Dagur - 20.12.1947, Blaðsíða 6
G
DÁ’G'IÍ R
20. desember 1947'
Undir beru lofti
í töfraheimi sólbjartrar juní-
Slysið í Gilsárdal
nætur ríkir þögn og kyrrð, eins
og allt lifandi drúpi höfði í lotn-
ingu, áður söngurinn hefst, sem
fagnar nýjum degi.
Á grænum beði undir hamra-
stalla, þar sem víð er útsýn og
náttúran öll birtist í hátíða-
skrauti, þögul og prúð, er rauluð
vísan hans Þorsteins:
„Nú máttu hægt um heiminn líða,
svo hverju brjósti verði rótt,
og svæfa allt við barminn blíða,
þú bjarta heiða júlínótt“.
En hvað er þetta. Hvers vegna
ekki júnínótt?
1 mínum huga eru bjartar heið-
ar nætur svo fast tengdar júní, að
eg get vart hugsað mér að talað
sé um þær í öðrum mánuði árs.
Þetta lokaorð í tilfærðu erindi,
verkar á mig eins og þau veizlu-
spjöll, ef tekið væri skrautið af
brúðinni, og sett á þann er næst-
ur situr.
Gerir skáldið þetta með ráðn-
um hug?
i '
‘Á seytjándu öld sat á biskups-
stóli í Skálholti Bynjólfur Sveins-
son. Dóttir hans var Ragnheiður
sú, sem orðið hefir umræðuefni
þjóðarinnar í hart nær 300 ár, og
vottar ekki fyrir að útrætt sé.
Það, sem orkað hefir í ímynd-
unaraflið, kynslóð eftir kynslóð,
er að finna svarið við því, hvern-
ig atvikast gat, að svo tiginborin
og töfrafögur blómarós féll það
lágt, að eiga barn í lausaleik,
einkum þegar þess er gætt, hve
hart var á slíku tekið í þá daga,
og hvert hnefahögg það var
skylduræknum yfirmönnum, sem
gæta áttu velsæmis og háttþrýði,
að þeirra nánustu yrðu meðal
hinna seku. Enda varð atvik þetta
upphaf þess, að leggja heimili
hins tigna biskups í rúst.
Skáldin setja fram sínar hug-
myndir um það í sögum og ljóð-
um. Sýknað er og sakað á víxl.
Enginn hefir ráðið gátuna svo, að
öllum þyki við hlítandi, enda er
það líkast og að rekja ætti sig
áfram um torleiði eftir örmjóu
togbandi, sem hrokkið hefir
sundur, og endarnir kippst hvor
frá öðrum eitthvað út í myrkrið.
•— Þá reynir á hugkvæmnina að
stikla óveginn og stíga þar niður,
sem mestar líkur eru til, að þráð-
urinn hafi áður legið.
Á þessum forsendum er til orð-
inn kvæðaflokkur Þorsteins Er-
lingssonar — Eiðui’inn — og þar
í er kvæðið Nótt, sem hefst með
erindi því, er áður getur, um
bjarta heiða júlínótt.
Ef hér væri átt við nótt í önd-
verðum júlí, mætti allt til sanns
vegar færa.
En svo er ekki.
Að sögn skáldsins, ávarpar
biskup sveina sína og segir:
„-----eg legg þann þrítugasta
og. fyrsta af stað“.
Fram kemur og, að þá er aðeins
rúm vika til farardags og einnig
að þá er þriðjudagur, er hefja
skal ferðina. — Skáldið fer mörg-
um orðum um það, hver tormerki
voru á því fyrir þau Ragnheiði og
Daða að geta kvaðst í einrúmi
áður en lagt væri af stað í yfir-
reiðina um Austurland, en Daði
átti auðvitað að vera með í þeirri
för.
„— En æskan vissi, og veit þar
enn,
af vegum bak við, guð og menn.
Og ráð var þar ei þörf að herma,
því það sá hún, og róleg beið:
Þar mundi drottins dagur renna
og duga þeim á miðri leið.
-------hann nálgast allt með náð
og friði —
og nótt fer undan degi þeim“.
Stefnumótið er þá ákveðið
sunnudagsnóttina næstu á undan
þriðjudeginum 31. júlí, eða m. ö.
Spurningunni er svarað. Það er
áreiðanlega júlínótt, sem kveðið
er um.
En hvernig fer þessari júlínótt
skrautið, sem borið er á hana?
Júlínóttin getur verið heið og
fögur, en ekki björt fyrir áhrif
sólar, er á mánuðinn líður.
