Dagur - 01.04.1948, Blaðsíða 6

Dagur - 01.04.1948, Blaðsíða 6
6 DAGUR Fimmíudaginn 1. apríl 1948. -K*-K*-KTAr-KA-K-K:Ar-KA-KÁ'-K'Ar-K*-K'Á-KÁ-KÁ’-K*-K'A:-K:Ar-K'Á-KÁ-K MAGGIE LANE Saga eftir Frances Wees -------------------- 23. DAGUR. ______________________________ Framhald dómari í kjólavali. Madame fannst með sjálfri sér, að Soffía væri ekki aðeins ónauðsynlegur fylgifiskur heldur líka óvelkominn. En hún hafði langra reynslu í því að dylja tilfinningar sínar fyrir við- skiptavinunum. Margs var að gæta nú eins og endranær. Unga frúin var látlaus í framkomu og hún hafði ekkert sagt. Gamla frú Carver var ennþá taugaóstyrkari en venjulega, var á sífellu iði og reykti hverja sígarettuna á fætur annarri. Og Díana hún virtist vera taugaósyrk eins og móðir hennar, var alltaf að líta á úrið sitt. „Við þurfum að fá allt, Madame,“ sagði frú Carver allt í einu, „gjörið svo vel að láta stúlkurnar koma með sýnishornin." Maggie leit á tengdamóðir sína. „Eg fékk efnið í þessi undirföt á útsölu, kostaði ekki nema 79 cent meterinnn. Það voru góð kaup. Frú Carver lét sem hún heyrði þettta ekki. „Við skulum byrja með hvítu silki, Madame,“ sagði hún. „Einfalt og óbrotið er bezt.“ „Já, einfalt og óbrotið er alltaf fallegast“, svaraði Madame, „það er að segja, ef saumaskapurinn er vel gerður." „Já, ef maður kann að meta það, sem vel er gert“, sagðí Maggie. Stúlkurnar komu með efnin og tóku mál af Maggie fyrir undir- fötin og pöntun var gerð. „Við þurfum að fá þetta afgreitt eins fljótt og mögulegt er“, sagði frú Carver. „Eg skal láta tvær beztu saurrta- konurnar byrja á því strax í dag“, lofaði Madame. „Það er alltaf gaman að sauma á fagrar, nýgiftar konur“. Frú Carver spennti greipar í kjöltu sinni, en sagði ekkert. Maggie starði hugfangin á svart krepefni, sem Madame var að bera við hörund hennar. ■ „Ekki svart“, sagði Soffía stuttaralega. „En það gerir hörundið svo dásamlega hvítt og fagurt“, andmælti Madame. „Reynið heldur grátt“, hélt Soffía áfram. Pakki með dimmgráu sijkiefni var borinn fram. Madame vissi að svona grátt mundi ekki fara illa, þvert á móti. Soffía sagði ekk- ert, en auðséð var að hún var ekki ánægð. Madame var farin að hafa gaman af þessari kómedíu. „Þetta er Ijómandi fallegt, finnst yður það ekki“, spurði hún Soffíu. „Jú, það er fallegt“, sagði Soffía og var uppgefin. „Þér hafið valið af smekkvísi". Frú Carver horfði á tengdadóttur sína og á dóttur sína hinum megin í stofunni. Díana var svo lítil, föl og óásjáleg þótt hún væri vel klædd, í sérstaklega fallegum kjól, sem Madame hafði saumað fyrir tveimur mánuðum eftir mikla rekistefnu. Það var erfitt að klæða Díönu, hún var á gelgjuskeiðinu og vaxtarlagið var ekki sem bezt. Og vei’st var að Díana fann það sjálf. Nú sat hún og horfði á mágkonu sína og öfundin lýsti í augnaráðinu. Hún hlaut að sjá hinn mikla mun, sem á þeim var. Kannske var þetta ekki kómedía eftir allt saman, hugsaði Mádame, heldur raunaleg leiksýning. „Þessi litur fer ekki vel við hárið“, sagði frú Carver allt í einu. „Já, en eina leiðin til þess að ekki beri mikið á hárinu er að klæða mið í rautt, en ég held ekki að það mundi bæta neitt úr skák. Ekki Framhald «i m ii i M i iiiiumi iiiiiiiiiuii iiii iiiiiii n iiiiiui iii iii ii iiiimini 11111111111111111111111111111111111111 iii iii •■■111111111 n Verð á húðum og skiimum Smáhúðir I kr. 4,50 pr. kg. Kýrhúðir og nautgripahúðir I — 3,50 — — Hrosshúðir I — 2,50 — — Tryppahúðir I — 2,00 — — Kálfsskinn I — 20,00 — -— Geitarskinn I — 5,00 — stk. Taglhár, flokkað og búntað — 10,00 — kg. Tagl og faxhár, ósorterað — 3,00 — — Móttaka daglega í kolaafgreiðslunni. i Kaupfél. Eyfirðinga i iiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiifiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiir «mitiiiiiiiiiiiiiiiiiii!iimiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimifmmimmiiiiiiiiiimimmiiiiiiiiiiiimmit» | Húsið Munkaþverárstræti 35 er til sölu og laust til-íbúðar.. Tómas Steingrímsson. i «i*mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm m iii iimm> mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmiiiiiiiiimmmiii. Tilboð óskast í gufuketil af gamla uppmoksturspramma j hafnarinnar. Ketillinn selst í því ástandi, sem [ hann er, ef viðunandi boð fæst. Tilboðum sé skilað á skrifstofu bæjarstjóra fyrir i 3. apríl næstkomandi. j Bæjarstjóri. 'ii iii iii 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 m iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmmm iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiim mmmmmmiiiimmmiimmmmmmmmimmiimmimmmmmmimimmmmimmmmimmiiimimiifi AUGLYSING nr. 7/1948 frá skömmtunarstjórk Samkvæmt heimild í 3. gr. reglugerðar frá 23. sept. 1947 um söiu og afhendingu benzíns og takmörkun á akstri bifreiða, hefur viðskiptanefndin ákveðið eftir- farandi: 1. Á öðru skömmtunartímabili 1948, 1. apríl—30. júní, skal benzínskammtur bifreiða verða sem hér seoir í o þeim flokkum, er að neðan greinir: A 1 Strætisvagnar ............................. 5400 látrar A 2' Sérleyfisbifr. og mjólkurfl.bifreiðar . . 2700 — A 3 Leigubifreiðar til mannflutninga .... 1800 — A 4 Einkabifreiðar-5 rnanna og stærri .... 180 — A 5 Einkabifreiðar 4 manna og minni ... 135 — A 6 Jeep-bifreiðar bænda ....................... 300 — A 7 Bifhjól ..................................... 45 - B I Vörubifreiðar yfir 5 smál.................. 2700 — B 2 Vörhbifréiðar 4001 kg,—5000 kg. .... 2250 — B 3 Vörubifreiðar 3001 kg,—4000 kg. 1800 - B 4 Vörubifreiðar 2001 kg.—3000 kg. 1575 — B 5 Vörubifreiðar 1001 kg.—2000 kg. 900 — B 6 Vörubifreiðar 501 kg.—1000 kg. 450 — B 7 Vörubifreiðar 500 kg. og minni .... 300 — Tilgreind þyngd við bifreiðar í B-flokki er miðuð við mesta leyfilega hlassþyngd samkvæmt skoðunarvottorði. Framangreindur skammtur bifreiða eru skammtar alls tímabilsins, þriggja mánaða, og skal þeim úthlutað í einu lagi. 2. Vörubifreiðar í eign opinberra stofnana, fyrirtækja eða einstaklinga fái aðeins þó skammt, nema sannað sé viðkomandi lögreglustjóra utan Reykjavíkur en skömmtunarskrifstofu ríkisins í Reykjavík, að á bif- reiðinni sé ökumaður, sem liafi slíkan akstur sem aðal- atvinnu. 3. Sérleyfisbifreiðar (þar inriifalið strætisvagnar) og hópferðabifreiðar til mannflutninga, geta því aðeins fengið bensínskammt sem leigubifreiðar, að færðar séu á það sönnur, að þéim aki ökumaður, er hafi slíkan akstur að aðalstarfi. 4. Eigendur eirikafólksbifreiða, sem þess óska og ekki hafa fengið behzínskámmt á 2. úthlutunartímabili 1948, skulu eiga þess kost að fá eftir 1. júní í einu lagi bensín- úthlutun 2. og 3. tímabils 1948 í skönnntunarseðlum, er ; gildi l'rá 1. júní til 30. sept. 1948, enda hafi bifreiðin [ verið skrásett fyrir 1. apríl þ. á. óg framvísað sé nýju \ aðalskoðunarvottorði fyrir yfirstandandi ár, er sýni að [ bifreiðin sé í ökufæri ástandi. 