Dagur - 12.05.1948, Blaðsíða 8

Dagur - 12.05.1948, Blaðsíða 8
12 BAGUK Miðvikudaginn 12. maí 1948 Norsk uppfynding gerir kleiff að flyfja fisk glænýjan á erlenda markaði Norðmenn leggja nú kapp á að vinna nýja markaði fyrir fram- leiðslu sína Þessi mynd birti „Verdens Gang“ með frásögn sinni. Sýnir hún hina nýju vöru, eins og hún er afgreidd til kaupskipaflotans. Stóru, opnu dósirnar geyma makríl, og litlu dósirnar fremst í myndinni, rækjur. Hinar dósirnar geyma borsk og ufsa. Nofska blaðið „Verdens Gang“ flutti nýlega fregn um athyglis- verða nýjung í verkun fiskjar til útflutnings. Er þar greint frá því, að fyrirtæki nokkurt í Stavanger hafi, eftir langvarandi tilraunir, fullkomnað aðferð til þess að flytja alls konar fisk á fjarlæga markaði án þess að varan tapi nokkru af upprunalegum gæðuin. Blaðið rekur það fyrst, að þró- unin í fiskveiðunum stefni í þá átt, að gera út veiðileiðangra, sem hafa langa útivist, og sækja, ef svo ber undir á fjarlæg mið. Með þeim hætti séu beztir möguleikar til þess að vinna fyrsta flokks vöru og nái hagstæðu verði á er- lendum mörkuðum. Söltun, fryst- ing kryddun og niðursuða eru allt verkunaraðferðir, sem gefa góða raun, en það eru líka til aðrar að- ferðir, sem geta valdið byltingu bæði í útflutningi fiskafurða og innanlandsneyzlu þeirra. Þetta kemur m. a. í ljós, segir blaðið, af uppfyndingu, sem fréttamenn blaðsins hafa komizt á snoðir um af viðtölum við áhafnir norskra kaupskipa, sem hafa nú um skeið notað hina nýju vöru. Framleið- andinn er fyrirtæki nokkurt í Stavanger, sem þó óskar ekki, að svo komnu máli, að gefa nánari upplýsingar, en telur þó rétt að benda á þetta til áherzlu á þeim miklu framtíðarmöguleikum, sem sjávarútvegurinn hefur að bjóða. Uppfynding þessi styðst við þá staðreynd, að hvers konar fiskur er mjög vandmeðfarin vai-a og þarf að verkast sem allra fyrst eftir veiðina, ef hann á að halda gildi sínu og bragði, helzt svo að segja strax og hann kemur upp úr sjónum. Rotnunargerlar talía svo að segja strax til starfa. Ör- ugg aðferð er að sjóða fiskinn niður þegar eftir veiðina, en gall inn er bara sá, að niðursuða breytir vörunni og hún tapar þeim eiginleikum í augum neyt- andans, að vera glæný í þeim skilningi, sem maður talar um nýjan fisk. Glæný vara. Nú hefur viðkomandi fyrir- tæki tekizt að fullkomna aðferð, sem gerir mögulegt að leggja fiskinn niður í dósir án þess að hann sé meðhöndlaður til venju legrar niðursuðu. Tilraunir hafa verið gerðar með fjölda fiskteg- unda og krabbategunda, og það kemur í ljós, að varan heldur sér- einkennum sínum og nýjabragði, jafnvel þótt dósir þessar verði gamlar, að minnsta kosti eins lengi og þarf til þess að fullnægja kröfum verzlunarhúsa þótt fjarlægð séu. Útflutningsverðmæti. Skortur á dósum hefur varnað því, að fyrirtæki þetta hæfi fram- leiðslu í stórum stíl, t. d. er þessi fiskur ennþá ekki á boðstólum heima í Noregi. En firmað' hefur látið kaupskipaflotann hafa þessa vöru, tij reynslu, og ljúka allir upp einum munni um að hún hafi reynst alveg framúrskarandi vel og sé mikils virði fyrir skip í langsiglingum að eiga þannig kost á nýmeti allan tímann. Rann- sóknarstofa sjávarútvegsins Bergen, sem hefur fylgst með til- raunum þessum, hefur rannsak- að vöruna vísindalega, og er út koman sérlega glæsileg. Útflutn ingsfyrirtæki sjávarafurða hafa geysilegan áhuga á þessari nýju framleiðslu og telja fullvíst að I hún muni opna nýja möguleika ! fyrir útflutning Norðmanna til t fjarlægra landa. Nýju Akureyrar- revýunni vel tekið Leikfélag