Dagur - 10.03.1948, Qupperneq 2
D AGUR
Miðvikudaginn 10. marz 1948
★ -Ar
W^wvvvsí-avvwvvv>^vvv>zv4
Sveinn Suðræni skrifar úr Rvík.
Þeir kenna hver öðrum
„Alþýðublaðið“ segir, að þau ár, sem kommún-
istar sátu í ríkisstjórn, hafi þeir gert fjársóun og
óhæfuverk að sérgrein sinni
Með nýsköpunarskrum á vör-
um sér lögðu hinir þrír stuðn-
ingsflokkar fyrrverandi stjórnar
til kosninga vorið 1946. Aldrei
hafði þjóðinni verið boðið upp á
jafn stórfelldar blekkingar, skrum
né skýjaborgir við nokkrar kosn-
ingar. Aldrei hafa því verið
svikin jafn stórfelld kosningalof-
orð og þá. Gegn hverri einni
viðvörunarrödd Framsóknar-
flokksins gullu við þrjár skrum-
auglýsingaraddir, sem þóttust
ætla að breyta lífskjörum þjóðar-
innar svo að segja í einu vetfangi
og skapa ævintýralegri framfarir
á skemmri tíma, en menn hafði
yfirleitt órað fyrir. Til þess að
undirstrika þetta, höfðu verið
samþykkt ýms lög á þinginu fyrir
kosningarnar, er áttu að taka af
öll tvímæli um hin glæstu áform
stjórnarliðsins. Um peninga og
gjaldeyri þótti óþarft að ræða. —
Allt slíkt átti að koma af sjálfu
sér, þegar nýsköpunarskipin
væru komin að landi. Allt tal um
þess háttar efni hét á máli þáver-
andi stjórnarflokka barlómsvæl
og hrunstefnusöngur Framsókn-
armanna, sem enginn þyrfti eða
'ætti að Ijá eyra.
Stórfelldustu kosningaloforðin
voru, auk hinnar almennu ný-
sköpunar, meða lannars margra
milljóna króna landshöfn í Kefla-
vík, vegur austur yfir Hellisheiði
fyrir 20 millj. kr., útvarpshöll í
Reykjavík fyrir 5 millj. kr., en að
henni hafði teikning verið keypt í
Ameríku fyrir 300 þús. dollara,
nýtízku gistihús fyrir 15 millj. kr.,
kaupstaður á Skagaströnd með
öllum nútíma þægindum og
menningarskilyrðum. Ennfremur
íbúðir handa öllum, er væru hús-
næðislausir, nýtt menntaskólahús
og kennaraskólahús í Reykjavík,
lýsisherzlustöð á Siglufirði, fisk-
iðjuver við • allar helztu hafnir
landsins og byggðahverfi víða um
sveitir Tryggingarlöggjöfin var
fyrst og fremst túlkum sem góð-
gerðastarfsemi fyrir gamalt fólk,
einstæðinga og vanheila. Þannig
mætti lengi telja.
Allt þetta skal eg gefa þér, ef
þú fellur fram og tilbiður mig,
sagði stjórnarliðið við þjóðina.
Margir lögðu trúnað á skrumið,
en þó ef til vill vonum færri, svo
hatramt sem það var.
Þegar líða tók frá kosningum,
varð stjórnarþrenningin sjálfri
sér sundurþykk, enda mun hún
fljótt hafa rekið sig á það, að fæst
af þessu var hægt að standa við.
Peninga vantaði hvarvetna til
framkvæmdanna og lán fengust
ekki. Lofað hafði verið að gera
Stofnlánadeild sjávarútvegsins út
með á annað hundrað millj. kr.,
þar af til B-lána með almennri
skuldabréfasölu kr. 30 millj. En
þau munu aðeins hafa selzt fyrir
rúman helming þeirrar upphæð-
ar. Þegar fjárhagsráð gaf skýrslu
sína út, vantaði 57,8 millj. kr., svo
að Stofnlánadeildin gæti annazt
þær lánveitingar, sem mælt hafði
veríð með og stofnað til, A-lán og
B-lán samanlögð. ,
Stuðningsflokkar fyrrv. stjórn-
ar kenna nú hver öðrum um þann
ófarnað, sem þeir hafa leitt þjóð-
ina út í. Einkum leggja tveir
þeirra, Sjálfstæðisflokkurinn og
Alþýðuflokkurinn, sérstaka rækt
við að skella allri skuldinni og
skömminni á kommúnista. T. d.
