Dagur - 01.04.1948, Blaðsíða 2

Dagur - 01.04.1948, Blaðsíða 2
2 DAGUR Fimmtudaginn 1. apríl 1948. Misheppnuð vörn blaða Sjálfsfæðisflokksins / Á þessum tímum deila blöS Sjálfstæðisflokksins hart á komm únista fyrir það að verja í líf og blóð allar gerðir valdhafa Rússa í heimalandinu og leppríkjum þeirra, hversu fráleitar sem þær eru og fjarlægar öllum lýðræðis- reglum, nú síðast valdarán komm únista í Tékkoslóvakíu. Þessi harða ádeila Sjálfstæðis- folkksblaðanna á hendur komm- únista fyrir þýlyndi gagnvart Rússum er í alla staði réttlát og sjálfsögð, enda ei’u allir þrír lýð- ræðisflokkarnir íslenzku sam- mála um að fordæma það og fyr- irlíta. Vörn kommúnista fyrir útþennsluathöfnum Rússa, hand- tökunum í Tékkóslóvakíu, kúg- un Rússa gegn smáþjóðunum 'í þeim löndum, er þeir ná yfirráð- um í, þar sem hugsanafrelsi er afnumið, er svo misheppnuð í augum allra heilskyggnra manna, að í flestum löndum hrynur nú fylgi af kommúnistaflokknum. En eitt er athugavert í fari Sjálfstæðisflokksblaðanna í þessu sambandi. Þau gera sig sek um svipað athæfi, sem þau álasa kommúnistum fyrir. Þau leggja mjög hart að sér með að verja allar gerðir dýrtíðarstjórnar Ol. Thors, sem í sjálfu sér eru ó- verjandi. Framsóknarmenn hafa deilt og deila enn á dýrtíðarstefnu fyrrverandi stjórnar. Blöð Sjálf- stæðisflokksins hafa haldið og halda enn uppi vöin fyrir hana af öllum mætti. Málfærsla þeirra er jafnan á þá leið, að öll ádeila Framsóknarblaðanna sé aðeins „misheppnaður skáldskapur“, blekkingar", „óhróður um Ólaf Thors“ og „rógur“ um Sjálfstæð- isflokkinn. Allt þetta getur að líta í málgagni Sjálfstæðismann hér á Akureyri. Framsóknarflokkurinn var í stjórnarandstöðu í valdatíð Ólafs Thors og kommúnista út af ágrein ingi í dýrtíðarmálunum. Það hef- ur Morgunblaðið viðurkennt. Framsóknarmenn vildu vinna á móti dýrtíðinni Ólafur Thors, hans flokkur og kommúnistar með henni. Framsóknarmenn töldu dýrtíðina skaðlega gegn .allri framfaraviðleitni, sem stjórn arliðar kölluðu þá „nýsköpun". Ólafur Thors, hans fylgismenn og kommúnistar, héldu því fram, að hún -yrði þjóðinni til blessunar, af því hún dreifði stríðsgróðan- um milli landsmanna. Um þetta stóðu deilurnar milli stjórnar- sinna og' stjórnarandstöðu. í ölum ádeilum sínum á dýrtíð- arstefnu fyrrv. stjórnar hafa Framsóknarmenn leitt eitt vitni málstað sínum til stuðnings. Þetta vitni er sjálfur dýrtíðar- kóngurinn í tíð fyrrv. stjórnar, Ólafur Thors. Vegna sífelldra brigzlyrða Sjálfstæðisblaðanna, þar á meðal „íslendings", um róg burð Framsóknarmanna í garð Ólafs Thors í sambandi við dýr- tíðarmálin, skulu einu sinni enn rifjuð upp ummæli þessa manns um mál þessi: 1 ræðu, sem Ó. Th. hélt á Al- þingi 24. okt. 1941, segir hann m. a.: „Bölvun sú, er blasir við, ef dýrtíðin leikur lausum hala, er því þeim ínun geigvænlegri, sem boginn verður hærra spenntur... Baráttan gegn dýrtíðinni er því nauðsyn alþjóðar, og kallar á allra drengskap.