Dagur - 10.03.1948, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 10. marz 1948
DAGBR
7
Innilega 'jjökkum við öllum, fjær og nær, auðsýnda samúð
og hjálp, við andlát og jarðarför
GUÐ.RÚNAR BJARGAR BALDVINSDÓTTUR
frá Kambhóli, sem lézt á Sjúkrahúsi Akureýrar 12. febrúar sl.
Ennfremur hökkum við öllum er vottuðu henni virðingu sína
með minningargjöfum og á ýmsan annan hátt.
Eiginmaður og börn hinnar látnu.
Þrjár íbúðir fil sölu
Tilboð óskast í þrjár íbúðir í húsinu Eyrarlands-
veg 12, Akureyri, allar saman eða hverja fyrir sig.
Tilboðum sé skilað fyrir 15. þ. m. til undirritaðs,
sem gefur allar nánari upplýsingar.
Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er, eða
hafna öllurn.
Akureyri, 9. marz 1948.
Haraldur Helgason.
Bílrafgeymar.
sex volta, fyrirliggjandi
Kaupfélag Eyfirðinga
Véla- og varahlutadeild.
+—-
I
vandaðar, nýkomnar
Verzl. London
NYJA BÍÓ
1111111111111111
sýnir í kvöld: j
GRÓÐUR í GJÓSTI |
(A TREE GROWS
IN BROOKLYN)
áhrifamikil stórmynd frá
20th Gentury Fox, byggð
á samnefndri metsölubók
eftir Betty Smith.
Leikstjóri: Elia Kazan.
Aðalhlutverk leika:
Dorothy McGuire
James Dunn
Joan Bloirdell
Lloyd Nolan
Beggy Ann Garner
• ii iiiiiiiiiiiiiiiii
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
IIIIIMIIIIIIIHH*
SkjaMborgar-Bíó
| Einn á flótta
(Odd Man Out)
\ Afarspennandi, ensk lög-
í reglumynd eftir skáldsög-
um F. L. Grecns.
i Aðalhlutverk:
JAMES MASON I
ROBERT NEWTON j
KATHLEEN RYAN j
í (Bönnuð yngri en 16 ára.) |
•ii iiiiiiiiiiiiiiiiiniii 111111111111111 n iiiiiiiiniiiiiiiuiiiiiiiiT
„OTA"
hafragrjón
glóðuð og söxuð,
nýkomin
Vöruhúsið h.L
- AnsonTlugvélin
(Framhald af 1. síðu).
staddur þar. Skyggni var gott
þar, en dimmviðri yfir Reykja-
nesfjallgarði. Kvaðst flugmaður-
inn ætla að hækka flugið úr 1500
fetum í 3000 fet og fara ofan
skýja. Skyggni var sæmilegt í
Reykjavík. Þegar flugvélin var
ekki kornin á tilskildum tíma,
reyndi flugturninn að hafa sam-
band við hana, en án árangurs. —
Um kl. 6 var skotið flugblysum,
til leiðbeiningar, ef hún væri þá
ofan skýja yfir höfuðborginni.
Ennfremur var radarstöð á
Keflavíkurflugvellinum sett í
gang, en hún hefir 50 km. radíus
til hafs, en nokkru skemmra til
lands, vegna þess að fjöll hindra.
Ekki varð vart við vélina.
Yfir Ölfusi kl. 6.
Menn, sem staddir voru á
Kambabrún um sex leytið, sáu
flugvélina þaðan og stefndi hún
þá á Ingólfsfjall. Er ráðið af
þessu, að flugmaðurinn hafi horf-
ið frá því, að fljúga ofan skýja,
heldur ætlað að fljúga undir
skýjalaginu um Þingvelli, í von
um bjartara veður þar. Eftir
þetta hefir ekkert til vélarinnar
spurst, nema ef vera kynni að
heyrzt hafi til hennar yfir Flóka-
dal í Borgarfirði litlu síðar. Ekki
sást hún þaðan, en kona, sem var
úti við, telur sig hafa heyrt
greinilega til flugvélar þar fyrir
ofan ský. Sé þetta rétt, hefir flug-
vélin verið komin langt af leið.
Hljóta loftskeytatæki hennar að
hafa bilað, því að annars hefði
hún haft samband við flugturn-
inn í Reykjavík eða Keflavík, en
þar mundi hafa verið hægt að
lenda þótt myrkt væri orðið. í
gær var dimmviðri í Borgarfirði,
en margar flugvélar freistuðu þó
að leita þar og víðs vegar í ná-
grenni Reykjavíkur, en án ár-
angurs, er síðast fréttist. Vegna
þokusúldar sást illa til fjalla.
