Dagur - 26.11.1947, Side 6

Dagur - 26.11.1947, Side 6
6 D A G U R Miðvikudagur 26. nóvember 1947 (Framhald). í fyrsta skiptið á ævinni fannst Anthony hann verða að viður- kenna að frú Davíðsson gæti haft rétt fyrir sér. Það var ekki blöð- um um það að fietta, að stúlkur á horð við þ^ssa Maggie Lane gætu látið illt af sér leiða. Hann hafði hana í huga þegar hann svaraði frú Davíðsson. „Vel getur verið, að það séu ekki slæmar stúlkur, sem þið þurfið að fást við á vöggustof-.mum, heldur aðeins veikgeðja stúlkur. Og þér eruð svo sterk kona, frú Davíðsson, að þér ættuð að geta hjálpað svo- leiðis stúlkum að því marki. að þær villtust ekki af veginum í ann- að sinn“ Móðir hans leit þakklátlega á hann. Frú Davíðsson roðnaði af eintómri ánægju. „Það er fallega gert af þér, Anthony, að slá mér gullhamra. Ekki þar fyrir, að slíkt breyti tkoðun minni á málinu, en.... “ Frú Carver sá sér færi þarna að leiða málið til lykta. „Ósköp ertu fölur, Anthonj%“ sagði hún, „ertu verri í fætinum?“ „Mér líður hreint djöfullega. Æi, afsakið frú Davíðsson, þetta var e. t. v. heldur mikið sagt.“ „Eg skil þetta vel,“ sagði frúin og lét sér ekki bregða „Það er von að þú takir þér þetta nærri. Og eg átti líka dreng, elskulegan dreng.... “ „Já, Jósefína," stgði frú Carver í huggunartón „Við skulum ekki tala um það núna“ Anthony muldraði eitth\að í barm sér, sem átti að merkja samúð og notaði tækifærið til þess að komast út úr stof- únni Hann hafði þekkt Hugh Davíðsson \el Hann hafði fallið á Evrópuvígstöðv.ínum, hafðj verið hraustuv í bardögum, en land- eyða heima fyrir. Einn af þeim allra lökustu, sem hann hafði fyrir- hitt um dagana. Anthony var lengi á leiðinni upp stigann. en hann komst inn í herbeigið sitt um síðir og lokaði huiðinni. Hann var ekki fyrr kominn inn fyrir, en síminn tók að lv.ingja ákaft. 7pað hlaut að vera Mac. En ekki varð reyndin sú Það var Georg sjálfur. „Anthony,“ sagði hann hægt og stillilega, ,,eg er kominn í alveg hræðilegar ógöngur, komdu og reyndu að hjálpa mér út úr þessu. Viltu gera bað?“ „Eg hefi heyrt fréttirnar.“ „Já, auðvitað, hún lét ekki standa á því, að koma þeirr. í blöðin.“ „Henni skjátalaðist þar. Hún hefði getað haft meira upp úr þessu ef hún hefði ekki verið svo bráðlát. Við hef'oum að sjálfsögðu verið reiðubúin að greiða henni meira, ef hægt hefði verið að þagga allt niður.“ „Já, en þú veizt ekki allt saman, Anthony,“ sagði Georg, og von- Ieysi og hryggð hljómaði i röddinni. „Hún /ill enga peninga.“ „Hvað segirðu maður?“ „Hún vill ekki peninga.“ „Hvað vill hún þá?“ » „Hún vill vera konan mín. Ekkert nema það.“ Paley stóð við gluggann í setustofu Maggie Lane og hlustaði á”í samtalið, sem fram fór í milli hennar og Carver-bræðranna. Eldri bróðirinn var kraftakarl, þóttist Paley heyr a, ákveðinn, glöggur og einarður. Drengurinn, sem Maggie hafði krækt í, var allt annars eðlis. Ósjálfstæður, leiðitamur og kjarklaus. Þarna sat hann nú, og fól andliíið í höndum sér, ímynd iðrunar ög sárrar kvalar. Maggie bograði við arineidinn og var að bæta á hann. Þegar hún rétti úr sér, sneri hún sér beint að bræðrunum, einarðlega og ákveðin í fasi. Maggie var falleg stúlka, bauð af sér góðan þokka. Það fannst Paley að minnsta kosti, E. t. v. sáu þeir það ekki hinir. Maggie var ekki vön því að eyða miklu fé í föt og tilhald. Hún saumaði sjálf kjólana sína Uesta, þeir voru snotrir, en íburðarlitlir. Paley hafði aldrei komizt að því hvað Maggie gerði við peningana, sem hún vann sér inn. Elcki fór það í íbúðina hennar hér. Hún var að vísu snotur, en íburðarla.is með öllu. Húsgögnin voru fábreytt og einföld, eins og húsnæðið, og ekki /ar þetta hverfi samastaður ríka fólksins. Menn eins og þe.r Carver-bræður voru sjaldséðir gestiv í þessum enda borgarinnrr. Hann þóttist sjá, að Anthony