segir Alþýðublaðið 20. febr sl.:
„Kommúnistar áttu verulegan
þátt í því að eyða gjaldeyrisforða
íslendinga. Þeir sátu í ríkisstjórn
í tvö ár og gerðu fjársóun og
óhæfuverk varðandi embættis-
veitingar að sérgrein sinni. Þegar
harðnaði í ári, hlupust þeir á
brott úr ríkisstjórn, af því að þeir
treystu sér ekki til að færast
lausn vandamálanna í fang. Nú-
verandi ríkisstjórn fékk það hlut-
verk að taka við, þegar góðærið
var úr sögunni, og reyna að
bjarga því, sem bjargað yrði.“
Alþbl. bætir svo vi ðm. a.: „Svo
koma mennirnir, sem sekastir eru
um það, hvernig komið er, og
gagnrýna -núverandi ríkisstjórn
fyrir erfiðleikana. : . . Þeir full-
yrða, að engin dýrtíð pé verð-
bólga sé á íslandi, og engin hætta
sé á ferðum fyrir atvinnulíf
landsmanna og efnahag þjóðar-
innar. Þeir staðhæfa, að allar um-
ræður um þrot gjaldeyriseign-
anna séu staðlausir stafir. Þetta
má nú segja að sé að loka augun-
um fyrir staðreyndum."
Þannig er vitnisburður Alþýðu-
flokksins um fjárstjórn kommún-
ista í ríkisstjórn. Og ekki tekur
betra við í Morgunblaðinu. Þar
eru í sífellu málaðar kolsvartar
myndir af kommúnistum og öllu
atferli þeirra. Og sjálfsagt er
þetta létt verk. Sem einstakt
dæmi um fjársóun kommúnista
hefir verið bent á byggingu síld-
arverksmiðjanna á Skagaströnd
og Siglufirði. Samkvæmt áætlun
áttu þær að kosta 20 millj. kr„ en
skutust upp í 43 milljónir kr. Við
þá upphæð mun svo mega bæta 2
millj. kr. til endurbyggingar
mjölskemmunnar miklu, er
hrundi á fyrsta vetri. Við bygg-
ingu verksmiðjanna komst starfs-
tími iðnaðarmanna upp í 24V2
klukkustund á sólarhring og
mánaðarkaup á 15. þúsund króna.
Er þessi fjársóun undir stjórn
kommúnista fræg orðin að en-
demum.
Þá hefir það verið nefnt til
dæmis um persónulega eyðslu
kommúnista, að ráðherra þeirra,
Áki Jakobsson, eyddi 17 þúsund
kr. í ferðakostnað árið 1946 og
hafði þó bifreiðar til umráða, sem
ríkið gerði út. Póllandsför
tveggja sendimanna þessa sama
ráðherra kostaði ríkissjóð um 100
þúsund krónur.
Blöðum Sjálfstæðisflokksins og
Alþýðuflokksins kemur prýðilega
saman um það að kenna komm-
únistum um það, sem aflaga hefir
farið, og sjálfsagt ekki að ástæðu-
lausu. Víst hafa þeir átt veruleg-
an þátt í því að eyða gjaldeyi'is-
forða íslendinga með fjársóun og
óhæfuverkum, eins og Alþýðu-
blaðið segir. En það stendur ekki
á Þjóðviljanum að svara í sama
tón. Þar linnir ekki brigzlyrðum
til samstarfsflokka kommúnista í
ríkisstjórn fyrir svik við nýsköp-
unina. Þannig ganga klögumálin
á víxl. En allt er þetta Pílatusar-
þvottur. Enginn hinna þriggja
flokka fyrrv. stjórnar megnar að
þvo sig hreinan með því að ata
hina sauri. Enginn þeirra kemst
undan því, og á ekki að komast
undan því að bera að sínum hiuta
ábyrgð á stjórnarfarinu á árun-
um 1944—1947. Sá er aðeins mun-
ur þeirra, að tveir þeirra hafa
bæði beint og óbeint játað, að
viðvaranir Framsóknarmanna á
þessum árum hafi verið á fyllstu
rökum reistar, og jafnframt sýnt
viðleitni til þess að bjarga því,
sem bjargað verður í samvinnu
við Framsóknarflokkinn. Komm-
únistar aftur á móti berja höfðinu
við steininn, neita staðreyndum
og reyna að torvelda björgunar-
stai-f núverandi ríkisstjórnar af
fremstu getu.
