Dagur - 22.10.1947, Page 4

Dagur - 22.10.1947, Page 4
4 DAGUR Miðvikudagur 22. október 1947 I Dreifing fjármagnsins FYRRA var greint allýtarlega hér í blaðinu frá áætlunum brezku stjórnarinnar um dreifingu fjármagns og framkvæmda uin byggðir landsins. Lögð var áherzla á það, að spyrna gegn ofvexti þéttbýlisins á kosuiað hinna dreifðu byggða. Rík- isvaldið ákvað að stuðla að stofnun atvinnufyrir- tækja á ýmsum stöðum úti á landi og veita þangað fjármagni. Einnig varsvo ráð fyrir gert, að athug- að væri hvort ekki væri heppilegt að ríkið dreifði stofnunum sínum og skrifstofum meira út fyrir höfuðborgina en gert hafði verið. Með því móti væri spyrnt gegn ofmikilli samþjöppun hins stjórnarfarslega valds í höfuðstaðnum og aðstað- an til þess að lifá í landinu gerð jafnari og réttlát- ari en áður. Á þ.ið var bent hér í sambandi við þessa frásögn, að þessi nýmæli brezku ríkisstjórn- arinnar væru vissulega athyglisvérð. Bretar er.u ein þroskaðasta lýðræðisþjóð veraldar dg hafa kunnað að rata hinn gullna meðalveg í stjórnar- farslegum efnum og forðast öfgar til liægri og vinstri. Þeir hafa jafnan haft skynsamlegar og vel undirbúnar ráðstafanir á takteinum til þess að mæta aðsteðjandi vandamáluin ])jóðfélagsins og hafa kunnað að béita þeim í tíma. þAÐ ER nú orðið flestum landsmönnum ljóst, a. m. k. þeim, er utan Reykjavíkur búa, að vandamál þau, er brezka ríkisstjórnin var að gera raðstafanir til þess að mæta, eru komin á miklu hærra og hættulegra stig hér í landi en þar. Þrátt fyrir það bófar sorglega lítið á skilningi ráða- manna þjóðarbúsins á þessum hættumerkjum, og því síður á nokkrum skynsamlegum ráðum til úr- bóta. Manntalsskýrsla Hagstofunnar. sem rædd er annars staðar í blaðinu í dag, sýnir glögglega hvert stefnir. Fólksfjölgunin í landinu lendir ár eftir ár á sama staðnum, í höfuðborginni, aðrir kaupstaðir standa því sem næst í stað og 'sveitirn- ar eru iað smátæmast. Þessir fólksflutningar er nrikil blóðtaka fyrir héruðin. Dugandi fólk, sem líklegt er til athafna, hverfur á‘ brott, tækifær- unum fækkar. Með því flytzt sífellt talsvert fjár- magn frá landsbyggðinni til borgarinnar. Sofandi gefur Guð sínum, höfuðstaðarvaldið, sem áður hafði flesta þræði fjárráða og valds í hendi sér, uppsker sífellt meira og meira eftir þessum leið- um, jafnframt því, sem lögggjöfin og athafnir stjórnarvaldanna festa 'ráðsmennskuna á fjár- magni þjóðarbúsins og framkvæmdunum sífellt betur innan landamerkja höfuðstaðarins. Það eru sorgleg sannindi, að forustumenn stjórnmála- flokkanna og ríkisvaldsins virðist alveg skorta dug og vilja til þes sað spyrna gegn þessari þróun með þeirn einu ráðum, sem til þess duga — með dreifingu fjárnragns og valds frá miðpunktinum við Faxaflóa til byggðanna við strönd og í dal. Allar stofnanir úti um landið eru nú að verða valdalaus útibú frá miðpunkti vefsins í Reykja- vík. Bankarnir úti um land mega ekki lána til framkvæmda þar nema með leyfi höfuðstaðar- valdsins, allan gjaldeyri verður að sækja suður þangað, með komu Fjárhagsráðs — þótt nauðsyn- leg væri í sjálfu sér — voru framkvæmdaráðin lögð í hendur reykvíksrar embættismannanefnd- ar.