SÍÐUSTU FRÉTTIR.
Um fjögur leytið í gær sneru
allar leitarflugvélarnar aftur
til Reykjavíkur án þess að
hafa orðið nokkurs varar. —
Gerði þá dimmviðri mikið yf-
ir bænum og urðu flugmenn-
irnir að hraða sér til að ná
lendingu. Ilöfðu þeir lcitað
um Borgarfjarðardali, Holta-
vörðuheiði, Reykjanes og ná-
Iæg fjöll, eftir því, sem til
sást vegna þokusúldar. Ekki
höfðu borizt neinar fregnir
um árangur leitarflokkanna í
gærkvöldi. — Leitinni mun
verða haldið áfram í dag.
Seljum alls konar
FATNAÐ,
SKÓTAU o. fl.
Ódýrt! — Miðalaust!
SÖLUSKÁLINN
Sími 427.
23 Jíús. kr. söfnuðust
til fólksins í Sigluvík
Blaðinu hefir borizt greinar-
gerð frá Rauðakrossdeild Akur-
eyrar um Sigluvíkursöfnunina.—
Samkvæmt henni varð söfnunin
eins og hér segir: Safnað: Al-
þýðmnaðurinn 100.00. — Barna-
skólabörnin 740.00. — íslending-
ur 1313.35. — Kaupfélag Eyfirð-
inga og Dagur 9665.00. — Odd-
íellowreglan 4000.00. — Séra Pét-
ur Sigurgeirsson 720.00. — Páll
Sigurgeirsson 6461.65. Samtals kr.
23.000.00.
Barnalijálpin
Ágóði af blómasölu í Blómabúð
KEA sl. sunnudag varð kr. 1000,
og hefir sú upphæð verið lögð á
reikning Barnahjálparinnar.
ÚR BÆ OG BYGGÐ
I. O. O. F. — 1293128V2 —
□ Rún.: 59483107 — 1.:
Messað í Akureyrarkirkju n.k.
sunnudag, 14. marz, kl. 2 e. h. —
Sunnudagaskólinn n.k. sunnudag,
kl. 11 f. h. (5 og 6 ára börn í kap-
ellunni. — 7—13 ára börn í
kirkjunni).
Æskulýðsfélag Akureyrarkirkju.
Fundur n.k. sunnudag, kl. 8,30
e. h.
Guðsþjónustur í Grundarþinga-
prestakalli: Kaupangi, pálma-
sunudag, kl. 2 e. h. — Munka-
þverá, föstudaginn langa, kl. 1 e.
h. — Hólum, páskadag, kl. 1 e. h.
— Möðruvöllum, páskadag, kl. 3
e. h. — Grund, 2. páskadag, kl.
1 e. h.
Öllum er heimilt að sækja sam-
komu Biblíunámsflokksins á
Sjónarhæð næstk. laugardags-
kvöld kl. 8.30.
Zíon. Sunnudaginn 14. þ. m.
Sunnudagaskólinn kl. 10,30 f. h.
Almenn samkomao kl. 8,30 e. h.
Cand. theol. Gunnar Sigurjóns-
son talar. Allir velkomnir.
Guðspekistúkan „Systkinaband-
ið“ heldur fund mánudaginn 15.
þ. m. á venjulegum stað og tíma.
Hjálpræðisherinn. Æskulýðs-
herferð með samkomum á hverju
kvöldi þessa viku, fyrir börn kl.
6 og fyrir fullorðna kl. 8.30 e. h.
Æskulýðsritarinn majór Hilmar
Andresen. Kaupteinn Eskil Ross.
Driveklepp o. fl. taka þátt í sam-
komunum. Mikill söngur og
hljóðfærasláttur. Allir velkomnir.
Leiðrétting. í síðasta blaði Dags
hefir misprentast í afmælisvísum
Htirfarandi: í þriðju vísu stend-
"r. big gæfan léði, á að vera: þig
gæfan leiði. — í síðustu línu í
sömu vísu stendur: fiá ástum
vina þinna, en á að vera: frá ást-
lið vina þinna.
Akureyrarkonur! Kvennadeild
Slysavarnafélagsins heldur aðal-
fund í kirkjukapellunni kl. 9 e. h,
fimmtudaginn 18. marz næstk. —
Áríðandi mál á dagskrá. Deildin
veitir kaffi, en konur hafi með
sér bollapör.
Barnahjálpin.
Safnað af „Iðju“, félagi verk-
smiðjufólks á Akureyri; Frá
Skinnaverksm. Iðunn kr. 2290.00.
Frá Ullarverksm. Gefjun kr.
4530.00. Frá Saumast. Gefjunar
kr. 550.00. Frá Kaffibætisverksm.