Akureyrar hafði frumsýningu á nýrri revýu, sem heitir „Taktu það rólega“ sl. laugardagskvöld. Höfundar rev- ýunnar nefna sig Fjórbein, en er að öðru leyti ekki getið. Revýan fjallar um bæjarlífið og þjóðlífið, menn og málefni, er í fjórum þáttum og gerist ýmist á Akureyri eða í Vaglaskógi. Leik- urinn er fjörugur og víða skemmtilegur. Talsvert af góðum „bröndurum", en þunnir þó inn- an um, eins og gengur. Allmikið af ljóðum er í leiknum og mikið sungið. Eigi er ástæða til þess að i’ekja efni leiksins, nægir að geta þess, að brugðið er upp ýmsum skopmyndum úr þjóðlífinu og bæjarlífinu á fjörlegan og hressi- legan hátt, en heldur er sögu- þráður leiksins hnökróttur og sundurslitinn. Hin stærri hlut- verk revýunnar voru yfirleitt vel leikin og sum prýðisvel. Hin minni hlutverkin misjafnlega, enda þar margt um nýliða. Helztu hlutverkin eru þessi: Kobbi Krús, veitingamaður í Hrossa- lundi, Þórir Guðjónsson, Brasína, ráðskona hans, frú Svava Jóns- dóttir .Eilífur Arnars, umboðssali, Hólmgeir Pálmason, Sæmundur Sibbinn, nútíma skáld, Jóhann Ögmundsson, Stefán Styrkon, stórbóndi, Kr. Kristjánsson, Ped- ersen ,danskur þjónn, Jón Norð- fjörð, Orgína Ómars, fræg söng- kona, frk. Jenny Jónsdóttir, Bombína, dóttir Kobba, frú Sig- ríður P. Jónsdóttir, Sjómaður, Eggert Ólafsson, Fríða Fix, þerna, frk. Brynhildur Steingrímsdóttir, Hamstrína Halan, frk. Matthildur Olgeirsdóttir, Unnur í Uppbótar- gei'ði, Signý Sigmundsdóttir. Auk þeirra nokkrar aukapersónur. — Leiknum var ágætlega tekið og skemmtu menn sér vel. - Hundrað ára afmæli Álasunds (Framhald af 1. síðu). land sjái fyrir gjaldeyri handa gestunum strax og þeir eru komnir inn fyrir landamærin. Hópferðir rnunu ógerlegar fyrir okkur eins og ástatt er, en vel athugandi að taka þátt í starfs- mannaskiptum." Hvað um Álasundsbæ sjálfan? „Bærinn mun hafa 18—19000 íbúa. Haim stendur á nokkrum eyjum við mynni Raumsdals- fjarðar á Sunnmæri. Eru þar sögustaðir margir og frægir. Bærinn er fallegur og allur byggður eftir eldsvoðann 1904. Útgerð er þar mikil og mun hann vera einn mesti athafna- og út- flutningsbær landsins. Bærinn slapp vel frá s'tríðinu, urðu skemmdir litlar þar, þó héldu bæjarmenn uppi stöðugu sam- bandi við Breta. Það voru Ála- sundsbátar, sem héldu út á hafið, til fundar við brezk og norsk skip.“ Hátíðahöldiu sjálf? „Bærinn átti 100 ára kaupstað- arafmæli 13. apríl. Var þá mikill fjöldi gesta samankominn víðs vegar úr Noregi, og að auki boðn- ir fulltrúar frá vinabæjunum fjórum á Norðurlöndum. Hátíðin byrjaði 12. apríl, er kóngurinn og krónprinsinn komu til bæjarins. Var sú móttaka hátíðleg og bar þeSs ljósan vott hverja ást Norð- menn hafa á konungi sínum. Sá- um við merki þess alla þessa daga. Aðalatburður þessa dags var opnun útvarpsstöðvarinnar í Vigra, sem nú er endurreist. Þessi stöð var síðasta fi-jálsa röddin, sem heyrðist frá Noregi 1940. Athöfnin var mjög hátíð- leg. Aðalhátíðin fór samt fram 13. apríl. Hófst hún með guðsþjón- r éánægju yíir efdrifum tillagna kaupsfaðaráðsfefnunnar Síldarmjöl, sem ríkisverksmiðjurnar seldu bændum á s. 1. vetri, stórgölluð vara Hér í blaðinu liefur áður verið greint frá aðalfundi Kaupfélags Þingeyinga í Húsavík, afkomu félagsins á s. 1. ári og niðurstöð- um reikninga. Á þessum fundi gerðu þingeyskir samvinnumenn nokkrar ályktanir, sem ekki hef- ur verið greint frá áður. Fara þær hér á eftir. V erzlunarmálin. „Aðalfundur Kaupfélags Þing- eyinga haldinn í Húsavík dagana 20.