Dagur - 26.11.1947, Page 2
2
Ð A G U K
Miðvikudagur 26. nóvember 1947
Verðbólgan í ríkisrekstrinum
Fjármálagmnnurinn ótraustur eins og
grusmarnir í Siglufirði
Gjaldeyrisskortui-inn er nú far-
inn að sverfa svo að íslendingum,
að þeim ev nauðugur einn kost-
ur, sá að spara sem mest, jafnvel
lífsnauðsynjar. Þess vegna er
víðtæk skömmtun upp tekin, sem
færð er á æ fleiri nauðsynjar, nú
síðast á kol. Sparnaður er nú
prédikaður fyrir landsfólkinu í
öllum blöðum landsins, að mál-
gögnum kommúnista auðvitað
undanteknum. Þau hvetja enn til
aukinnar eyðslu einstaklinga og
hins opinbera, og mun það vera
einn þátturinn í baráttu þeirra
fyrir fjárhagslegu hruni í land-
inu.
Þrengingar þær, sem nú steðja
að, eru be n afleiðing af hóflausri
gjaldeyriseyðslu fyrirfarandi ára.
Þær eru því sjálfskaparvíti. Fyrr-
verandi stjórnavflokkar linntu
ekki látum með að rótfesta þá trú
meðal þjóðarinnar, að „nýsköp-
unin“ sæi fyrir því að forða
þjóðinni frá gjaldeyrisskorti, og
allt væri bjart framundan. Það
væru aðtins afturhaldsöflin í
Framsóknarflokknum, sem ekki
vildu viðurkenna þenna sann-
ieika, af því að þau hötuðu ný-
sköpunina. Þessum fagurgala
trúði meiri hluti þjóðarinnar allt
of lengi, eða þar til staðreynd-
irnar sýndu áþreifanlega, að
Framsóknarmenn hefðu haft rétt
að mæla í öllum aðalatriðum, en
hinir rangt.
Ef sparnaðarandinn hefði komið
yíir þá fyrr.
Hugsum okkur að farið hefði
verið að ráðum Framsóknar-
manna, þó að ekki hefði verið
nema að iillu leyti, um sparnað á
gjaldeyri, þegar evðslan var sem
mest á valdatíma nýsköpunar-
stjórnarinnar. Segjum, að hrein
óþarfaeyðsla hrfði aðeins verið
100 miljónumi kr. minni, og það
vita allir að hefði verið auðvelt,
iivílíkt hagræði væri það nú í
gjaldeyrisskortinum. Eða ef tek-
ið hefði verið í taumana gegn
verðbólgu og dýrtíð, eins og
Framsóknarmenn vildu, svo að
framfærsluvísitala væri nú 250 í
stað 325. Þá mundi hafa verið
hægt mtð sanni að segja að
bjart væri framundan fyrir at-
vinnuvegunum. Og hver treystir
sér til aó halda því fram, að
þetta hefði ekki verið hægt, ef
allir flokkar hefðu lagst á eitt?
En memið var að fyrrv. þrír
stjórnarflokkar fengust ekki til
að fara þessa leið þá, og af því
súpum við nú seyðið Þess vegna
er nú megn gjaldeyrisskortur og
þrengingar fyrir dyrum. Verð-
bólgan hefir leikið okkur grátt og
eyðslusukkið, sem var henni
samfara.
Reksturskostnaður ríkisins.
En vei’ðbólgan gerir víðar vart
vart við sig en gagnvart atvinnu-
vegunum. Hún veður einnig
uppi í sjálfum rekstrarkostnaði
ríkisins. Vegna fjárhagslegra erf-
iðleika hefir að þessu sinni orðið
að skera niður íramlög til verk-
legra framkvæmda í fjárlaga-
frumvarp: því, er nú liggur fyrir
Alþingi. Yfirleitt virðist þjóðin
vilja taka á sig talsverðar byrðar,
ef það gæti orðið til þess að
bjarga malefmun hennar. En
jafnframt mun almenningur gera
þá ófrávíkjanlegu kröfu, að byrð-
arnar verði fyrst og fremst lagðar
á „breiðu bökin“ þ. e. á þá, sem
rakað hafa að sér miklum stríðs-
gróða. Þetta er bæði eðlilegt og
sanngjarnt. Almenningur mun
fríviljuglega feta sparnaðarleið-
ina, en haan mun um leið krefj-
ast þess, að færður verði niður
hinn gífurlegi kostnaður, sem
orðinn tr við alla starfrækslu
rikisins, ef þær ganga eitthvað
saman, hrökkvi naumast til að
standa undir rÍKisbákninu, og að
ekkert fé verði afgangs til verk-
legra framkvæmda eða annarra
þarfa hins opinbera.