í hinum tilvitnuðu orðum Al-
þýðubl. hér á undan segir, að
kommúnistar beri mesta sök á
því, hvernig komið sé málum
þjóðarinnar. Ekki skal þetta
rengt. En jafnframt ber þess að
gæta, að kommúnistar eru allra
manna ólíklegastir til að bæta
sjálfir fyrir þessa sök sína. Það
vérða að rir að gera. Og engum er
það skyldara en Sjálfstæðis-
mönnum og Alþýðuflokksmönn-
um, því að þeir hófu kommúnista
til þeirrar vafasömu tignar að
taka þátt í ríkisstjórn með sér og
gefa þeim þannig færi á að eyða
gjaldeyrisforða íslendinga með
fjársóun og óhæfuverkum. Á
þetta þó einkum við forráðamenn
Sjálfstæðisflokksins, sem „vildu
óðfúsir það eitt að ganga með
þeim rauðu,“ cins og Pétur Otte-
sen sagði.
Alþýðubl. viðurkennir hispurs-
laust, að dýrtíð og verðbólga hafi
sett atvinnulíf landsmanna og
efnahag þjóðarinnar í hættu, og
að gjaldeyriseignin sé þrotin. En
þetta var einmitt kjarninn í öll-
um viðvörunum Framsóknar-
manna á fyrirfarandi árum. Þá
svöruðu allir hinir flokkarnir í
einum kór, að þetta væri aðeins
barlómsvæl og hrunstefnusöngur,
sem þjóðinni bæri að fyrirlíta. —
Það er lítt hugsanlegt, að Sjálf-
stæðisfl. og Alþýðufl. hafi ekki
séð hvert stefndi, fyrr en komm-
únistar hlupust á brott úr ríkis-
stjórn, og að þá fyrst hafi augu
þeirra opnast fyrir þeim sannleik,
er Framsóknarmenn höfðu haldið
að þjóðinni um langt skeið. En
allt þangað til fyrrv. stjórn sá sér
ekki annað fært en biðjast lausn-
ar, hélt hún og flokkar hennar því
fast að þjóðinni, að fjármálin og
atvinnulífið væri í betza lagi og
að ekkert væri að óttast.
Hafi þessu verið haldið fram í
góðri trú, þá hefir þjóðin óneit-
anlega átt blinda leiðtoga.
En hafi því á hinn bóginn verið
haldið fram gegn betri vitund, þá
hafa leiðtogar þjóðarinnar verið
að telja henni trú um, að svart
væri hvítt.
Ruth Hermanns, hljómlistar-
konan þýzka, er ráðin hefur verið
að Tónlistaskóla Akureyrar, sem
kennari í fiðluleik, hélt hljóm-
leika hér í bænum fyrir skömmu,
og við góðan orðstír. Eg átti þess
ekki kost að hlýða á leik hennar
þar, en skömmu áður hafði mér
gefizt tækifæri til að heyra hana
leika „Charconne" eftir Bach, í
húsi, þar sem við vorum gestir.
Ungfrúin er að mínu áliti glæsi-
legur fiðluleikari; ræður yfir
mikilli tækni, og býr yfir miklu
skapi og næmum tilfinningum,
en stillir þó hvorutveggja vel í
hóf í leik sínum. Hún leikur á
gamla, franska fiðlu, sem er for-
látahljóðfæri.
Eg ræddi við hana um ýmislegt,
og komst brátt að raun um, að
hún er næsta fróð um ísland og
íslendinga. Hefur hún kynnzt
nokkrum íslendingum í Ham-
borg, meðal annars þeim hjónum,
Birni Kristjánssyni, stórkaup-
manni, og konu hans. Hefur kona
Björns numið slaghörpuleik hjá
föður ungfrúarinnar, dr. Her-
manns, er rekur tónlistaskóla í
Hamborg og er kunnur tónlista-
fræðingur og tónskáld. Hafði
ungfrúin yfir erindið „Yfir kald-
an eyðisand“ á góðri íslenzku,
og'kvaðst ætla að hafa það aftur
yfir, er að því kæmi, að hún
kveddi Akureyri.
Sigurður Skagfield hefur hald-
ið hér söngskemmtanir að und-
anförnu og verið með afbi'igðum
vel tekið af áheyrendum, enda
full ástæða til þess. Eg hlýddi á
söng hans, er hann var hér síðast
á ferð, og þó mér þætti þá, sem
margt gott mætti um hann segja,
hreif hann mig ekki úr hófi fram.
Tók ég því lofi manna um söng
hans nú með nokkurri varúð, unz
ég gerði alvöru úr að sannreyna
það með mínum eigin eyrum, og
komst að raun um, að hér er nú á
ferðinni allur annar Skagfield,
glæsilegur tenórsöngvari, þaul-
æfður í túlkun óperuhlutverka
og markvís í raddbeitingu. Og
hann virðist hafa einstaka gleði
af að gleðja áheyrendur með söng
sínum, því aldrei hef ég vitað
söngvara jafn ósinkan á aukalög
og endurtekningar. Hann lætur
sig jafnvel ekkert muna um að
endurtaka erfiðustu aríur, og það
oft og mörgum sinnum.
