Dagur - 10.03.1948, Síða 4
d
DAGDE
Miðvikudaginn 10. marz 1948
DAGUR
Ritstjóri: Haukur Snorrason.
Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta:
Marínó H. Pétursson
Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími ÍGG
Blaðið kemur tit á hverjum miðvikudegi
Argangurinn kostar kr, 25.00
Gjalddagi er 1. jtilí
Prentverk Odds Björnssonar h.f. Akureyri
Landbúnaðarstörfin
framfara. En jafnframt þessu
átaki þyrfti að gera annað. Stofna
menningarsambönd til þess að
koma upp vistlegum samkomu-
stöðum, sem hefðu upp á að
bjóða tækifæri til skemmtunar og
menntunar, aðstöðu til kvik-
myndasýninga, leiksýninga,
námsflokkastarfsemi o. s. frv.
ÞRÁTT FYRIR miklar tækni
legar framfarir í landbúnaðinum
búa bændur við fábreytilegra og'
erfiðara líf en aðrar stéttir.
Vinnudagur þeirra er lengri,
Húsakostur þeirra oft lélegri og
einangrun mikil. Það þarf mikið
átak til þess að jafna þessi met,
gera landbúnaðarstörfin eftir-
sóknarverð. Það verður ekki gert
nema þjóðin öll stuðli að því, að
efla alhliða framfarir í sveitum
landsins, bæði á sviði fram-
leiðslu -og menningarmála. Til
þess þarf fyrst og fremst aukinn
I skilning á gildi landbúnaðarins
fyrir þjóðarbúskapinn í heild.
FOKDREIFAR
Efni líkamans
Efnin í fæðu manna þurfa að vera hin'sömu og í
í líkamanum sjálfum, því að hann slitnar daglega
og þarf endurbótar við.
Það er aðeins ein fæðutegund, sem gerð er úr
öllum sömu efnum og líkaminn, en það er mjólk.
Við sjáum líka, að nýfædda barnið dafnar vel af
mjólkinni eingöngu, að það tvöfaldast að þyngd
fyrstu 5 mánuðina.
Efnasambönd líkamans eru aðallega þessi:
þurfa að verða eftirsóknarverð
FYRIRHUGAÐ ER AÐ STOFNA 10—11 rækt-
unarsambönd hér í Eyjafjarðarsýslu til stórvirkra
átaka í ræktunarmálum sýslunnar með nýtízku
vélakosti. Aðeins fá þessara sambanda eru full-
stofnuð ennþá og hin þó færri, sem hafið hafa
landbrot í stórum stíl. Ástæðuna til þessa er ekki
að íinna í því, að bændur séu seinlátir um að not-
færa sér aðstoð þá, sem gert er ráð fyrir í lögum,
að ríkið veiti til vélakaupa, heldur veldur það, að
mjög mikill skortur er á stórvirkum landbúnað-
arvélum, aðallega beltisdráttarvélum og skurð-
gröium. Jafnótt og þessar vélar flytjast til lands-
ins, er hafizt handa um það í sveitunum, að brjóta
land í stærri stíl .en áður hefir þekkst, þurrka vot
lendi, gera heimavegi og grafa fyrir grunnum
íbúðabygginga og útihúsa. Áhugi bænda um land
allt fyrir hinu nýja ræktunarskipulagi — félags-
legum átökum innan ræktunarsambandanna og
notkun stórvirkra véla — sýnir og sannar, að þeir
eru sízt eftirbátar annarra stétta um að notfæra
sér tækni og nýjungar og þá skortir ekki þrek og
framkvæmdadug, er ytri aðstæður leyfa að hafizt
sé handa. Hin félagslegu átök í ræktunarmálun-
um sem nú fara í vöxt, er merkileg fyrir þjóðfé-
lagið í heild. Með þeim hætti skilar hraðar að því
ma, ki en fyrr, að nytja landið, gera það arðbær-
ara. fegurra og menningarlegra. Með þessu starfi
leggur bændastéttin fram mikið og oft óeigin-
gjarnt starf til hagsbóta fyrir þjóðfélagið í heild og
skiiar landinu í hendur eftirkomendanna .í glæst-
ara búningi en áður.
