Dagur - 01.04.1948, Blaðsíða 4

Dagur - 01.04.1948, Blaðsíða 4
4 DAGUR Fimmtudaginn 1. apríl 1948. ÐAGUR Ritstjóri: Ilaukur Snorrason. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Marínó H. Pclursson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi Argangurinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi er 1. júlí ý Prentverk Odds Björnssonar h.f. Akureyri í Stóru máliu gleymdust Eitthvert sunnanblaðanna hafði orð á því á dög- unum, að útvarpsumræðurnar frá Alþingi fyrir páskana mundi lengi í minnum hafðar. í þessum ummælum felst mikið ofmat á þeim stjórnmála- foringjum, sem létu ljós sitt skína við þessar um- ræður, og vanmat á íslenzkum kjósendum. Sann- leikurinn mun vera sá, að þessar útvarpsumræður munu gleymast flestum fljótt. Þegar sleppt er uppgjörinu við kommúnista — sem var hreinna og beinna nú en nokkru sinni fyrr — voru þessar umræður um of bundnar persónulegum ásökun- um, gamálkunnu þrasi flokksforingjanna og upp- rifjun gamalla synda, til þess að geymast lengi í minni landsmanna. Þær báru sorglegan vott um fátæktina í íslenzkri stjórnmálabaráttu. Þessi leik- sýning í útvarpinu var alls ekki ný. Það var end- urvakning á gömlu „stykki“ er eitt sinn þótti gott, en er nú úr sér gengið. Menn hafa áður heyrt Ein- ar Olgeirsson í hlutverki spámannsins, sem vill frelsa „þjóð sína“. Gerfi hinna stjórnmálaforingj- anna er líka gamalkunnugt. Þar ber mest á þrasi í innsta hring ráðamanna í höfuðstaðnum. En það, sem nýtt hefði verið og líklegt til þess að geymast lengi með þjóðinni, var hulið að tjaldabaki. Þar má til nefna stjórnarskrá lýðveldisins, sem tvær stjórn ir hafa nú lofað að vinna að, en hvorug staðið við. Sterkar stoðir renna undir þá skoðun, að ó- farnaður sá, sem ríkt hefur í stjórnmálum lands- manna á undanförnum árum, eigi að verulegu leyti rót sína að rekja til ófullnægjandi stjórn- lagaákvæða og úreltrar stjórnarskrár. En þetta stóra mál var ekki á dagskrá í almennum umræð- um um stjórnmál landsins. Annað stórmál var hulið á hak við tjöldin. Það er hin mikla röskun, sem orðin er á jafnvæginu milli landsbyggðarinnar og höfuðstaðarins. Lands- menn sannfærast nú æ betur um það, að hér verð- ur ekki hafin allsherjar endurreisn á sviði at- vinnu- og efnahagsmála, nema til komi gagngerð skipulagsbreyting á stjórn ríkisins og skiptingu fjármagnsins. Það verður ekki haldið áfram óend- anlega á þeirri braut, að flytja fólkið og fjármagnið suður að Faxaflóa, nema það hafi alvarleg tíðindi í för með sér. Embættismannavaldið í höfuðstaðn- um leggst með sívaxandi þunga á sjálfsbjargar- viðleitni manna úti á landi, tækifæri byggðar- laga til þess að skapa viðundandi lífskjör fyrir íbúa sína og áframhaldandi sókn til menningar fara þverrandi með minnkandi sjálfsstjórn og á- hrifum á gang eigin mála. En þessum málum voru ekki gerð nein skil í útvarpsumræðunum. Þar með glötuðu stjói-nmálaflokkarnir tækifæri til þess að láta þetta stjórnmálauppgjör úr sölum Alþingis verða annað og meira en lesturinn, sem landsmenn hafa hlýtt á, af minnkandi áhuga, nú um langt árabil. Það mun sannast mála, að meðan þessi stóru mál eru óleyst, og engin veruleg viðleitni sjáan- leg til þess að leysa þau, fyrir forgöngu núverandi Alþingis, finnst æði mörgum stjórnmálaþvargið þar — eins og það birtist í útvarpsumræðunum — vera að verulegu leyti utan og ofan við hin mestu úrlausnarefni þjóðfélagsins, að með þessum hætti sé leitað langt yfir skammt og tækifærum til þess að leiða þjóðina til raunhæfra, lýðræðislegrar uppbyggingar af samheldni og trú á góðan mál- stað, séu ekki notuð. Meðan þessu fer fram, verða stjórnmálafor- ingjarnir, sem töluðu í útvarps- umræðunum á dögunum, að sætta sig við að orð þeirra gleym- ist fljótt, áhugi fyrir þessu þvargi fari minnkandi og menn í öllum flokkunum brjóti heilann um það, hvernig lyfta eigi íslenzkum stjórnmálum upp fyrir hring nokkurra valdamanna í höfuð- staðnum og meting þeirra, og sameina alla lýðræðisfylgjendur gegn einræðisflokkum, með raun- hæfri upbyggingu um