðrasveit Akureyrar leika nokkur lög og karlakórinn Geysir syngja. — Má vænta þess að sú atliöfn hefjist laust fyrir 8 í kvöld, og er almenningi að sjálfsögðu heimill aðgangur að Lystigarðinum á þeim tíma sem endranær. Að Jjví búnu hefst kvöldboð bæjarráðs fyrir krón- prinsinn og aðra gesti að Hótel KEA. — Ólafur ríkisavfi og föru- nautar hans munu halda héðan af stað flugleiðis heim til Nor- egs á morgun. Tiilhlýðillegt er að húsráðend- ur Iflaggi í tilefni af komu Jjess- ara merku gesta.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.