‘ Bæjarstjórnir og sýslunefndir eru naumast iengúr húsbændur á sínum eigin heimilum og geta ekki lagt í framkvæmdir neina eftir leyfum að sunnan. Skrifstofur ríkisvaldsins úti um land- ið, eru að mestu leyti orðnar skattheiúitustofur Útvarpið á dagskrá. HVERS vegna er útvarpið svo mjög á dagskrá á mannfundum og í blöðurn um þessar niundir? Til þess eru tvær ástæður. í fyrsta lagi eru ilustendur orðnir þreyttir á tilbreyt- ingarleysinu og kyrrstöðunni, sem rík- ir í þessari stofnun. Og í öðru lagi hef- ir Útvarpsráðið loksins sýnt ofurlítinn ;it á því, að taka íyrir misnotkun út- varpsins, sem átt hefir sér stað nú urn nokkur ár, eða síðan kommúnistum lókst að koma liði sínu þar inn fyrir þröskuldinn. Umræðurnar um útvarp- ið eru því ekkert furðuefni. Hitt er undraverðara, liversu lengi almenn, ingsálitið hefir þolað það, að starfsemi þessarar ríkisstofnunar væri með þeim fiætti, sem nú helir verið um sinn. Minna hlustað * YFIRLEITI' mun svo komið, að minna er hlustað á Reykjavíkurút- varpið nú orðið en áður var. Þetta er ósköp eðlilegt. Dagskráin er ekki þann- ig, að hún veki eftirvæntingu og menn geti unað sér við það heih kvöld, að hlýða á hana. Alltaf er sama við- kvæðið; Grammófónninn, fréttirnar, erindi, hljóðfæraleikur, sömu menn- irnir viku eftir viku. Grammófónninn er það skársta af þessu. tjann flytur oft góða músík, eM ekki ber það vott um þroska og lifandi starf stofnunarinnar, að liann skuli bera uppi dagskrána. Er- indin eru stundum allgóð, en þeim einvörðungu. Og byggðinni hnignar, fólkið flytzt burt. IjAÐ ER ekki ofmælt, að við ís- lendingar megum læra af fordæmi Breta í þessum málum. Þar virðist ríkisvaldið ætla að taka í taumana í tíma og forða hættulegra ofþennslu í mesta þéttbýlinu. Hér aftur á móti, skortir ráðandí menn ríkisvalds- ins skilning á þessum vandamál- um. Athafnir þeirra bera þess órækan vott. Hér virðist þvf ekki um aðrar leiðir að velja, en að þegnarnir sjálfir hefjist handa um úrbæturnar og þá fyrst á þannig að velja þá menn til full- trúa á Alþingi, sem vilja sinna þessum málum og hefja raun- hæft endurreisnarstarf. Mörg rök hníga að því, að aukin sjálfstjórn byggðanna um sérmál sín, sé heppilegasta fyrirkomulagið fyr- ir okkur í framtíðjnni. En þeirri skipan verður aldrei komið á nema með samstilltum átökum almennings í landinu. Að .því hlýtur að reka, að þau samstilltu átök verði hafin. Hér er um að tefla framtíð héraða, þorpa og bæja, velferð komandi kynslóða. Enginn getur horft á það að- gerðalaus, að heimabyggð hans hnigni ár frá ári. Það eru ekki landkostirnir við Faxaflóa, sem beina fólki og fjármagni þangað suður. Möguleikar til menning- arlífs eru eins miklir víða annars staðar á landinu. Það er sam- þjöppun valdsins og fjármagns- ins á þessum eina stað, sem er or- sök meinsemdarinnar. Lækning- in verður því að hefjast á rétt- látri dreifingu valds og fjár- magns. En þar virðist skilja með valdamönnum í höfuðstaðnum og almenningi úti um land. Það er kominn tími til þess, að lands- menn taki höndum saman og geri vilja sinn í þessu efni gild- andi í sölum Alþingis. liefir vissulega farið aftur. Örsjaldan heyrast nú liinir góðu fyrirlesarar, er mikið létu til sín taka á fyrstu árurn útyarpsins. Og ennþá er útvarpið ekki komið á það menningarstig, að það íorði hlustendum frá því, að fyrirlesar- ar, sein ekki geta talað í útvarp raddar- innar og framburðarins vegna, komi þar fram. Að þessu leyti stendur það langt að baki útvarpsstöðvum annarra pjóða. Fréttirnar lilýða menn á að jafnaði. Að erlendu fréttunum vikið liér síðar í þessum þætti. Innlendu fréttirnar eru orðin furðuleg ruslakista og ægir þar öllu saman. Pó er