Þetta sýndi 1. þingmaður
Rangæinga, Helgi læknir Jóns-
son, fram á við 1. umræðu fjár-
laganna, cr var útvarpsumræða,
og talaði hann þar af hálfu Fram-
sóknarflokksins. Var ræða H. J.
hin eftirtoktavei ðasta og hafði
margan fróðleik að geyma um
hina óhemjulegu verðbólgu á
þessu sviði. Fer hér á eftir út-
dráttur úr nokkrum aðalatriðum
ræðu Helga Jónassonar mjög
samandreginn.
Upplýsingar Helga Jónassonar.
Árið 1938 var sá háttur upp-
tekinn af báverandi -f jármálaráð-
herra, Eysteini Jónssyni, að láta
prentaða starfsmannaskrá fylgja
með fjáiiagafrumv., þar sem
fram vat’ tekið um tölu starfs-
manna í hverri stjórnardeild og
ríkisstofnun. Þetta var ágæt ráð-
stöfun og skapaði víst aðhald
gegn starísmannafjölgun. En
þessari reglu var aðeins fylgt í 3
ár og féll niður, er Eysteinn lét
af embætti fjármálaráðherra.
Síðan hefir bað oftast gengjð
erfiðlega fyrir Alþingi að fá upp-
lýsingar um starfsn«nnahald o.
fl., einkum hafa ’slíkar upplýsing-
ar verið af skornum skamrhti
síðan 1944, enda hækkunin á
rekstrinum aldrei eins ör og eftir
það ár. Á vetrarþinginu 1945 bar
fiárveitinganefnd fram tillögu til
þingsályktunar um athugun á
starfskerfi og rekstrargjöldum
ríkisins, ei var samþykkt af öll-
um viðstöddur í alþingismönn-
um. Tillögunni fylgdi ýtarleg
greinargerð og fylgiskjöl, þar sem
m. a. var sýnt fram á, að bein
rekstrarútgjöld ríkisins og hlið-
stæð útúgjöld ríkisstofnana voru
á fjárlögunum það ár, samtals
nokkuð yfir 73 millj. kr., en öll
rekstrarútgjöld ríkisins og ríkis-
stofnana 127V2 millj. kr. Fullvíst
er þó, að síðan hafa rekstrarút-
gjöldin stói’hækkað.
Fjárhagsnefnd sýndi fram á, að
rekstrarútgjöldin á fjárlögum
1945 voru 598% hærri en á fjár-
lögum 1939 Síðan hefir þessi
hlutfallstala stórhækkað og eru
hér nokkur dæmi því til sönnun-
ar:
1. Dómgæzla cg lögreglusíjórn.
Fjárl. 1939: 1 millj. 190 þús. kr.
1945: 7 millj. kr. Frumvarp 1948:
10 millj. 600 þús. kr.
2. Kostnaður við opinbert eftir-
lit. Fjárl. r939: 127.750 kr. 1945:
607 þús.. Frv. 1948: 1 millj.
129.688 kr.
3. Kostnaður við innheimtu
tolla og skatla. Fjárl. 1939:
425.400 kr. 1945: 2 millj. 756 þús.
ki’. Frv. 1948: 4 millj 785 þús. kr.
Þessi sýnishorn úr einni grein
fjárlaganna nægja til að sýna,
hvert straumurinn liggur, en
svipuð þessu er útkornan, hvar
sem gripið er niðnr í rekstrarút-
gjöld fjáilaganna hin síðari ár,
alls staðar ofvöxtur og útþennsla,
sem ekki er hægt að skýra með
launa- og vísitöluhækkun einni
saman.
Óhóf og ofrausn.
Eins og vænta mátti gerði fyrr-
verandi rikisstjórn ekkert af því,
sem Alþ.ngi einum rómi fól
henni að gera með þingsál. frá
vetrarþinginu 1945. Hún taldi
víst ekki þórf á að sinna slíkum
smámunutn. En í stað þess gaf
hún út reglugerð í marzmánuði
1946 um cmnutíma starfsmanna
ríkis og ríkisfyrirtækja, sem
verkaði í þveröfuga átt við það,
sem Alþkigi. fól henni að lag-
færa. Ge'in voru einnig út ný
launalög, sem síórhækkuðu
grunnlaun'n. Með fyrrgreindri
reglugeröu var ákveðið, að eftir-
vinna sk\ldi greidd með yfir-
vinnukaum, en á það skyldi
smurt 50—100% álagi og vísi-
tölu bætt ofan á allt saman. Með
þessu mhætti gátu ýmsir starfs-
menn krækt sér í 4 tíma eftir-
vinnu á dag fyrir 20—30 kr. um
tímann ofan á há laun fyrir. Þessi
reglugerð hækkaði útgjöld sumra
stofnana um hundruð þús. kr. á
ári.
