Dagur - 10.03.1948, Qupperneq 6
6
DAGUR
Miðvikudagiim 10. marz 1948
I
MAGGIE LANE
Saga eftir Frances Wees
---------------- 21. DAGUR _______________________
(Framhald)
Frú Carver greip höndunum fyrir augun. „Já, eg hefi átt margar
andvökunætur einmitt út af þessu. En huggunin er sú, að hann hat-
ai hana meira en allt annað. Eg get ekki skilið að Geoi’g geti breytzt
veraldar hvort eð er....“
Soffía þagnaði.
og tekið sér hana raunverulega fyrir konu.“
„En þetta er ævintýrakona. Hún setur áreiðanlega gildrur fyrir
hann. Þú getur reitt þig á, að hún ætlar ekki að láta staðar numið
við svo búið. Georg er bara áfangi á framabrautinni í hennar aug-
um. Anthony segir að enginn hafi raunverulega hugmynd um, hvað
hún vill eða hvers vegna hún krafðist þess að flytja hingað inn.
Hann segir að hún sé farin að breyta háttum sínum og klæðaburði,
farin að stæla þig og Díönu. Mér finnst ekkert leyndardómsfullt við
það, hvað hún vill. Og mér hefir flogið í hug, að ef til vill væri það
ekki lakasta aðferðin að lofa henni að fá vilja sínum framgengt.“
„Eg hefi ekki hugmynd um hvað þú ert að fara. Hvað er það, sem
hún vill?“
„Athugaðu málið. Hún hefir lesið bækur. Hana langar til þess að
öðlast auð og völd, geta lifað lúxuslífi, sem þar er lýst. Ef við hefðum
verið uppi fyrir nokkrum öldum, mundi þessi kvenmaður vera vel á
veg komin með að verða hjákona kóngsins, eins og stúlkan þarna í
skáldsögunni, sem nú er hvíslað um. Málið er svona einfalt, Mirabel.
Þetta er sniðug, en frek kvensnift, sem ætlar sér að komast langt
með bragðvísi. Og af siðferðinu fara ekki sögur. Allt til vinnandi að
þoka sér áfram í mannfélagsstiganum. Allt og sumt, sem við þurf-
um að gera, er að gefa henni slíkt tækifaeri. Sérðu það ekki? Ýta
henni upp á við. Hún vill ekki aðeins peninga, heldur líka uppreisn.
Það er ekki hægt að skýra það öðruvísi; að hún skyldi endilega vilja
flytja hingað inn í húsið, gegn vilja ykkar allra. Þótt hún-gæti' féngið
pehinga, gæfi það henni ekki sömu ánægjuna og samá stoítið ög'það,
að búa undir sama þaki og Carverfjölskyldan. Og svo ætlar hún ’að
tileinka sér ykkar lifnaðarhætti, klæðaburð og siði. Er hún ekki
þegar byrjuð að stæla ykkar?“
Frú Carver horfði aðdáunaraugum á hana. „Þetta er skarplega
athugað hjá þér, Soffía, auðvitað er það þetta, sem hún er að gera.“
,,Já, og hvers vegna skyldum við ekki létta henni starfið?“ ‘spurði
Soffía, ísmeygilega.
„Eg hefi enga löngun til þess að vera henni hjálpleg í neinu.“
„Það er misskilningur hjá þér. Því fyrr sem hún fær vilja sínum
að þessu leyti framgengt, því fyrr verður hún tilleiðanleg til þess að
fara héðan. Það má vel vera, að hjún fáist ekki til þess að taka skref-
ið aftur á bak, en strax og hún hefir lært það hér, sem hún ætlar
sér, er í lófa lagið fyrir hana að komast í tæri við einhvern, sem
stendur henni ofar í mannfélagsstiganum, t. d. einhvern eldri mann,
sem á gnægð peninga."
„Já, en eg get ekki fengið mig til þess að aðstoða hana. Eg vil að-
eins að hún fari héðan sem fyrst.“
Þingi Ungmenna-
sambands Eyja-
fjarðar nýlokið
27. þingi ^Ungmennasambands
Eyjafjarðar var haldið að Dalvík
dagana 21. og 22. febr. Forseti
þingsins var Helgi Símonarson.
Mættir voru fulltrúar frá 13 sam-
bandsfélögum, en alls eru í sam-
bandinu 15 félög. Meðal annarra
samþykkta þingsins, sem ekki
koma við starfsemi Sambandsins,
voru þessar helztar:
1. Sambandsþing UMSE, haldið
að Dalvík ,dagana 21. og 22. febr.
1948, mótmælir harðlega ölfrum-
varpi því, sem nú liggur fyrir Al-
þingi og skorar eindregið á al-
þingismenn að fella það.
2. Þingið samþykkir áskorun til
dómsmálaráðuneytisins, um að
veita félögum til sveita undan-
þágu frá löggjöf um takmörkun á
skemmtanatíma.
Stjórn Sambandsins skipa nú:
Björn Daníelsson, Dalvík, Sam-
bandsstjóri.
Vilhelm Þórarinsson, Dalvík,
gjaldkeri.
Sigurjón Jóhannsson, Hlíð, rit-
ari.
Að þinglokum var sameiginleg
kaffidrykkja í boði Ungmennafé-
lagsins á Dalvík, sem er fjöl-
mennasta félagið á Sambands-
svæðinu. Að henni lokinni var
kvikmyndasýning, og.að öndingu
var stiginn dans til kl. 1.
r
Islenzkt
Hrökkbrauð
Kaupfél. Eyfirðinga
Nýlencluvörudeild og útibú
Góður guitar
til sölu.