Stjörnu- og mánabirta getur lýst
hana nokkuð upp, af því að í
júlílok mun — á Suðurlandi —
allmjög farið að húma um lág-
nættið. En skáldið á ekki við þess
konar birtu er það talar um
björtu heiðu júlínóttina, ekki
þótt minnst sé á bjartar stjörnur í
kvæðinu. Slíkt er auðvitað á
heiðri nóttu, þar er sólin gengur
æ undir um stund, enda sannar
skáldið það sjálft með þeim mikla
vorblæ, sem er á gjörvöllu kvæð-
inu Nótt. Talað er berum orðum
um vor og vornótt sinn eftir sinn,
og einnig í næsta kvæði á undan.
Þar segir:
„Á daginn sagði sólin frá;
hún sér í hverja felu á vorin.“
„Og þegar roðar austurátt,
er allt til sláttar keyrt á fætur,
svo þar er líka friðarfátt
við flóttamenn í ríki nætur“.
Sýnilegt er, að kvöld og morg-
unn tengjast nálega saman eins
og í júní. En þetta eru þó dagarn-
ir og næturnar næstu á undan
stefnumótinu, eða í síðustu viku
júlí.
Það er eitthvað fráleitt í því, að
ætla að tengja vorið aftur til júlí-
loka, og er þá vakinn grunur um
að svo síðla muni blómin hafa
misst sitt allra fegursta og byrjuð
muni upplitun klæðisins græna,
þar sem skáldið upplýsir, að vor-
að hafi snemma. Allt orðskrúðið
um fegurð lofts og láðs þessa ör-
lögþrungnu nótt, missir því gjör-
samlega marks.
Júlínóttin, í sinni sönnu mynd,
er óhæft umhverfi hugmyndum
skáldsins Því eru brellur við-
hafðar, og sjónleikurinn settur á
svið með þessum hætti, og júlí-
nóttin leidd í tignarsæti veizlu-
salsins. En til þess þarf þó að fá
henni lánuð föt, sem ekki eru
betur við hæfi en það, að snúa
verður því fram á kjólnum, sem
aftur skyldi. Svo á höfuðbúnað-
urinn, sem gripinn er af hinni
sönnu sólbrúði, að bæta úr bún-
ingskallanum. En orka mun það
tvímælis. — Það er öllum ókleift,
að færa nótt frá lokum júlimán-
aðar í búning bjartrar júnínætur,
svo að vel fari á.
Sagt er það, sem út ei’ komið af
Eiðnum, sé aðeins fyrri hluti
verksins. Síðari hlutinn hafi og
ortur verið, en brenndur, og
skyldi yrkjast á ný.
Eg lít svo á, að breyta hefði
mátt til bóta sumum kvæðum
fyrri hlutans, ef kveðin hefðu
verið um.
Því verður þó ekki neitað, að
margt er þar fallega sagt og spak-
lega. En út af því ber þó t. d. þar,
sem skilnaðarkvíðinn knýr fram
tár Ragnheiðar. Þá kemur til
kasta sterka aðiljans að þerra
tárin.
„— — Þau kyssti hann henni
hlýtt af kinn
og hallaði upp við barminn sinn“.
Þetta er ekki skáldskapur, Kol-
beinn.
Og annað.
„-----En æskan vissi og veit þar
enn,
af vegum bak við guð og menn“.
Hvers vegna æskan, en ekki
ástin? Var það ekki fremur ástin
og afleiðingar hennar, sem knúði
hörpu skáldsins, heldur en að
æskubrek væri undirrótin, og er
ekki ástin ennþá líklegri til fund-
vísi á leiðir bak við guð og menn,
heldur ,pn æskan?
i ■ í. grænni tó,' imdir bláhvolfi
bjartrar nætur. —
Kyrrð ríkir og ró, eins og hvíld
sé milli þátta í samstilltum söng.
En málverkið mikla, sem fyrir
augum er, fær nú aukið líf í svip-
inn, og söngurinn ómar á ný.
Á slíkum nóttum,, kastar lífið
lörfum sínum sínum.“
„— Þú bjarta, heiða“ júnínótt.
Kristján Eggertsson.
Leikföng:
SYRPA
MATADOR
CASTLE GAME
BOLTAR
MATARSTELL
FORMASETT
Verzlun
Björns Grímssonar
Simi 256.
Kaupi góða
stígvélaleista,
sjóvettlinga
og fleiri prjónavörur.
Verzlun
Björns Grímssonar
Simt 256.
(Framhald af 3. síðu).
jólfur hefði lamist við stein
þenna, um leið og þeir bárust þar
fram hjá, því að sár eitt mikið og
djúpt var á höfði hans. Auðvitað
verður ekkert um þetta fullyrt,
og gat hann hafa fengið högg af
öðru grjóti á mel, sem flóðið fór
yfir. En líklegt má telja að hann
hafi þegar hnigið í ómegin við
áverkann eða jafnvel dáið þegar
í stað, og á því augnabliki hafi
Hannes orðið þess var að Bryn-
jólfi þraut skyndilega afl eins og
áður segir.
