Dagur - 12.05.1948, Blaðsíða 2

Dagur - 12.05.1948, Blaðsíða 2
2 DAGUK Miðvikudaginn 12. maí 1948 Skógræktarfélagið leitar sjálfboða- liða til skógræktarvmnii Meira en 20 þusund plöntur gróðursettar í sumar í „Alþýðumanninum“ 4. þ.m. birtist ritstjórnargrein undir fyr- irsögninni: „Fyrsta stjórn Al- þýðuflokksins." Spurning: Hvernig ferst rit- stjóranum að skrifa þessa grein? Þeirri spuringu verður ekki svarað með vel eða illa. Réttasta svarið er: Það veður mikið á honum. Greinarhöf. ræðir um stjórn- arsamstarf flokkanna fyrr og nú. Um samstarf fyrrv. stjórnar segir hann m. a.: „Alþýðuflokkurinn gekk til samstarfs um fyrrverandi stjórn, af því að hann taldi það ávinn- ing. í fyrsta lagi tókust samningar um að binda talsverðan hluta af gjaldeyrisinnstæðum þjóðarinn- ar í nýjum atvinnutækjum." Ekki skal það rengt, að Al- þýðufl. hafi gengið til stjórnar- samstarfs við kommúnista 1944 með ávinning í huga. En þar hlýtur þó Alþýðuflokkurinn að hafa orðið fyrir miklum von- brigðum, því að greinarhöf. tek- ur það fram, að þegar stjórnar- samstarfinu lauk, hafi öll vinn- ingsatriði verið í hættu. Ekki þurfti það að vera neitt agn fyrir Alþýðuflokkinn til að bindast stjórnarsamvinnu við kommúnista, að ákveðið var að verja 300 milj. kr. af gjaldeyr- • isinnstæðu þjóðarinnar til kaupa á nýjum atvinnutækjum, því að Framsóknarmenn lögðu til, að til þess yrði varið 450 millj. kr. Framsóknarflokkurinn vildi því ganga allmiklu lengra í nýsköp- unarframkvæmdum en þá ver- andi stjórnarflokkar, sem töldu sig þó réttborna til að hafa einka- rétt á að kenna sig við nýsköp- un. í ræðu, sem Emil Jónsson hélt á eldhúsdegi, lýsti hann komm- únistum á þessa leið: „Einar Olgeirsson og félagar hans hafa reynt ýmsar aðferðir við sitt pólitíska trúboð. Þeir reyndu í upphafi að kynna flokk sinn og stefnu hans ódulbúið, eins og það er í raun og veru, — en fengu fáa fylgjendur. — Þá brugðu þeir yfir sig sakleysis- hjúp sameiningar og lýðræðis, ýmiskonar annari svikagyllingu. Nokkrir fleiri bættust þá í hóp- inn, sem í sakleysi trúðu því, að ílokkurinn meinti það, sem hann sagði. En það þótti heldur ekki nóg. Þá var gripið til þess ráðs, að reyna að eyðileggja framleiðslu- og fjárhagskerfi þjóðarinnar með kröfum til atvinnuveganna um kaupgjald, sem þeir vissu að ekki var hægt að borga, kröfum til bankanna um lán, sem ekki voru peningar til fyrir, og kröfum til ríkissjóðs um fjái'framlög, sem ekki var hægt að afla, í því trausti að hægt væri í skjóli þess ástands, sem þá skapaðist, að auka fylgi sitt. Einnig þetta hefir mistek- ist til þessa. Þá var gripið til þess úrræðis, að krefjast þess, að öll- um leiðum yrði lokað til fyrr- verandi viðskiptalanda okkar í vestri, og að verzluninni allri væri beint til Austur-Evrópu í á honum þeirri von, að því er nú virðist bei-t, að hnýta okkur þar þeim böndum, að mótstaða íslenzku þjóð.arinnar _yrði veikt og hún dregin í ákveðinn pólitískan dilk á sama hátt og gerzt hefir austur þar. En heldur ekki í þessari við- leitni höfðu þeir heppnina með sér.