5. Eigendur einkafólksbifreiða skulu eiga þess kost, [ að fá allt að helmingi af.bensínskammti sínum á 1. út- [ hlutunartímabili skipt í seðla, er gilda á 2. úthlutunar- i tímabili 1948, enda skili þeir bensínbók sinni fyrir 1. [ útlilutunartímabil með ónotuðu seðlunum í. Fara þessi I skipti ifram lijá lögreglustjórunum, sem festa skiptiseðl- i unuin iiin í hinri nýju bensínbók. í Rcykjavík fara þessi [ skipti þó aðeins fram dagana 6.—10. aþríl n. k. [ Reykjavík, 24. marz 1948. | Skömmtunarstjórinn. *iiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiii»iiiiiiniiniMiiiniin |— Skíðalandsmótið (Framhald af bls. 5). ! öruggur í hreyfingum. Stúlkurn- i -ar hljóðuðu, strákarnii' gefa oln- i bogaskot og troðast sem næst og i lófatakið be'rst út yfir auðn heið- ; arinnar og deyr út. Og nú fer I hver af öðrum. N. 6 er aðalgöngu j maður Þingeyinga, Jón Kristjáns j son, en H. S. Þ. á þarna stærstu i sveitina, dugnaðarlega drengi, • sem Har. Pálsson er búinn að . þjálfa um tíma í vetur. Nr. 7 er j skíðakappi Vestfjarða, Arnór j Stígsson. Nr. 13 er göngumeistar- j inn Jóhann — og á hæla honum j sleppir Jón svo Haraldi P. Þeir j fara ólíkt af stað, en þó báðir j greitt. Nr. 16 er göngumeistari j Rvíkur, Helgi Óskarsson. Hann, j Haraldur og Guðm. berjast nú j um tignarheitið Skíðakappi ís- ! lands 1948. Hver vinnur? Eftir [ fyrri hringinn — 5-6 km. leið — ; er Guðm. enn á undan. En ! skammt á eftir honum, undra j léttilega, kemur nr. 6. Þeir beygja ! snúa við og hverfa aftur upp yfir : ásinn — qg enn líður stund þar til ; sá néesti kemur. Það er nr. 2. Svo jj fara þeir að tínast að. Fjórir ; Þingeyingar halda hópinn og þar jj með er Jóhann og síðustur í þeirri = lest Haraldur. i—- og ýtir heldur á! 1 Einn hefir, þ^ett eftir þennan ; hring. Annar hrfngur, . hálfu ; lengri er eftir. Alllengi er beðið. jj Sumir labba inn eftir ásunum og ; horfa í áttina. Strákarnir fara að [ kasta 'snjó,“élta hver annán og : troða í göngubrautina, svo að [ Sigm. verður að byrsta sig og Ár- i mann tekur kalllúðurinn. Það er ; talað um að stofna kór — meira' ; að segja blandaðan kór — en ; „konsert" er frestað því að þarna ; sér í fyrsta göngumanmnn. Guð- I mundur! Guðmundur! heyrist ; hrópað hvaðanæva en rétt á eftir i kemur næsti yfir öxlina. Nú ; hoppa Þingeyingar Qg hrópa því i að það er nr. 6! Hann fær sýni- [ lega miklu betri- tíma en Guð- i mundur. Það líður stund unz sá [ næsti kemur — enn nr. 2. Svo i tínist hver af öðrum. Nú hefir [ Haraldur strokað sig fram úr i hópnum, en ekki er Jóhann langt I á eftir. Síðastir koma í mark — [ samsíða nr. 3 og 16. Smurning- 1 in hefir reynst misjafnlega — en [ flestir virðast færir til að labba = áfram — er þeir koma í mark. [ Göngubrautin mjög svipuð og i á íslandsmóti 1942 en mun þó [ frekar styttri, sennilega innan við | 16 km. Vegna snjóleysis varð að I draga úr sumstaðar frá því sem [ var 1942, en færi var nú líka [ nokkru betra og mun hvort- [ tveggja valda styttri göngutíma i en þá. i Úrslit urðu þessi í a-flokki: I 1. Guðm. Guðmundsson í. B. A. [ 50 mín 35 sek. 2. Haraldur Páls- I son í. B. S. 52 mín 35 sek. 3. Jóh. [ Jónsson í. S. S. 55 mín. ; f B-flokki: i' 1. Jón Kristjánsson H. S. Þ. 48 ; mín 40 sek. 2. Reynir Tómasson [ H. S. Þ. 55 mín 55 sek. 3. Arin- ; björn Hjálmarsson H. S. Þ. 56 i mín. 24 sek. ; H. S. Þ. átti bæði 1. og 2. göngu [ sveit (þriggja manna) í. B. í. 3. : sveit.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.