Allflestir vélbátar eru nú hætt-
ir, eða um það bil að hætta, síld-
veiðum á Hvalfirði, og er tekið
að gei-a þá út á þorskveiðar, sem
samkvæmt venjum og almanaki
eru öllu eðlilegri um þetta leyti
árs heldur en síldveiðin, að
Þeim fjölgar nú óðum, sem sjá,
að viðvaranir Framsóknarflokks-
ins höfðu við gild rök að styðjast,
og að hann einn allra flokkanna
sagði þjóðinni sannleikann og
varaði við hættunni, meðan auð-
velt var að snúa frá villunni á
heilbrigðar brautir í fjármálum,
án þess að stórtjón hlytist af.
Þeirri stefnu mun Framsóknar-
flokkurinn jafnan verða trúr og
vinna að lausn þcirra vandamála
eftir þeim leiðum, sem tiltækileg-
astar eru á hverjum tíma.
minnsta kosti enn sem komið er.
Var veiði nokkuð tekin að réna
þar í firðinum um miðjan febrú-
armánuð, en jókst nokkuð aftur
um þriðju helgina. Hefur samt
ekki komið að notum, því síðan
hafa stormar hindrað veiðar. Hið
merkilegasta, sem enn hefur
komið fram í sambandi við veið-
arnar, verður ef til vill talið það,
að síðustu dagana veiddist þar
síld, sem var nýbúin að hrygna,
og verða nú vísindalegar rann-
sóknir að skera úr því, hvort sú
síld hafi hrygnt þar inni í firðin-
um, eða skroppið þangað, rétt
sem snöggvast, eftir að hafa
hrygnt einhvers staðar skammt
þar frá. Virðast allsterk rök
hníga að því fyrra, þar eð þá
mætti telja skýrt hið furðulega
háttalag síldarinnar þar í firðin-
um og erindi hennar þangað, og
ef það sannast, hvað þá? Getur
það þá hent sig, að fjörðurinn
komi undir einhver friðunará-
kvæði, sem væntanlega ganga í
gildi um Faxaflóa, samkvæmt al-
þjóðlegum fiskiþingasamþykkt-
um? Verði svo, má það heppni
teljast, að síldin skyldi veiðast
þar í vetur, því ef mig minnir
rétt, sagði Árni Friðriksson fiski-
fræðingur mér það á dögunum,
að meta skyldi tjón það, er friðun
þessi kynni að hafa í för með sér
og greiða nokkrar skaðabætur
eftir því af alþjóðafé, eða sjóði,
er stofnaður yrði á vegum þeirra
landa, sem að samþykktinni
standa. Jafnvél þótt ekki þurfi
að reikna með fullum skaðabót-
um, hlýtur síldin, er veiddist í
Hvalfirði í vetur, að hækka mat-
ið verulega, ef svo sannast, að
þar séu gotstöðvar hcnnar, og
friðunarákvæði komi þar í fram-
tíðinni til greina af þeim ástæð-
um.
Ungur Breti er nú sennilega á
reiki einn síns liðs með allþung-
an sleða í eftirdragi inni á há-
lendi Suðurlands. Hann kom
hingað þeirra erinda að ganga
einsamall yfir Vatnajökul þveran
að vetrarlagi. Ekki er þarna samt
neinn afglapi á ferð, heldur þaul-
vanur fjallagarpur, er meðal ann-
ars hefur farið hátt og víða um
Himalayafjallgarðinn. Ýmsir
reyndir fjallamenn hér urðu til
þess að letja hann þessarar
glæfrafarar, og varð það úr, að
hann breytti áætlun sinni nokk-
uð, og ætlar nú aðeins að ganga
um hálendið og að rótum Vatna-
jökuls, og mun mörgum samt
þykja í nóg ráðizt. Og auðheyrt
var, er rædd var ferðaáætlunin
við hann sjálfan, að honum var
vel ljós áhættan og að hann gerði
ekki á neinn hátt litið úr örðug-
leikunum, en treysti meira á
reynslu fróðra manna en ham-
ingju sína eina saman. Orðugleik-
ana lét hann samt ekki aftra sér,
og nú er hann lagður af stað, en
margir bíða þess með óþreyju, að
sjá, hvernig för hans tekst. .. .
Góð reikningsvél
(samlagningarvél) óskast til
kaups.
Afgr. vísar á.