land allt. Utvarpsumræðurnar hafa orð- ið til þess helzt, að leggja áherzlu á nauðsyn þess. Getið skal þess, sem gert er. Eg hefi stundum gerzt allhvass yrtur um stjórn bæjarins og seina ganginn, sem mér virðist vera á ýmsum bæjarframkvæmdum. Ekki ætla eg að afturkalla neitt af því, sem eg hefi áður um þau mál sagt, en vil þá einnig geta þess, þegar mér þykir bæjaryf- irvöldin vera viðbragðsfljót að taka ábendingar til greina. Svo er t. d. um fráfall hestshússins á Kaupvangstorgi Eg drap á nauð- syn þess á dögunum, að ganga frá því verki, sem hafið var þar, og eigi leið á löngu áður en hafizt var handa á lóðinni og er nú mik- ill munur að líta á grunninn. En væri ekki ráð að laga ofurlítið austurhlið hússins, sem eftir stendur? Ekki mundi saka, þótt hún væri máluð. Eins og hún nú er, er hún ljótari en orð fá lýst. Og svo eru það holurnar í göt- unum. Eg get ekki betur séð en að mestallt það svæði, sem malbikað var hér á árum áður, sé að grotna niður og verða ónýtt. Það er alls- endis ófullnægjandi að bera fok- sandinn í holurnar. Það sannar reynslan á syðri mótum Hafnar- strætis og Kaupvangstorgs. Upp- fylling sú dugði í tvo daga, en ekki stundinni lengur. Og nú eru holurnar eins stórar og Ijótar og þær áður voru. Lítill ávöxtur hefur því orðið af fé því og fyrir- höfn, sem til þess fór að gera þessa bráðabirgðalagfæringu. Og svo mun því miður vera um fleiri slíkar lagfæringai'. Fé og fyrir- höfn fýkui' með vindirtum út í buskan svo að ekkert sést eftir. Einhver ráð hljóta vei'kfræð- ingar bæjarins að geta fundið til þess að fé það, sem árlega er var- ið til gatnaviðhalds, komi að meiri notum en þessi fram- kvæmd. Þeir ætluðu „að laumast burt“ frá frelsinu! Kommúnistai' eru stundum svo áfjáðir að birta fréttir frá hinum einu og sönnu heimildum austan járntjaldsins, að þeir gæta sín ekki og gera sjálfa sig að at- hlægi. Þannig fór fyrir „Þjóð- viljanum" á dögunum, þegar að hann fræddi lesendur sína á því, samkvæmt heimildum „að austan“, að tveir fyrrverandi ráð- herrar í stjórn Tékkóslóvakíu hefðu verið handteknir á flug- velli nokkrum, þar sem þeir hefðu ætlað að „laumast úr landi“ Þannig er það í landi „frelsisins og alþýðunnar“, að menn fá ekki frjálsir ferða sinna að fara úr landi. Það er glæpur, sem kostar tugthús. Þar með er frelsið kom- ið á sama stigi í þessu nýja landi „lýðræðisins“ og í Rússlandi. Þar er það líka glæpur að ferðast úr landi. Slíkt geta almennir borg- arar ekki. Þeir mega auk heldur ekki ganga í hjónaband með annarra þjóða fólki, énda þótt hvítt sé. Þar skákar þetta mikla „lýðræðisríki” alveg frásögnum Þjóðviljans af ófrelsinu í Banda- ríkjunum, þar sem blaðið segir að hvítar stúlkur megi ekki ganga að eiga svarta menn. 1 Rússlandi mega rússneskar stúlkur ekki ganga að eiga nokkurn mann, sem ekki er Rússi! — Frá erlendum bókamarkaði Framhald af 2. síðu an frá fyrirstríðsárunum síð- ustu endurtaka sig: Þær láta undan fjandsamlegu stjórnar- kei'fi vegna þess að þær telja sér trú um að stjórnarkerfi þetta sé e. t. v. ekki eins slæmt og af er látið. En þegar það er vel á veg komið til heimsyfir- ráða, þá rennur upp fyrir þeim, að það er miklu verra en þær álitu áður og þá er ákveðið að verjast. En þegar hér er kom- ið hefur árásarstefnan fengið svo mikinn byr undir vængi að hún verður ekki stöðvuð í skyndingu. Hægt hefði verið að stöðva árásarmennina fyrr ef þeim hefði verið gert full- ljóst að þeir mundu mæta harðsnúinni andspyrnu. Stefna sem ráðin er snemma, getur forðað stríði, þótt hún megni ekki að gera það, ef hún er upptekin á síðasta augnabliki. Ályktun Sir Normans er, að vestrænu þjóðirnar þurfi að taka upp nánara og traustara sam- band sín í milli. Það væri freistandi að rekja fleiri kafla þessarar merku bók- ar, t. d. þar sem höfundur ræðir um sósíalisma og kapitalisma og bendir á að hvorugt hagkerfið sé takmark í sjálfu sér heldur mis- munandi leiðir að takmarki. Saga síðustu áratugana ber það með sér, segir hann, að hvert skref, sem tekið he/ur verið í vestrænu lýðræðisríkjunum