Dagur - 12.05.1948, Blaðsíða 6

Dagur - 12.05.1948, Blaðsíða 6
t> DAGUR Miðvikudaginn 12. maí 1948 MAGGIE LANE Saga eftir Frances Wees ------------------ 29. DAGUR. ____________________________ Framhald. Stóru augabrúnirnar lyfust lítið eitt. Hann yppti öxlum, gekk yfir herbergið að stóru hljóðfæri, sem stóð þar opið óg settist við það. Hendurnar á honum eru mjúkar eins og flauel, hugsaði Maggie. „Hvað viljið þér syngja?" spurði hann. Maggie gekk að píanóinu. „Eg kann raunar ekki að syngja neitt, sem markvert er,“ sagði hún. „Eg kann ekki erlendar tungur eða neinar stórar aríur úr ó- perum. Eg hefði getað lært eitthvað af þeim, en e. t. v. ekki rétt. Eg get sungið flest dægurlögin, sem nú eru uppi, en yður þykir líklega lítið varið í svóleiðis. Það eina, sem þá er eftir, eru nokkur gömul lög, eins og t. d. írsku þjóðlögin. Mér fannst, að ekki mundi gera mér ógagn að hafa þau yfir annað slagið.“ „Hærri eða lægri stemma?“ „Lægri.“ Fingur Borgmanns dönsuðu á nótnaborðinu og hljómar írskrar þjóðvísu bárust um herbergið. Stundum hafði Paley leikið svona lög fyrir hana í klúbbnum, þegar allir voru farnir. Það var þó ólíkt að syngja innan lágreistra veggja Bláa salsins eða í þessu herbergi, þar sem hátt var til lofts, og við undirleik fullkomins hljóðfæris. Og Maggie söng. Röddin fyllti herbergið, tónarnir voru hreinir og silfurtærir. Þegar lagið Var búið sat Borgmann kyrr í stólnum og leit ekki upp. Hann leitaði að öðrum írskum lögum á nótnaborðinu og Maggie söng þau, hvert af öðru. Hann hélt þessu áfram góða stund. Loksins stóð hann á fætur, gekk út að glugganum og horfði út. Ennþá hafði hann ekki sagt orð. Loks gekk hann aftur að pfanóinu, settist á bekkinn og benti hénni að komá til sín. Hann lagði-hend- urnar utan um mittið á henni. Það var engin ástleitni í þessu. Það var ópersónulegt, mæling aðeins. „Þér érúð of grannar," sagði harin, „Eg veit það. En eg. hefi bætt við mig fimm pundum í síðastliðn- um mánuði.“ „Það vantar lfkarrilegan styrkleika á bak við röddina. Hold og bein. Það er ekki rióg að vera sterkur í andanum, maður þarf að vera það til líkamans líka. Hvað éruð þér gamlar?“ „Tuttugu og þriggja.“ „Hvers vegria hafið þér ekki leitað yður tilsagnar fyrr?“ „Eg mátti ekki vera að því.“ „Hafið þér verið giftar lengi?“ „í mánuð,“ „Og eruð þér hamingjusamar?“ Maggie horfði rannsakandi á hann áður en hún svaraði. „Eg held að það sé ástæðulaust að ræða málið frá þessari hlið,“ sagði hún svo. „Hvort eg er hamingjusöm eða ekki, ung eða gömul, hrædd eða örugg, er ekki aðalatriði í söngnum. Söngurinn er sérstakt atriði, utan og ofan við allt hitt. Það er langt síðan eg vissi það. Þess vegna er óhætt að sleppa frekari umræðum um einkalíf mitt.“ „Jæja,“ sagði hann. „Þér hafið sérstaka rödd,g^ þér hafið hæfi- leika til tjáningar. En þér kunnið ekki að hemja hana. Þér kunnið ekki einföldustu undirstöðuatriði. En.