Carver hefði tekið eftir þessu öllu saman, Hann hafði reynt allar hugsanlegar röksemdafæ. rlur við Maggie, Nú var hann orðinn reiður Þetta var stilltur maður að eðlisfari, það var auðséð, en þegar svoleiðis menn verða reiðir, eru þeir venju- lega ekki lamb við að leika. Þrátt fyrir að “iann varð að styðja sig yið stafinn allan tímann, hafði hann ekki setzt niður síðan hann Lom inn í herbergið. Hann stóð teinréttur og studdi hendinni létti- . lega á stólinn, sem bróðir hans sat í. „Mér sýnist,“ sagði Anthony, J;að búið sé að reyna flestar hugs-Ö anlegar leiðir, og engin virðist hafa nein áhr f á yður, fröken. Mætti eg þá að síðustu skírskota til tilfinninga yðar sem konu?“ Hún leit hvasst á hann. Augu þeirra voru svipuð, gráblá og augnatillitið rólegt, yfirvegandi og kalt. Hún gekk að skrifborðinu sínu og opnaði skúffu í því, tók nokkur blöð þar og fleygði þeim í opinn eldinn. „Gagnvart hverju er mér æclað að sýna kvenlegar tilfinningar og samúð? Georg máske?“ „Eg var að hugsa um móður mína.“ „Það verður erfitt fyrir hana, að taka mig heim, sem dóttur sína. Eigið þér við það?“ Hann beit á vörina. „Þér fyrirgefið, þótt eg sjái mig tilneyddan að benda á það.“ „Nei, eg fyrirgef það ekki, en við skulum sleppa því,“ svaraði Maggie og var orðin þóttafull á svipinn. „Hún virðist ætla að ná sér heldur betur niðri á okkar,“ sagði Georg Carver, „en hvað hún sér í því, það er ofvaxið mínum skiln- ingi.“ Hún leit á hann og svipur hennar var óbreyttur. Hún opnaði handtöskuna sína á borðinu, tók út lykil og fékk Paley. „Fáðu Rose lykilinn að íbúðinni,“ sagði hún. „Hún getur flutt inn strax. Eg ætla ekki að taka með mér neitt af því, sem hér er inni.“ „Drottinn minn dýri,“ stundi Georg. „Bara að eg hefði munað eftir lyklinum mínum í gærkveldi í staðinn fyrir að lenda í þessu.“ „Anthony! Hvað eigum við að gera? Er engin leið út úr þessu?“ Maggie leit fyrirlitlega á hann. „Að vísu veit eg það, að þið Carv- er-bræður eruð nokkuð miklir á lofti. En einhvern tíman hlaut að reka að því, að þið gætuð ekki lagað alla hluti í hendi ykkar eins og ykkur bezt líkar.“ Svona talaði Maggie við strákana í hljómsveitinni, hugsaði Paley, þeir skildi svona talsmáta og raunar ekki annan. Paley virtist Maggie vera að setja ofurlítinn leikstúf á svið, gera sið harðskeytt- ari og kaldari en hún í rauninni var. Anthony var ákveðinn og einbeittur, er hann svaraði: „Drengurinn var viti sínu fjær. Eg tel að við getum látið ógilda giftinguna með dómi.“ „En hver trúir því, að þið leggið út í slíkt?“ spurði Maggie, viss í sinni sök. „Hvers vegna skyldum við ekki gera það?“ „Hann dvaldi hér í nótt. Hvernig getið þér vitað, að eg gangi ekki með barni? Það mrmdi vera af Carver-ættinni, þér skiljið það?“ Nú varð þögn um stund. „Þarna kemur það,“ sagði Georg loks- ins. „Kannske segir hún satt, að barn sé í vændum, en það verður ekki Carver.“ „Nú er nóg komið,“ sagði Anthony, höstugur. „Þetta leiðir ekki til neins árangurs Manstu ekkert af því, sem gerðist í gærkveldi, Georg?“ Georg var þögull um stund. „Ekki nokkurn skapaðan hlut,“ stundi hann loksins upp. Anthony gekk fyrir stólhornið og haltraði og studdi sig þéttings- fast við staíinn. Hann'leit á þau til skiptis. Augnaráðið var kalt og yfirvegandi og einhvern veginn langaði Paley mest til þess að líta undan, eins og hann skammaðist sín. Að vísu var þáð ekki fjarri sanni, að hann minnkaðist sín fyrir allt þetta, en hvað sem því lioi, mundi hann aldrei svíkja Maggie eða taka neitt aftur af því, sem hann hafði sagt. Hvað sem öllu leið, og þótt Maggie hefði, köld og ákveðin, leitt drenginn drukkinn í gildru, var hann viss um, að hún hefði haft gilda ástæðu til þess að haga sér eins og hún gerði. Hann vissi að vísu ekki hverjar þær ástæður voru, en Maggie hlaut að hafa þær og þær voru þess vegna gildar og'góðar. Að vísu hafði Maggie ekki talað þannig, eða hagað sér, nú síðustu mínúturnar, að það vekti álit á mannkostum hennar, en Paley vissi að hún var að leika, leika, eins og hver annar góður leikari, en enginn vissi um það, sem inni fyrir bjó. „Jæja, þér virðist hafa valdið í yðar höndum eins og stendur," sagði Anthony. „Já,“ svaraði Maggie, „eg veit það.