undra- verðast liversu útvarpið íylgist illa með því, sem gerizt í þjóðlífinu, og oft er það að birta fréttir, sem fólk lieíir fyrir löngu fesið í blöum landsins. Lifandi Iréttastarfsemi frá atvinnulífinu, er lít- il, helzt í fornii fréttabréfa, sem flest hefjast með því að lýsa heyfeng og afla- brögðum fyrir mörgum mánuðum, stundum er allt árið lagt undir í einu. Þrátt fyrir ágæta aðstöðu og meiri fjár- i áð en blöðin hafa, stendur útvarpið þeim flestum langt að baki um frétta- öflun og fréttaflutning. Ekki eru þetta mikil meðmæli með ríkisrekstri Morgunþættirnir líka dauðir. rpfLRAUNlR til fjölbreyttni í efnis- -® vali virðast nú með öllu lagðar á hilluna. En ein og ein nýjung skýtur upp kollinum annað slagið, en lognast brátt út af aftur. Úthaldið og hugvits- semina virðist vanta, Óljóst er af hverju þetta stafar. En nýleg viðskipti útvarpsstarfsmanna í Útvarpstíðind- um virðast benda til þess, að afbrýðis- •■omi starfsmanna, óþjálni og ósam- komulag, eigi sinn þátt í kyrrstöðunni. Þessi deila leiddi í ljós, að a. m. k. einn nýr útvarpsþáttur leið undir lok fyrir stirðbusahátt þeirra, sem þarna eiga að •tjórna. Naumast er þess að vænta, að iramtakssemi og starfsgieði ríki í svona andrúmslofti, enda er það mála sann- ast, að sjaldan verða hlustendui þeirra ■iginleika varir. Sama lognmollan, sama deyfðin, sama dagskráin, dag eft- ir dag og viku eftir viku. Allt þetta er þess’valdandi, að minna er nú hlustað en áður, en óánægja lilustendanna fer vaxandi og er orðin mjög áberandi. Hún verður ekki kveðin niður nema með raunhæfum úrbótum. Að þessu sinni mun ekki duga neinn „morgun- þáttur' ‘til þess að senda gagnrýnend- um útvarpsins skæting, enda er þetta nýmæli á dagskránni einnig koinið undir torfu íyrir nokkru. Hvers vegna gleymdust kafbátamir? HIN ástæðan til umræðnanna um út- varpið hefir fengið meira rúm í blöðunum, en það er erlendi frétta- flutningurinn og misnotkun útvarps- ins í hiindum kommúnistískra starfs- manna. Mikið veður hefir verið gert út af því, að Jónas Árnason blaðamaður við Þjóðviljann, liefir verið látinn hætta við þáttinn „Heyrt og séð“, eftir að hann hafði misnotað mjög aðstöðu sína til þess að létta undir með áróðri kommúnista um þessar mundir. Út- varpsráð tók fyrir þetta og var það sjálfsagt. En þetta góða „ráð" hefði þó mátt byrja endurbótastarfið þar sem meiri var ástæðan. Erindi Jónasar. Árnasonar voru flutt af honum sjálf- um. Hann túlkaði eigin skoðanir í eig- in nafni. Erindi hans eiga sér því nokkrar málsbætur, þau voru auk þess skemmtileg, en það orð á ekki við nema um fátt útvarpsefni. Hins vegar er rekinn ósvífinn áróður í útvarpinu á bak við dulargerfi. Það er í erlendum fréttaflutningi, sem útvarpið kallar fréttir frá London. Hér í blaðinu var rakið fyrir skemmstu livernig þetta sér- kennilega Lundúnaútvarp íslenzku fréttastofunnar fjallaði um mál Pet- koffs hins búlgarska. „Vísir" í Reykja- vík hefir nýlega gert því skil, livernig útvarpið vék við Lundúnafréttum um kommúnistanjósnirnar í Chile. Þetta nu aðeins tvö dæmi og mætti vissulega (Framhald á 6. síðu). Katrín: Kvikmynd um stórbrotna konu Ekki að kvikmyndagerð frænd- þjóða okkar á Norðurlöndum hafi vakið mikla hrifningu hjá mér til þessa. Það ber örsjaldan við, að hér séu sýndai sænskar, danskar eða norsk- ar kvikmyndir, sem eftirminnilegar eru. Þetta er þó naumast nokkurt furðuefni, því að heima í löndunum sjálfum fá