Afgr. vísar á.
AUGLÝSING
„Eg er ekki að segja, að við eigum að gera meira fyrir hana en
góðu hófi gegnir. Stúlkan heldur sjálfsagt, að hún geti lært nóg af
ykkur Díönu með tíð og tímal Eg er viss um að heppilegast væri
fyrir alla aðila að hún fengi tækifæri til þess að læra á sem skjótast-
an hátt. Það er hægt með því að segja hnni, að ekki verði komizt
hjá því, að hún láti sjá sig á mannamótum með fjölskyldunni og hún
verði að taka tilsögn þess vegna.“
„En.... ef það er þetta, sem hún girnist....“
„Það er þetta, sem hún heldur að hún girnist,“ leiðrétti Soffía.
„En hún mun þreytast á því, eða hún kemst að þeirri niðurstöðu eft-
ir nokkurn tíma, að hún hafi lært nóg. Þá verður hún tilleiðanleg að
fara fyrir sómasamlega borgun. Þið verðið að láta henni skiljast, að
hún verður að taxa tilsögn fljótt og vel, það sé nauðsynlegt vegna
þess að hún sé kona Georgs. Og sé vel haldið á málinu verður hún
búin að fá nóg, áður en kennslutímabilið er hálfnað. En þá verður
nógu langt komið til þess að hægt sé að sýna hána á mannfundum,
og þá fellur allur söguburðurinn um heimilishagi hér, niður af sjálfu
sér. Og ef hún er eins lagleg og þið segið, og ef hægt er að kenna
henni virðulega framkomu, getur vel verið að ekki verði tekið eins
hart á ráðabreytni Georgs út í frá og nú er gert.“
„Er hún í rauninni fögur, Mirabeþ eða hefir hún vara aðdráttar-
afl fyrir karlmenn?"
Frú Carver horfði á Soffíu og var hugsi, en svaraði ekki spurn-
ingunni. Loks gekk hún að stofubjöllunni og hringdi Price birtist
von bráðar. „Gjörið svo vel að segja konu sonar míns að mig langi
til að finna hana hér í setustofunni, og að hún drekki glas af Sherry
með mér og gesti okkar hér.“
þ (Framhald).
Vil selja lítinn og léttan
árabát. Sömuleiðis viðtccki, 4
lampa, aðeins 8 mán. gamalt.
Jónatan Árnason,
Flatey, Skjálfanda.
Til sölu
yfirbyggð Dodge, 8 manna
herbifreið, tveggja drifa, í
í góðu ásigkomulagi, með
stærri bensínskammtinum.
Upplýsingar gefur
Þórhallur Jónasson,
Hafnarstrætí 33, Akureyri.
Skemmtisamkomu
heldur U. M. F. „Framtíð",
að Hrafnagili, sunnudaginn
14. þ. m., liefst kl. 9 e. h. —
Sýndur verður sjónleikur-
inn ,,Á ferð og flugi“, gam-
anleikur í þrem þáttum.
Síðan verður stiginn dans.
Veitingar á staðnum.
BENNI er enn á lífi!
3
Ný Bennabók, ,
Benni í Suðurhöfum, ý§i
er komin í
bókaverzlanir.
immmmmmmmmmmimmim
iiimmmmmmmmmmmmmmmmmmiim
mmmmmmmmmmmmmmmmi
immmmmmmiii
immmmmmmmmii"*
Vefnaðarnámskeið - Prjónavélanámskeið |
t
Tóvinnuskólinn á Svalbarði við Eyjafjörð hefur í |
hyggju að efna til námskeiðs í vefnaði og meðferð \
prjónavéla að skólanum loknurn um sumarmál í vor. |
(Framhaldsnám). i
Upplýsingar í síma 488, Akureyri. I
■i<iiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiimiimimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiimimiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii)iiiii»
GÚMMÍ, ofan á stígvél
Skóbúð KEA
mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmii*
| Jörðin BESSAHLÖÐ í Öxnadal |
i er til sölu; hentug til sumarbústaðar. — Silungsveiði 1
I ágæt. — Semja ber við undirritaðan. i
| Friðjón Rósantsson, §
\ Gloppu, Öxnadal. |
•iMiiimiMimmmmmmmmmmmmiiimiiiiiimiimimmmmmmmmmmiiiiiiiiiiimmiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiia
n»
■iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimimiiiiiiiiiiiiimimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimmimim :
Tilkynning
frá skömmtunarskrifstofu ríkisins
Að gefnu tilefni vill skömmtunarskrifstofa ríkisins |
{ vekja athygli iðnrekenda og verzlana á því, að óheimilt |
i er að selja nema samkvæmt einingarkerfinu þær ís- |
i lenzkar iðnaðarvörur, er um ræðir í auglýsingu skömmt- i
i unarstjóra nr. 1/1948, og að fenginni skriflegri heimild i
| skömmtunarstjóra, enda séu slíkar vörur greinilega i
i merktar með orðunum: „íslenzkur iðnaður".
Eftir 5. marz n. k. verða þeir, sem brjóta þessi ákvæði, i
i látnir sæta ábyrgð samkvæmt lögum og reglugerð. i
1 Reykjavík, 28. febr. 1948.
| Skömmtunarstjóri ríkisins. i
Íiimiimmmmmi.mmmi..mmmmmmmmmmmmmmimi.....mmmmmmi....mmmmmii-
HOTEL AKUREYRI
Hatnarstræti 98. — Sími 271.