“ Framsóknarmenn brugðust ekki þessu kalli, en hvað gerði Ó. Th? í marz 1942 sagði Ólafur Thors í þingræðu: „En sá, sem berst fyrir dýr- tíðinni, er ekki aðeins fjandmað- ur sparifjáreigenda, gamalmenna, ekkna, og munaðarleysingja og annarra, er afkomuvonir hafa byggt á peningaeign eða peninga- kröfum. Nei, hann er einnig böð- ull framleiðenda og launamanna og raunar alþjóðar.“ Hér er aðeins vitnað í örlítið af ummælum Ólafs Thors, þar sem hann ræðir um skaðsemi dýrtíðarinnar og alla þá ægi- legu bölvun, er hún muni leiða af sér, verði ekki hafin öflug bar- átta gegn henni. Af nógu er þar að taka, þar sem hann kveður hart og fast að orði um hættuna af dýrtíðinni og eggjar menn lög- eggjan að berjast djarft á móti henni, því ella sé farsæld alþjóð- ar í voða. En hann veit, að kommúnistar eru annars sinnis, þess vegna heilsar hann upp á þá á Alþingi í marz 1942 með þessum orðum: „Eg liefi cngu svarað komm- únistum. Eg veit, að Alþýðu- flokkurinn hefur löngun til að láta gott af sér leiða, hinir illt, og slíka þjóna erlends kúgun- arvalds vil eg ekki láta njóta andsvars.“ Nokkru síðar tók Ólafur Thors þessa, að hans dómi, illviljuðu „þjóna erlends kúgunarvalds“ í stjórn með sér, og var því ekki von að vel færi. Það er næsta broslegt hvað blöð Sjálfstæðisflokksins þola það illa, að minnst sé á ummæli Ólafs Thors um skaðsemi dýr- tíðarinnar, áður en hann batt stjórnmálavináttu sína við komm únista haustið 1944. í hvert skipti, sem vitnað er til orða hans um þessi efni, stökkva þau upp á nef sitt og hrópa: „Blekkingar, blekk ingar! rógur, rógur!“ Mönnum verður að spyrja: Er það blekk- ing og rógur að taka upp orðrétt ummæli Ólafs Thors úr Al- þingistíðindum eða Morgunblað- inu, til þess að sýna og sanna, hvaða skoðun hann hafði á á- kveðnu máli á ákveðnum tíma? Þeir, sem viðhafa slíka máls- meðferð, hljóta að vera að verja illan málstað. Ekkert sannar bet- ur en þetta, að Sjálfstæðisblöðin eru vitandi'vits að verja rangan málstað eins og kommúnistar gera, þegar þau eru að verja mál- stað Ólafs Thors og Sjálfstæðis- flokksins í dýrtíðarmálunum á stjórnartímabili fyrrv. stjórnar. Vörn þeirra er því vægast sagt mjög misheppnuð. Það mætti nú ætla, að blöð Sjálfstæðisflokksins væru varkár í dómum sínum um fyrrv. and- stæðinga sína, úr því að þau telja það blekkingar og rógburð að vitna til orða Ólafs Thors. En sannarlega hafa þau ástæðu til að stinga hendinni í eigin barm í þeim efnum. „Nýsköpunar“-stjórnin og flokk hennar ákváðu að verja 300 milj. kr. til kaupa á atvinnutækj- um til lands og sjávar Fram- sóknarmenn lögðu til, að þessi upphæð væri hækkuð í 450 millj. kr., en sú tillaga var kolfelld. Nú er það kunnugt, að blöð Sj álfstæðisflokksins margstagast á því, að Framsóknarflokkurinn hafi verið á móti allri nýsköpun atvinnuveganna, vitandi þó að hann gekk mikið lengra en stjórn arflokkarnir um fjárframlög til nýsköpunarinnar. Hvað er þetta annað en blekkingar og rógur og bíræfið málefnafals? Þessi af- staða Framsóknarmanna til ný- sköpunarinnar hefir oft verið skýrð í blöðum þeirra, í útvarps- umræðum og víðar. Þrátt fyrir það halda málgögn