“ En Anthony hélt áfram, eins og hann hefði ekki heyrt hverju hún svaraði. „Þér elskið ekki bróður minn .Ef þér gerðuð það, munduð þér ekki kvelja hann, eins og þér gerið nú. Sú ástæða er því ekki fyrir hendi. Einhverra hluta vegna virðist þér staðráðnar í því að fá viðurkenningu, sem konan hans. Þetta er mjög vanhugsað. Þér get- ið aldrei hlotið slíka viðurkenningu. Hann mun aldrei skipta sér neitt af yður. Hann elskar aðra stúlku og hefir gert lengi, hann ger- ir það ennþá og hún elskar hann. Og nú verð eg aftur að minna á móður mína. Þótt það sé ekki hennar Sök — né heldur yður — hrærist þið tvær í gjörólíkum heimum'. Þið getið ekki búið saman, fundið neitt það, sem gerði líf ykkar uhdir sama þaki bærilegt. Það er enginn sameiginlegur grundvöllur fyrir vináttu eða viðurkenn- ingu ykkar í milli. Eg bið yður að athuga, að eg segi þetta ekki til þess að særa yður, heldur er eg aðeins að lýsa staðreyndum.“ Maggie hlustaði, en engin svipbrigði sáust á andliti hennar. Hún horfði út í stofuna, eins og hún sæi eitthvað íjarlægt, handan veggjanna. „Ef þér viljið samþykkja álitlega peningaupphæð fyrir ómakið,“ hélt Anthony áfram, „held eg að allir aðilar mundu verða miklu hamingjusamari. Það er ekki þar fyrir, að eg haldi, að þér eigið rétt á peningagreiðslu frá okkur eða neinni tillitssemi. — Bróðir minn (Framhald). NYJA BIO..................""""= Næsta mynd: Föðiirhefnd (Wanderer of The I Wasterland) | É Cowboy-kvikmynd, tekin l i af RKO Radio Pictures. i i Leikstjórar: ' I i Edruard Killy og i Waliace Grissel. § é Aðalhlutverk: | É Jarnes Warren i Andrey Long Richard Martin. I i (Bönnuð yngri en 12 ára.) \ ......iiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiT Skjaldborgar-Bíó.............; í kvöld kl. 9: i | Flekkuð fortíð f i (Síðasta sinn.) | É Fimmtudag kl. 9: I Fleagle-liyskið | i Amerísk sakamálamynd, i i sprenghlægileg. i i (Bönnuð yngri en 16 ára.) i Eyfirðingár! Akureyringar! Hrossaslátrun er lokið næstkom- andi föstudag. Þeir, sem ætla að fá sér kjöt í 14 pörtum, hálfum eða heilum skrokkum, ættu að panta það sem fyrst. Síðasti sölu- dagur á laugardag. Eftir þann tíma fæst nýtt kjöt, eingöngu hraðfrystur vöðvi, í 1—3ja kg. pökkum. — Saltkjöt, hangikjöt, reyktir sperðlar, hjörtu, mör. — REYKHÚSIÐ, Norðurgötu 2. — Sími 297. TYRONE POWER (Framhald af 1. síðu). lönd að undanförnu. Flugfélag ís- lands hafði afgreiðslu hér fyrir flugvélina og annaðist móttökú gestanna, en þeir voru, auk áhafn- ar, umboðsmenn kvikmyndafélags þess, er Power er ráðinn hjá. Mikill fögnuður greip kvennaskarann á flugvellinum, er kvikmyndaleikar- inn steig út úr vélinni, og mátti heyra setningar eins og þessa, er hann gekk gegnum skarann inn á afgreiðslu Flugfélagsins: „Guð, hvað hann er sætur!“ „Ó, almáttug- ur, ég kom við hann!“ — Margir reyndu að fá leikarann til þess að skrifa nafn sitt á blöð og í bækur, og þeir, sem ekki höfðu annan handhægari pappír en hundrað krónu seðla, veifuðu þeim ákaft til hans. Eftir slcamma viðdvöl á flugvell- inum hélt leikarinn að Hótel Borg og dvaldi þar um daginn og næstu nótt, en flaug til Grænlands snemma á mánudagsmorgun. , I viðtali við Guðna Þórðarson, blaðamann, lét leikarinn svo um mælt, að honum hefði þótt mjög til koma hinnar hrikalegu landsýn- ar hér. Kvenþjóðin þótti honum glæsileg, og hafði við orð að koma hingað aftur.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.