—21. apríl 1948, lýsir mikilli óánægju yfir því, að tillögur frá fundi verzlunarstaða vestan- norðan- og austanlands, er háður var í Reykjavík í s. 1. febrúar- mánuði, um veitingu gjaldeyris- og innflutningsleyfa, hafa enn ekki verið teknar til greina af þeim er útlduta leyfunum. Leyfir fundurinn sér að skora á stjórn ríkisins að verða nú þeg- ar við áskorun nýafstaðins Al- þingis um úrbætur í þessum efn- um á grundvelli tillagnanna.“ Samþykkt í einu hljóði. Skemmd vara seld bændum. „Aðalfundur Kaupfélags Þing- eyinga 1948 lýsir yfir því, að síld- armjöl það, sem Síldarverksmiðj- ur ríkisins og aðrar verksmiðjur seldu bændum til fóðurs á síðasta ári, var stórkostlega gölluð vara. Skorar fundurinn á stjóm félags- ins og kaupfélagsstjórn að leita samvinnu við önnur kaupfélög og S. í. S. um það, að komið verði á viðunandi gæðamati á því síldar- mjöli, sem selt er innanlands til fóðurs.“ Tillaga þessi var samþykkt í einu hljóði. ustu, voru þar sungin hátíðaljóð og höfðu bæjarmenn samið bæði ljóð og lög. Þótti það takast með ágætum. Var kirkjuathöfnin hríf- andi, kirkjan fögur og vel búin. Eftir háaegisverðarboð fyrir gesti, hófst sýning fiskiskipaflotans á Raumdalsfirði. Fóru gestir þá í farþegaskipi út á fjörðinn, en bát- ar bæjarmanna sigldu fram hjá skipinu. Voru það á 7. hundrað bátar alls, mikilfengleg sjón. Sumir bátanna voru hlaðnir af síld. Þrátt fyrir dumbungsveður tókst þessi sýning ágætlega og var eftirminnileg. Eftir þetta hófst skrúðganga bæjarmanna. Tóku þátt í henni 10-12000 manns. Var gengið til hátíðsvæðis. Þar fluttu ræður konungur og margt annað stórmenni. Um kvöldið voru veizlur haldnar á vegum bæjarins. Sátu géstir aðra, en htna öR gamal- menni, er dvalið höfðu í baenum í 60 ár eða lengur. Þar voru fjöl- margar ræður fluttar, þar töl- uðu m. a. konmigur og krónprins- inn, og þar fluttu fulltrúar vina’- bæjanna ávörp sín. Auk þess, sem hér hefur verið talið, fóru fram margs konar skemmtanir fyrir bæjarmenn allan daginn og lauk hátíðinni með tilkomumik- illi blysför ofan af fjálli niður að höfn kl. 12 á miðnætti. Hátíða- höld þessi fóru fram með mikl- um myndarbrag og verða ó- gleymanleg okkur hjónunum. Það verður einnig hin mikla vin- semd og • gestrisni Norðmanna. Það er gott að vera íslendingur í Noi'egi nú. Hvarvetna mættum við hlýhug og greiðasemi svo að slíku hefur maður ekki kynnst áður á ferðajögum evlendis. All- ir vildu eitthvað fyrir okkur gera, jafnt embættismenn og fulltrúar Álasundsbæjar, sem almenning- ur. Fáum við það seint fullþakk- að.“ Hittuð þið íslendinga í þessari för? „í Álasundi eru nokkrar ís- lenzkar konur giftar noi'skum mönnum, ágætir fulltrúar fyrir ísland og var sannkölluð ánægja að kynnast þeim. Þar var og á há- .tíðinni J. Indbjör ræðismaður hér, og má einnig kalla hann á- gætan fulltrúa íslands í Noregi, er hann dvelur þar. Er hann jafn- an boðinn og búinn til þess að verða okkur að liði. í Osío hitt- um við allmarga íslendinga, sát- um fund í íslendingafélaginu og komum í sendiráðið, sem mikið orð fer af. Loks má geta þess, að við nutum þess í þessari för að verða samferða sendiherra Norð- manna hér, Andersen-Rysst, sem var boðinn á hátíðina. Hann er Álasundsmaður. Reyndist hann sannkölluð hjálparhella á allan hátt, mikilsmetinn í landi sínu og góður vinur íslands.“ Að lokum lét Steindór þess getið, að hann mundi skýra bæj- arstjóminni frá ferð sinni. Má vænta þess, að vinabæjasam- bandið komizt þar á dagskrá og Akureyri gerizt. virkur þátttak- "andi í þessum skemmtilegu og 'menningarlegu samtökum.-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.