Þá er kostnaður við utanríkis-
þjónustuní. ekki orðinn neitt
smáræði, sem ekki er að furða,
þar sem hafður er sendiherra með
heilan herskara af skrifstofufólki
í öðru hverju landi í Evrópu.
Þetta er óhóf og ofrausn, sem
smáþjóð m áekki leyfa sér.
Enn er alit nefndafarganið. Um
lölu þeirra veit enginn eða kostn-
aðinn við þær. Sumar þessara
nefnda hafa að vísu unnið þörf
verk, en eftir ýmsar þeirra hefir
enginn árangur verið sjáanlegur,
nema ef telja skvldi að hirða laun
lir ríkissjóði.
Hér verður að korna fullkomin
stefnubreyting á öllu þessu Hina
gegndarlausu veiðbólgu í ríkis-
rekstrinum, sem þróast hefir í
valdatíð íyrrv. stjórnar, verður
að taka til alvarlegrar athugunar
og ráða bót á henni. Það er rétt-
mæli, sem Ilelg' Jónasson sagði í
ræðu sinni: ,Allt fjármálalíf
síðustu ára var á sandi byggt og
hlýtur að hrynja til grunna, strax
og eitthvað á bjátar, eins og
mjölskemman og lýsisgeymarnir
' á Sig'lufirði."
AÐ NORÐAN
■Ar tAt
Norðlendingur skrifar:
Þá sér nú hilla undir jólamánuð-
inn, og senn verður mesta skainm-
deginu náð og aftur tekur að birta
í náttúrunni, til ósegjanlegs léttis
fyrir menn og dýr. En þótt svona
langt sé náð fram á við í tímatalinu
og því skammt orðið eftir af frest-
inum til þess að skila umsóknum
um fjárfestingarleyfi til hins virðu-
lega Fjárhagsráðs, hafa eyðublöðin
fjögur ennþá ekki borizt hingað og
okkur norðanmönnum þar af leið-
andi meinað að leggja stund á það
skemmtilega stúdíum, sem það er
að verða á landi hér, að kunna að
f/lla riktuglega út öll þau eyðublöð
og skýrsluform, sem yfirvöldin láta
nú út ganga í stríðum straumum.'
Þótt Fjárliagsráð kunni sjálfsagt
vel að skipuleggja framkvæmdir í
landinu, hefir því tekizt slælega
við skipulagningu vetrarveðrátt-
unnar á þessum hjara landsins, og
hefur rekið sig óþægilega á þá
staðreynd, að fresturinn, sem „út-
skæklamönnunum" var veittur til
þess að senda umsóknir sínar,
reyndist í engu samræmi við sam-
göngurnar og tíðarfarið, og ef ekki
verður skjót breyting á, eru helzt
horfur á því, að við hér verðum að
hætta við allar framkvæmdir á
næsta ári og eftirláta þeim, sem
við blíðari veðráttu búa, allt slíkt
amstur.
*
Það er yfirleitt segin saga, að
þegar nefndir og ráð höfuðstaðar-
ins auglýsa eftir umsóknum um
innflutning, gjaldeyrisleyfi ,hráefni
eða réttum og sléttum umsóknum
um húsbyggingar, er þannig frá
málunum gengið, að landsmenn
verða annað tveggja að senda um-
sóknir sínar með símskeytum eða
verða af sælunni ella. Slík tilhög-
un kann e. t. v. að vera hagkvæm
fyrir Landsímann, en erfitt mun
reynast að rökstyðja mál, sem
skyldi, með þessari umsóknarað-
ferð og dýr verður skipulagningin
að ofan hver jum borgara, ef þannig
er farið að. Með þessum aðferðum,
sem okkur hér virðast helzt sniðn-
ar með þarfir Reykvíkinga fyrir
augum — þeirra, sem geta skotizt
á fund Fjárhagsráðs á skammri
stundu — er vissulega verið að
vinna að því að gera alla skrif-
finnskuna að viðundri og forða því,
að hún geri þó það gagn, sem tíl
mun ætlazt. Þar að auki eru til-
skipanir, sem svo augljóslega taka
ekkert tillit til íslenzlcrar veðráttu
:og samgönguerfiðleika, til þess
frekast fallnar, að vekja gremju,
jskapa misrétti og auka óánægjuna
yfir vaxandi tillitsleysi við hags-
muni fólksins úti á íandi og rétt
þess til menningarlífs við svipuð
kjör og aðrir. Með þvílíkum starfs-
aðferðum er Fjárhagsráð og þær
stofnanir, sem undir það heyra,
Jvissulega að grafa undan árangrin-
'um af sínu eigin starfi. Mættu þeir
!góðu menn minnast þess, næst þeg-
'ar þeir auglýsa, að landsmenn skuli
senda þeim umsóknir yfir fjöll og
heiðar, án þess einu sinni að hafa
til þess tilskilin eyðublöð.
