Dagur - 22.11.1947, Side 4
4
DAGUR
Laugardaginn 22. nóvember 1947
Úr bæ og' byggð
Leikfélag Akureyrar sýnir „Karl-
inn í kassanum“ næstk. laugardags-
og sunnudagskvöld. Aðgöqgumiða-
salan er opin kl. 1—3 og 7—8 leik-
daginn. — Þeim, sem ætla sér að
sjá leikinn, skal hér með bent á, að
ýmissa orsaka vegna er mjög óvíst
hve margar sýningar geta orðið á
leiknum, og er því rétt fyrir þá að
notfæra sér næstu sýningar eftir
því, sem ástæður leyfa.
Dánardægur. í nótt lézt hér í bæn-
um frú Jenn/ Eyland, kona Gísla
Eyland skipstjora.
Stúkan fsafold-Fjallkonan nr. 1,
heldur fund í Skjaldborg næstk.
mánudagskvöld, 24. nóv., kl. 8.30. —
Fundarefni: Inntaka nýrra félaga.
Almenn fundarstörf Hagnefndar-
atriði. (Nánar í götuauglýs.). Félag-
ar! Fjölmennið og fáið kunningja
yl'kar til að ganga í Regluna.
BÍLAR YFIR ÖXNADALSHEIÐI
(Framhald af 1. síðu).
ur nú um sinn, og engar sjósam-
göngur, hefir bærinn verið einangr-
aður um nokkurra daga skeið. Flug-
vél frá Flugfélaginu er veðurteppt á
Melgerðismelum. Fjöldi farþega bíð-
ur leiðis hér, sömuleiðis munu
margir bíða ílugfars norður í Rvík.
Næsta örugga póstferð hingað er
„Esja“, sem ter úr Rvík um helg-
ina í hraðferð hingað. Brúarfoss
mim einnig vera á leiðinni að sunn-
an, en hann á að lesta frosinn fisk
hér til útflutnings. Mun hann vænt-
anlegur snemma í næstu viku.
B R É F: Kirkjan og hesthúsið.
(Framhald af bls. 2).
gerðar tröppurnar. Og ekki nóg með
það. Þeir verða fyrst að krækja á
milli fjölda bíla, sem standa framan
við Hótel KEA, sem oft standa svo
þétt, að heita má að sundið upp að
hesthúsinu sé lokað.
Það er furðulegt hvað yfirvöld
bæjarins eru sinnulaus um þessi
mál. Margir terðamenn dást að Ak-
ureyrarbæ, segja að hann sé feg-
ursti bær landsins. En þó hefi eg
orðið þess tilfinnanlega var, að ein-
mitt þessi staður hneykslar marga.
Hvers vegna er ekki klárað að
steypa tröppurnar? spyrja menn.
Svo er það þessi makalausa rusla-
gryfja á bak við hesthúsið og allt
útlit hússins, sem síður en svo ber
vott um þrifnað og snyrtimennsku.
*
Eg vil nú leyfa mér að skora á
bæjarstjómina að láta nú þegar
byrja á að rífa hesthúsið. Það er til-
vahn vetrarvinna. Til þess þarf ekk-
ert gjaldeyrisleyfi. þar sem það er
aðeins vinna nokkurra mannshanda.
Og sennilega er hægt að fá nóga
menn til þess i vetur. Þá verður
hægt að byrja með vorinu á að laga
brekkuna og steypa tröppurnar, og
um leið byggja hið væntanlega al-
mennings salerni. Öllu þessu verki
verður að vera lokið áður en ferða-
mannastraumurinn byrjar næsta
sumar, sem vel má búast við að
verði meiri en nokkru sinni fyrr.
Gjalddagi blaðsins
var 1. júli.
Auðveldið innheimtuna!
Sendið greiðslul
Geysilegt síldarmagn í Hvalfiroi
Síldin liggur djúpt og
Síldar vart í
Svo er að sjá, sem geysilegt sfldar-'
magn hafi komið iim í firðina við
j'axaflóa nú 1 haust og vetur og segja
sjómenn að "fldarmagnið í Hvalfirði
sé geysilegt, jafnvel að aðrar eins
sfldargöngur muni ekki hafa sést hér
við land. Alls er búið að veiða um 80
þús. mál af Hvalfjarðarsfld. í gær
veiddust um 5 þús. mál. Veður var
þá óhagstætt, en í morgun var kom-
ið gott veiðiveður, 51 skip voru í
Hvalfirði í gær og 10—20 biðu los-
unar í Reykjavík. Selfoss lestar þar
síld, Súðin er á leið norður með full-
fermi og Fjailfoss var væntanlegur
til Reykjavíkur í dag frá Siglufirði
og mun lesta síld í annað sinn.
Nokkur smærri skip eru og í flutn-
ingum.