Sjálfstæðis- manna áfram að hamra á þeirri lygi, að Framsóknarmenn hafi fjandskapast við kaup á togur- um og landbúnaðarvélum. En Framsóknarmenn vildu ekki láta hér staðar numið. Þeir vildu, að allir stjórnmálaflokk- arnir sameinuðust í baráttu gegn vaxandi dýrtíð, svo að hin nýju atvinnutæki kæmu að fullu gagni. En þai’ var nú komið við kaunin. Þar skildu leiðir. Ólafur Thors myndaði sína dýrtíðai’stjórn, sem skildi við atvinnuvegi lands- manna í því ástandi, að þeim lá við stöðvun. Það urðu efndirnar á hinum glæsilegp loforðum um nýsköpun atvinnuveganna, sem boðuð hafði verið með látlaus- um áróðri og endalausu skrumi alla stjórnartíð Ólafs Thors og kómmúnista. Og nú streita lýð- ræðisflokarnir þrír við að bjarga hinu veltandi flaki úr brimgarði dýrtíðarinnar. ALLiR EITT DANSLEIKUR í Sam- komuliúsinu föstudág 2. apríl Dansað frá kl. 9—1. Hljómsveit Óskars Ósberg leik ur. Ath. Ekki verður hægt að selja lausa miða að jjess- um dansleik. STJÓRNIN. Tgpað Tapazt hefiu’ karlmanns- ar.mbandsúr, (Midó) með stálbandi. Skilist gegn íund- arlaunum til Páls Kristjáns- sonar. Munkaþver.írstr. 15. íbúðarhúsið ÞRÚÐVANGUR við Vesturgötu er til sölu, ef um semst. Arnaldur Guttormsson. Sími 542. Merk, brezk bók um alþjóðastjórnmál. Það var áberandi þegar bóka- flóðið var mest hér og þýddar bækur um hin margvíslegustu efni komu vikulega á markaðinn, hversu sárfáar af þeim bókum fjölluðu um stjórnmál og þjóð- félagsmál. Segja má með sanni, að mjög fátt sé um bækur á ís- lenzka tungu um hin miklu vandamál alþjóðasamskiptanna nú hin síðari ár, stefnur þær og strauma, sem hæst bera með þjóðunum. Það er áreiðanlega skaði, hversu litil rækt hefur verið lögð við að birta íslend- ingum rit erlendra fræðimanna um stjórnmál. Almenningur hér á landi hefur naumast annað tækifæri til þess að fylgjast með því, sem er að gerazt á erlend- um vettvangi, en hinar daglegu fréttir útvarps og blaða og þýddar stjórnmálagreinar í blöðum og tímaritum, misjafnlega fróðlegar og uppbyggilegar. Og nú er að mestu horfin þau tækifæri, sem áður voru, að afla sér slíkra bóka erlendis frá. Ekki af því hörgull sé á þeim meðal vestrænna menn ingarþjóða, Aldrei hefur verið meira ritað um stjórnmál og fé- lagsmál en einmitt nú hin síð- ustu ár En gjaldeyrisvandræðin hér heima hafa nú um sinn lokað kynnum af erlendum bókmennt- um fyrir þorra manna, þjóðinni til tjóns. En þótt menn geti fylgst sæmilega með því, sem er að gerast úti í heiminum af dagleg- um fréttum, skortir leiðbeiningar til þess að kryfja fréttirnar til mergjar, skilja orsakirnar til á- rekstra þjóðanna, og skilgrein- ingu á þeim stefnum, sem mestan svip setja á alþjóðasamskiptin. Þessu hlutverki gegna fjölmarg- ar athyglisvei’ðar bækur, sem nú er að finna á erlendum bókamark aði. Eg vil hér vekja athygli á einni, sem mér barst í nýlegum bókapakka frá British Council. Þessi bók er eftir brezka rithöf- undinn Sir Norman Angell og heitir „The Steep Places“ (Ham- ish Hamilton London, 207 bls. og kostar 8 s. 6-d.) Sir Norman Ang- ell