“ Allir vita, að þessi lýsing ráð- herra Alþýðuflokksins á stefnu og starfi kommúnista er lauk- rétt, en hún ber það með sér, að kommúnistar eru skaðræðismenn í íslenzku þjóðlífi. Hvernig gat nú Alþýðuflokk- urinn vænt ávinnings af því, að ganga til stjórnar samstarfs við slíkan flokk? „Alþýðumaðurinn“ . segir líka, að þegar stjórnarsamstarfinu við kommúnista lauk, hafi öll ávinn- ingsmál, sem Alþýðuflokkurinn barðist fyrir, verið í hættu stödd, sjálfsagt vegna aðgerða sam- starfsmanna úr kommúnista- flokknum. Það getur því ekki leikið á tveim tungum, að Alþýðuflokkn- um hafi missýnst hrapallega, er hann lét Sjálfstæðismenn leiða sig til stjórnarsambands við kommúnista. Þá víkur greinarhöf. að sam- starfi núverandi stjórnarflokka. Telur hann góðar 'horfur á.að þeim takist að bjarga vinnings- atriðunum úr þeirri hættu,. er fyrrv. stjórn og flokkar hennar skildu þau eftir í. En jafnframt ræðir hann um ólík sjónarmið í stjórnarflokkunum, sérstaklega um verzlunarmálin og trygging- arlöggjöfina. Hann kvartar sáran yfir gagnrýni Framsóknarmanna viðvíkjandi þessum málum báð- um, segir, að sanngirni sé ekki til í ádeilum þessum og talar í þess- um efnum um „met í óheiðarlegri málsókn11. Engin rök fylgja þess- um stóryi’ðum Alþýðum. í garð Framsóknarmanna. En órök- studdir, illyrtir sleggjudómar um menn og málefni mega sannar- lega kallast met í óheiðarlegri málsókn. Ritstjóri Alþýðum. hef- ir því heiðurinn af því að hafa sett slíkt met. Um almennu tryggingarnar er sannleikurinn sá, að Framsókn- armönnum þótti ekki nóg vand- að til þeirrar löggjafar. Það vill nú svo vel til, að Alþýðum. við- urkennir þetta einmitt í um- ræddri grein. Þar segir, að nú sé hægt að fara að vinna að end- urbpíum á þessari löggjöf. Eftir þessu þarf hún þá endurbóta við. Þar með er fengin viðurkenning á því, að löggjöfin hafi verið gölluð í upþhafi, eins og Fram- sóknarmenn héldu fram. Þeir höfðu rétt fyrir sér, og gagnrýni þeirra var réttmæt. En Alþýðum. telur réttmæta gagnrýni á flausturslega af- greiðslu góðs máls „met í óheið- arlegri málsókn." Um ágreininginn í verzlunar- málunum er í fáum oi-ðum þetta að segja: Verzlunin er nú klafabundin og einokuð til hags fyrir fáeina heildsala, og löggjöfin um fjár- hagsráð, sem stjórnarflokkarnir hafa sjálfir sett, þar með fótum troöin og vanefnd til óhags fyrir allan almenning í landinu. Réttur dreifbýlisins er harkalega fyrir borð borinn. F ulltrúar dreifbýlisins hafa gert lcröfur um jafnrétti í verzl- unarmálum. Meiri hluti Alþingis hefir fallizt á þessar sanngjörnu kröfur. Þrátt fyrir það virðist meiri hluti ríkisstjórnarinnar ætla að hundsa þær. Framsóknarflokkurinn hefir tekið þessar kröfur dreifbýlisins að sér og heimtar réttlæti og lýð- ræði í verzlunarmálum. Um þetta segir ritstjóri „Al- þýðumannsins11, að blaðið Dagur hafi talið sig þess umkomið að bera