Það hefir torveldað mjög veiðina
að undanförnu, að síldin í Hvalfirði
liggur á allmiklu dýpi, um 15 metr-
um, og gengur illa að ná til hennar
með grunnnotum þeim, sem skipin
hafa til veiðanna. Nálægt landi er
hún á grynnra vatni, en veiðar þar
eru erfiðar, sérstaklega af því að
stormasamt hefir verið.
Síldar varð vart í Kollafirði og
undan Kjalarnesi í fyrradag. Var
það smærri sfld en Hvalfjarðarsfldin,
en í gær var hún horfin með öllu. Þá
hefir orðið vart síldar í Borgarfirði.
Er hún á grunnu vatni og voru
nokkur skip að leggja af stað upp í
Borgarfjörð í morgun.
torveldar það veiðina
Borgarfirði
)------------------------
Undirbúningur að
kornrækt í stórum
stíl hafinn
Nýlega getði landnámsstjóri ríkis-
ins, Pálmi Einarsson, áætlun um
kostnað við kornrækt í sambandi við
nýbyggðahverfi þau, sem ríkið ætlar
að koma upp. Var áætlunin samin
að undirlagi landbúnaðarráðuneyt-
isins og miðaðist við komrækt á
landi, sem ekki þarf að ræsa fram. í
ljósi þeirrar reynslu, sem fengist
hefir af fóðurkornrækt á Sámsstöð-
um, var kostnaðurinn á tunnu áætl-
aður kr. 86,00. Til samanburðar má
geta þess að heildsöluverð á tunnu
erlends fóðurkorns er nú um og yfir
100 krónur. í framhaldi þessara
rannsókna hefir landbúnaðarráð-
herra nú mælt svo fyrir, að taka
skuli til nýbyggðahverfis tun 200 ha.
lands á Hvolsvelli á Rangárvöllum
og undirbúa þar kornrækt á 50 ha.
lands. Á Hvolsvelli er slétt og þurrt
land, mjög grasgefið. Er ráðgera að
slík forrækt korns verði tekin upp í
öllum bygðahverfum sunnanlands
og mætti með þeim hætti fullnægja
að verulegu leyti fóðurkomsþörf
landbúnaðarms þar. Væntanlega
verður hægt að skýra nánar frá
þessum fyrirætlunum síðar, er nán-
ari fregnir hafa borizt.
Kolabirgðir hér 3555 smálestir
Þar að auki birgðir síldarverksmiðjanna
og Gefjunar
Kolaskömmtun hófst um land allt 19. b. m.
Hinn 19. þ. m. gekk í gildi
skömmtun á kolum um land allt. —
Þann dag var kolaverzlunum og
öðrum þeim, er hafa meira en 1000
smálestir kola imdir höndum, gert
að gera upp birgðir sínar og tilkynaa
skömmtunaryfirvöldunum. — Sam-
kvæmt upplýsingum, sem blaðið
hefir fengið hjá kolaeftirlitsmanni
hér, námu birgðir kolaverzlananna
þann dag 3555 tonnum og munu um
2000 tonn at því magni vera hjá
kolaverzlun KEA. Þar að auki eru
birgðir hjá Gefjuni 832 tonn og hjá
síldarverksmiðjunum í Krossanesi,
Dagverðareyri og Hjalteyri um 2450
tonn. Birgðir á öðrum stöðum í
Eyjafjarðarsýslu 244 tonn. Alls eru
því kolabirgðhnar rösklega 7000
tonn. Kolaskömmtuninni mun þann-
ig hagað, að bæjarstjórar og hrepp-
stjórar, eða umboðsmenn þeirra
veita innkaupaheimildir fyrir kolum
í samræmi við þörf húseigenda og
heimila. Er svo að sjá af tilskipun
skömmtunarskrifstofunnar, að
skömmtunin sé tekin upp til þess að
fyrirbyggja hamstur, en ekki vegna
skorts á kolum í landinu yfirleitt.
Birgðir þær, sem kolaverzlanir hér
eiga, munu þó ekki hrökkva í vetur,
en hins vegar er von á a. m. k. ein-
um farmi hingað enn og ætti bænum
og héraðinu þá að vera borgið, dragi
ekki til alveg óvenjulegra og lang-
vinnra harðinda.
20 hænsni brunnu
inni á Litla-Garði
í gærmorgun snemma varð _elds
vart í hæsnahúsi við bæinn Litla
Garð hér framan við bæinn. Var
kofinn alelda, er að var komið, og
brann hann allur og hænsni þau, er
í honum voru, 20 talsins. Voru þau
og kofinn eign'Karls Ágústssonar í
Litla Garði. Skammt frá hænsnakof-
anum eru stor hey Læsti eldurinn
sig í þau, en það tókst að slökkva
hann áður en verulegt tjón varð á
þeim. Slökkvilið bæjarins var kallað
út og kom það á vettvang, en heima-
menn höfðu þá slökkt eldinn.
Kviknað mun hafa út frá olíulukt í
Ixssnsnakofanum.