EN ÞÓTT ÞANNIG sé hafin merkileg og menn-
ingarleg sókn í flestum byggðum landsins til þess
að gera landbúnaðinn að nýtízkulegri atvinnu-
grein, sam hagnýtir sér tæknina til hins ýtrasta,
verður enn vart hrörnunar í sumum sveitum
Fólkinu fækkar þar. Jarðir hverfa úr ábúð, jafn
vel í ágætustu sveitum. Auglýsingarnar í blöðun-
um bera þess ljósan vott, að enn fækkar þeim
mönnum, sem vinna við framleiðslustörf í sveit-
um landsins. Fullvíst má telja, að hinn aukni
vélakostur sveitanna, hin auknu tækifæri til
framkvæmda og vaxandi þróttur og dugur fjöl-
margra bænda, muni verða unga fólkinu í sveit
unum hvatning til þess að halda kyrru fyrir í
heimabyggðunum og vinna að því að skapa sér
aðstöðu til menningarlífs þar, í stað þess að flytja
á mölina. En það verður ekki séð enn, að þessi
nýja aðstaða hafi skapað þau straumhvörf íþessum
efnum, sem þurfa að koma og eru lífsnauðsynleg
fyrir þjóðina í heild. Það er augljóst, að til þess að
svo megi verða, þarf meira. Unga kynslóðin í
sveitum landsins þarf að sannfærast um það, að
störf þau, sem hún leggur fram til þess að bæta
jörðina og framleiða lífsnauðsynjar, séu eins arð
vænleg og annar atvinnurekstur í landinu. Hún
þarf að finna það og sjá, að aðstaða hennar til fé-
lagslífs, menntunar og afþreyingar, séu ekki mik-
ið lakari en æskunnar í öðrum stéttum. Það er
vafasamt, að menn geri sér almennt ljósan þátt
einangrunar og fábreytilegs félagslífs í brottflutn-
ingi unga fólksins úr sveitunum á mölina. Það er
mikið rætt um að byggja æskulýðshallir í kaup-
stöðunum, en það er sjaldan minnst á nauðsyn
þess, að styrkja og styðja aðstöðu til félags- og
skemmtanalífs í sveitum landsins. Þetta er miður
farið. Stofnun ræktunarsambanda og jarðyrkja
með stórvirkum, nýtízku vélum, er stórt skref til
Hvalur á fjörum kommúnista.
ÞAÐ VAR stórfrétt í „Verka-
manninum“ á föstudaginn. —
Kommúnistamálgagnið þóttist
hafa sannað „sorpblaðamennsku“
á hið ágæta og áreiðanlega
bandaríska blað „The New York
Times“. Ekki bólaði þó neitt á
því, að heimatrúboðsliðar komm-
únistaflokksins hér treystust til
þess að hnekkja upplýsingum
þessa ameríska blaðs um lífskjör
verkamanna í Rússlandi, sem
getið var hér í blaðinu fyrir
skemmstu Tilefnið var það, að
hinn 25. janúar sl. skýrði banda'-
ríska blaðið frá því, að rússnesk-
ur hagfræðingur, prófessor
Eugene S. Varga, væri fallinn í
ónáð hjá valdhöfunum í Kreml,
eins og. tónskáldin Shostakovich
og Prokofieff, fyrir að hafa villst
út af „línunni11. Prófessor þessi
hafði haldið þvi fram í ritverki,
að kommúnísminn og kapítalism-
inn gætu átt samvinnu og samleið
í efnahagsmálum. Og svo kom
stórfréttin. — „Æsifréttablaðið“
hafði étið allt ofan í sig! Og sönn-
ungargagnið var fréttaskeyti frá
Reuter, í gegnum Norsk Tele-
grambyrau, sem Verkam. hefir
grafið upp einhvers staðar. Hið
ameríska blað, á samkvæmt
skeyti þessu að hafa „étið ofan í
sig“ hina fyrri fregn. „Það er
þetta, sem á góðri íslenzku nefn-
ist sorpblaðamennska“, segir hið
grandvara kommúnistamálgagn.