Alþýðufl. fúkyrðum fyrir það, að hann skuli ekki stofna til stjórnarslita með því að ganga inn á kröfur Framsóknarflokks- ins. Það mætti nú kannske spyrja ritstj. Alþýðum. a, því, hvar og hvenær Dagur hafi borið Al- þýðufl. illyrðum í þessu sam- bandi. Að öðru leyti er hér um mikilsverðar upplýsingar að ræða. Eftir því sem Alþýðum. segist frá, kostar það hvorki meira né minna en stjórnarslit, ef Alþýðufl. fer fram á það við Sjálfstæðisfl., að réttlæti og lýð- ræði verði upp tekið í verzlunar- málum. Heildsalarnir, sem ráða stefnu Sjálfstæðisfl. í þessum málum, vilja ekki réttlæti og lýð- ræði í verzlunarsökum ,og Al- þýðufl. verður að beygja sig í auðmýkt undir vilja Sjálfstæðis- flokksins, annars verður stjórn- arsamstarfið rofið. Það er mikils vert, að fulltrúar kaupstaðaráðstefnunnar fái að vita þetta. Þeir geta þá hagað sér þar eftir. En er það nú víst, að Emil Jónsson viðskiptamálaráðherra hafi í fullri alvöru reynt að sveigja Sjálfstæðisflokkinn inn á leiðir réttlætis og lýðræðis í verzlunarmálum? Kannske Bragi Sigurjónsson geti gefið upplýs- ingar um það. Greinarhöfundur endar mál sitt í Alþýðum. með spádómum og gefur í skyn, að þeir muni reynast óljúgfróðir. Hann spáir því, að kommún- istafl. skiptist á milli Sjálfstæðis- fl. og Alþýðufl. og hverfi þannig úr sögunni. Og sjálfsagt taka þessir flokkar báðir fagnandi móti þessum geðslegu leyfum! Þó skammtar hann Sjálfstæðisfl. ríflegar en sínum eigin flokki. Hann spáir því ennfremur, að Framsóknarflokkurinn gangi saman og byggir þann spádóm á fólksfækkun í sveitum, en þó einkum á því, að SÍS og kaupfé- lögin, sem höf. nefnir „kaupfé- lagsklíkur“, hafi dregið asklok yfir höfuð Framsóknarflokksins, sem „sígur í sífellu neðar á sálar- enni flokksins og niður á sálar- sjónirnar!“ Það vantar ekki, að ritstj. Al- þýðum. kann að klæða spádóm sinn um Framsóknarflokkinn í skáldlegan búning! Og ekki skortir hann fyndnina! Hann segir, að tvenns konar örlög bíði Framsóknarflokksins, og geti hann valið um þau. Hann Skógræktarfélag Eyfirðinga leitar nú eftir sjálfboðaliðum, sem vilja leggja hönd að því verki að klæða nágrenni bæjarins skógi. Félagið hefir gert áætlun um gróðursetningu trjáplantna í skógargirðingum sínum í sumar. Er ætlunin að gróðursetja um 20 þúsund birkiplöntur og að auki nokkuð af barrplöntum, aðallega í skóglendið, sem félagið er að koma upp í Vaðlaheiði, gegnt Ak- ureyri, og í hinni nýju skógrækt- arstöð félagsins í Kjarnalandi við Akureyri. Eitthvað mun enn- fremur verða gróðursett í öðrum skógargirðingum félagsins. Félagið hefir gert eftirfarandi áætlun um sjálfboðavinnu' við þessi störf: Unnið verður þrjú kvöld í viku frá og með fimmtu- deginum 13. þ. m. og eitthvað fram í júní, eftir því sem með þarf. Áætlað er að fara tvær vinnuferðir á kvöldi, þannig, að lagt verður af stað frá Hótel KEA kl. 5,15 þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga og sömu daga kl. 7,45. Laugardaginn 