Bæjarráð ræðir
innflutningsmálin
Á fundi bæjarráðs í fyrradag var
m. a. rætt um innfltuningsmálin og
skiptingu gjaldeyrisins í milli lands-
hlutanna. Fyrir fimdinum lá grein-
argerð Svavars Guðmundssonar, er
hann flutti með tillögu sinni á síð-
asta bæjarstjornarfundi og birt var í
síðasta tbl. „ísl.“. — Bæjarráðs-
fundurinn gekk ekki frá málinu á
þessum fundi, en mun væntanlega
leggja ítarlega greinargerð fyrir
bæjarstjórnaofund, þar sem skorað
verður á þingmenn bæjar og héraðs
að taka þessi mál öll upp á Alþingi
og vinna að nauðsynlegum réttar-
bótum.
Afspyrnuveður
sunnanlands
í nótt
í nótt gekk afspyrnurok yfir Suð-
urlandsundiviendið. Urðu verulegar
skemmdir á símalínum víðs vegar
simnanlands og var sambandslaust
frá Reykjavík til Austurlands í
morgun. Um aðrar skemmdir hafði
ekki frétzt.
f Reykjavík voru byggð
ínis fyrir 113 milj. króna
1946
Árið 1946 mun vera það ár, er mest
hefir verið byggt af alls konar hús-
um hér á Iandi síðan frá öndverðu.
Skýrslur liggja nú fyrir rnn þau hús,
er byggð voru í Reykjavík og full-
gerð hafa verið. Eru þau alls 377.
Af einnar hæðar íbúðarhúsum úr
timbri voru byggð 18 einstæð, 52 úr
steini og 17 tvístæð úr steini. Auk
þess eitt sænskt hús, eða alls 88
einnar hæðar hús. Auk þess var
byggt við 8 eldri hús einnar hæðar.
Rúmmál þessara húsa nam alls
12.273 m3.
Af tveggja hæða íbúðarhúsum
voru alls byggð 99, en 4 eldri hús
voru endurbætt. Af þriggja hæða
íbúðarhúsum voru 12 byggð ný, en 9
endurbætt. Alls bættust við á árinu
634 íbúðir. Þar af eru 172 íbúðir í
kjöllurum og á þakhæðum, sem
gerðar eru án samþykkis bygginga-
nefndar. '
Auk íbúðarhúsanna voru byggð 7
verzlunar- og skrifstofuhús, 2
sjúkrahús, eiit kvikmyndahús, skóli,
iþrótahús og kapella.
Þá hafa verið byggð 10 verk-
smiðjuhús, fyrir alls konar rekstur,
19 geymsluhús af ýmsum stærðum,
rúmmetratala húsanna samanlagt er
363,721. Þar af eru 12,777,00 rúm-
metrar í timburhúsum.
Allar framangreindar byggingar á
árinu hafa kostað 113 milljónir kr.
Vegna jarðarfarar
Einars Árnasonar
á Eyrarlandi
verða búðir vorar og skrifstofur
lokaðar þriðjudaginn 25. þ. m.
frá kl. 11.30 f. h. _
Kaupfélag Eyfirðinga.
Léreffsfuskur
hreinar og heillegar,
kaupum vér ávalt
mjög háu verði
Prentverk
Odds Björnssonar h. f.
Jarðarför mannsins míns,
EINARS ÁRNASONAR,
Eyrarlandi,
fer fram þriðjudaginn 25. þ. m. og hefst að
heimili okkar kl. 12 á hádegi. Jarðsett verður
í Kaupangi.
Margrét Eiríksdóttir.
MIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIimilllllllllllMIIIIMMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIHIIIIIHll
Hótel Akureyri
HAFNARSTRÆTI 98 — SÍMI 271
«11 llllllllll|l||IMIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIM|IIIMIIHIIII(lllllllllllllllllllllllllllllllimiMIIIIIIIIIIIIIMIMIIIIMIMIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIMMM»
■mmmmmmmmmmiiiiiimmmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiimmmmmmimiii*
Tryggið eigur yðar!
Tryggið
þar, sem hagkvæmast er.
Tryggið hjá
Samvinnutryggingum
VATRYGGINGADEILD K. E. A \
’IIIIIIMIMMIIIIIIMIMIMMMMIIIIIIMMIIIIIIMIIIIMIIIIMIIIIMIIIIIMMIMMIIMIIMMMIIIIMIMIIIMMIIIIIIIIMIMIIIIIIIMIIIIIÍIIMIMIIMIIIH.
+---------------------------+
M.s. „IIVASSAFELL64 hleður í Genúa
um næstkomandi mánaðamót, til Reykjavíkur, Akureyrar og
fleiri íslenzkra hafna.
Flutningur tilkynnist Útgerðarfélagi K. E. A. h.f., Akur-
eyri, eða Skipadeild S. í. S., Reykjavík.