— Þar sem eg hafði það eintak af
New York Times, sem Verkam.
vitnar til undir höndum, þótti
mér fróðlegt að prófa hvað það
væri, sem „Verkam." mundi kalla
heiðarlega blaðamennsku, þ. e. að
fara rétt með fregnir og segja
samvizkusamlega frá. Eg fletti
því upp fréttinni um hinn rúss-
neska prófessor, eins og hún birt-
ist í New York Times, og las það,
sem hið ameríska blað hafði um
málið sagt, án milligöngu er-
lendra kommúnistamálgagna. Og
„ofaníátið", sem var uppistaða
stórfréttarinnar, var á þessa leið:
„.... Snemma á yfirstandandi ári
var prófessor Varga settur af sem
forseti stofnunarinnar „Heimsö-
kónómí og heimspólitík“ og stofn-
unin jafnframt lögð niður. En
prófessor þessi hefir nú komið
fram aftur, á prenti, í síðasta hefti
tímarits, sem ber nafn þessarar
stofnunar og virðist ekki aðeins
vera ritstjóri þess, heldur túlkar
þar andkapítalískar skoðanir, sem
telja verður skoðanir valdhafanna
í Kreml. Frá því var skýrt í NY
Times hinn 25. janúar að herra
Varga hefði fallið í ónáð fyrir að
halda því fram, að kommúnism-
inn gæti átt efnahagslega sam-
vinnu við kapítalismann. Af fregn
þessari má ráða, að þótt hann
hafi verið.settur nokkuð niður að
metorðum, hafi hann verið tek-
inn í sótt á ný.“ Þannig hljóðar
tilefnið til rosafréttarinnar í
Verkamanninum. Hið bandaríska
blað segir í fyrstu skilmerkilega
fró því, að forséta hagfræðistofn-
unar hafi verið vikið frá og stofn-
unin lögð niður. Síðan birtir það
fregn, sem skýrir hina fyrri fregn.
Prófessor sá, sem í hlut átti, er
kominn fram í dagsljósið á ný,
sem ritstjóri tímarits. Blaðið
bendir á, að staða hans í þjóðfé-
laginu sé nú lægri en áður, en
beri þess þó vott að hann hafi
verið tekinn í sátt. Þessi frásögn,
sem hvergi hefir verið véfengd,
ber öll merki góðrai' frétta-
mennsku. Hins vegar hefir ný-
lega gefist gott tilefni til þess að
benda á auðvirðilega frétta-
mennsku, til viðbótar við „rosa-
frétt“ Verkamannsins.
Viðureign „Þjóðviljans“ við
Arthur Köstler.
FYRIR NOKKRUM dögum
datt þetta kommúnistamálgagn
ofan á „frétt“, sem gaf því tilefni
til langrar frásagnar og síðan
uppistöðu í leiðara. Samkvæmt
upplýsingum blaðsins, hafði
nefnd frá danska stúdentasam-
bandinu, sem rannsakaði sann-
leiksgildi tilvitnana og fullyrð-
inga Köstlers i hinni frægu bók
hans „Yoginn og Kommissarinn“,
komizt að þeirri niðurstöðu, að
40% af ummælunum væru „fals
og lygar“. Og þessar þokkalegu
kenningar eru ívafið í skrifum
afturhaldsblaðanna á íslandi um
Sovétríkin, andvarpaði „Þjóðvilj-
inn“. En þótt þetta kommúnista-
blað hafi þannig tekið munninn
fullan um „falsanir og lygar“
andstæðinga sinna, hefir því láðst
að geta um það, enn sem komið
er, að frásögnin um niðurstöður
hinnar dönsku stúdentanefndar
er helber þvættingur og komm-
únistískur uppsuni, og höfundur
hans hefir verið rekinn úr
danska stúdentasambandinu. —
Einhverjum mundi þykja viðeig-
andi að nefna „sorpblaða-
mennsku“ í þessu sambandi.
„Land og Folk“ „étur“ ekki
„ofan í sig“.
í DÖNSKUM blöðum frá 14.
febrúar sl. má lesa um það,
hvernig kommúnistai' afla sér
fi'étta og um áreiðanleik þeirra.