15. þ. m. verð- ur þó ekki unnið. Gert er ráð fyr- ir að hvor flokkur vinni tvær klst. og fyrri flokkurinn fari heim með bifreiðum beim, sem flytja seinni flokkinn á vinnu- staðinn. Tekið verður á móti tilkynn- ingum um sjálfboðavinnu í Blómabúð KEA og á skrifstofu Sjúkrasamlagsins, hjá Þorst. Þor- ■steinssyni. Þeir bifreiðaeigendur, sem kynnu að vilja gerast sjálfboða- liðar við að flytja fólk að og frá vinnustöðum, eru góðfúslega beðnir að tilkynna það til sömu aðila. getur haldið „í hamarinn svartan sinn“, en það þýðir, að flokkurinn haldi áfram að vinna fyrir sam- vinnumálin, „ellegar út betur — til þín“, og það líkar Braga Sig- urjónssyni betur, að flokkurinn leggi út á djúpið til Alþýðu- flokksins og berjist með honum móti Sjálfstæðisflokknum. Ein hætta getur beðið Al- þýðuflokksins. Hún er sú, að flokkurinn sökkvi í djúpið, ef hann hefir marga Braga Sigur- jónssyni í þjónustu sinni, sem hafa það eitt sér til ágætis við stjórnmálaumræður, að það veður öll ósköp á þeim. Þess er að vænta, að bæjar- menn bregðist vel við. Einkum ætti unga fólkið að skipa sér um þetta málefni. Með því leggur það hönd að því verki að fegra fóstur- jörðina, og nýtur um leið skemmtilegs félagsskapar og hollra starfa úti í náttúrunni. — Mættu foreldrar hvetja ungmenni til þess að leggja kvöldrölt á hill- una þennan tíma og taka þátt í þessu menningarstarfi. Nýjar bækur Hinn heimskunni, enski rithöf- undur Edgar Wallace er tví- mælalaust einhver snjallasti skemmtisagnahöfundur, sem uppi hefir verið. Svikarinn heitir ein skemmtilegasta skáld- sagan, sem hann hefir samið, og er þessi saga nú komin út á veg- um Hjartaásútgáfunnar. Svikar- inn er í senn spennandi leynilög- reglusaga og ástarsaga, viðburða- rík með afbrigðum og frásögnin með ósviknum Wallace-blæ. — Þessi saga verður áreiðanlega eigi síður vinsæl en „ , -v « « # Skuggahliðar Lundúnaborgar, sem hefir hlotið óvenjumiklar vinsældir meðal íslenzkra les- enda, en hún er eftir sama höf- und og hefir Hjartaásútgáfan einnig gefið jíána út. Nótt í Mexico eftir Ovre Richter-Fi’ich, er nýlega komin- út hjá Hjartaásút- gáfunni. Höfundurinn hefir fyrir löngu hlotið almennar vinsældir hér á landi eins og annars staðar þar sem bækur hans hafa komið út. Er þetta 6. sagan um æfin- týramanninn og hetjuna Jónas Field. Flestar af fyrri sögunum eru al- veg á þrotum og er því öruggara fyrir þá, sem hug hafa á að ná í þær, að draga það ekki lengur. Nýtt hefti af Hjartaásnum er komið út. HJARTAÁSÚTGÁFAN Gjafir til nýja sjúkrahússins. Áheit frá G. og J. kr. 100. — Gjöf frá Jóhönnu Jónsd. kr. 50. — Gjöf frá Kvenfélaginu „Hvöt“, Ár- skógsströnd kr. 1000 Með þökk- um móttekið. G .Karl. Pétursson. Allir þeir verkamenn, sem hjá oss unnii síðast- § liðið sumar, eru áminntir um að segja til, livort i þeir ætli sér að vinna hjá oss næsta sumar, og I gera það eigi síðar en 15. nraí n. k. Framkvæmdastjóriim. j

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.