til þess að vernda menningarlegt og stjórn- málalegt frelsi, hefur haft í för með sér bein eða óbein afskipti ríkisvaldsins. Aðalverkefnið er þá að viðhalda lýðræði ríkisins og vernda og útfæra hið pólitíska frelsi að því marki, að innan þess verði öll vandamál leyst, efna- hagsleg eigi síður en stjórnmála- leg. En rúmið leyfir ekki lengri frásögn af þessari bók. Hér er um merkilegt rit að ræða og athygl- isverð umhugsunarefni fyrir alla frjálsa menn. Mikill fengur væri að þessu verki í góðri íslenzkri þýðingu. A. Girðinganet - Sá, sem getur útvegað mér ca. 60 metra af girðinganeti (smáriðnu), gengur fyrir um kaup á ca. 57 metrum af gólfdúk. Guðmundur Guðmundsson. Sími 263 og 592. Sunnan-stúlkiirnar • komu — sáu og sigruðu Á hinu nýafstaðna landsmóti skíðamanna voru það sunnan stúlkurnar, sem fóru með flest sig- urverðlaunin og það var sunnan stúlka, sem hlaut titilinn íslandsmeistari kvenna 1948, fyíir beztan árangur í svigi og bruni. Hún heitir Inga Árnadóttir (í. B. R.) frá Rvík, og þegai’ ég í bítið moi'guninn eftir landsmótið ætl- aði að ná tali af henni, var hún, ásamt félögum sín- um að sunnan, lögð af stað landleiðis suður fjöll. — Það má því með sanni segja: Þær komu — sáu — sigruðu — og fóru. En það var annars myndarlegt af Reykvíking- um að senda svo stóran hóp ágætra skíðakvenna á landsmótið, og þeir sem þekkja til hinna erfiðu skil- yrða til þess að stunda skíðaæfingar í Rvík, hljóta að dáðst að árangri þessara sunnlezku skíðameyja. Við þökkum þeim fyrir komuna og vonum að þeim hafi fundizt snjórinn okkar engu lakari en sunnlenzki snjórinn, þótt óvanalega lítið væri af honum þessa dagana. Fyrrverandi Islandsmeistari varð nr. 2 í svigi. Af norðanstúlkum voru nokkrar sem stóðu sig ágætlega og er þar fyrst að nefna frk. Aða,lheiði Rögnvaldsdóttur frá Siglufirði. Eg hitti Aðalheiði sem snöggvast,, áður, en hún hélt heimleiðis og svaraði hún greiðlega gpurning- -um mínum: ....... „Eg er úr Skíðafélagi Siglufjarðar, en það pru 2 skíðafélög heima, það og Skíðaborg. Við Siglufjarðarstúlkurnar vol'um aðeins 3 á landsmótinu, og hefir eflaust ýmsum þótt það lélegt úr okkar mikla skíðabæ. En það eru þó fjölmargar stúlþyr .pepr, stunda skíðaíþróttina, en þær eru bara svo ragar við að keppa. —• Þetta er slæmt fyrir okkur hinar, því að þær sem eru í lægri flokkunum, fá ekki tækifærj til að færast upp, nema 6 keppi ý fkjkknum. En það hefir verið lítill snjór á Siglufirði í vetur aldrei þesu vant, og æfingar því með minna móti.“ Varst þú ekki tslandsmeistari í fyrra?. „Jú, eg varð íslandsmeistari bæði í þruni og svigi í fyrra á landsmótinu, sem þá var haldið fyrir sunnan. — Eg hefi raunar verið á skíðum frá því eg var smátelpa og það er mín eftirlætisíþrótt og sú eina, sem eg stunda að nokkru ráði“ Hvernig voru viðtökurnar hér og áðbúnaðurinn? „Það var allt saman prýðilegt. Við höfðum kort sem veittu okkur far með bifreiðum úr bænum upp eftir og aðgang að skíðaskálunum. Þar var notalegt að koma, nema daginn sem stökkin fóru fram var þar svo mikill mannfjöldi, að þrengsli urðu geysi- leg.“ Og svo skemmtuð þið ykkur á kvöldin? „Já, það vöru kvöldvökur haldnar og ýmsar á- nægjustundir áttum við þar að auki, og að lokum hóf að Hótel Norðurlandi þar sem verðlaun voru afhent. — En eitt þótti mér skrítið, og það var að Inga, íslandsmeistai-inn, skyldi ekki fá neinn bik- ar. — íslandsmeistari karla fékk bikar, og í fyrra fékk eg tvo bæði fyrir brun og svig, og mér finnst Inga hafi átt skilið bikar núna.‘ Eg er Aðalheiði sammála um það, að Inga hafi átt að fá bikar engu síður en íslandsmeistari karla, og svo kveð eg hana og þakka rabbið, en hún legg- ur innan stundar af stað til Siglufjarðar — og er heima eftir 20 mínútur. Puella. •—o— FRÆÐSLUNÁMSKEIÐ Athylgi skal vakin á því, að fræðslunámskeið það um uppeldismál, sem auglýst er hér í blaðinu í dag, hefst mánudaginn 5. apríl n. k., en ekki þriðjudag- inn 6. apríl, eins og segir í ísl. í gær. Öllum er heim- ill aðgangur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.