er kunnur fyrir ritvei’k sín um þjóðfélagsmál. Frægasta rit hans kom út skömmu eftir fyrra heimsstríðið og heitir „The Great Illusion“. Fyrir þá bók hlaut hann friðarverðlaun Nobels á sínum tíma. Hið nýja rit er merkileg og frábærlega glöggskyggn athugun á þeim stjórnmálalegu vanda- málum, sem hæst ber í veröld- inni nú. Þar er að finna mark- verð umhugsunarefni fyrir hvern þann, sem vill fylgjast með heims stjórnmálunum. Þessi bók gæti heitið „Fyrir þvergnípið“’ í ís- lenzkri þýðingu, því að nafn henn ar er tekið úr Mattheusarguð- spjalli: „En illu andarnir.fóru í hjörðina og sjá, öll hjörðin steyptist fyrir þvergnípið í vatn- ið pg týndist í vatninu..“ Illu andarnir eru á meðal okkar og jeir hafa þegar komið hreyfingu á hjörðina í átt til þvergnípisins, að áliti þesa brezka hugsuðar. Þeir eru þjóðernisbelgingur, öfg- ar stjórnmálaflokka og fljótfærn- islegar aðgerðir, — stundum sprottnar af ótta — sem færa okk ur sífellt nær ófriði og eyðingu. Höfundurinn leggur til atlögu við þessa illu anda, ekki með bæna- lestri eða handauppi’éttingum, því að þeir eiga bústað í huga manna frekar en í hjarta, heldur með snjöllum röksemdum og skýringum. —o— Meginkjarni bókarinnar er, að við getum ekki bjargað veröld- inni og' haldið friði með þjóðun- um nema að við skiljum sjálfa okkur. Örlög vestrænu lýðræð- isríkjanna verða ekki lesin af neinum lögmálum menningar- legrar framfarar eða hnignunar eða ráðin af stefnu tæknilegrar eða efnahagslegrar þróunar. Höf- undinum er ljós hin mikla hætta, sem stafar af útþennslu- og yfir- gangsstefnu Sovét-Rússlands, en hann heldur því fram, að vest- rænar þjóðir verði að gerazt harðar og agasamar við sjálfar sig áður en þær gerazt það við Rússa. Þær verða að vita hvað þær vilja og hvað uppfylling óskanna kost- ar. Slík sjálfsþekking er ómögu- leg nema við getum hrakið burtu hina illu anda kennisetninganna, sem hafa tekið sér bólfestu í hug- um manna, og eru vel á veg komnir að steypa þjóðunum fram af þvergnípinu. Ef vestrænu þjóðirnar greiða þokuna frá augum sér og læra af mistökum fortíðarinnar, telur Sir Norman að auðnast muni að koma á friðsamlegri sambúð við Rússland og forðast þriðja heims- stríðið. Sovét-Rússland stendur nú á sama þrepi og Þýzkaland var á árið 1936. Hann er þess full- viss, að stjórnarherrarnir í Kreml séu svo miklir raunsæismenn að þeir geti dregið réttar ályktanir af ástandinu. Fyrst Stalin gat náð samningum við Hitler, hvers vegna getur hann þá ekki gengið til samninga við Vesturveldin, strax og honum er Ijóst, að jafn- vel þótt þau hafi ekki árásarfyr- irætlanir í huga gagnvart honum, þá eru þau staðráðin í að berjast til þess að verja sig gegn rúss- neskri ásælni? Höfundur segir svo: Ef vestrænu þjóðirnar taka þá stefnu að hörfa sífellt undan hinu rússneska valdi, þá verða þær líka að gera sér ljóst, að hvaða marki sú stefna leiðir og það án þess að líta fram á veginn í gegnum rósrauð gler- augu. Að öðrum kosti mun sag- Framhald á 4. síðu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.