Almennt vissi fólk í Saurbæ
ekki hvað skeð hafði fyrr en að
kvöldi þess dags, er slysið varð.
Sýnilegt var þó að eitthvað alvar-
legt hafði komið fyrir. Mátti ráða
það af óeirð í fjölskyldu prestsins
um daginn. Maður frá Saurbæ
var meðal leitarmanna á Gilsár-
dal. Hann kom heim á vökunni og
var þá öllu heimilisfólkinu skýrt
frá slysinu. Eg var þá ekki við-
staddur í baðstofunni í svipinn,
en er eg kom þar inn, sá eg sorg-
ar- og alvörusvip á hverju and-
liti. Vék eg þá að móður minni og
spurði í lágum róm, hvað um
væri að vera. Svarið var: „Hann
Brynki lenti í shjóflóði og dó.“
Menn geta íarlð nærfi um það,
að lítið var um gleði í Hleiðar-
garði og Saurbæ á jólunum, sem
fóru í hönd. Það voru dauf og
döpur jól. 'Þess vegna eru mér
þau svo minnisStæð. 'En það var
ekki einungis á þessum tveimur
bæjum, sem sorgin ríkti, þó að
hún legðist þyngst á þar. Á hverj-
um bæ í sveitinni voru meira og
minna „döpur hjörtu“.‘ Þó var
hér ekki 'um neinn' einstæðan
sorgaratburð að ræða. Líklega
líða svo engin jól, að fleiri eða
færri í landi h'éf sitji'fekki í sorg-
armyrkri eftir'1 nýafstaðinn ást-
vinamissi.- Gotl eiga þá þeir, sem
geta tekið undir með sálmaskáld-
inu, sem kvað:
Gegnum Jesú helgast hjarta
í himininn upp eg líta má.
Guðs míns ástar birtu bjarta
bæði fæ eg að reyna og sjá.
Hryggðarmyrkrið sorgarsvarta
sálu minni hverfur þá.
Jarðarför Brynjólfs fór fram að
Saurbæ í byrjun næsta árs að
viðstöddu fjölmenni. Síra Jónas
Jónasson, sem þá var nýlega orð-
inn prestur í Grundarþingum,
flutti líkræðuna. Mikið dáðust
menn að þeirri ræðu. Hún dreifði
„hryggðarmyrkrinu soi’gar-
svarta“.
Hannes Sveinsson varð gamall
maður. Oft heyrði eg hann minn-
ast á slysið á Gilsárdal og aldrei
nema á eina lund. Hann taldi það
slysni, að hann hefði ekki farizt í
snjóflóðinu, en Brynjólfur fengið
að lifa áfram, því að það hefð,i
verið minni mannskaði. Að
Hannesi ólöstuðum munu allir
hafa verið honum sammála um
þetta.
Nágranni og vinur Brynjólfs,
Benedikt Einarsson á Hálsi, kvað
erfiljóð eftir hann. Þau enda á
þessum orðum, sem skáldið legg-
ur Brynjólfi á tungu: __ . ^
Mér er fengin vistarvera,
vernd og gleðisól.
Drottinn bauð mér heim að halda
heilög með sér jól.
Þá minntist einnig Jón skáld
Hinriksson á Helluvaði í Mý-
vatnssveit Brynjólfs í alllöngu
ijóði, sem hefst á þessa leið:
Dunar dalur á brúnum,
drunga loft er þrungið.
Fönn rís hátt sem hrannir,
heimsljós daprast tveimur
vanast ljúfum vinum
veg að sjá um gljáan.
Fellur þá úr fjalli
flóð um bjargaslóðir
Kalt er kumbl um beltum
kletta, þar er hjarir
annar íturmenna
í helstríði hríðar.
Hinn er hulinn fönnum,
hjartað nær ei bærast,
síginn svefn á auga,
sem ei rofnar framar. -
Síðan fyrrgreindur atburður
varð, -eru nú liðin 61 ár. Slysið á
Gilsárdal olli sviða í margra
hjörtum eins og áður segir. Tím-
inn, þessi dásamlegi læknir, þó
að hann sé seinvirkur, dró smátt
og smátt sviðann úr sárunum og
breiddi blæju gleymskunnar yfir
atburðirin. Og riú er slys -þetta
aðeins söguleg‘minnitig örfárra
er eldrá fólki kær-
komin jplagjöf.
ÁSBYRGI Ii.f.
í bað- og svefnher-
bergi.
ÁSBYRGI h.f.
Sænskir
Teppahreinsari er
góð og gagnleg jóla-
g.íöf-
ÁSBYRGI h.f.
Söluturninn
við Hamarsstíg,
Hálfdúnn
Höfum enn okkar
góða og ódýra hálf-
dún.
Sendum gegn póstkröfu.
ÁSBYRGI h. f.
Sími 555.
Söluturninn
yið Hamarsstíg,