“ Hann sló flötUm lófanum á píanóborðið. „Eg óttast að mér takizt ekki að kenna yður.“ „Hvers vegna?“ „Rödd yðar talar vissulega til hjartnanna. Hún gæti orðið stór, en það mundi taka langan tíma, kosta geysimikla vinnu og þér munduð ekki hafa neitt til þess að sýna sem árangur, um langa hríð. En þegar eg hefði lokið kennslunni, mætti fara svo, að rödd yðar væri orðin dásamlegt hljóðfæri. En þér eruð persóna, sem eg skil ekki. Eg veit ekki hvort þér verið góður nemandi eða slæmur. Eg veit ekki hvort þér viljið leggja yður alla fram þegar á hólminn er komið, eða hvort þér eruð of ístöðulitlar. Þér hafið á yður skel, sé eg, en hversu sterk er hún? Það veit eg ekki, kannske brotnar hún fyrr en varir.“ Eftir langa hríð sagði Maggie: „Mér stendur á sama um annað fólk. Eg hugsa um mig. Eg mun standast prófið.“ „Eg trúi ekki svona fullyrðingum. Yður er ekki sama um annað fólk. Langt frá því. Það er ekki hægt að útiloka sig frá samskiptum við manneskjurnar. Kannske eigið þér um sárt að binda. Eg veit það ekki, og þér viljið að sjálfsögðu ekki segja mér það. En lista- maður verður enginn af hefndarhug. Það er ekki hægt. Það er held- ur ekki hægt að gefa hluta af sjálfum sér til að ná árangri á lista- brautinni. Það verðúr að vera allt eða ekkert. „Þéi' skuluð fá allt,“ sagði Maggie með þykkjuhreim. En hún hélt ékki lengra. Hún þagnaði og sagði svo blíðlega: „Eg skal reyna að valda yður ekki vonbrigðum. Viljið þér kenna mér eða ekki?“ Framhald. Skjaldborgar-Bíó A SKIÐUM { Síðustu sýningar á þessari [ \ eftirsóttu mynd í þessari I i viku. \ NÝJA BIO 11111111111111 i Næsta mynd: | | Anna og j | Síamskonungur | („Anna and the King I § of Siam“) \ Söguleg stórmynd Irá ame- i Í ríska kvikmyndafélaginu \ 20th Century-Fox E : Í Leikstjóri: I John Cromwell. \ Aðalleikendur: Irene Dunne \ Rex Harrison \ Linda Darnell \ Gale Sondergaard. Í Kvrkmynda-leikritið er \ \ byggt á sammnelfndri, sagn- { { fræðilegri sölunretbók eftir i Í Margaret London. Í (Börn, yngri en 12 ára, fá \ ekki aðgang.) Tilboð óskast í FARMALL-traktor, ásamt sláttuvél og diskherfi. Til- boðum sé skilað til undir- ritaðs, sem gefur allar nán- ari upplýsingar, eigi síðar en 20. maí n. k. Aðalsleinn Ólafsson, Lundargötu 7, Akureyri. Barnarúm til sölu. — Upplýsingar í Möðruvallastræti 6. Herbergi til leigu í Norðurgötu 53 (tippi). Fyrir drengi! FLUGMÓJflugmódelin eru komin. Verð kr. 24.50. — Sendum gegn póslkröfu um land allt. Brynj. Sveinsson h.f. Sími 580. - Pósthólf 125. Veiðimenn - Sportmenn! GÚMMÍBÁTARNIR eru komnir aftur. Aðeins örfá stykki. Sendum gegn póstkröfu. Brynj. Sveinsson h. f. Sími 5S0 — Pósthólf 125. Tapazt hefur Eversharp lindarpenni á leiðinni frá Gagnfræðaskól- anum niður í bæ, merktur: Dagbjört Halldórs. Skilist, gegn fundarlaunum, í Odd- eyrargötu 11. iiiiiimmmmmmiiiiiiiimimmiiiiiiiiiiiii Z VANTARíBÚÐ! Fyrirfram greiðsla, ef þess er óskað, einnig af- \ not af