*
Útvarpið skýrði frá því á dögun-
um, að Fjárhagsráð hefði skipað
þrjá byggingarfróða menn til þess
að gera tillögur um það, hvernig
skuli ráðstafa því erlenda bygging-
arefni, sem til er í landinu. Eftir
því sem bezt verður séð, voru þetta
allt Reykvíkingar, mismunandi
íróðir um ýmsa þætti byggingar-
iðnaðarins. Ekki er ljóst, hvers
vegna slíkir menn einvörðungu
voru valdir í þessa nefnd. Ekki
mun það ætlunin, að þeir geri til-
lögur um styrkleika steypublönd-
unnar eða reikni út járnstyrk ný-
bygginga, en til þessu munu þeir
allir hæfir. Hins vegar verður ekki
séð, að slík nefnd, þótt byggingar-
fróð sé, hafi til þess neina mögu-
leika, að skera ur um þörf ein-
stakra byggingarframkvæmda víðs
’vegar um landið. Hér virðist vera
valin sú leið, sem nú er í mestu
uppáhaldi hjá ráðamönnum höfuð-
staðarins: Að skipa nefnd nokkurra
Reykvíkinga til þess að ráða fram
úr málefnum, er varða allt landið,
án samráðs við héruð eða bæi eða
aðra þá aðila, sem líklegastir eru
til þess að vita bezt, hvar skórinn
kreppir að á hverjum stað. Yfir-
leití er sú stefna uppi með valdhöf-
unum, að sniðganga sem mest hér-
aðsstjórnir og bæjarstjórnir, hvorki
leita álits þeirra né fela þeim fram-
kvæmd máiefna, sem annars eru
tekniskir möguleikar á að stjórna
úr Reykjavík. Ríkisvaldið og stofn-
anir þess gleyma því einnig oftast
nær, að ríkið starfrækír allum-
fangsmiklar skrifstofur í hverjum
bæ og hverju héraði, þar sem eru
embætti sýslumanna og bæjarfó-
eta. Þessir umboðsmenn gleymast,
þegar útdeila á þægindum eða rétt-
indum til borgaranna, en geymast
vel í minni valdhafanna, þegar inn-
heimta ber nýja tolla og skatta.
Hin síðasta nefndarskipun Fjár-
hagsráðs ber þessari stefnu órækt
vitni og er sízt til fyrirmyndar. Og
meðal annarra orða: Hvað skyldu
margir Reykvíkingar eiga sæti í
einhverri nefnd hins opinbera, og
hvað kostar allt það umstang?
Þrátt fyrir endurteknar 'fyrirspurn-
ir um starfsmannahald ríkisins á
Alþingi, hefir aldrei, síðan er Ey-
steinn Jónsson var fjármálaráð-
herra, fengizt nein vitneskja um
þetta. Þetta væru upplýsingar, sem
mundu áreiðanlega varpa skýru
ljósi á skipulagsleysið og hunda-
vaðsháttinn í hinni sívaxandi emb-
ættismannastjórn þessa lands.
Eiigin flugíerð héðan
síðan S. nóvemher
Douglas-ílugvél teppt
á Melgerðisvelli
Hinn 8. nóvember varð síðast
flugferð héðan til Reykjavíkur.
Eftir það hófst norðaustan garður-
inn, sem gengið hefir yfir hér að
undanförnu. Douglasflugvél komst
þó norður hinn 17. þ. m„ en ekki
suður aftur, og situr hún ennþá á
Melgerðisflugvelli. Nokkrar til-
raunir hafa verið gerðar til þess að
komast norður, síðast í gær, en
báru ekki árangur. Veður voru of
jslæm. Líklegt er, að ferðin í gær
jhefði tekizt, ef flugmálastjórnin
hefði verið búin að koma upp ra-
díómiðun á Skaga, eins og ætlunin
er, en seinagangur mikill er á öll-
um þeim málum, og bólar ekkert á
framkvæmdum ennþá.