kvikmyndirnar yfirleitt heldur lélega dóma og orð er haft á því, að kvik- myndagerðin standi á lágu stigi. Víst er það a. m. k„ að fáar kvikmyndir norrænar standa jafnfætis brezku og frönsku kvikmyndunum, sem nú eru framleiddar. I þeim löndum hefir orðið mikil og skemmtileg endurvakning í kvikmyndaiðnaðin- um. Sumar hinna ágætu brezku mynda hafa sézt hér, en þó of fáar ennþá. En þótt þess hafi verið þannig farið um æði margar norrænar kvikmynd- ir, eru að sjálfsögðu undantekningar og verulega eftirminnilegar myndir hafa komið endrum og eins. * Þessa dagana er verið að sýna hér í Nýja-Bíó eina af þessum ágætu undantekningum. Það er kvikmyndin KATRÍN, gerð eftir samnefndri skáldsögu Sally Salminen. Þessi skáldsaga er góð- kunningi æði margra hér á landi, því að hún var eitt sinn vinsæl útvarpssaga og hefir verið gefin út hér. Katrín er saga sjómannskonu á Álandseyj- um, lýsing ævi og örlaga alþýðufólks á þessunt vogskornu eyjum og aldagömlum tengslum þess við sjóinn. Þar hafa búið dugandi sjómenn um Iangan aldur og Mariehamn hefir til þessa dags verið heiinkynni margra skipa, er siglt hafa um úthöfin. Hér er ekki rúm til þess að rekja efni myndarinnar, en fullyrða má, að hún sé í hópi hinna betri og skemmtilegri mynda, sém hér hafa lengi sézt. Hún hefir þann stóra kost, að vera vel Ieikin af myndarlegu og gerðarlegu fólki. Þarna eru ekki á ferð neinar glansmyndir í Hollywood- stíl, lieldur venjulegt fólk, eins og það gerizt og gengur. Höfuð og herðar yfir hópinn ber Katrín, bóndadóttirin úr Austurbotnum, sem varð sjó- mannskona í Torsö. Þessi þrékmikla, stórbrotna og hjartagóða kona er afburðavel sýnd í mynd- inni. Persónuleiki, sem ekki gleymist. * Bæjarbúar fjölmenntu mjög á frumsýningu myndarinnar og er óhætt að hvetja til þess, að menn sjái þessa mynd. Sérstaklega munu konur hafa skemmtun af því. — Það er leiðursiður kvik- myndahússgesta hér. að koma of seint til sæta sinna í þetta sinn spilltu þeir, sem seint komu, fyrstu 10 mínútunum af sýningunni fyrir þeim, sem stundvísir voru. Óþolandi er einnig pískur og samtal á nteðan á sýningym stendur, sérstak- lega ef fólk þarf að beifa ýtrustu athygli til þess að skilja það, sem talað er í myndunum. Þetta er óþarfa ónærgætni við náungann. v * BÖRNIN OG KVÖLDMYRKRIÐ Þáð var hryggilegt að heyra útvarpsfréttina í gær mn uppþot, óspektir og drykkjulæti ung- menna hér í kaupstaðnum um sl. helgi. Sem bet- ui fer er hér um undantekningu að ræða. Slíkir atburðir gerast hér ekki að jafnaði. Eigi að síður vekja þessi tíðindi til umhugsunar um uppeldi barna og unglinga og nauðsyn þess, að innræta þeim góða siði og siðmennilegar umgengnisvenj- ur. Mjög er það áberandi hér, hversu margir unglingar eru tillitslausir og ruddalegir í fram- göngu. Lætin við búðardyr og glugga að undan- förnu eru dæmi um þetta, — og er hlutur hinna fullorðnu þar þó stór — annað áberandi dæmi um framkomu ungmenna á skemmtistöðum, t. d. í kvikmyndasölum. Og þó er eitt verst af þessti öllu, því að af því kann rnargt illqað spretta. Það er útivist barn'a á kvöldin og hættir þeir, er dreng- ir temja sér, er fá að ærslast um götur og torg löngu eftir háttatíma. Það er furðulegt, hvað margir foreldrar eru skeytingarlausir um að fram- l'ylgja settum reglum um útivist barna á kvöldin og hlýta sjálfsögðum uppeldisreglum, sem segja, (Framhald á 8. síðu).

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.