Þar er greint frá því, að Christian
noklrur Frahm hafi verið rekinn
úr stúdentasambandinu (Stu-
denteforeningen), með yfirgnæf-
andi meirihluta atkvæða, fyrir að
hafa birt upplýsingar í danska
kommúnistablaðinu um störf
Rússlandsnefndar sambandsins.
Frahm þessi hafði sagt blaða-
manni frá „Land og Folk“, að
40% af tilvitnunum Köstlers í
bókinni „Yoginn og Kommissar-
inn“, sem fjallar um Sovét-Rúss-
(Framhald á 5. síðu).
Vatn.
Eggjahvítuefni.
Fita.
Kolvetni
Steinefni.
Vatn er í öllum hlutum líkamans meira eða
minna, því að 2/3 hlutar líkamans eru vatn.
Eggjahvítuefni eru í vöðvunum og á milli þeirra;
ennfremur í nitjunni, garna- og nýrnamörnum og
víðar
Kolvetni eru í blóðinu og lifrinni. Af steinefnum
skal helzt telja kalk og fosfór í beinum, járn, kalí-
umh, natríum og magníum, sem eru í blóðinu.
(S. M.).
í næsta kvennadálki verður rætt um, hvar við
fáum þessi nauðsynlegu efni aðallega og hve mikið
við þurfum að jafnaði af þeim til þess að okkur líði
vel og við getum starfað. — Allar húsmæður ættu
að þekkja nokkuð til þessara mála, því að heilsufar
og heilbrigði heimilismanna eru að nokkru leyti í
þeirra höndum, og það er ekki svo lítill ábyrgðar-
hluti.
TIL UMHUGSUNAR.
Leikir eru sprottnir af hneigð barnsins til þess að
flytja inn á ímyndað svið þær athafnir, sem það
getur ekki framkvæmt í veruleikanum.
Leikirnir þroska barnið og búa það undir störf
fullorðinsáranna með því að fá hinum vaknandi
eðlishvötum hæfilegt viðfangsefni, og með því að
æfa, festa og íullkomna þær athafnir, sem barnið
hefir nýlega lært.
Þróun leikjanna stjórnast meira af innra lögmáli
en ytra umhverfi.
í leikjum kemur gleggst fram munurinn á ein-
staldingseðli barna, persónuleika þeirra, skapgerð
og áhugamálum. Leikurinn er oft bezti fyrirboði
þess, hvað í barninu býr. (S. J. Á.).
ELDHÚSIÐ.
Þorskur í áfum.
1 kg. fiskur. — 100 gr. smjörlíki, brauðmylsna. —
2 harðsoðin egg (þeim má sleppa). — V2 kg. hálf-
soðnar kartöflur. — 14 1- áfir eða súr mjólk. — 2
hrá egg. — Salt og karrý. 3 matsk. rifinn ostur.
Fiskurinn er hreinsaður og skorinn í 1 cm. þykk-
ar sneiðar, sem salti er stráð yfir. Eldfast mót eða
kökumót ei' smurt með smjöri. Þar yfir stráð brauð-
mylsnu. Hálfsoðnu kartöflusneiðunum er raðað í
botninn á mótinu. Þar ofan á er raðað fiskinum, sem
áður er þerraður, þá eggjasneiðunum, séu þæi' not-
aðar, og þar á fisksneiðunum, sem eftir eru.
Tvö hrá egg eru hrærð, þar út í er látið salt,
karrý, áfirnar og rifinn ostur. Hellt yfir mótið. Lát-
ið strax inn í heitan ofn. Bakað við hægan hita í 3
stundarfjórðunga (45 mín). Borðað strax.
Ysu eða annan fisk, rná nota í staðinn fyrir þorsk.
(H. Sig.).
RÁÐ.
Ost skal geyma á köldum stað. Sé skorið af.stór-
um osti, skal smyrja sórið á stykkinu, sem geyma á,
með smjörlíki, og geyma litla bitann milli mála í
deigum smjörpappíi' (eða deigum klút).
★
Munið eftir litlu fuglunum!