síma. A. v. á. { • •inmmiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimimmiiiiMimMiiiiiiiiiiimmiimimmiiimiimiiiiiiimiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmii? MIMIIIMIIIIIMIIIIMIMIIIMIIIMIIIMMIIMIIIIMMIIIIMMIIIIMIIIMMIIIIMMIIIIIIIIIMIIMIIiniMIIIIMIIMMIIMIIMMMIIIMMIII II* Kappreiðar Hestamannafélagið LÉTTIR efnir til kappreiða á 1 skeiðvellinum við Eyjafjarðará sunnudaginn 23. þ. m. | kl. 2 e. h. — Keppt verður í þremur hlaupum á stökki, 1 ennfremur skeiði, ef þátttaka fæst. Verðlaun verða veitt, = og veðbanki starfar eins og áður. i Þátttakendur mæti með hesta til æfinga og skrán- | ingar á skeiðvelli félagsins Laugardaginn 15., mánudag- { inn 17. og miðvikudaginn 19. þ. m., kl. 9 síðdegis alla i \ dagana. { Eftir það verður ekki tekið á móti þátttakendum. i Stjórnin. i ■'IIIMMIIIIIMIMIIIIIIIIMIIIIIMMHÍIIÍIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIMIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIMIMIIIIIIIIli úmmMiiimmmmmÍmmimmmmmimmiUmmmmmmmmiimmiímmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmiiii* Blóm og grænmeti Fræðslunámskeið um ræktun og garðyrkjustörf | hefst n. k. föstudagskvöld, kl. 9 e. li., í Gilda- i skála KEA. — Aðgöngukort við innganginn. Fræðsludeild KEA. | ''llMMIMflMlllllMMMIIIIIMIIIIIÍMIlÍillllllllMlllllllllllllllllMIIIIIIMIIIIIIIMIIMIIIIIIIIIIIMIIIMIIIMMIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIli • MIIIMIMIIIItMMIIIIIMIIMIIIIIIMllllllllMIMIIIMillMMMIIIMÍÍlÍÍÍMÍMIIMlÍlllllMÍlMMIIUÍÍlMlÍlMIIIÍMIMIIMMÍllllMlllllN* 1-2 manna herbergi óskast fyrir gesti.frá 3.-7- júní. n. k. — iÞeir,.sem | kynnu að vilja leigja næturgestum herbergi í 1 sumar, eru góðfúslega beðnir að hafa tal af HÓTEL KEA. •iiliiiiriiiiiiiiiMiiiimiiÍMÍiMmiiMMiMmmiMmiMmiiimtmii'mmmMiiiiMMmimmmimmiiMOmiiMMiiiiMiiOii» <11111III M 11 lllill IIIMMMMIMMIIIIMIMIIMIMMIIMIIMIIMIMMMÍIIIMIIMMIIIMIMMIIIIIMIIIIMIIIMIIMIIIIIIIIIIIIIIMMMIIII M» Uppboð ‘IV Þriðjudaginn 1. júní 1948 verður opinbert uppboð | lialdið að Syðri-Reistará, og hefst kl. 12 á hádegi. Verð- I ur þar selt, e’f viðunaitdi boð fæst, ýmsir búshlutir, svo | sem: Rakstrarvél, aktygi, reyþi, skilvinda, mjólkur- I dunkar, sleði, girðingaefni o. m. fl. Uppboðsskilmálar birtir á staðnum. | Þorlákur Hallgrímsson. IIMÍIIIMIIIflMMMIIIMIIIMllMIIIIIIMIIMIIMIIMIMMMMIÍIIIIMMMIIMIMIIIIMMIIIIMMMMIMMMIIIMMIIIMMIMIIIMMIMIIIlí IMMMMMMMMMMMMMMMMI IIIIIIIIIII11IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII11IIIIIIIII111IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII, |» NÝKOMID Vindrafstöðvaanker, 12 volta Dynamóar, 12 volta. { Véla- og varalilutadeild ..............................IMIMII...... ‘MIIIIMMMMIIIMMMMMMMMIMIMIIMMIIIlÍlíllMIMÍMMIMIIIIMIMIMMMMIIÍMIIIMMMMIMMIMIMMIMIMMMIMlMtlllMMÍI * “ GÚMMISKOR. nr. 38—41, á kr. 6.25. Skóbúð KEA 11111II MIMMII HÚTEL AKUREYRI Hafnarstræti 98. — Sími 271.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.