Dagur - 20.12.1947, Blaðsíða 1

Dagur - 20.12.1947, Blaðsíða 1
II XXX. árg. Akureyri, laugardaginn 20. desember 1947 52. tbl. Síldveiði . á Skagafirði Nú í vikunni hefir aflazt all- ! mikið af smásíld í fyrirdráttarnet skammt undan landi við Sauðár- krók, og er sagt að mjög mikil smásíld sé í Skagafirði, en of smá til þess að nást í herpinót. Ekki hftfir borizt nein frétt um síldargengd í Eyjafirði, enda mun síldveiði ekki hafa verið reynd hér. Sjómenn telja hins vegar, að líklegt sé að síld sé einnig hér í firðinum. Truman leggur fram tillögur sínar um MarshalMijálpina Úfgerðarmenn fengu ábyrgðar- verð fyrir bátafiskinn á Bretlands- Brotist inn í golf- skálann í sl. viku var brotizt inn í skála Golffélags Akureyrar hér ofan við bæinn og ýmislegt innanhúss brotið og eyðilagt, en engu stolið. Verður ekki annað séð, en að er- indi þessara þokkapilta í skálann hafi eingöngu verið að eyðileggja verðmæti. Mál þetta* er í rann- sókn hjá lögreglunni. Truman Bandaríkjaforseti flytur þjóðþinginu boðskap í dag um Mashall-áætlunina. — Truman sagði i gær að hann væri fús að ræða við Stalin, ef hann kæini til Washington, cn sjálfur kvaðst hann ekki eiga heimangengt. Þingið ræðir málið eftir nýjár Xruman bandaríkjaforseti mui í dag flytja þjóðþinginu í Wash- ington boðskap um framkvæmd efnahagsaðstoðarinnar við Vest- urEvrópuþjóðirnar scxtán, sem þátt tóku í Parísarráðstefnunni, og kcnnd er við Marshall utan- ríkisráðherra. Áður hafði þjóðþingið gengið frá til- 1 ö g u m u m bráðabi r g ð a- hjálp til handa Áustur r í k i s- mönnum, ítöl- um, Frökkum Marshall og Kínverjum, og mun sú lánsupphæð nema 597 millj. dollara. Eftir að þingið hef- ir hlýtt á boðskap forsetans og fengið í hendur tillögur hans um framkvæmd Marshall-áætlunar- innar, mun það fara í jólaleyfi þangað til um miðjan janúar. Til- lögur forsetans eru sniðnar eftir áætlunum Parísarráðstefnunnar og tillögum Harriman-nefndar- innar. Þær eru miðaðar við 5750 milljón dollara framlag á tímabil- j inu 1. apríl 1948 til 30. júní 1949. Af þessari upphæð er ætlazt til að Bandaríkjamenn leggi fram sem gjöf 3500 millj. dollara, með nokkrum skilyrðum, svo sem þeim, að ríki þau, er aðstoðina fá, kappkosti að halda gjaldmiðli sínum stöðugum, efla framleiðslu sína heima fyrir og koma á greiðslujafnvægi á fjárlögum eins fljótt og kostur er. Fé það, sem ríkisstjórnir afla með því að selja gjafavörur innanlands má ekki nota sem eyðslueyri, heldur skal leggja það til hliðar til fram- kvæmda raunhæfra endurbygg- ingaráætlana. Þetta er það, sem kommúnistar um heim allan berjast nú gegn og kalla ,,dollaraþrælkun“. Bólstruðu luisgögnin frá okkur mæla með sér sjálf Sendum gegn póstkröfu um land allt útkoma fékkst þó ekki fyrr en ríkissjóður hafði verðbætt fiskinn með 24500 krónum og Útgerðar- félagið hafði sett mjög væga leigu á skipið, mun lægri en venja er að reikna í slíkum flutningum. Hiísbruni við D júp í fyrrakvöld brann bærinn á Melgraseyri við ísafjarðardjúp til kaldra kola á skammri stundu og varð litlu sem engu bjargað af innanstokksmunum. Húsið var fveggja hæða steinhús með timb- urinnréttingu, stórt og vandað. Hefir bóndinn, Jón H. Fjalldal, orðið fyrir mjög miklu tjóni. Kaupið prjónavörur úr Íslenzkri ull til jólagjafa! Þær eru í senn smekklegar, skjólgóðar og end- ingarmiklar. Framleiðum þegar: Dömu-golftreyjur, drengja- peysur, skíðapeysur, herrapevsur, herrasokka og stígvélaleista. - ALLT ÓSKAMMTAÐ! Prjónastofa Ásgr. Stefánssonar h. f. HÚSGAGNABÓLSTRUN Magnúsar Sigurjónssonar Akureyri — Sími 197 markaðinum Fyrir nokkru var greint frá því hér í blaðinu, að útvegsmenn við Eyjafjörð og Útgerðarfélag KEA hefðu ákveðið að gera eina til- raun með flutning bátafiskjar á Bretlandsmarkað. Útgerðarfélag- ið leigði skipið með mjög vægum kjörum og lögðu bátar hér í Eyja- firði og í Húsavík afla sinn upp í það. Tilraun þessi gekk mjög vel að því leyti, að sala skipsins var ágæt. Nú er lokið við að gera þennan túr upp og er útkoman sú, að útvegsmenn fá fullt ábyrgðar- verð fyrir þorsk, ýsu og ruslfisk, en kr. 1.30 fyrir flatfisk, í stað kr. 1.85, sem er ábyrgðarverð. Þessi Þeir sem eiga óuppgerða auglýs- ingareikninga við Dag eru beðnir að gera skil á afgreiðsluna nú þegar. Með þessu tbl. er lokið 30. árg. Dags. — Blaðið kcmur næst út miðvikudaginn 7. janúar 1948. —

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.