Dagur - 20.12.1947, Blaðsíða 8

Dagur - 20.12.1947, Blaðsíða 8
8 Baguk Laugardaginn 20: desember 1947 Snæfeir kemur norður með eplin ,Hvassafeir hleður síld Ríkisstjórnin fór þess á leit við SÍS, er Hvassafell kom til Reykja víkur, að undinn yrði bráður bugur að því að losa skipið syðra, svo að það gæti hlaðið síld til norðurflutnings. SÍS varð við þessum tilmælum, og var m.s. Snæfell fengið til þess að hlaða eplin úr Hvassafelli og flytja þau norður. Mun Snæfell leggja af stað úr Reykjavík í dag og þá koma hingað nk. mánudag. Skip- ið kemur við á ísafirði og losar þar hluta af farminum. immiimmitMAHMM'm »'*iiMmim*i iMMmMmimmiiii Góð bók er gulli betri! BÓK Sími 444 iMmimmiimmmM Hafnarstræti 81 IMIIMIIJMMHIMMMIIMIIMMMIIIIMMIMMIMIIIMIIMIMMIIMIIIMIIIIIMIMMMIIIIIIMIIi IIMMIMIIIIIIIIMMIIIMMMIMIIIMMIIIMIlMMIMIIIIMIIIIIIIIIIIMMIIIIMIIIIMIIIIÍIIIMIlllMIIIIIIHIIIIItllllMIMIIIIIMMI Stúlkur óskast til trollhnýtinga. Framtíðaratvinna. { Upplýsingar hjá Útgerðarfélagi Akureyrar h.f. Illllllllllllllllllllllllllllllll BKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKBKHKHKHKHKHKHKHKHKHK Ef þér veljið bækur handa börn- um, þá gleymið ekki DÝRASÖGUM Sögur af dýrum glæða samúð barnsins með öllu því, sem lifir. Hollara lestrarefni er torfundið. KhKhKhKhKhKhKhKhKhKHKBKhKhKhKhKhKhKhKhKhKhKhKhK}-: ,Kaldbakur‘ seldi fyrir rúm 11.000 pund Kaldbakur seldi í gær í Bret- landi 4176 kit af fiski fyrir-11015 sterlingspund. Er þetta talin góð sala. Út um hvippinn og hvappinn Grímur amtmaður á Möðru- völlum í Hörgárdal andaðist árið 1849. — Éins og kunnugt er, urðu nokkuð sögulegir atburðir stuttu fyrir fráfall hans, sem margir héldu að mjög hefðu flýtt fyrir, eða jafnvel verið aðalorsök að dauða hans. — Grímur var óvin- sæll maður meðal alþýðu og reyndar hjá embættismönnum líka. Rak svo langt, að Skagfirð- ingar höfðu liðsafnað uppi allfjöl- mennan og riðu til Möðruvalla. Gengu allmargir Hörgdælir og Öxndælir í lið með þeim. Ekki ætluðu þeir að sækja amtmann með vopnum, eða bera eld að húsum hans að sið Sturlunga. En þeir vildu með þessari Möðru- vallaför gera honum ljóst hve illa hann var þokkaður, og fá lof- orð hans um að segja af sér embættinu. — Ekki náðu þeir tali af amtmanni, en rétt á eftir veiktist hann og dó. Þórður Jónasson, 1. assesor við „Yfirréttinn“, var settur í emb- ættið. — Var þá Eggert Briem sýslumaður í Eyjafjarðarsýslu, og skipaði Þórður honum að hefja rannsókn og mál gegn Skagfirð- ingum. — Mælt er að sýslumaður tæki þeirri skipun tregíega, en ekki tjóaði á móti að mæla, og fór hann vestur, en lítið varð víst úr því málavafstri öllu. — Meðan á þessum atburðum stóð, var ort vísa sú er hér fer á eftir: Þórður segir þá við Briem: Þú skalt geyja að Skagfirðingum. Fyrir hann Eyjafjarðar Grím, flyttu þér greyið mitt í kringum. Þessa vísu lærði eg í æsku, því að enn var hún þá á „spöðum“ fólksins, ásamt mörgum fleiri, sem nú að líkindum eru gleymd- ar og glataðar. H. J. ORÐSENDINC Heiðraðir viðskiptavinir vorir eru beðnir um að hafa gert reikningsskil við oss undir- ritaða fyrir 24. þ. m. Er oss þetta nauðsyn- legt vegna fyrirhugaðrar eignakönnunar. VÉLSMIÐJAN ATLI H.F., VÉLSMIÐJAN ODDI H.F., Akureyri. Bifreiðaskipfi Vil láta ameríska bifreið í skiptum fyrir góðan jeppa, ef samið er strax. Pétur Jónsson frá Hallgilsstöðum. Hálsfesti tapaðist frá Hótel KEA nið- ur í Fjólugötu síðastliðið þriðjudagskvöld. Skilist á afgTeiðslu Dags gegn fund- arlaunum. A. v. á. |g! Mjög sm'ekklegt úrval a£ HEKLU undirfötum og nátt- kjólum er komið á markáðinn. GÓÐ OG GAGNLEG JÓLAGJÖF! Skoðið glnggasýninguna í Kaupfélagi Eyfirðioga Vefnaðarvörudeildinni ORÐSENDING Vegna væntanlegrar eignakönnunar, þurfa viðskiptamenn vorir að hafa gert full skil fyrir n. k. áramót. Lokað verður fyrir reikningsviðskipti frá og með 20. þ. m. NÝJA BÍLASTÖÐÍN. ■—* taieiag sssasias bmnatryggir allar húseignir á landinu, utan Reykjavíkur. Ennfremur alls konar lausafé (nema verzlunarvörur), svo sem innanstokksmuni, vélar og áhöld í verk- smiðjum og verkstæðum, efnivörur til iðnaðar, framleiðslubirgðir, hey, búpen- ing o. fl., með heztum fáanlegum kjörum. Það er hentugast, að tryggja hús og lausafé á sama stað. Umboðsmenn í hverjum hreppi og kaupstað á landinu Umboðsmaður á Akureyri: Viggó Ólafsson, Brekkugötu 6 — Sími nr. 12.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.