Freyju kr. 305.00. Frá Mjólkur-
samlagi KEA kr. 1100.00. Frá
Prjónastofu Ásgr. Stefánssonar
kr. 1515.00. Frá Kolsýruverksm.
Sindra kr. 340.00. Utan vinnu-
stöðva kr. 150.00. — Samtals kr.
10780.00.
Fíladelfía. Samkomur verða í
V erzlunarmannahúsinu: Fimtu-
daginn 11. marz kl. 8.30 e. h. —
Stmnudaginn 15. marz: Sunnu-
dagaskó.li kl. 1.30 e. h. Öll börn
velkomin Almenn samkoma kl.
8.30 e. h. Allir velkomnir.
Látinn er í Húsavík Jón Bergs-
son, fyrrum sjómaður, á níræðis-
aldri Jón fluttist til Húsavíkur
frá Ólafsfirði fyrir nokkrum ár-
um.
Barnastúkurnar Bernskan og
Sakleysið halda sameiginlegan
fund í Skjaldborg næstk. sunnud.
kl. 10 f. h. Venjuleg fundarstörf.
B-flokkur skemmtir. Börn, sem
tóku að sér sölu happdrættismiða
eru beðin að mæta á fundinum.
Rauðikrossinn hafði dansleik
að Hótel Norðurland sl. sunnu-
dagskvöld til ágóða fyrir Barna-
hjálpina. Ágóði af samkc-.nunni
varð 3000 krónur. Hótelið gaf
húsaleiguna og hljómsveit Óskars
Ósbergs lék fyrir dansinum end-
urgjaldslaust.
Dansleik heldur kvenfélagið
Voröld að Þverá í Öngulsstaðahr.
laugardaginn 13. marz kl. 10 e. h.
Veitingar á staðnum.
Austfirðingafélagið hefir kvöld-
vöku á Ilótel Akureyri (ekki í
Gildaskála KEA) fimmtudaginn
11. þ. m. kl. 8.30 síðd. Gengið inn
að norðan. Til skemmtunar verð-
ur: Hvítabjarnaveiðar á Héraðs-
söndum, erindi (Ólafur Jónsson),
söngur, gamansaga, Heklukvik-
mynd (Edvard Sigurgeirsson) og
félagsvist. Nánar í götuauglýs-
ingm.
Látin er hér í bænum Solveig
Steingrímsdóttir, Jónssonar fyrrv.
bæjarfógeta. Jarðarför hennar er
ákveðin fimmtudaginn 11. marz,
og hefst kl. 2 e. h. með húskveðju
að heimili hennar, Hafnarstræti
49.
Stúkan Ísafold-Fjallkonan nr.
1 heldur fund í Skjaldborg,
mánudaginn 15. marz, kl. 8.30 e.
h. Inntaka nýrra félaga. Eftir
fundinn verður bögglauppboð.
Er heitið á alla stúkufélaga að
kom ameð böggla með sér á fund-
inn til uppboðs. Að lokum verður
dansað.
Danskur þorsk-
veiðif loti til Græn-
lands í sumar
Berlinga tíðindi segja frá því,
að danskur þorskveiðifloti muni
halda til Grænlands í sumar. í
flota þessum verða fimm deildir,
segir blaðið, hver þeirra undir
sérstakri útgerðarstjórn. Lýsis-
bræðslustöðvar munu verða
sendar til Grænlands með bátun-
um. Hið danska blað segir
óvenjulega mikla þorskgegnd
hafa verið við Grænland nú und-
anfarin ár, og telur ástæðuna
veðurfars- og hitabreytingar í
norðurhöfum. Takist þessi leið-
angur vel, telur blaðið líklegt, að
veiðarnar verði mjög auknar á
næstu árum.
Aðalfundur
Ferðafélags
Akureyrar
Aðalfundur Ferðafélags Akur-
eyrar var haldinn 7. þ. m. — Á'
fundinum var flutt skýrsla um
störf félagsins á sl. ári. Félagið
skipulagði margar ferðir um
byggðir og óbyggðir, starfaði að
Vatnahjallavegi og sæluhúsa-
byggingum. Margir skemmti-
fundir voru haldnir; voru þeir
mjög vinsælir og fjölsóttir. —
Stjórn félagsins skipa nú: Björn
Þórðarson, form., Björn Bessason,
varaform., Eyjólfur Árnason, rit-
ari, Þorst. Þorsteinsson, gjaldkeri
og er jafnfram framkv.stj. fé-
lagsins. Meðstjórnendur eru Að-
alst. Tryggvason og Edv. Sigur-
geirsson. Blaðið mun síðar greirni
frá ferðaáætlun félagsins í sum-
ar.